Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Page 12

Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Page 12
bekknum og kemur að sjúkrabeði frænda síns. — Hvað get ég gert fyrir þig, Björn minn? spyr hún þýðlega. — Hringdu fyrir mig til Braga iæknis og biddu hann að koma til min strax. ■— Líður þér ósköp illa? — Nei, en ég þarf að tala við Braga lækni strax, þú lofar okkur svo að vera tveim einum, ef hann kemur. — Já, það er sjálfsagt, ég skal gera eins og þú biður mig um. Gamla konan gengur að símanum og fram- kvæmir beiðni frænda síns.... Enn á ný nemur Bragi staðar við sjúkrabeð Björns bæjar- stjóra, og nú eftir beiðni hans sjálfs. Bæjarstjórinn er fyrri til að rjúfa þögnina og segir lágri, raunalegri röddu — Nú fer ég víst að deyja. — Það getur enginn sagt neitt ákveðið fyrir um þuð, Björn bæjarstjóri. Líður yður mjög illa? — Nei, ég hef engar líkamlegar þjáningar, ég er bara máttlaus. — Það getur smálagast með tímanum, slíkt er ekki óvanalegt undir svona kringumstæðum. — Nei, ég kemst ekki til heilsu aftur, skeið mitt er senn á enda runnið, ég finn nálægð dauðans — augu bæjarstjórans fyllast tárum. Lækninum er )>að ljóst, að hann á í miklu sálarstríði og segir þýðlega. — Dauðinn er óumflýjanlegur, örlög okkar allra, en við kristnir menn eygjum í ljósi trúar og vonar nýtt líf að baki hans. — En því lífi get ég ekki mætt, fyrr en ég bef játað sekt mína fyrir þér og beðið þig um fyrirgefningu. — Enginn dómari er ég, Björn bæjar- stjóri. — Nei, en þú ert sonur minn. — Skiptir það nokkru máli nú fremur en hingað til? — Já, í návist dauðans finn ég loks sekt mína gagnvart þér, fyrirgefðu mér í guðsnafni sonur minn, svo að sál mín fái frið. Bæjarstjórinn réttir fram mátt- litla hönd sína, og tárin streyma niður vanga hans. Læknirinn tekur um hönd bæjarstjórans og segir rólega. •— Ég hef mjög lítið að fyrirgefa þér, ég hef sjálfsagt ekkert liöið fyrir yfir- sjónir þínar. Ég ólst upp í skjóli minnar góðu og kærleiks- ríku móður, sem öllu fórnaði fyrir mig, ég eignnðist ágætan stjúpa, sem reyndist mér eins og bezti faðir, mér var hjálpað til að ganga menntaveginn, eins og hugur minn stefndi til, ég náði þvi marki, sem ég setti mér að keppa að, og allt hefur gengið mér að óskum. Föðurleysið hefur því ekkert komið við mig í lífinu. Þurfir þú uð fá fyrirgefningu frá nokkurri mann- eskju, þá er það hjá móður minni, því að gagnvart henni er sök þín stór. — Ég er vonlaus um fyrirgefningu hennar. Idvar er Sigríður? — Hún er hér á Djúpafirði. — Hér á Djúpafirði? — Já, móðir mín varð ekkja nú í vor, og þá flutti hún alkomin hingað á heimili rriitt. — Sonur minn, liefur þú nokkra von um, að hún fyrirgefi mér? — Móðir min er göfug kona. En þú verður sjálfur að bera fram hæn þína um fyrir- gefningu við hana. — Heldur þú, að hún vilji koma hingað til mín? — Þvi get ég ekki svarað nú. — En viltu skila því til hennar frá mér í guðs nafni? — Já, það skal ég gera. Bæjarstjorinn reynir af öllu mætti að þrýsta hönd læknisins og veik rödd hans er þrungin djúpri bæn. Hann segir: — Son- ur minn, viltu kannast við mig sem föður þinn héðan í frá, þó að ég veröskuldi það ekki? — Já, faðir minn. Hinn van- rækti sonur þrýstir hönd iðrandi föður í innilegri fyrirgefningu. — Guð blessi þig, sonur minn. Nú híð ég eftir Sigríði. — Ég skal ganga a fund móður minnar og tala máli þinu, vertu alveg rólegur. Læknirinn sleppir hönd föður síns og gengur fram úr stofunni. Hér geta eins vel orðið snögg umskipti, og hann ætlar ekki að draga það neitt að hafa tal af móður sinni. Sigríður situr í yistlegu einkaherbergi á hinu glæsilega heimili sonar síns og tengdadóttur og starfar að handavinnu. Hugur hennar reikar um fornar slóðir. Hún unir hag sínum vel á æskustöðvunum, þrátt fyrir hinar sársaukafullu etidur- minningar, sem við þær eru tengdar. Hún hefur ekkert farið að heiman síðan hún kom til Djúpafjarðar og engan liitt af gömlum kunningjuin þar. Ifún gerir ráð fyrir því, að þeir séu orðnir fáir eftir og ef til vill kannast þar enginn við hana lengur. Björn Þorsteinsson hefur hún engan heyrt nefna síðan hún kom til Djúpafjarðar, og nafn hans nefnir hún aldrei heldur. Gamla konan gerir ráð fyrir því, að hún fari ekki langt hér eftir, hún þráir að mega eyða ævikvöldinu í kyrrð og rósemi á liinu yndislega heimili sonar síns og tengdadóttur, og hugur gömlu konunnar dvelur enn um stund við fornar endiirminningar. En skyndilega hrekkur Sigríöur upp af hug- leiðingum sínum, höggi er drepið á dyrnar hjá henni og hoð- ar gestakomu. Hún rís á fætur og opnar hurðina. Bragi sonur hennar stendur við dyrnar. — Því ert þú að hanka, góði minn — segir hún brosandi — Eg hélt, að það væri einhver ókunn- ugur. Ég er þessu vanur, mamma min. — Ætlar þú ekki aö koma inn til mín, góði? — Jú, ég hef mikilsvarðandi erindi við þig nú, móðir mín. — Jæja. Gamla konan lítur á son sinn og sér, að hann er venju fremur alvarlegur á svipinn. Ifún leiðir hann að stól við hliðina á sínu sæti og þau setjast hæði.- Bragi læknir tekur hönd móður sinnar milli heggja handa sinna og segir alvarlegur. — Eg var eiginlega að koma úr sjúkravitjun frá manni, sem við könnumst hæði við. — Jæja, og hver var það, góði minn? — Rennir þú engan grun í við hvern ég muni eiga? — Föður þinn kannski? — Já. — Er hann sjúkur? — Já, hann fékk slag í gærmorgun og á varla langt eftir ólifað, oftir því sem liann álítru sjálfur. — Hann hefur látið sækja þig? — Já, en ekki til að rannsaka hið líkamlega ástand sitt nú, heldur gerði hann í dag játningu sína fyrir mér, hað mig að kannast við sig sem föður minn og fyrirgefa sér það liðna. Hann er iðrandi sál, sem þráir frið við guð og menn. — Jæja, vinur minn, það gleður mig, að þið skuluð hafa átt slíkt samtal. — En hann þráir meiri frið en mín fyrirgefning getur veitt honum, og það er ekkert nema' þín fyrirgefning, sem getur veitt honum þann frið, sem hann þráir, móðir min. — Jæja, þráir Björn Þorsteinsson nú fyrir- gefningu mína. — Já, hann hiður þig að koma til sín í guðs nafni. Gamla konan situr þögul um stund og mildur rauna- hlær líður yfir svip hennar. lijörn er orðirin herfang dauðans og þráir fyrirgefningu hennar. Enginn mundi geta neitað um fyrirgefningu á slíkri stundu. Hún segir: — Ég er tilbúin að fylgja þér á fund föður þíns, sonur minn. — Ég vissi, að þú myndir svara á þessa leið, ég þekkti þitt göfuga hjarta. Bragi læknir leggur arminn yfir herðar móður sinnar og þrýstir henni innilega að sér. Svo fylgjast þau að fram úr herberginu. Læknirinn leiðir móður sina út í bifreiðina, sem hiður þeirra, og ekur með hana heim að liúsi Björns hæjarstjóra. Mörg ár eru liðin siðan Sigriður gekk burtrekin frá Jiessu húsi og har harn sitt undir hrjóstum, þá voru spor liennar þung, kvöl hennar og niðurlæging næstuin óhærileg, og Björn átti sök- ina. En nú liggja spor hennar þangað aftur með hinn glæsi- lega son sinn við Jdið, og för hennar er heitið til að fyrir- gefa Birni. Sagan milli þessara tveggja áfanga í lífi hennar er margþætt fórna- og raunasaga, en ávöxtur hennar er sigur hins góða. Bragi læknir leiðir móður sína að sjúkrabeði Björns bæjarstjóra, og þar nema þau hæði staðar. Björn hefur beðið með óþreyju þessarar stundar, og nú loks stendur Sigriður við hliö hans. Fyrst er algjör þögn. Bæjarstjórinn virðir fyrir sér hina aldurhnignu konu, sem eitt sinn var svo æskubjört og falleg, að hún heillaði hann, og enn er hún 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.