Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Side 15
» » C^oait þakktat sun2kotuit »■ * >
Helga Haraldsdóttir
Ágústa Þorsteinsdóttir
Helga Haraldsdóttir, íþróttakennari, hefur verið um árabil
ein bezta sundkona þessa lands. Hún byrjaSi aS synda um
sjö ára aldur, eins og títt er um heiibrigS börn, sem ná skóla-
skyldualdri. Brátt fór þessi unga stúlka aS skara fram úr
jafnöldrum sínum. Þrettán ára að aldri innritaðist hún í sund-
deild Knattspyrnufélags Reykjavíkur og tók að þreyta keppni
á sundmótum. Að ári liðmi var hún orðin fremst allra skrið-
sundskvenna landsins. Á sundmóti K.R. 1952 vann hún hinn
fagra Flugfreyjubikar, sem gefinn var til minningar um' hina
fyrstu flugfreyju íslendinga, sem fórst í flugslysinu i Héðins-
firði. Bikarinn vann hún fjögur ár í röð.
Á árinu 1953 bætir hún íslandsmet Kolbrúnar Ólafsdóttur á
styttri vegalengdum. Næstu tvö- árin var hún i stöðugri framför
og hafði nú bætt flest öll íslandsmetin í skriðsundi og baksundi.
AIls hefur hún sett 28 íslandsmet auk margra meta í boðsunds-
sveitum.
Helga var þátttakandi í Norðurlandameistaramótinu í Osló
1955. Nokkurt hlé varð á keppnisferli hennar 1955—1957, en
síðla árs 1957 var hún ráðin þjálfari sunddeildar K.R. Jafn-
framt keppti hún á ný, aðallega í baksundi, og reyndist betri
en nokkru sinni áður, stórbætti metin í baksundi og á þau
nú öll.
Helga lauk námi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1954
og frá íþróttakennaraskóla fslands að Laugarvatni brautskráð-
ist hún 1956 og hefur síðan stundað margs konar íþrótta-
kennslustörf víða um land.
Helga Haraldsdóttir er fædd 7. júlí 1937 í Reykjavík. For-
eldrar hennar ern Björg Jónsdóttir, ættuð frá ísafirði, sem
látin er fyrir nokkrum árum, og Haraldur Jensson, bílstjóri,
ættaður frá Grímsnesi í Árnessýslu. Helga er gift Snjólfi
Pálmasyni, bílstjóra, og eru þau búsett í Kópavogskaupstað.
Ágústa Þorsteinsdóttir er tvimælalaust mesta afrekssundkona,
sem íslendingar hafa eignazt.
Sex ára gömul lærði hún að synda og tólf ára varð hún
félagi i sunddeild Glímufélagsins Ármann.
Fljótt kom i Ijós að hér var óvenjulega gott sundkonuefni
á ferðinni. Þegar á fyrsta keppnisvetri sínum 1955—1956 tók
hún forystu i skriðsundi og mikla athygli vakti, er hún aðeins
13 ára gömul sigraði beztu sundkonur landsins, Helgu Ilaralds-
dóttur og Ingu Árnadóttur, í keppni um Flugfreyjubikarinn
á sundmóti K.R. 1956. Síðan hefur hún unnið bikarinn örugg-
lega ár hvert. Skömmu síðar tók hún að ryðja íslandsmetunum
í skriðsundi og er nú eigandi þcirra allra. Einnig á hún met
í flugsundi og bringusundi auk margra boðsundsmeta. AIls
hefur hún sett 29 íslandsmet.
Ágústa hefur farið fjóruin sinnum í keppnisferðir til útlanda,
yfirleitt með góðum árangri. Einkum var ferðin á Unglinga-
meistaramót Norðurlanda árangprsrík. í 100 m. skriðsundi
varð hún nr. 2 og var svo jöfn sigurvegaranum, að Iangan tíma
tók það dómarana. að úrskurða keppnina. 1 400 m. skriðsundi
varð hún nr. 3.
Ágústa er fædd 17. apríl 1942 í Reykjavík, dóttir hjónanna
Sigriðar Finnbogadóttur, ættuð úr Hafnarfirði og Þorsteins
Kristjánssonar, ættaður vestan úr Dölum.
Á þessu vori tekur Ágústa lokapróf frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar.
JÓN OTTI JÓNSSON
Nýtt kvennablað. Verð br. 2S.00 árg. Afgr. Fjðlntaveg 7, Bvfk. Sfml 12740. Bltstj. og ábm.: GuBrún Stef&nsd. Borgarprent & Co.
NÝTT KVENNABLAÐ 13