Morgunblaðið - 28.07.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2009
ÁHUGI er fyrir
hendi hjá nokkr-
um aðilum á hlut
Norðurorku í
orkufyrirtækinu
Þeistareykjum,
sem hefur borað
eftir jarðvarma á
Þeistareykja-
svæðinu í Þing-
eyjarsýslu.
Allar upplýsingar um þessa aðila
eru trúnaðarmál, að sögn Franz
Árnasonar, forstjóra Norðurorku,
en framkvæmd sölunnar er í hönd-
um Saga Capital fjárfestingabanka
á Akureyri. Franz segir söluferlið
vera á byrjunarstigi en fram hefur
komið í Morgunblaðinu að fyr-
irtækin HS Orka, Alcoa og Geysir
Green útiloka ekki þátttöku í
Þeistareykjum þótt engar ákvarð-
anir um það hafi verið teknar.
Nokkrir aðilar
sýna Þeista-
reykjum áhuga
RANNSÓKN lögreglu á niðurrifi
einbýlishússins við Hólmatún á
Álftanesi hinn 17. júní sl. er enn á
frumstigi, samkvæmt upplýsingum
frá fjármunabrotadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hafa
yfirheyrslur ekki enn hafist yfir
fyrrum eiganda hússins, sem mætti
með stóra beltagröfu og reif það
niður að stærstum hluta.
Að sögn lögreglu blandast inn í
rannsóknina önnur mál er tengjast
sama húseiganda. Vildi lögregla
hvorki játa því né neita að búið hafi
verið að tæma húsið að innan af öll-
um innréttingum og tækjum þegar
það var rifið seinni part þjóðhátíð-
ardagsins.
Niðurrifið á Álfta-
nesi enn til rann-
sóknar lögreglu
Rústir Húsið sem var rifið á Álfta-
nesi var kanadískt einingahús.
BLÓÐBANKINN ætlar að birgja
sig upp af blóði fyrir verslunar-
mannahelgina og hefur því sent út
áskorun til viðskiptavina sinna að
gefa blóð í vikunni.
Móttaka í Blóðbankanum er opin
mánudaga og fimmtudaga frá
klukkan 8 til 19, þriðjudaga og mið-
vikudaga frá klukkan 8 til 15 og
föstudaga frá klukkan 8 til 12.
Vonast er eftir sem flestum.
Blóðbankinn
vill innlagnir
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FARI svo að fjölskipaður Héraðs-
dómur Reykjavíkur fallist á mála-
tilbúnað sakborninga í Papeyjarmál-
inu svonefnda er ljóst að meintir
höfuðpaurar þrír voru í skemmtisigl-
ingu á seglskútu undan ströndum Ís-
lands og Færeyja í aprílmánuði. Þeir
höfðu með sér tölvutösku fulla af
aukahlutum fyrir fartölvu en enga
slíka og einn farsíma. Meintir vitorðs-
menn þrír og skipverjar á slöngu-
bátnum, sem notaður var til að sækja
fíkniefni í skútu austur af landinu 15-
20 sjómílur suður af Papey, verða
hins vegar sakfelldir fyrir að smygla
rúmum 100 kg af fíkniefnum til lands-
ins af gáleysi. Gáleysi þar sem þeir
héldu sig vera taka á móti sterum.
Aðalmeðferð í Papeyjarmálinu var
keyrð áfram af mikilli hörku og festu
í gærdag. Hún hófst upp úr níu í gær-
morgun og var lokið um tíu tímum
síðar. Og þó svo að upptökutækin í
dómssal 101 hafi bilað þegar vitna-
leiðslum var að ljúka ákvað dóms-
formaðurinn Guðjón St. Marteinsson
að halda ótrauður áfram, og notast
við lítið upptökutæki með spólu á
meðan saksóknari og verjendur
fluttu ræður sínar.
„Matlock-flétta“ verjenda
Lykilvitni í málinu er sakborning-
urinn Halldór Hlíðar Bergmundsson.
Sá var fenginn til að taka á móti fíkni-
efnunum af og með Jónasi Árna Lúð-
víkssyni, en undir því yfirskini að um
stera væri að ræða. Halldór er sá eini,
af sakborningum, sem hefur tengt tvo
meinta höfuðpaura, Peter Rabe og
Árna Hrafn Ásbjörnsson, við fíkni-
efnainnflutninginn. Halldór hélt því
fram að hann hefði séð þá tvo um
borð í skútunni Sirtaki 18. apríl sl.
þegar efnin voru afhent, og benti
hann á þá í myndflettingu hjá lög-
reglu.
Verjendur meintra höfuðpaura
beittu hins vegar svonefndri Matlock-
fléttu þegar þeir gáfu útskýringu á
framburði Halldórs; fyrir það fyrsta
var Halldór einn þriggja sem tekinn
var með öll fíkniefnin. Hann hafi því
leitað allra leiða til að lágmarka skaða
sinn.
Verjendurnir spurðu sakborninga
mikið út í aðbúnaðinn á Litla-Hrauni
þegar þeir sættu einangrun, skömmu
eftir handtöku. Upp úr krafsinu kom
að Halldór, Árni, Peter Rabe og Jón-
as Lúðvíksson voru allir á sama gangi
á Litla-Hrauni. Og þrátt fyrir að vera
í einangrun gátu þeir séð út um klefa
sinn og þannig hina sakborninga.
Halldór þekkti ekki Árna né Peter en
hann og Jónas voru æskufélagar.
Þriðji meinti höfuðpaurinn, Rúnar
Þór Róbertsson, var hins vegar á öðr-
um gangi.
Að mati verjenda sá Halldór Árna
og Peter á ganginum áður en honum
bauðst að benda á þá sem hann sá í
skútunni. Og það skýrir hvers vegna
hann greindi aðeins frá tveimur
mönnum um borð, ekki Rúnari Þór.
Vilhjálmur Hans Pétursson, verj-
andi Árna, benti á að fyrir myndflett-
ingu hafi Halldór í skýrslutöku sagst
ekki þekkja Árna, og það þrátt fyrir
að hann hafi séð hann alloft og komið
heim til hans á þeim tíma sem hann
bjó með Jónasi Lúðvíki.
Nafnleysi af ótta við hefnd
Fyrir utan framburð Halldórs
byggir ákæruvaldið á því að menn-
irnir hafi ekki stöðvað skútuna eða
haldið til Íslands þegar Landhelg-
isgæsla Íslands fór fram á það. Þeir
hafi ekki spurt hvers vegna verið
væri að stoppa þá og reynt að komast
undan. Verjendur skipverja sögðu
það hafa verið vegna slæmra veð-
urskilyrða og að þeir hafi boðist til að
stoppa í Færeyjum þar sem Gæslan
gat skoðað skútuna. Skipverji hjá
Gæslunni staðfesti tilboðið.
Þá var framburður Jónasar einnig
mjög mikilvægur því hann bar til um
alla atburðarásina en vildi ekki nefna
nein nöfn, af ótta við hefnd. Hann
sagði mann hafa komið að máli við sig
og fengið hann til að sækja stera í
skútuna. Hann vildi ekki nefna skút-
una, menn um borð í skútunni eða
neitt annað sem tengdist málinu, ann-
að en að hann hefði sótt poka út í
skútu á þessum tiltekna stað og tíma
en talið það vera stera. Fyrir það átti
hann að fá nokkur þúsund evrur.
Hann játaði einnig að hafa hringt í
gervihnattarsíma um borð í skútunni.
Þess ber að geta að á minniskubb
sem fannst á hillu í skútunni, af þeim
sem sigldu Sirtaki aftur til Belgíu,
eftir að lögregla hafði leitað í henni
rækilega og samþykkt að skila henni,
fundust myndir sem taldar eru vera
úr síma Rúnars Þórs. Á þeim sáust
meintir höfuðpaurar, og gervihnatt-
arsími, um borð.
Verjendur bentu hins vegar á að
svokallaður gervihnattarsími hefði
getað verið hvað sem er. Og ákæru-
valdið hafði ekki fyrir því að finna
eins síma til samanburðar, svo dóm-
arar gætu alla vega áttað sig á að um
slíkan síma væri að ræða.
Einnig þótti ákæruvaldinu grun-
samlegt að þrjár konur, Lindsay,
Telma og Hrafnhildur, væru skráðar
á leigusamning skútunnar. Á honum
voru að vísu full nöfn en þau voru
ekki birt í dómssal. Lögregla reyndi
að hafa uppi á konunum en án árang-
urs. Skipverjar héldu því fram að um
væri að ræða gleðikonur sem þeir
ætluðu að sækja í höfn einni í Hol-
landi en hættu við á síðustu stundu.
Véfengdu smurolíuráðgjafa
Verjendur voru allir mjög gagn-
rýnir á rannsókn málsins og mál-
flutning ákæruvaldsins fyrir dómi.
Meðal annars gagnrýndu þeir að
ákæruvaldið hefði kallað sem vitni ís-
lenskan smurolíuráðgjafa til að skýra
út niðurstöður rannsóknar sem fram-
kvæmd var í Bretlandi. Rannsóknin
beindist að olíusýnum sem tekin voru
úr vél skútunnar Sirtaki og olíu sem
Jónas Árni keypti á Djúpavogi og tal-
ið er að hafi ferjað yfir í skútuna.
Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi
í ljós að um sömu tegund olíu var að
ræða en þar sem rannsakendur stað-
festu ekki rannsókn sína er ólíklegt
að byggt verði á henni.
Einnig þótti þeim vanta öll frum-
gögn í málið og að ákæruvaldið
byggði á eintómum fullyrðingum lög-
reglunnar.
Einnig sögðu þeir ljóst að fleiri
skútur hefðu verið á ferð á svæðinu
og mótmæltu því að lögregla hefði að-
eins farið á eftir Sirtaki og hundelt
hana.
Skemmtisigling á Sirtaki
eða stórtæk smyglferð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmtisigling? Skútunni Sirtaki var siglt frá Belgíu og til Íslands í apríl.
Aðalmeðferð í Papeyjarmálinu svonefnda hófst og lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
UNGUR Hafnfirðingur, á aldrinum
25-30 ára, datt í lukkupottinn um
helgina er hann hafði allar fimm töl-
urnar réttar í Lottóinu og vann sér
inn tæpar 47 milljónir króna, skatt-
frjálst. Reyndist það hafa gefist vel
að fara út á djammið en miðann góða
keypti hann hjá N1 í Hafnarfirði að-
faranótt laugardagsins, á leið heim
eftir næturskemmtun.
Maðurinn gaf sig fram í gær á
skrifstofu Íslenskrar getspár og vill
á þessu stigi ekki láta nafns síns get-
ið, að sögn Stefáns Konráðssonar,
framkvæmdastjóra Íslenskrar get-
spár. Eftir því sem best er vitað er
hann laus og liðugur þannig að eft-
irsóttur piparsveinn gengur laus í
Hafnarfirðinum þessa dagana!
Næturgaman gaf af sér 47 milljónir
Ungur piparsveinn í Hafnarfirðinum vann sér inn 47
milljónir í lottóinu Kom við á N1 á leið heim af djamminu
Í HNOTSKURN
»Lottópotturinn var sex-faldur um helgina og fór
fyrsti vinningur sem sagt bara
á einn stað.
»Tveir skiptu á milli sínbónusvinningnum, fengu
hvor um sig 300 þúsund kall.
Morgunblaðið/Eggert
Lottóvinningur Það getur borgað sig margfalt að kaupa lottómiða.
Á vef Íslenskrar getspár kemur
fram að vinningshafinn hafi verið
stressaður er hann birtist á skrif-
stofunni og varla búinn að jafna sig
„eftir að hafa komist að því að það
var hann og hann einn sem var með
allar fimm tölurnar réttar í Lottó.“
Ungi maðurinn hafði verið að
skemmta sér á föstudeginum og
ákvað að koma við á N1 við Lækj-
argötu á leiðinni heim aðfaranótt
laugardags til að freista gæfunnar.
„Hann sagðist hafa verið svangur og
ákveðið að fá sér í borða. Keypti
einn lottómiða í leiðinni og það borg-
aði sig svo sannarlega. Hann hefur
ekki haft efni á því að fara í nám og
hyggst skella sér í skóla í haust.
Núna hefur hann efni á því, án þess
að taka námslán,“ segir Stefán.
Þegar um svo stóra vinninga er að
ræða hefur Íslensk getspá þá reglu
að vinningshafar leiti sér fjár-
málaráðgjafar hjá KPMG, til að
tryggja betur stöðu þeirra.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir sak-
sóknari fer fram á að dómarar full-
nýti refsirammann þegar kemur að
þætti Hollendingsins Peters Rabe.
Farið er fram á tólf ára fangelsi yf-
ir Rabe sem talinn er hafa séð um
skipulagningu innflutningsins.
Sigríður sagði ekki til um hversu
langan dóm hún vildi sjá yfir öðr-
um sakborningum en lét dómnum
um að ákvarða það.
Verjendur minni spámannanna
þriggja litu nokkuð til Pólstjörnu-
málsins svonefnda þegar kom að
því að fjalla um refsingu. Þar sem
þeir játuðu, því sem næst, inn-
flutninginn er ljóst að þeim verður
gerð refsing. Litu þeir til þess að
ekki væri um ásetning að ræða og
lítinn sem engan ágóða.
Í Pólstjörnumálinu, sem sami
dómari dæmdi, fékk einn sakborn-
inga eins árs skilorðsbundið fang-
lesi. Sá hinn sami sá um að taka
fíkniefnin til vörslu og hugðist fela
þau á sumarbústaðalóð.
Bentu þeir á að sá maður vissi
að um fíkniefni væri að ræða og
því hefði hugsanlega meiri ásetn-
ingur legið þar að baki.
Farið fram á að refsiramminn verði fullnýttur