Morgunblaðið - 28.07.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„MÉR líst ekkert sérstaklega vel á
þessi áform, segir Magnús Skúla-
son, formaður Íbúasamtaka mið-
borgarinnar, arkitekt og áheyrn-
arfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í
skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Vísar hann þar til fyrirætlana þess
efnis að nýbygging sem ætlunin er
að rísi á lóðinni að Spítalastíg 6B og
íbúðarhúsnæði að Bergstaðastræti
16-20 verði breytt í hótelíbúðir.
Segir hann takmörk fyrir því
hversu langt sé hægt að ganga í því
að fjölga gistirýmum í miðju íbúðar-
hverfi með tilheyrandi ónæði fyrir
íbúa hverfisins „Frá sjónarmiði íbúa
er þetta of mikið álag á þetta svæði
sem íbúðarhverfi,“ segir Magnús.
Notkunarbreytingin
samrýmist landnotkun
Fyrirhuguð deiliskipulagsbreyt-
ing fór í kynningu 26. júní sl. en
frestur til að skila inn athugasemd-
um til skipulags- og byggingasviðs
er til 7. ágúst nk. Að sögn Ólafar
Örvarsdóttur, skipulagsstjóra
Reykjavíkur, hefur enn sem komið
er aðeins borist ein athugasemd.
Samkvæmt upplýsingum blaða-
manns eru hins vegar allir íbúar
reitsins, sem afmarkast af Berg-
staðastræti, Bjargarstíg, Grund-
arstíg og Spítalastíg, að undirbúa
sameiginlega athugasemd enda rík-
ir mikil óánægja í þeirra röðum
með áform verktakans.
„Þetta er klárlega mál sem kem-
ur við íbúa á reitnum. Þó svo að
þetta sé ekki aukning á bygging-
armagni þá er þetta notkunarbreyt-
ing. Þessi breyting samrýmist hins
vegar landnotkun, því aðalskipulag
Reykjavíkur heimilar þetta innan
ákveðinna marka,“ segir Ólöf og
bætir við að það hljóti að vera fagn-
aðarefni að loks standi til að laga til
á reitnum þar sem Bergstaðastræti
20 hafi staðið autt allt of lengi.
Gert ráð fyrir 40 hótelíbúðum
Umsækjandinn um breytinguna á
deiliskipulaginu er eignafélagið
Laug ehf. en arkitektastofan sem
unnið hefur að útfærslu á reitnum
er Krads ehf. Í tillögunni er lagt til
að skilgreind notkun húsa á lóð-
unum Bergstaðastræti 16, 18 og 20
auk Spítalastígs 6B verði breytt úr
því að vera íbúðarhúsnæði í það að
vera íbúðarhótel. „Gert er ráð fyrir
að í húsunum verði að hámarki 40
hótelíbúðir. Hver hótelíbúð verður í
kringum 25 m², innréttuð sem stúd-
íó-íbúð, og hver um sig innihaldi
svefnaðstöðu, eldhúsaðstöðu, bað-
herbergi og setustofu/skrifstofu.
Ekki er gert ráð fyrir að móttaka
sé opin allan sólarhringinn en
starfsmaður mun vera á bakvakt til
að aðstoða gesti allan sólarhringinn
eftir þörfum,“ segir m.a. í tillög-
unni.
Tillagan felur jafnframt í sér að á
Bergstaðastræti 18 rísi aðflutt hús
og hefur í því samhengi verið horft
til hússins sem nú stendur á Hverf-
isgötu 28. Þegar er búið að flytja
húsið sem stóð á Hverfisgötu 44 að
Bergstaðastræti 16. Þá er gert ráð
fyrir að húsið á lóðinni að Berg-
staðastræti 18 verði fært nær nr. 20
til að jafna bilin milli húsanna
þriggja, auk þess sem fyrirhugað er
að að húsið á nr. 18 verði stækkað
um 0,6 metra til suðurs. Húsið á
Bergstaðastræti 20 var reist fyrir
1918 og er því háð lögum um húsa-
friðun um allar breytingar á núver-
andi ástandi þess. Það þýðir að
verktaki má ekki hrófla við ytra
byrði hússins, en má breyta inni-
viðum hússins í samráði við húsa-
friðunarnefnd.
„Ólöglegur gjörningur“
Kári Halldór Þórsson, íbúi við
Bergstaðastræti, gerir alvarlegar
athugasemdir við það að at-
hugasemdafresturinn við
deiliskipulagstillögunni lendi á há-
sumarsfrítíma. Segir hann að svo
virðist sem reyna eigi að lauma
breytingunni í gegn þegar mestar
líkur séu til þess að íbúar taki ekki
eftir því eða hafi ekki tök á því að
bregðast við. Að hans mati hefði
einnig verið eðlilegra að íbúar reits-
ins væru boðaðir til kynning-
arfundar um málið í stað þess að fá
tilfallandi kynningu frá verktak-
anum. Bendir hann á að um afar
umdeilt mál sé að ræða þar sem
nær allir íbúar á svæðinu leggist
gegn þessari breytingu. „Með fram-
göngu sinni er ljóst að borgin er
ekki að gæta réttaröryggis íbúanna
sem henni ber samkvæmt 1. gr.
skipulagslaga,“ segir Kári Halldór.
„Í raun er hér um ólöglegan
gjörning að ræða, því það er ekki
hægt að breyta aðalskipulagi með
deiliskipulagsbreytingu. Það væri
eins og að breyta lögum með reglu-
gerðum. Þessi reitur er í að-
alskipulagi skilgreindur sem íbúða-
byggð, en breytingatillagan felur í
sér að reitnum verði breytt í bland-
aða byggð,“ segir Kári Halldór og
bendir jafnharðan á að þetta komi
reyndar ekki fram í deiliskipulag-
stillögunni sjálfri. „En þetta er ekki
í fyrsta skiptið sem lögfræðilegt
álitamál kemur upp á borginni á
þessum reit,“ segir Kári Halldór.
Í samtölum við íbúa á reitnum má
ljóst vera að þeir hafa miklar efa-
semdir um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á Bergstaðastræti 16-20
og tilheyrandi baklóðum. Þeir óttast
aukna hávaðamengun, en sam-
kvæmt þeirra upplýsingum er ráð-
gert að hafa morgunverðarskála og
móttöku á baklóð Bergstaðastrætis
sem snúi að Grundarstígnum. „Þá
er þetta bara hávaðapottur,“ segir
Gunnar Hafsteinsson, íbúi á Grund-
arstíg, en garður hans snýr upp í
lóðina þar sem ráðgert er að byggja
móttökuna fyrir hótelíbúðirnar.
Undir þetta tekur Rósa Eyvind-
ardóttir, sem einnig býr á Grund-
arstígnum. Segist hún annars vegar
óttast hávaðamengunina sem fylgi
íbúum fyrirhugaðra hótelíbúða og
hins vegar sé hún algjörlega mót-
fallin því að reitnum sé í heild
breytt með svo afgerandi hætti.
„Það er ekki pláss fyrir allt þetta
fólk á þessum reit.“
„Of mikið álag á svæðið“
Húsum við Spítalastíg og Bergstaðastræti breytt og nýtt byggt til að hýsa um 40 hótelíbúðir
samkvæmt deiliskipulagstillögu Íbúarnir eru ósáttir og segja gjörninginn „ólöglegan“
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Umdeildur Skipulag reitsins sem afmarkast af Spítalastíg og Bergstaðastræti er í auglýsingu en íbúar á svæðinu
telja kynningu ábótavant og efast um að fyrirhuguð starfsemi samræmist íbúabyggðinni.
Tillaga að deiliskipulagi gerir ráð
fyrir allt að 40 hótelíbúðum við
Spítalastíg og Bergstaðastræti.
Íbúarnir mótmæla. Tillagan er nú
í auglýsingu og rennur athuga-
semdafrestur út 7. ágúst næst-
komandi.
Ósátt Íbúarnir hafa sterkar skoðanir á tillögunni. (F.v) Kári Halldór Þórs-
son, Gunnar Hafsteinsson, Anne Helen Lindsey og Rósa Eyvindardóttir.
„ÍBÚÐIRNAR eru hugsaðar sem
hótelíbúðir fyrir erlenda ferða-
menn,“ segir Kristján Magnason,
einn eigenda lóðanna og húsanna
við Bergstaðastræti og Spítalastíg.
„Það er talað um að ferðamennskan
sé sá atvinnuvegur sem helst sé í
uppsveiflu. Hótel Holt hefur staðið
við Bergstaðastræti í tugi ára án
vandræða og kvartana. Ef íbúar
svæðisins hafa áhyggjur af bílaum-
ferð og bílastæðaskorti þá er rétt að
benda á að ferðamönnum fylgir t.d.
minni bílaumferð heldur en ef við
byggðum þarna 12 til 15 venjulegar
íbúðir. Mér finnast bílastæðavanda-
mál því engin rök í þessu máli. “
Eigendur eignafélagsins Lauga á
einnig fyrirtæki sem heitir Leigu-
íbúðir. Það fyrirtæki á tvær hús-
eignir með íbúðum sem eru leigðar
út á almennum markaði. Annað hús-
ið var byggt fyrir nokkrum árum
við Njálsgötu og hitt húsið stendur
við Brautarholt og var gert upp af
eigendunum.
„Sannleikurinn er að það er eng-
inn markaður til að selja eða leigja
íbúðir á almennum markaði í mið-
bænum núna. Það er auðvitað ekki
loku fyrir það skotið að eitthvað af
húsnæðinu verði leigt út í lengri
tíma leigu yfir vetrartímann en ekki
nema í takmörkuðum mæli.“
Kristján segir mótmæli íbúanna
hafi komið eigendunum mjög á
óvart. Mikill styr hafi staðið um
svæðið og þau hafi álitið að íbúar
fögnuðu áformum um að gera upp
gömlu húsin. Aðspurður um hvort
ekki hefði verið ákjósanlegra að
halda kynningarfund fyrir íbúa
svaraði hann að þau hafi viljað sjá
hvaða athugasemdir kæmu við aug-
lýsinguna. „En auðvitað viljum við
gera þetta í sem mestri sátt við íbúa
og erum tilbúin til að hlusta á
ábendingar þeirra. Við verðum bet-
ur undirbúin þegar frestur til að
skila inn athugasemdum er liðinn, 7.
ágúst. Þangað til áformum við eng-
ar framkvæmdir.“
Ef málið fer í gegn þá hyggjast
eigendur strax hefjast handa við
framkvæmdir og miða við að þeim
verði lokið næsta vor.
svanbjorg@mbl.is
Ferðamenn skapa ekki bílastæðavandamál
’Mér finnst óeðlilegt að fá upp-hringingu frá byggingarverktak-anum að kvöldi til þar sem hann til-kynnir okkur að hann sé að fara aðbyggja 40-50 hótelíbúðir og hvort við
séum ekki tilbúin að samþykkja þjón-
ustubyggingu upp að lóðarmörkum
okkar. Þá höfðum við aldrei heyrt af
málinu. Mér hefði fundist lágmark að
borgin hefði sent okkur bréf og til-
kynnt okkur hvað stæði til í stað þess
að við værum að frétta þetta með
þessum hætti.
ANNE HELEN LINDSAY,
ÍBÚI Á GRUNDARSTÍG 7.
’Við íbúar rekumst alls staðar áveggi í borgarkerfinu. Okkurfinnst eins og enginn innan borg-arkerfisins vilji hlusta á okkur.
GUNNAR HAFSTEINSSON,
ÍBÚI Á GRUNDARSTÍG 7.
’Nái þetta fram að ganga þá verðafleiri íbúar í þessum fjórum íbúð-arhúsum en á restinni af reitnum, þvíþessar hótelíbúðir sem og gestamót-takan í fimmta húsinu munu rúma
a.m.k. 160 manns með tilheyrandi
ónæði fyrir þá íbúa sem fyrir eru á
reitnum.
KÁRI HALLDÓR ÞÓRSSON,
ÍBÚI Á BERGSTAÐASTRÆTI 17.
’Þessi reitur er annar tveggja reitaí borginni sem eru upprunareitir.Yngsta húsið hér á þessum reit ermeira en 80 ára gamalt. Það ætti aðvernda þennan reit í heild sinni í stað
þess að reyna að eyðileggja hann.
RÓSA EYVINDARDÓTTIR,
ÍBÚI Á GRUNDARSTÍG 5B.
Ummæli íbúa