Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Síða 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Síða 3
NÝTT KVENNABLAD 6. tbl. - október - 1960. 21. árgangur. Börn, sem ekki greta lelklð sér í sjnábænum Gavat, rétt hjá Isafan er teppaverk- stæði. Það er hvorki stórt né frægt, hvorki sérlega gott né slæmt, en svo vill til. að það er þægilegt að komast þangað, og þar eð handknýttu teppin eru þjóð- arstolt Persa, var mér sagt, að ég mætti alls ekki láta undir höfuð leggjast að sjá þau. Þau voru sögð mjög glæsileg og litlu verkstæðin ákaflega snotur og vistleg. Tveir stórir vefstólar stóðu i hráslagalegum skúr. Hænsni stjákluðu um troðið leirgólfið. Ljósskímu lagði inn um lítinn þakglugga og smá vindaugu, sem lokað var með grindum. Við þéttasta vefinn, sem var með svo litlum hnútum, að einungis örsmáir fingur gátu hnýtt þá, sátu nokkrar tel]>ur, flestar undir sjö óra aldri. Þær húktu á trébekk með munstrið fyrir framan sig og vermdu loppna fingurna, sem voru með lituðum nöglum, yfir glóðarkeri. er þær höfðu á milli sín. Margar voru kvefaðar og blánefjaðar. Horinn vall úr nösum þeirra, og hendumar á þeim voru hrjúf- ar eins og illa sútað leður. Naktir rauðmálaðir fæt- urnir voru eins og ísmolar. — Grófari teppin voru unnin af 13—14 ára stúlkum, en vinnuhraðinn var ekki heldur ýkjainikill þar. Hpp frá þessu hef ég ekki eins og óður getað hrif- izt af hinum handunnu teppum, jafnvel þótt stúlkurnar væru glaðar og frísklegar og þvöðruðu eíns og smá apar. Vinnuhraði þeirra var sem sagt ekki mikill, og hinir fáu skildingar, sem þær unnu sér inn, hafa áreið- anlega komið í góðar þarfir á fátækum heimilum þeirra. Samt sem áður gat ég ekki sætt mig við til- hugsunina, að svona smátelpur skyldu sitja við vef allan liðlangan daginn í köldum og óvistlegum kofa. Það er ef til vill heimskulegt af mér, því að ef telp- urnar hefðu ekki setið þarna, hefðu þær orðið að gera eitthvað annað, til dæmis gæta litlu systkinanna sinna, elda mat, þvo og sækja vatn, og þótt þær væru orðnar sjö ára, er alls ekki víst, að þær hefðu fengið að ganga i skóla. Að vísu er harnavinna bönnuð með lögum, en euginn ler eltir þvi. i'kki einu sinni í bæjunum. Því NVI I' KVENNABLAÐ lagaákvæði er ekki heldur framfylgt, að börn, sem náð hafa sjö ára aldri, gangi í skóla. Það væri líka erfitt í framkvæmd, þar sem bæði er skortur á skólum og kennurum. Það er mikið af börnum í Austurlöndum. Barn á hverju ári — slíkt er hlutskipti allt of margra kvenna. Áhugi fyrir að takmarka barneignir er ekki ýkjamikill, þó að allir geti feimnislaust keypt getnaðarverjur af götusölum, sem verzla með tóbak og meðul. Ferða- menn hrífast af hinum austurlenzku börnum, sem eru mörg yndisfögur. Þau hafa þykkt og mjúkt, liðað hár og sterkar, hvítar tennur. Hreyfingar þeirra eru full- ar yndisþokka, og augu þeirra eru fegurri en orð fá lýst: stór, næstum svört, djúp og alvarleg. Þessi fal- legu börn sem hlaupa um á götunum — börnin, sem ferðamaðurinn sér, — eru oft illa hirt og tötraleg, og mörg þeirra bæði betla og hnu])la. Leikárin eru sárafá. Fæst þessara barna fá að njóta áhyggjulausrar bernsku eins og á Norðurlöndum, þar sem fæði og klæði, húsa- skjól og ástúðleg umhyggja eru sjálfsagður réttur hvers barns. Samt sem áður gefur það að ýmsu leyti ekki rétta hugmynd um Persíu, hversu fá vel klædd bör.n sjást á förnurn vegi, því að yfirstéttar- og miðstéttar- börn fá ekki að hlaupá frjáls um á götum úti — á það einkum við um stúlkurnar — en í þess stað leika þau sér í görðum luktum háum múrum. Þau koma ekki út á götu, nema þegar þau fara í skóla, og þá eru þau oftast í fylgd með móður sinni eða barnfóstru. íg hef oft hugsað um telpurnar við vefstólinn í Gavat og brotið heilann um, hvort þeim fyndist það ógæfa að vera neyddar til að vinna í stað þess að feika sér eða ganga í skóla. Sennilega finnst þeim það ekki, þvi að þær þekkja ekki annað. Konur og börn í Austurlöndum gera engar kröfur til hamingju. Það er næstum eins og þau biðji ekki um annað en daglegt brauð og þak yfir höfuðið. Það er ekki erfitt að geta sér til um framtíð þessara \('rksmiðjutelpna. INokkrar þeirra nuinú áreiðanlegá l

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.