Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Page 7
ferlin, ráðvendnin og óráðvendnin. Allt þetta mótast í
djúpi sálarinnar og afhjúpar mennina hvern fyrir öðr-
um, því að af svörtum hjörtum leggur svarta skugga
og af hjörtum miskunn og yl. Sérhver maður sem á
jörðinni lifir, á sinn þátt í því að gera samferðamann-
inn að því, sem hann er. En lyndisfestan nær ávallt
viðurkenningu. Allt, sem ekki er satt, hversu lítilfjör-
legt sem er, t.d. hégómagirnd eða tilraun til að láta
lítast vel á sig, hefur gagnstæð áhrif við það, sem lil
er ætlazt. En talaðu sannleika, og allir sannir menn
munu veita þér fulltingi á leið þinni. Því lyndisein-
kenni vor eru j.afnan undir smásjá annarra, hvort sem
við vitum af því eða ekki. Nákvæmnin er jafnan ein-
kenni þreklyndis. Þeir sem ráða menn í þjónustu sína
vilja ekki þurfa að hafa sífellt með þeim vakandi auga,
eins og þeir væru misyndismenn. Ula unnið starf er
ekki betra en lygin, hvort tveggja er jafn óheiðarlegt.
Starfið er borgað í því trausti, að vel sé unnið, og sé
það ekki gert, er það sama og fjársvik. Maður verður
því að leggja sig .allan fram í öllum störfum með ná-
kyæmni, eins og hún væri hulinn fjársjóður.
Nútíma séreinkenni eru mjög mikil vinnusvik, bæði
hjá því opinbera og einstaklingum, að geta hrifsað sem
mest fyrir sem minnsta vinnu, — enda má það til sanns
vegar færa, að hinn góði þjónn er ekki meira metinn,
og þá kemur hitt eins og af sjálfu sér. — Framkvæmda-
mennirnir eru aftur á móti margir svo yfirspenntir
út af afkomu fyrirtækisins og misbjóða svo lífsvél
sinni, að siglt er áfram með háþrýstingi unz ketillinn
springur. Ofurkaj)j)ið er því ekki heillavænlegt, og
enginn bætir alin við hæð sína með áhyggjum. Oftast
liggur meinið grafið í vanþekkingu í stjórn og vinnu-
svikum. —
I veröldinni er fullt af fólki, sem líkt er farið og
brotnu keri: brotið og bætl fólk, sem aðeins er skuggi
af því, sem áður var. Þetta fólk lítur þó að mörgu
leyti vel út, en heilsan er samt að þrotum komin af
óvarfærni, ofreynslu, fávizku og ýmiss konar hroti
á lögmáli náttúrunnar. Margt af þessu fólki hefur
reynt að setj.a saman þetta brotna ker með lyfjum og
læknishjálp, en brestirnir eru samt auðsæir. - Menn
verða að láta alvöru ráða i lífinu, því að líf og heilsa
er engin dægradvöl eða gamanleikur, er skemmtir sér
og stritar í svijr og gleymist síðan. Maður, sem ein-
blínir aðeins til jarðar, kemst ekki langt upp á við.
Ouð hefur ekki skaj>að í oss langanir og þrár eftir því,
sem er ókleift. Hið ófáanlega bendir ævinlega upp
til hæða. Ævi hvers manns fer eftir hugsjónum hans
og starfi í þágu þeirra, sem minna mega sín, því að
a:ðst er hugsjónin, sem felur í sér velferð annarra.
í sjálfu sér er maðurinn út á takmarkalausu hafi
án þess að vita, hvaSan og hvert er stefnt. Það sem
NÝTT KVENNABLAÐ
Fáeinar stökur og ljóð
eftir Helgu SigurSardóttur frá Geirmundarstöðum.
Ellimerki.
Ellin valla fingra fá,
flúri mjalla að skila.
Letrar galla á Ijósa brá,
leiðslnr allar bila.
Hér er gott.
Hér er gott að halla sér,
pá húmar að og förlast kraftur.
Og þœgilegast þcetti mér
að þurfa ekki að vakna aftur
Hátt skal höfuð bera.
Hátt skal höfuð bera.
Heiminum vil ég sanna:
Að en nþá býð ég byrginn
bylgjum örlaganna.
Þó að bakið bogni
og bili máttur handa.
horfir djarft minn hugur
heim til betri landa.
Kvenlýsing.
Löngum er hún létt og kát
og Ijúft með henni. að una.
En verst er að i viljans bát
vantar kjölfestuna.
Norðurfjöllin.
Hingað geng ég löngum, þegar hjartað þráir frið
Af háborgunum sé ég langt og viða.
Norðurfjöllin ávallt mitt auga stöðvast við
svo (Cgistór með tignarsviþinn friða
í hvert sinn er rnér birlist þessi fagra fjallasýn,
þá finnst rnér likt og ceskan sé að k'alla.
Þú att-ir bara vina að koma i kveld til min
og kyssa þessa gömlu vini alla.
hann veit þó, er það, að hönd, sem hann aldrei hefur
séð, hefur ritað gulliS lögmál í hjarta hans, látið vit-
und hans í té landabréf og í hönd hans áttavita. Hon-
um er það ljóst. hvort sem hann vi 11 við' það kannast
eða ekki, að við stýrið stendur leiðsögumaður, engill,
sem falið var það starf við vöggu hans að vísa hinu
veika og valta fleyi um lífsins ótrygga haf. Aðeins
meðvitundin um þetta eykur manninum afl.
Sigríöur Sveinsdóttir klœöslceramcistari.