Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Side 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Side 12
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: SIGRÚN í NESI FRAMHALDSSAGA Framh. Sisrún veit ekki hvar Sverrir Karlsson er niðurkominn, og spurningarnar vakna í hug hennar. Skylcli hann vera giftur og búsettur á Hamraendum, eða skyldi hann vera fluttur eitthvað í burtu úr æskusveitinni þeirra? Sigrúnu finnst það undar- legt, að Sigga skuli aldrei minnast á Sverri í bréfum sínum til hennar. Sú var tíðin, að hún hafði gaman af að tala um hann. F)n Sigrún er ákveðin i því að veita vinkonu sinni þá hjálp, sem hún getur í té látið, hvað scm hennar eigin til- finningum líður, og hún tekur að undirbúa ferðalag sitt og Sverris litla heim að Nesi.... í næsta húsi við Sigrúnu búa bláfátæk hjón með fjölda af börnum í lítilli kjallaraibúð. Sigrún er orðin þeim vel kunnug og hefur oft rétt þeim hjálparhönd. Þeim er ságt upp íbúð- inni, og þau verða að fara innan mánaðar frá uppsagnardegi. Konan, sem kölluð er Silla, hefur frétt, að Sigrún sé á förum úr þorpinu og muni engum hafa leigt húsið sitt. Ifún kemui til Sigrúnar og biður hana að leigja sér húsið, meðan hún sé fjarverandi. Sigrún getur ekki neitað henni. — En hvað verð- ur svo um ykkur í haust, þegar ég kem aftur? segir hún. — Við reynum að útvega okkur ibúð í sumar, svarar Silla. Hún brosir til Sigrúnar og bætir svo við: — En mér segir svo hugur um, að þú komir ekki hingað aftur til veru. — Heldur þú, að ég sé feig? Sigrún brosir. — Nei, síður en svo. En mig dreymdi þig nokkuð skrítilega um daginn, segir Silla glettin. — Blessuð lofaðu mér að heyra drauminn, þó að ég taki nú reyndar lítið mark á slíku. — Það skal ég gera með ánægju, Sigrún mín. — Mig dreymdi, að ég kom út úr kjallaranum hjá mér og ætlaði hingað út til þín. Ég mætti þér á milli húsanna, og þú leiðir Sverri litla við hlið þér. Þú ert klædd í svo fallegan skauthúning, að ég verð orðlaus af undrun, en sérstaklega tek ég eftir því, hvað höfuðhúnaðurinn fór þéi vel. — Hvert ertu að fara? spyr ég. — Heim, segir þú. Við það vaknaði ég. — Fyrir hverju heldur þú svo að draumur- inn verði, Silla mín? segir Sigrún brosandi. — Hann er nú auðráðinn. Þii giftist góðum og rikum manni þarna heima í sveitinni, og það líklega áður en langt um líður. — Méi þykir ólíklegt, að jiessi draumur verði fyrir því, segir Sigrún, og raunasvipur færist yfir andlit hennar. — Tíminn leiðir það i ljós, góða mín, segir Silla glettin sem fyrr. — Ja:ja, hvað sem draumi þínum og spádómi liður, Silla mín, máttu flytja með fjölskyldu þina í húsið mitt i sumar, og ég vona, að ykkur geti liðið vel i því. — Guð launi þér fyrir það. Þetta er ekki fyrsta góðverkið þitt og verður ekki heldur |>að síð- asta, Sigrún mín, segir Silla innilega og strýkur yfir tárvot augu sín. Lónsfjörður blikar loknkyrr og spegilsléttur. Kvöldsólin ritar giillnum rúnum kveðjuljóð dagsins á hinn víða, fagurbláa haf flöt. Stórt strandferðaskip siglir hægt út fjörðinn. Sigrún situr á þilfari þess og heldur i höndina á Sverri litla. Idún horfii til lands, og hlýr klökkvi fyllir sál hennar. Litla þorpið, sem hún er að kveðja, geymir hljóða harmsögu liðinna ára, og nú er sá þáttur á enda, hvernig sem hin volduga örlagagyðja spinnur næsta þráð i lifsvef hennar. Skipið siglir út úr fjarðar- mynninu, og þorpið hverfur í blámóðu fjarlægðarinnar. Sól- roðinn sær freyðir fyrir stafni. Sigrún horfir ekki lengur t.'l haka hejdur fram i hillingu nýrra stranda. Hún er á leiðinni heim.---------- Sólroðinn vormorgunn stafar fegurð sinni um láð og lög. Strandferðaskipið, sem flytur ]>au Sigrúnu og Sverri litla, leggst við festar útifyrir kauptúninu að Flúðum. Þar stígn . þau í land. Jón í Nesi biður niðri á Flúðum með hesta lianda þeim maíðginunum, og þau ríða strax af stað fram að Nesi. Sigrún heilsar æskustöðvunum að nýju með heitum, harm- Ijúfum fögnuði, og sveitin opnar faðminn móti henni skrýdd hinu fegursta litaskrúði vorsins. Sigga í Nesi fagnar vinkonu sinni og syni hennar af miklum innileik, og hin fölskvalausa vinátta hennar gleður Sigrúnu sem fyrr. Nú er hún komin heim. Sigrún skoðar sig um inni og úti í Nesi. Allt er henui jafn kært, og hinn bjarti heimkomudagur liður að kveldi. Brosfagurt vorkvöld færist yfir sveitina. Sigrún gengur ein upp á fjallið fyrir ofan bæinn og tekur sér sæti í miðri fjalls- hlíðinni. Þaðan horfir hún yfir æskustöðvarnar kæru, og end- urminningar horfinni ára streyma fram í sál hennar, ljúfar og sárar. Hugurinn líður á vængjum minninganna óraleið til baka. Hún sér í anda höfuðbólið glæsta í faðmi hinna tignarlegu fjalla, sem brosa við sólroðin ský í blámóðu vor- kvöldsins fremst í sveitinni. Þangað leitaði hugur hennar tíð- ast á hinum björtu æskudögum og dvaldi þar löngum hjá ung- um og fallegum pilti, sem hún elskaði. lfvar skyldi hann vera nú? Sigrún efast ekki um, að Sigga getur gefið henni svar við þeirri spurningu, en hún ætlar einskis að spyrja hana að fyrrabragði um fornvin sinn. Það yrði kannski til þess að rifja upp hinar harmsáru endurminningar æskuáranna, en þær eru bezt geymdar í helgidómi ]>agnarinnar. Sigrún rís a fætur og gengur hægt niður fjallshlíðina heim að Nesi.... Bjartur vordagur ljómar. Sigrún og Sigga sitja saman inni i baðstofunni í Nesi ásamt sonum sínum, Sverri og Óla. Drengirnir þeirra eru jafn gamlir, og þair mæla hvor þeirra sé hærri á vöxt. Sverrir hefur vinninginn, er aðeins hærri en Óli. Sigga klappar á herðarnar á Sverri og segir brosandi. — Þú verður nú meira kvennagullið, Sverrir minn, eftirsóttur af öllum stúlkum alveg eins og hann nafni þinn á Hamra- endum. Þú mátt bara ekki verða eins daufur við þær og hann er. Sigga hlær. Sigrún lítur á vinkonu sína og roðnar ósjálf- rátt eins og í gamla daga, þegar Sigga minntist á Sverri. - Ilvað er að frétta af Sverri? Spurningin er komin út fyrii varir Sigrúnar áður en hún veit af. — Það er allt sæmilegt að frétta af honum. Hann er orðinn hreppstjóri og oddviti, og ég veit ekki hvað hann hefur mörg emhætti, en það lítiir ekki vel út með hann hvað giftingnna snertir. Sizt hefði þvi verið trúað í gamla daga, að hann steytti piparinn, blessaður. — Býr liann á Hamraendum? — Ifvað heldur þú? Auðvitað býr hann á ættaróðalinu og er mesti fyrirmyndar hóndi, segir Sigga. Sigrún spyr ekki um fleira. Unaðsleg tilfinning vaknai á ný i brjósti hennar. Sverrir er þá frjáls ennþá. — — — Gömlu lijónin á Fossi, foreldrar Siggu, frétta, að Sigrún sé komin að Nesi. Þau gera henni boð að koma sem fyrst út að Fossi í heimsókn til þeirra, og Sigrún lofar því. Sólheiður sunniidagsmorgunn hreiðir birtu sína og fegui'ð yfir sveitina. Jón í Nesi fer fram á afrétt í leit að hrossum Hann lofar Óla, elzta syni sínuin, og Sverri litla að fara með sér. Þær eru tvær einar heima, Sigrún og Sigga, með yngri börnin. Sigga stingur upp á því við Sigrúnu, að hún noli góða veðrið og ríði út að Fossi til þess að lieilsa upp á gömlu hjónin. Sóti, reiðhesturinn hennar Siggu, er á beit rétt fyrir ofan túnið, og Sigga býður vinkonu sinni hestinn til ferðar- 10 NÝTT KVENNABLAO

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.