Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Blaðsíða 13
Guðrún frá Lundi: fiULNDÐ BLÖB FRAMHAI, DSSAGA „Svona nú skaltu bara vera rólegur, hér eftir þýðir ekkert að vera að telja sér harmatölur. Þú gazt þó séð, að þú komst ekki til Ameríku með allan bústofninn með þér,“ sagði Markús nieðan hann var að koma bróður sínum úr fötunum. Gyða kom inn með nýmjólk í könnu handa honum, svo har hún inn mat handa Markúsi, því vissulega var hann orðinn mat- arþurfi. Þegar Sveinbjörn var loksins sofnaður settist Markú» við borðið og tók vel til matar síns. Gyða kom föl og þreytu- leg, settist við hlið hans og hallaði sér upp að handlegg hans „Þú ert þreytt, Gyða mín,“ sagði hann hlýlega. „Það er meira en það. Mér þykir svo leiðinlegt að hann skuli vera orðinn svona óánægður, sem alltaf hefur verið svo ánægður með þessa breytingu. Ég finn að það er átakanlega erfitt. en ég gat ekki annað. Það leit út fyrir, að hún ætl- aði að fara að kjökra. „Það er nú svoleiðis, að það reynir ekki á hreysti kappan? fyrr en á hólminn er komið,“ sagði Markús en sá þó, að hún mvndi vera komin til að leita hughrevstingar, en ekki til að hlusta á spakmæli. Hugur hans leitaði að einhverju, sem gæti glatt hana og stvrkt á þessu ömurlega augnabliki, on það var ekki auðfundið. Hann varð að láta sér nægja að segja: „Vertu hughraust, Gvða mín! Hann verður búinn að gleyma þessu í fyrramáli. Hann er sjaldan svo lengi að skipta um skoðun, hann bróðir okkar.“ „En ætlar þú alltaf að vera reiður við mig út af þessu flani“, kjökraði hún. — „Ég er ekki reiður við þig og hef aldrei verið það. En ég kvíði fyrir því, þegar þú ferð. Þú hefur verið svo góð við mig. Nú verð ég sami einstæðingurinn og ég hef alltaf verið, síðan ég missti mömmu mína. Það verður öllum sama um mig.“ „Þú verður að taka að bér stúlku svo þú sért ekki svona ein- mana. Það er svo sælt að htigsa til þess að eiga ástvin. að ég get ekki hugsað til þess, að nokkur sé án þess,“ sagði hún og hrosti gegnum tárin. — Það gladdi hann að sjá hana brosa. „Heldurðu að Óskar elski þig?“ „Já, auðvitað gerir hann það. Hefur alltaf gert, en þú veizt hvernig Nikulás er. Hann ætlaði bara að ganga af göflunum, þegar hann vissi, að okkur þótti vænt hvoru um annað. Ég sendi þér söðulinn minn til baka á hestinum, sem þú ætlar að lána mér. Þú lætur stúlkuna þína fá hann. Og svo geturðu fengið saumavélina. Það var ekki boðið í hana nema hálf- virði. Ég gat ekki selt hana fyrir svo litið." — „Ég skal kaupa hana af þér. Hefði ég haldið að til væri eins sparsöm stúlka og þú, hefði ég verið farinn að búa fyrir löngu. Það er mikill munur eða að vera í vinnumennsku. Ég get átt söðulinn og saumavélina til minningar um þig, þó að ég hafi ekkert með það að gera.“ Hann var hættur að borða og langaði i tóbak eins og venju- lega á eftir matnum, en gat ekki náð til þess, nema ýta Gyðu frá sér, en það gat hann ekki. Hún sendi yl og birtu 'on í ljósvana sál hans, sem hafði alla æfina þráð samúð öeimsins, en sjaldan fundið hana. Pontan varð að lúta í lægra Ualdi. Því hafði Gyða ekki komið til hans fy rr, hallaft’ sér a?J honuin, talað svona einlæglega við hann. Því geymdi hún þa?> NÝTT KVENNABLAÐ þangað til á siðustu stundu. En þessi stund var indæl. Svo fór hann að spyrja eftir uppboðinu. Hvort þetta dót hefði farið á nokkru verði. „Það fór á vitlausu verði, heyrðist mér. Það vantaði ekki vínið til að örfa þá,“ sagði hún og stóð upp og vafði handleggjunum um háls honum og kyssti hann tvo kossa.“ „Þú ert alltaf svo góður,“ var það eina sem hún sagði. Hún þurfti að fara að ganga frá í búrinu frammi. Þaðan heyrðist glaumur i leirtaui. Það var Auðbjörg i Melhúsum að þvo bolla- pörin. Móðir hennar hafði skipað henni að verða eftir til hjálpar Gyðu. Ekki var ómögulegt, að hún bugaði einhverju að henni fyrir, saumamaskínuna eða einhverju verulegu. Markús fór ofan í koffortið sitt, það stóð inni við rúmstokkinn þeirra bræðra, tók upp úr þvi buddu og rétti henni fjóra gljáandi gullpeninga. Þeir voru þá í umferð milli manna, þó þeir séu nú hættir að sjást fyrir löngu.“ Þarna færðu í hringana Gyða mín,“ sagði hann. Idún kyssti hann aðra tvo kossa. Svo flýtti hún sér fram. Auðbjörg var að enda við að þvo leirinn. Hún bað hana að koma inn i fjósið með sér, það hefði nú bara enginn haft sinnu á því að gefa kúnni eða mjalta hana. Auðbjörg bjóst við að hún gæti það. Kýrin var svartskjöldótt og gljáði af spiki. Hún fór að strjúka hana og gæla við hana. Þetta yrði hennar „búbót“, svo var vanalegt að kalla fyrstu kúna hjá frumbýlingunum. Það hafði móðir hennar margoft sagt henni. Hún ætlaði að mjólka hana, en Gyða vildi gera það sjálf. „Þetta verður nú í siðasta sinn, sem ég geri það. Við förum í fyrramálið." Auðbjörg fékk nýmjólkurglas og inni- legt þakklæti fyrir hjálpina. Annað varð það ekki. Næsta morgun var þykkt loft og leit út fyrir rigningu. Öll hefðu systkinin óskað eftir sólskini, því þá var trúað mikið á veðrið, þegar verið var að hafa vistaskipti. Sveinbjöm var nú búinn að jafna sig eftir óánægjuna og drykkjuskapinn, samt var hann þögull. Systkinin fóru út að Melhúsum, þar voru beztu vinirnir. Þá urðu þau að kveðja. Á meðan bað hann Markús að leggja á hestana, sem hann ætlaði að lána þeim. Hann lagði söðulinn á mósótta klárinn, sem hann hafði keypt uppboðsdaginn. En hnakkinn, sem Sveinbjörn átti að sitja á, á ungan steingráan, hálftaminn fola. Sveinbjörn hafði endilega viljað það. Markús beið á hlaðinu eftir þeim. Þati komu utan túnið og leiddust. Gyða var i ljósleitum, sumarkjól með stráhattinn fallega á höfðinu. Honum hafði aldrei þótt hún eins falleg og núna og samvizkan fór að ásaka hann fyrir að hafa verið fámáll og þurrdrumslegur við þessa góðu stúlku. „Jæja, þarna ertu búinn að leggja á hestana. Ekki stendur á því,“ sagði Sveinbjörn. Hann var ólíkt glaðlegri en áður. Líklega hefði Kláus gantli haft eitthvað til að hressa hann á að skilnaði. Gyða fór inn og klæddi sig í ferðafötin. Hún var þó nokkuð lengi, það var svo margt, sem hún þurfti að kveðja í síðasta sinn. Hún vissi, að hér myndi hún oft dvelja í buganum, í þessari lágu, dimmu baðstofu, þó hún ætti í vændum að búa í bjartari og veglegri húsakynnum. Hér hafði henni liðið vel, og hér höfðu hennar dýrmætustu vonir vaknað aftur til lífsins. IJún hafði lengi vel búizt við, að þær væru dánar. Nú var allt horfið út úr baðstofunni nema rúmið hans Markúsar og saumavélin hennar, sem stóð á stórri hornhillu að hurðarbaki. Ósköp yrði leiðinlegt fyrir hann að verða hér einn eftir. Hún snéri hrygg til dyra. Markús beið eftir því að kveðja, svo hyrfi hann sjálfsagt til kindanna og kæmi ekki heim fyrr en einhverntíma í kvöld. IJann tók hana og lyfti henni í söðulinn. Hún tók fallegu út- saumuðu sessuna úr söðlinum og rétti honum hana. „Eigðu sessuna til minningar um mig. Ég vil ekki fara með hana. 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.