Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Page 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Page 14
Það getur verið að Sigrún taki hana, eða einhver önnur. Svo fór hún að gráta. „Ó, það er svo leiðinlegt að skilja þig eftir einan.“ „Ég sé um mig, það máttu vera viss um. Svo er ekki ómögu- legt, að ég komi á eftir, ef ykkur líður vel. En með þennan stásslega óþarfa hef ég heldur lítið að gera. Samt ætla ég að taka við henni fyrst það er þinn vilji. „Hann lagði sessuna á kirkjugarðsvegginn. Svo kvöddust þau á ný og óskuðu hvort öðru alls góðs, og hún reið af stað suður tröðina. Þá kom Sveinbjörn með opinn hróðurfaðminn og vafði bróður sinn að sér klökkur. Bað hann fyrirgefningar á öllu illu, sem hann hafði sýnt honum og sagði, að hann væri sá bezti hróðir, sem i heiminum væri. Skilnaðarstundin var sárari en þeim hafði nokkru sinni dottið í hug. Sveinbjörn steig á hak folanum, sem tók sprett upp á mitt tún, áður en hann gæti náð taumhaldi á honum og sveigt hann á götuna eftir Móra. Markús stóð eftir á varpanum og fylgdi þeim með augunum, þar til þau hurfu ofan i Stekkjar- gilið. Þegar þau komu upp úr gilinu snéru þau hestunum við til hálfs og veifuðu. Það var síðasta kveðjan. Á næsta augna- hliki voru þau horfin. Hann sæi þau aldrei aftur. Þá fann hann vota tungu sleikja hendur sínar. Það var fjárhundurinn Lappi. Hann horfði stórum spurnaraugum á húsbónda sinn og dillaði skottinu ofur hægt, því að hann vissi ekki hvernig atlotum hans yrði tekið. „Þú ert þá hjá mér veslings Lappi minn,“ sagði Markús og strauk haus hans mjúklega. Þá glaðnaði yfir dýrinu. Hann iðaði af kæti og flaðraði upp um húsbónda sinn hissa á því, að það va;ri tekið eftir sér á þessum degi, þegar allir voru eitthvað öðru vísi en þeir voru vanir að vera. Veðrið var þungbúið og rigning fram í sveitinni. Sann- kallað skilnaðarveður. Markús tók sessuna, þessa hroslegu skilnaðargjöf frá Gyðu. Það var svo líkt henni að gefa honum þetta. Hún var barnslega einlæg í hugsunum sínum. Honum þótti vænt uin gjöfina, sem alltaf minnti hann á hver hefði saumað þessar fjöllitu rósir með litlu harnshöndunum sínum. Hann ætlaði að eiga hana alla æfina og horfa á hana, þegar hann væri einmana og saknaði hennar, sem hafði gefið hon- um hana. Hann gekk inn í allslausan hæinn og lagði sessuna ofan á saumavélina, sem stóð á stóru hornhillunni að hurðar- haki. Svo gekk hann út og lokaði hænum. Hann ætlaði til kindanna. Það voru hans tryggu vinir. Oft hafði hann farið þunglyndur og dapur til þeirra, en komið heim hress og glaður. Eins vonaði hann að yrði nú. Hundurinn fylgdi hon- um fast eftir. Ekki var hann lakasti förunauturinn. Ilann hafði fylgt honum eftir síðan hann var svolitill hnoðri, ærsla- fullur ólátahelgur, sem entist til að elta sitt eigið skott þangað til tunguhleðillinn lafði út úr honum af mæðinni. Nú var hann orðinn vel fullorðinn, en hafði samt gaman af að elta fugla, ef ekki var litið eftir honum. Það glaðnaði til í lofti og sólin hrauzt fram, þá glaðnaði að sama skapi í huga einsetumannsins, þar sem hann rölti vestur til heiðarinnar. Það leið heldur ekki á löngu þar til ærnar fóru að mæta honum með stórum fallegum afkvæmum sínum, því að nú stóð sauðburðurinn yfir. Á hverjum degi bættust mörg lömb við fjáreignina. Hann talaði við þau, hældi þeim fyrir, hvað þau væru falleg og lofaði þeim, sem áttu fallega móður, að þau skyldu fá að verða stór ær eða sauður. Hann mundi hvað hafði verið undir hverri á vorið áður og gat rakið ættir þeirra í marga liði. Vestan úr heiðinni barst glymjandi svanasöngur. Alls staðar var gróandi og vaxandi líf, hæði í ríki náttúrunnar og dýranna. Honum Orlofsdvöl húsmœðra að Revkhólum Ég get ekki látið hjá líða að stinga niður penna til að minnast og þakka þeim aðilum, sem hafa stuðlað að því, að þessi fyrsta orlofsferð húsmæðra úr sveit- um yrði farin og mun aðallega mega þakka kvenfélags- konum úr hverjum þessara 5 hreppa, sem tóku þátt í þessari för, því að þær sýndu mikla framtakssemi og dugnað. Þær útveguðu fallegan og sögumerkan stað, sem er Reykhólar á Barðaströnd. Við vorum 25 kon- ur, sem dvöldum í 10 daga orlofi í skólahúsinu að Reykhólum og nutum þar beztu fyrirgreiðslu, sem völ var á. Allar vorum við jafn samstilltar um, að dvölin yrði sem ánægjulegust. Og mér persónulega verður hún ógleymanleg í 'alla staði. Ekki má gleyma því, að fararstjórarnir sömdu við Guðmund Jónasson um flutning. Urðum við ekki fyrir vonbrigðum, því að hann sendi góðan bíl og úrvalsgóð- an bílstjóra, sem flutti okkur fram og til baka. Ég vonast til að eiga eftir að taka þátt í annarri orlofs- ferð og sérstaklega mundi mig langa til að hitta aft- ur allar skemmtilegu og góðu konurnar, sem ég bland- aði geði við í þessa ógleymanlegu 10 daga ágúst- mánaðar 1961. Anna KristjánsdóttiiylSjarkarlundi, Garðalir. Landinu skipt í orlofssvœði. Fyrsta orlofssvæði í GuIIhringu og Kjósarsýslu — sem annars eru 4 orlofssvæði — eru 5 hreppar: Kjósarhr. Kjalarnes, Mos- fellssveit, Bessastaða- og Garðahr. í sumar var farin 1. orlofs- ferð sveitakvenna eftir að lögin gengu í gildi um orlof hús- mæðra 22.—31 ágúst. Hefur Kvenfélagasamhandið kjörið eina konu úr hverjuin hreppi víðsvegar, og hafa áður taldir hreppar sýnt þann dugnað að koma á þessari fyrstu hvíldarviku. Til að standast kostnað af dvölinni, lögðu sýsla og hreppar fram drjúgan skerf til móts við ríkissjóð. En kvenfélögin lögðu fram það, sem á vantaði. Nokkrar dvalarkonur borguðu með sér kr. 30.00 á dag og aðra ferðina. í viðhót við hinar 25 kon- ur, er dvöldu allan tíinann, komu 37 konur, sem dvöldu að- eins 3 dagá. Komu 29. ágúst. Margar konurnar öfluðu ser herja til heimila sinna. Svo fór allur hópurinn í einu. Þær, sem síðar komu horguðu báðar ferðir, sem var kr. 300.00 en hlutu frítt uppihald. Fengu forgöngukonurnar gistingu fyrir þær á Bjarkarlundi í 2 nætur. — Forstöðukonurnar fyrir ferðinm voru: Fyrir Kjósahr.: Unnur Hermannsd., fyrir Kjalarnes: Sigríður Gislad., sem var form. nefndarinnar. Fyrir Mosfells- sveit: Bjarnveig Ingimundard., fyrir Bessastaðahr.: Margret Sveinsd. og fyrir Garðahr. Signhild Konráðsson. fannst hann einn vera eins og kalkvistur, sem hvorki naut regns eða sólar. Það var komið að náttmálum, þegar hann snéri heimleiðis. Hann hafði gleymt raunum sínum að mestu leyti. Nú varð að hugsa um kúna. Það þurfti að gefa henni og mjólka hana. Þegar kom heim undir túnið sá hann að hærinn var opinn og eitthvert drasl á hlaðinu. Það ætlaði ekki að láta það biða að flytja í sambýlið, þetta Melhúsadót. Ekki gat hann gert að því að honum geðjaðist illa að því öllu. Framh. NÝTT KVENNABLAÐ 12

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.