Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
„NÚ er deiliskipulagstillagan í ákveðnu lögbundnu kynn-
ingarferli og kemur síðan aftur til umfjöllunar skipulags-
ráðs. Það er því of snemmt að segja til um hver niðurstaða
málsins verður. Hins vegar leikur enginn vafi á að tillagan
er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag,“ segir Júlíus
Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og formaður skipulags-
ráðs Reykjavíkur, um gagnrýni íbúa á deiliskipulags-
breytingu á Spítalastíg og Bergstaðastræti. Tillagan, sem
er nú í kynningu, gerir ráð fyrir að heimilt verði að starf-
rækja um 40 hótelíbúðir í húsunum þar.
Deiliskipulagi breytt til að notkun sé skýr
Júlíus Vífill segir umdeilanlegt hvort yfirleitt hefði
þurft breytingu á deiliskipulagi í þessu tilfelli. Áformin
samrýmist aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem á íbúð-
arsvæðum sé reiknað með þjónustu. Önnur gistiheimili og
hótelrekstur á svæðinu sé t.d. í samræmi við aðalskipulag.
„Deiliskipulagi er breytt vegna þess að reiturinn er lítill
og mikilvægt að breyting á notkun og starfsemi komi
skýrt fram. Þannig verða íbúar og aðrir hagsmunaaðilar
best upplýstir um hvaða uppbygging muni eiga sér stað og
með hvaða hætti.“
Júlíus Vífill segir skipulagsráð fara vandlega yfir inn-
sendar athugasemdir. Hann segir
kynningarfundi yfirleitt haldna í
stærri skipulagsmálum en það sé met-
ið hverju sinni hvort ástæða sé til að
funda. Aðalatriðið sé að öll sjónarmið
komi fram. Varðandi það að tillagan sé
auglýst um sumartímann segir hann
að málið hafi einfaldlega verið á þess-
um stað í ferlinu og ekki hafi þótt
ástæða til að bíða með það fram á
haust. Hins vegar séu frestir iðulega
framlengdir komi fram óskir um það.
Júlíus Vífill segir það eðlilegt og gott að fólk láti sig
nærumhverfi sitt varða og að ljóst hafi verið að starfsemi
hótelíbúða í þessum þremur húsum kallaði á viðbrögð.
„Skipulagsráð ákveður ekki hvenær framboði af gistirými
hefur verið fullnægt. Það gerist með öðrum hætti. Ljóst er
þó að það er mjög til hagsbóta fyrir götumyndina og yf-
irbragð hverfisins að þessi umdeildi reitur byggist upp. Of
víða hafa framkvæmdir því miður stöðvast í borginni og
því að vonum áhugi fyrir því hjá skipulagsráði að vinna
með uppbyggingarhugmyndir sem berast.“
svanbjörg@mbl.is
Hótelíbúðir í miðbæ eru í
samræmi við aðalskipulag
Gott fyrir götumyndina og hverfið að reiturinn byggist upp
Júlíus Vífill
Ingvarsson
346 millj-
óna kröfur
í þrotabú
SKIPTUM er
lokið í þrotabúi
Skinnaiðnaðar
hf. á Akureyri,
en fyrirtækið var
tekið til gjald-
þrotaskipta í
september 2001.
Í tilkynningu
skiptastjórans,
Örlygs Hnefils Jónssonar hrl.,
kemur fram að alls bárust í búið
kröfur að upphæð 346,8 milljónir
króna. Talsverðar eignir reyndust
vera í þrotabúinu, því alls greidd-
ust á annað hundrað milljónir
króna upp í kröfurnar. Upp í kröfur
utan skuldaraðar greiddust rúmar
98 milljónir króna og upp í for-
gangskröfur rúmar 16 milljónir,
eða 45% krafna. Upp í almennar
kröfur greiddist ekkert.
Í kjölfar gjaldþrots Skinnaiðn-
aðar hf. tók nýtt félag á vegum
Landsbankans við rekstrinum. Það
félag lagði upp laupana í árslok
2005, þar sem markaður fyrir vör-
una hafði verið í lægð í langan tíma,
m.a. vegna gengisþróunar og sam-
keppni við gerviefni og svínarú-
skinn frá Kína. Þar með lauk átta
áratuga sögu skinnaiðnaðar í höf-
uðstað Norðurlands. sisi@mbl.is
Talsverðar eignir
Skinnaiðnaðar hf.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞEIR sjómenn sem stundað hafa strandveiðar í
sumar, en eiga jafnframt kvóta eða krókaafla-
mark á sínum bátum, hafa getað leigt frá sér
óveiddan kvóta og stundað strandveiðar um leið.
Þeir hafa hins vegar ekki mátt leigja til sín kvóta,
samkvæmt túlkun Fiskistofu og sjávarútvegs-
ráðuneytisins á reglugerð sem ráðherra setti um
strandveiðarnar fyrr í sumar.
Að sögn Björns Jónssonar hjá kvótamiðlun
LÍÚ, hefur verið talsvert um að krókabátar hafi
leigt frá sér kvóta á meðan þeir eru á strandveið-
um. Ekki sé þó um neina smugu að ræða á fyrir-
komulagi strandveiða, þær eigi ekki að hafa mikil
áhrif á aðrar heimildir, enda séu smábátasjómenn
yfirleitt fljótir að veiða upp í þær heimildir sem
strandveiðar gefa, eða 800 kíló í hverri ferð. Er
strandveiðikvóti júlímánaðar víðast hvar veiddur
á landshlutunum fjórum en í ágúst er heimilt að
stunda mun minni veiðar en í júlí.
Á svæðinu úti fyrir Eyja- og Miklaholtshreppi á
Snæfellsnesi og norður að Skagabyggð mátti
veiða 263 tonn í júní, 724 tonn í júlí og 329 tonn í
ágúst. Frá Skagafirði að Grýtubakkahreppi eru
heimildirnar 187 tonn í júní, 515 tonn í júlí og 234
tonn í ágúst. Frá Þingeyjasveit að Djúpavogs-
hreppi er kvótinn 203 tonn í júní, 557 tonn í júlí og
253 tonn í ágúst. Úti fyrir Hornafirði, suður með
ströndinni og vestur að Borgarbyggð má veiða
138 tonn í júní, 380 tonn í júlí og 172 tonn í ágúst.
Spurður hvort strandveiðarnar geti haft áhrif á
veiðar sömu báta í kvótakerfinu telur Björn ekki
svo vera, enda hafi margir verið langt komnir með
kvótann, auk þess sem hægt er að færa um þriðj-
ung heimilda þessa árs yfir á það næsta ef í ein-
hverjum tilvikum hefur verið afgangur af heimild-
unum. Næsta fiskveiðiár hefst 1. september nk.
Ekkert framboð
Um framboð á leigukvóta almennt segir Björn
það vera mjög takmarkað nú um stundir á stærri
fiskiskipum. Vegna skertra heimilda í mörgum
fisktegundum hafa útgerðir haldið að sér höndum.
„Það er ekkert til, við höfum orðið að hringja út
og suður til að redda einhverjum kílóum. Fyrst
staðan er svona núna reikna ég ekki með að hún
lagist í byrjun næsta fiskveiðiárs, ekki síst eftir að
kvótinn var skertur enn meira í mörgum teg-
undum,“ segir Björn.
Leigja kvóta en stunda strandveiðar
Smábátasjómenn með krókaaflamark geta leigt frá sér kvótann á meðan þeir
stunda strandveiðar Mjög takmarkaður leigukvóti í dag fyrir stærri fiskiskip
Morgunblaðið/Heiddi
Strandveiðar Handfærabátur á leið
til hafnar á Arnarstapa.
VERÐ á rafmagni til heimila hækk-
ar um mánaðamót, mismunandi
mikið eftir sölufyrirtækjum. Þann-
ig hækkar rafmagnsreikningurinn
hjá heimili í Reykjavík um rúm 3%,
miðað við algenga rafmagns-
notkun, en tvöfalt meira hjá heimili
á landsbyggðinni.
Landsvirkjun hækkaði heildsölu-
gjaldskrá sína um 7,5% um síðustu
mánaðamót og Landsnet hefur til-
kynnt 8% hækkun gjaldskrár vegna
flutnings raforku um komandi
mánaðamót. Þetta hefur í för með
sér hækkanir hjá dreifiveitunum.
Gjaldskrá fyrir flutning og dreif-
ingu til heimila hækkar um 2% hjá
Orkuveitu Reykjavíkur, 5% hjá HS
veitum og RARIK og 8% hjá Norð-
urorku. Sala á orku til heimila
hækkar um 4% hjá Orkusölunni, 5%
hjá OR og Fallorku og 8% hjá HS
orku.
Rafmagns-
verð hækkar
Eftir Andrés Skúlason
Djúpivogur | Þessi föngulegi ungi himbrimi dansaði af mik-
illi list á vatni við svokallaðan Breiðavog skammt frá þétt-
býlinu á Djúpavogi á dögunum.
Himbriminn hefur haldið sig í nokkra daga á vatninu og
hefur vakið mikla athygli fuglaskoðara er leið hafa átt um
svæðið. Himbriminn er vinsæll fugl hér á landi og þá sér-
staklega meðal evrópskra fuglaskoðara. Himbrimar eru
norður-amerískir fuglar og teljast fremur sjaldgæfir en
Ísland er eina land Evrópu þar sem fuglinn verpir.
Himbrimar eru staðfuglar sem halda sig mest heið-
arvötnum en einnig á vötnum á láglendi. Himbrimar eru
þó líklega hvað þekktastir af þeim hljóðum sem þeir gefa
frá sér en það er mjög sérstakt væl eða gól sem heyrist
langar leiðir.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
DANSAR FYRIR FUGLASKOÐARA
TVEIR karlmenn voru handteknir í
tengslum við rannsókn á umfangs-
miklu fjársvikamáli í gær. RÚV
greindi frá. Mennirnir voru hand-
teknir við komu til landsins, en
tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi
vegna málsins. Talið er að svikin
nemi tugum milljóna króna og
tengist Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í
Helga Magnús Gunnarsson, yf-
irmann efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjóra, í gærkvöldi.
Handteknir í
fjársvikamáli
Tempur – 15 ár á Íslandi
Frábær afmælistilboð í júlí
Te
m
pu
r 15 ár á Ísland
i
Te
m
pur 15 ár á
Ísl
an
d
i
Aðeins 3 dagar ef
tir
- ekki miss
a af þessu
frábæra tæ
kifæri!