Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 6

Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 SKATTSTJÓRI mun birta lands- mönnum álagningarseðla á netinu í dag. Frá kl. 16 verður hægt að nálgast seðlana á vefnum skatt- ur.is, með því að slá inn kennitölu sína og veflykil. Á morgun verða seðlar bornir út til þeirra sem af- þökkuðu þá ekki á pappír. Hafi skattgreiðendur glatað vef- lykli sínum geta þeir óskað eftir nýjum á skattur.is og fengið sendan í heimabanka eða í hefðbundnum pósti. Með örfáum undantekningum verða inneignir lagðar inn á banka- reikninga á föstudaginn eða greiddar út með ávísunum. Einnig má nálgast upplýsingar á rsk.is. Skattstjóri birtir álagning- arseðla í dag ÁLAGNING tekjuskatta og útvars á tekjur síðasta árs nemur alls 221,3 milljörðum króna og hækkar um 3,6% á milli ára, samkvæmt upplýsingum sem fjármálaráðu- neytið sendi frá sér í gær. Heild- arfjöldi framteljenda við álagningu árið 2009 er 267.494. Það er fjölgun milli ára um 1%, sem er mun minni fjölgun en verið hefur undanfarin ár. Almennan tekjuskatt greiða nærri 180 þúsund manns, alls 98,6 milljarða króna. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað að meðaltali um 6,7% á milli ára. Skatthlutfallið nam 22,75% og var óbreytt frá í fyrra, en persónu- afsláttur hækkaði um 5,9% frá fyrri ári, segir í tilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. Útsvar til sveitarfélaganna nem- ur 108,7 milljörðum króna og hækkar um 6,7%. Greiðendur út- svars eru um 257 þúsund, álíka margir og árið áður. Hækkaði út- svar á hvern greiðanda um 6,2% milli ára. Fjármagnstekjuskattur ein- staklinga lækkaði um 20% á milli ára og nam 20,2 milljörðum króna. Helsta skýringin er bankahrunið en hagnaður af sölu hlutabréfa er nú aðeins 12% af fjármagnstekju- skatti, samanborið við 58% í fyrra. Á móti hefur hlutfall skattsins af bankainnistæðum aukist til muna. Tekjuskattur og útsvar nema 221 milljarði Morgunblaðið/Golli Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ALÞJÓÐLEGUR fjárfesting- arsjóður í umsjón Róberts Wessm- an hefur keypt ráðandi hlut í bandaríska lyfjafyrirtækinu Alvo- gen. Fyrirtækið er ein af afkasta- meiri lyfjaverksmiðjum í Banda- ríkjunum og var áður í eigu lyfjafyrirtækisins Procter og Gamble. Róbert verður stjórnarformaður Alvogen, en Árni Harðarson, for- stjóri Salt Investments, og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Actavis, verða stjórn- armenn í fyrirtækinu. Róbert hefur á undanförnum misserum unnið að því að setja á laggirnar alþjóðlegan fjárfest- ingasjóð, sem mun fjárfesta í sam- heitalyfjafyrirtækjum. Kaupin á Alvogen eru fyrsta skrefið í þá átt. Uppbygging sjóðsins hefur verið unnin í samstarfi við breska fjár- festingasjóðinn Kalan Capital LLP og svissneska bankann Credit Suisse. „Við höfum skrifað undir samning um eignarhald sjóðsins í Alvogen og sjóðurinn eignast strax 30% í fyrirtækinu, með heimild til að hækka eignarhlutdeildina í 40%,“ segir Róbert Wessman, en skrifað var undir í gær. „Við mun- um fara með ráðandi atkvæðahluta í stjórn félagsins, hvað varðar allan daglegan rekstur.“ Frekari uppbygging á alþjóðlegum lyfjamarkaði Í samstarfi við fyrrverandi stjórnarformann Alvogen og bandaríska fjárfestingafélagið AFI Partners verður unnið að frekari uppbyggingu félagsins á alþjóð- legum lyfjamarkaði undir stjórn Róberts. Alvogen er samheitalyfjafyr- irtæki með yfir 100 ára rekstr- arsögu og sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Árleg sala þeirra frumlyfja sem eru í þróun hjá Alvogen er um 17 millj- arðar bandaríkjadala þegar einka- leyfi þeirra lyfja renna út. Þannig að eftir miklu er eftir að slægjast. Núna starfa um 400 manns hjá fyr- irtækinu í Bandaríkjunum og væntanlegar tekjur á árinu 2009 eru um 5 milljarðar króna. AFI Partners er hluthafi í Alvo- gen ásamt fjárfestum frá Mið- Austurlöndum. „Félagið hefur tryggt sér hlutafé til að láta fyr- irtækið vaxa,“ segir Róbert. „Fyrst og fremst verður þeim peningum varið í að þróa ný lyf og við sjáum fram á að setja 40-50 ný lyf á markað á næstu þremur fjórum ár- um. Miðað við að það gangi eftir erum við að horfa á umtalsverðan vöxt á þessu félagi í Bandaríkj- unum.“ Næsta skref er að skoða aðra markaði og ætlunin er að fara inn á austur-evrópska markaði og í Mið-Austurlöndum, Asíu og Suður- Ameríku síðar meir. Núverandi forstjóri Alvogen er Doug Drysdale, en hann var um árabil yfirmaður fyrirtækjakaupa hjá Actavis. Hann verður áfram forstjóri. Sá góð tækifæri í félaginu Róbert segir ástæðuna fyrir því að Alvogen varð fyrir valinu til þessara fyrstu kaupa fjárfest- ingasjóðsins að hann hafi séð góð tækifæri í félaginu. „Alvogen hefur getið sér gott orð fyrir hágæða- framleiðslu og hraða skráningu lyfja á markað. Með auknu hlutafé eru mikil tækifæri í því að efla þróunarstarf félagsins til muna,“ segir Róbert. Alþjóðlegi fjárfestingarsjóðurinn er þannig uppbyggður að Róbert stýrir honum en hluthafar leggja til eigið fé. Hann er þannig í eigu þeirra sem koma með hlutafé. Rothschild-bankinn er umsýsluaðili fjármuna sjóðsins og sjóðurinn verður undir fjármálaeftirliti í Lúx- emborg. Róbert segir fjármálaumhverfi heimsins þannig nú um stundir að ekki sé auðvelt að fá fjárfesta í lið með sér. Hann nýtur þess þó nú að hann gat sér gott orð sem forstjóri Actavis um níu ára skeið. „Mörg önnur lönd eru í svipuðum vand- ræðum og Ísland. Það var þess vegna mjög gleðilegt að þetta gekk vel og að við höfum náð að klára þennan fyrsta áfanga. Bandaríkja- markaður er mjög spennandi, 50% af allri heimssölu og neyslu á lyfj- um eru þar,“ segir hann. Ákveðnar stoðeiningar Alvogens verða mögulega á Íslandi í framtíð- inni, að sögn Róberts. Slík starf- semi krefst vel menntaðra starfs- manna og er gjaldeyrisskapandi. „Það væri því mjög ánægjulegt að setja upp hluta af starfseminni hér þegar Alvogen færir út kvíarnar frá Bandaríkjunum inn í Evrópu,“ segir Róbert. Kaupa ráðandi hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen Morgunblaðið/Ómar Framtíðin Róbert Wessman hyggur á ný á landvinninga í lyfjaheiminum.  Róbert Wessman verður stjórnarformaður og stýrir daglegum rekstri Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is BOÐAÐ hefur verið til fundar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK) hinn 7. ágúst næst- komandi. Þar stendur til að skipa nýja stjórn sjóðsins og mun umsjónarmaður hans leggja fimm tillögur um breytingar á samþykktum sjóðs- ins fyrir fundinn. Helst ber þar að nefna breyt- ingar á skipun stjórnarinnar. Stjórnin verður áfram skipuð fimm mönnum. Tveir þeirra skulu kosnir af sjóðfélögum á árs- fundi og skulu ekki koma úr röðum kjörinna bæj- arfulltrúa. Tvo kýs bæjarstjórn Kópavogs en fimmti fulltrúinn, formaður stjórnarinnar, skal til- nefndur af stjórn sjóðsins og skal hann vera óháð- ur bæði sjóðfélögum og bæjarstjórn Kópavogs- bæjar. Nú kveða samþykktir sjóðsins á um að bæjarstjóri sé formaður stjórnar. „Þetta kemur til vegna þess að það þurfti að skipa sjóðnum umsjónaraðila og víkja frá stjórn og framkvæmdastjóra,“ segir Elín Jónsdóttir, umsjónarmaður LSK. „Við töldum rétt að skoða hvernig best væri að skipa stjórnina til að tryggja hagsmuni sjóðfélaga og til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum. Tillögurnar fylgja straum- um og stefnum dagsins, að auka hlut óháðra stjórnarmanna í fyrirtækjum sem eru talin varða almannahagsmuni eins og lífeyrissjóðir gera.“ Fjórir af fimm voru kjörnir fulltrúar Elín bendir á að hlutur launagreiðenda hafi ver- ið orðinn ráðandi í stjórninni. Í stjórninni sem vék 19. júní voru fjórir af fimm stjórnarmönnum kjörnir fulltrúar. Elín segir breytingarnar al- mennt taldar æskilegar, að formaður stjórnar sé óháður og stjórnarmenn valdir með faglegum sjónarmiðum. Tillögunum hafi verið vel tekið. Einnig er lagt til að iðgjald til sjóðsins sé 12% í stað 10%. Sú breyting er að sögn Elínar þegar komin í framkvæmd í samræmi við lög um lífeyr- issparnað. Í raun sé því aðeins um uppfærslu á samþykktunum að ræða. Sama má segja um fjár- festingarstefnu sjóðsins, en ákvæði samþykkt- anna um hana verða einfölduð til muna. Elín er skipuð umsjónarmaður sjóðsins til 19. ágúst. Hún vonast til að málefni sjóðsins verði komin í höfn fyrir þann tíma, en m.a. er unnið að ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Fjárfestingar sjóðsins eru nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Meira vægi óháðra fulltrúa í sjóðnum Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Breytingar eru í vænd- um hjá lífeyrissjóði starfsmanna.  Lagt er til að skipan í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verði breytt  Bæjarstjóri verði ekki formaður og að hámarki tveir kjörnir fulltrúar » Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu sam- heitalyfja, sem eru flókin í þróun og framleiðslu. » Alvogen starfrækir fullkomna lyfjaverksmiðju í New York-ríki og getur hún framleitt um átta milljarða taflna á ári og hefur getið sér gott orð fyrir hágæða framleiðslu. » Alvogen hefur tryggt sér fjármögnun á 9 millj- örðum króna til að styðja við fyrirhugaðan vöxt félagsins í Bandaríkjunum og fjármögnun félags- ins á alþjóðlegum mörkuðum er á lokastigum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.