Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
MIKIÐ bar á hraðakstri á höf-
uðborgarsvæðinu um helgina. Öku-
fantarnir voru gripnir víðs vegar í
umdæminu og í alvarlegustu tilvik-
unum óku menn á 40-50 km hraða
umfram leyfilegan hámarkshraða.
Jafnan áttu ungir ökumenn í hlut
eða piltar undir tvítugu.
Í einhverjum tilvikum var um að
ræða ökumenn sem óku með tengi-
vagna við bifreiðar sínar. Einn slík-
ur var tekinn við borgarmörkin á
um 110 km hraða.
Margir óku
of hratt í
borginni
Hollvinasamtök Grensásdeildar og
Edda Heiðrún Backman leikkona
tóku í gær á móti fénu sem safnaðist
við hlaup Gunnlaugs Júlíussonar frá
Reykjavík til Akureyrar á dögunum.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for-
maður UMFÍ, afhenti söfnunarféð,
1.356 þúsund krónur.
UMFÍ skipulagði hlaupið ásamt
Gunnlaugi. Með hlaupinu vildi hann
vekja athygli á fjársöfnuninni „Á rás
fyrir Grensás,“ sem Edda Heiðrún
Söfnunarfé úr hlaupi
Gunnlaugs afhent
Náði 1,3 milljónum fyrir Grensásdeild
ýtti úr vör í sumar. Gunnlaugur var
þar með fyrsti maðurinn til að taka á
rás fyrir Grensás, en fleiri munu
bætast í hópinn þegar líður á sum-
arið, að því er fram kemur á vef
UMFÍ.
Gunnlaugur hljóp vegalengdina á
sex dögum. Hann lagði af stað frá út-
varpshúsinu við Efstaleiti kl. 9 að
morgni sunnudagsins 5. júlí, og lauk
hlaupinu á mótssetningu Lands-
mótsins föstudagskvöldið 10. júlí.
BJARNI Ár-
mannsson, fyrr-
verandi forstjóri
Glitnis banka hf.,
segir ekkert
óeðlilegt eða tor-
tryggilegt við
millifærslur sínar
á fé úr landi
skömmu fyrir
bankahrunið í
fyrrahaust.
Í yfirlýsingu sem Bjarni Ár-
mannsson sendi frá sér í gær segir
að skömmu fyrir hrun íslensku
bankanna hafi hann millifært af
reikningum sínum 243 milljónir
króna úr landi og rúmar 85 milljónir
inn í landið. Allt hafi þetta verið hluti
af eðlilegri fjárstýringu og nefnir
hann það sérstaklega að hann hafi
flutt meira af peningum til Íslands
seinni hluta september 2008 en fyrri
hluta þess mánaðar, þ.e. þegar nær
hafði dregið bankahruninu.
Bjarni segir það dylgjur að hann
hafi búið yfir innherjaupplýsingum
þegar Glitnir var tekinn yfir af rík-
inu.
Bjarni segist fagna því að þessi
mál séu skoðuð ofan í kjölinn og tek-
ið á þeim með tilhlýðilegum hætti.
Þá segir hann að umræða um hrun
bankakerfisins sé bæði skiljanleg og
nauðsynleg, en hún verði að vera
málefnaleg og á grundvelli stað-
reynda.
Yfirlýsing Bjarna Ármannsonar
er birt í heild sinni á fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is
Millifærði
bæði til og
frá Íslandi
Bjarni
Ármannsson
Hluti af eðlilegri fjár-
stýringu, segir Bjarni
SELATALNING fór fram í Húna-
þingi vestra á sunnudaginn og voru
taldir 1.019 selir að þessu sinni.
Að þessu sinni
voru sjálf-
boðaliðar um 45
talsins á öllum
aldri, bæði inn-
lendir og erlend-
ir. Þeir sem
lengst voru
komnir var fjög-
urra manna fjöl-
skylda frá Bras-
ilíu sem hafði skipulagt ferð sína um
Ísland til að geta tekið þátt í talning-
unni.
Samtals má ætla að sjálfboðaliðar
hafi gengið ríflega 100 km við taln-
inguna en talningarsvæðið sjálft var
stækkað nokkuð frá fyrra.
Nokkuð sterkur vindur var á sum-
um svæðunum sem dró úr líkum á
því að selir lægju uppi. Í fyrra voru
taldir 1.124 selir, en þá fór talningin
fram á mesta blíðviðrisdegi ársins.
Komu frá
Brasilíu til
að telja seli