Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 8

Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is LOFTRÝMISGÆSLA Atlantshafs- bandalagsins (NATO) við Ísland hefst á ný 6. ágúst nk og stendur yfir í þrjár vikur. Bandaríski flugherinn sér um gæsluna en Varnarmálastofn- un hefur umsjón með verkefninu hér. Skiptar skoðanir um gæsluna Árni Þór Sigurðsson, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, segir að leggja eigi niður Varnarmála- stofnun um áramótin og einnig loft- helgisgæsluna. Því sem sparaðist væri betur varið til að efla til dæmis löggæsluna. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segist sammála for- manni utanríkismálanefndar um að ástæðulaust sé að eyða í lofthelg- isgæslu og Varnarmálastofnun við þessar aðstæður. Það eigi einfaldlega að hætta þessu. Þegar leitað var viðbragða hjá Össuri Skarphéðinssyni utanrík- isráðherra segir hann Árna Þór frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu máli. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ „Það gengur ekki að það sé ein- hver hringlandaháttur í varnarmála- stefnu Íslands,“ segir Bjarni Bene- diksson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Það hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst sem geti valdið því að við föllum skyndilega frá kröfum og hug- myndum um lágmarksvarnir. Rætt um norrænt samstarf Össur bendir á tillögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanrík- isráðherra Noregs, um norræna samvinnu á sviði utanríkis- og varn- armála. Þar er meðal annars lagt til að Norðurlöndin taki að sér sameig- inlega loftrýmisgæslu á Íslandi. „Það hefur enginn í sjálfu sér mælt á móti því að þær tillögur séu skoðaðar til hlítar. Ég held að þær séu athygl- isverðar,“ segir Össur. Bjarni segir að ef við færum í nán- ara samstarf við Norðurlöndin um loftrýmisgæslu á norðurslóðum, þá þýddi það einungis breytingu á fyr- irkomulaginu. Það yrði áfram loft- rýmisgæsla en við myndum þurfa að kosta einhverju til samstarfsins. Ríkisstjórnin hefur þegar lýst því yfir að Varnarmálastofnun verði ekki starfrækt í núverandi mynd, en þar er skorið niður um rúmlega 337 millj- ónir í ár. Árni Þór segir að gagnrýnt hafi verið að stofnunin var sett á lagg- irnar áður en niðurstaða áhættumats hafi verið ljós í byrjun þessa árs. Þar hafi komið fram að ekki væri ástæða til fyrir Ísland að hafa áhyggjur af hernaðarógn. Stofnanir sameinaðar? Össur var ekki tilbúinn til að stað- festa þau orð Árna Þórs að Varnar- málastofnun yrði lögð niður um ára- mótin. Sagði hann reynt að skoða til hlítar að sameina stofnunina Land- helgisgæslunni og hugsanlega hluta úr fleiri stofnunum og flytja til Kefla- víkur. Það gerðist ekki fyrr en á næsta ári. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, sagði nýverið í samtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að fara í breytingar á varn- arhlutanum án samþykkis NATO og það taki minnst ár áður en ný stofn- un sé samþykkt sem umsjónaraðili. Sagði Össur að áfram yrði staðið við skuldbindingar Íslendinga gagn- vart NATO. Deilt um lofthelgisgæslu Morgunblaðið/ÞÖK Flugumferð Undirbúningur lofthelgisgæslu bandaríska flughersins hér á landi mun standa yfir fram í næstu viku. Má búast við aukinni umferð flutningaflugvéla á vegum hersins um Keflavíkur- og Akureyrarflugvelli næstu daga.  Vill leggja niður lofthelgisgæslu og Varnarmálastofnun og efla frekar löggæsluna  Ríkisstjórnin ekki tekið neina ákvörðun um breytingar á gæslunni  Bandarískur flugher væntanlegur í næstu viku Í HNOTSKURN »Alls munu um 140 liðs-menn bandaríska flug- hersins taka þátt í lofthelg- isgæsluverkefninu »Flugherinn kemur meðfjórar F-15 orrustuþotur og eldsneytisflugvél. »Bandaríkjamenn munusjálfir bera kostnað af loft- rýmisgæslunni. Hins vegar greiða Íslendingar svokall- aðan gistiríkisstuðning, sem felst aðallega í uppihaldi. Hugmyndir eru um að leggja nið- ur núverandi fyrirkomulag loft- helgisgæslunnar og fara í sam- starf við Norðurlöndin um hana. Þá verði Varnarmálastofnun lögð niður á næsta ári. MÖRK íslenska loftvarnasvæðisins liggja upp að loftvarnasvæðum annarra aðildarríkja NATO og er það hluti af loftvarnasvæði NATO. Bandaríkjaher og yfirherstjórn Atlantshafsbandalagsins ákváðu á sínum tíma hvert væri loftvarna- svæði Íslands. Þegar bandaríski herinn hvarf héðan ákvað NATO, í samráði við íslensk stjórnvöld, að loftvarna- svæðið yrði óbreytt, Á vef Varnarmálastofnunar kemur fram að loftrýmisgæslan er hluti af samhæfðu loftvarnakerfi NATO. Byggist hún meðal annars á því að nýta upplýsingar frá ís- lenskum ratsjárstöðvum. Sér Varnarmálastofnun um eft- irlit með loftvarnarsvæði Íslands sem stofnunin erfði eftir Ratsjár- stofnun og er fylgst með varn- arsvæðinu allan sólarhringinn. Samþykkt var af fastaráði NATO að ríki bandalagsins myndu senda ársfjórðungslega orrustuflugvélar til loftrýmisgæslu á Íslandi. Ís- lenska loftvarnakerfið yrði síðan samþætt loftvarnakerfi NATO í Evrópu. Hvert og eitt ríki ber þann kostnað sem hlýst af eftirlitinu. Ís- lendingar greiða hins vegar uppi- hald liðsaflans hér á landi. Lofthelgisgæslan hluti af loftvarnakerfi NATO Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ARÐSEMI af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu hér á landi er að jafnaði rúmlega helmingi minni en í annarri atvinnustarfsemi að stóriðju og fjármálastarfsemi und- anskildum. Er þetta meðal niðurstaðna fyrstu áfanga- skýrslu á mati afrakstri orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið sem ráðgjafarfyrirtækið Sjón- arrönd gerði fyrir fjármálaráðuneytið og birt var í gær. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir miklar fjárfestingar hins opinbera í orkuverum sem selja eiga orku til stóriðjuvera á undanförnum árum hafi ekki verið gerðar miklar athuganir á því hvort það sé þjóð- hagslega hagkvæmt. Þar segir einnig að Efnahags- og þróunarstofnun Evrópu (OECD) hafi ítrekað beiðst þess að þetta yrði athugað. „Náttúrukostnaður“ tekinn með í reikninginn Í skýrslunni kemur fram að í Evrópu og Bandaríkj- unum standist orkufyrirtæki arðsemiskröfur betur en aðrar atvinnugreinar en hér á landi gera þau það þriðj- ungi verr. Þá segir að fyrirferð stóriðju í hagkerfinu hafi aukist mjög hér og ýtt undir þenslu á vinnumarkaði en miklar sveiflur séu í geiranum. Er í því samhengi bent á að verð á áli og rafmagni frá stóriðju hafi í júní verið um helmingi lægra í dollurum talið en á sama tíma á liðnu ári. Samkvæmt skýrslunni mun þjóðhagsleg arðsemi af „dæmigerðum virkjunarframkvæmdum“ verða töluvert minni en samkvæmt hefðbundnum arðsemisreikningum þegar „náttúrukostnaður“ er tekinn með í reikninginn. Hinir hefðbundnu útreikningar taka ekki tillit til þeirra náttúruspjalla sem starfsemin veldur. Von er á endanlegum niðurstöðum rannsóknarinnar á málinu frá Sjónarrönd í lok ársins. Arðsemi orkusölunnar minni hér en erlendis Skýrsla um mat á arðsemi orkusölu til stóriðju sýnir um helmingi lakari arðsemi en í flestum öðrum atvinnugreinum Morgunblaðið/ÞÖK Ál Verð áls og raforku frá stóriðju hefur lækkað mjög. » Staðan hefur ekki verið athuguð þrátt fyrir miklar fjárfestingar » Ísland kemur illa út sé það borið saman við Bandaríkin og Evrópu JÚLÍTILBOÐ 54.990 VERÐ FRÁ - gott úrval kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.