Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
Árni Þór Sigurðsson, formaðurutanríkismálanefndar Alþingis,
segist í Fréttablaðinu í gær vilja
hætta loftrýmisgæzlu NATO við Ís-
land. „Það mat mitt er stutt niður-
stöðu nefndar sem vann áhættumat
fyrir Ísland,“ segir Árni.
Þessa niðurstöðu fá menn ekki aflestri skýrslu hættumatsnefnd-
arinnar svoköll-
uðu nema lesa
hana með sér-
stökum vinstri-
grænum gler-
augum.
Í hættumats-skýrslunni
kom fram að eitt
markmið loft-
rýmisgæzlunnar
væri að styrkja samskipti Íslands
við önnur ríki NATO eftir brott-
hvarf bandarísks varnarliðs.
Þar var ennfremur fjallað um tvösjónarmið varðandi loftrým-
isgæzluna: annars vegar að hún
væri nauðsynleg vegna legu lands-
ins og nauðsynjar þess að Ísland
taki meiri ábyrgð á eigin vörnum
og hafi bolmagn til að eiga sam-
starf við bandalagsríki í NATO.
Hins vegar að nú eigi önnur verk-
efni en loftrýmisgæzla að hafa for-
gang vegna þess að ekki þurfi að
óttast spennu eða hernaðarátök á
norðurslóðum í náinni framtíð.
Í skýrslunni var ekki gert upp ámilli þessara sjónarmiða, en vak-
in athygli á að það er stefna NATO
að hafa eftirlit með flugumferð her-
flugvéla með ratsjáreftirliti og
flugsveitum ef þurfa þykir, og í
samræmi við þá stefnu óskuðu ís-
lenzk stjórnvöld eftir því að NATO
sinnti slíku eftirliti hér á landi eftir
brotthvarf varnarliðsins.
Menn geta verið þeirrar skoð-unar að loftrýmisgæzlan sé
óþörf, en hún kemur ekki fram í
skýrslu hættumatsnefndar.
Árni Þór
Sigurðsson
Vinstri grænu gleraugun
ÍSLENDINGAR voru meðal keppenda á fimm-
tugustu ólympíuleikunum í stærðfræði sem
haldnir voru í Bremen í Þýskalandi dagana 15.
og 16. júlí sl. Alls tóku þátt 565 keppendur frá
104 löndum. Lið Íslands skipuðu Arna Páls-
dóttir, Helgi Kristjánsson, Helga Kristín Ólafs-
dóttir, Ingólfur Eðvarðsson, Paul Joseph
Frigge og Ögmundur Eiríksson. Fararstjóri var
Ragna Briem og dómnefndarfulltrúi Auðun Sæ-
mundsson. Lögð voru fyrir 6 dæmi, 3 hvorn dag,
og var mest hægt að fá 7 stig fyrir hvert dæmi.
Eins og oft áður sigraði lið Kínverja en næstir
komu Japanir. Einn í íslenska liðinu, Ingólfur
Eðvarðsson, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir
fullkomna og fallega lausn á einu dæmanna.
Keppnin í ár var óvenju erfið og mjög fáir fengu
stig fyrir síðasta dæmið. Einn í kínverska og
einn í japanska liðinu voru þó með öll dæmin
rétt. Sérstaklega athygli vakti að lið Sameinuðu
furstadæmanna var eingöngu skipað stúlkum en
stúlkur voru um 10% keppenda. Yngsti þátttak-
andinn, sem var frá Perú, var aðeins 11 ára og
stóð sig vel.
Næsta ár verður keppnin haldin í Kasakstan.
Íslenskur keppandi hlaut viðurkenningu
Fimmtugustu ólympíuleikarnir í stærðfræði haldnir í Bremen í Þýskalandi
Keppendur Íslenska ólympíuliðið í stærðfræði.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 12 rigning Lúxemborg 21 léttskýjað Algarve 27 heiðskírt
Bolungarvík 8 alskýjað Brussel 22 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt
Akureyri 9 súld Dublin 16 skúrir Barcelona 26 heiðskírt
Egilsstaðir 10 alskýjað Glasgow 18 skýjað Mallorca 28 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað London 20 léttskýjað Róm 31 heiðskírt
Nuuk 12 heiðskírt París 25 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt
Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað
Ósló 19 léttskýjað Hamborg 21 skýjað Montreal 26 léttskýjað
Kaupmannahöfn 22 skýjað Berlín 23 heiðskírt New York 27 heiðskírt
Stokkhólmur 19 skýjað Vín 23 skýjað Chicago 26 skýjað
Helsinki 20 skýjað Moskva 23 skýjað Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
29. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.34 1,0 12.00 3,2 18.13 1,2 4:27 22:43
ÍSAFJÖRÐUR 1.20 1,9 7.38 0,7 14.08 1,9 20.24 0,8 4:08 23:12
SIGLUFJÖRÐUR 4.05 1,2 10.05 0,4 16.32 1,2 22.33 0,4 3:50 22:56
DJÚPIVOGUR 2.26 0,6 8.50 2,0 15.17 0,7 21.07 1,6 3:50 22:18
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á fimmtudag
Norðan 3-10 m/s, hvassast V-
lands. Bjart að mestu SV-til
fram eftir degi, en hætt við síð-
degisskúrum. Víða rigning ann-
ars staðar. Hiti 9 til 17 stig, hlýj-
ast á S- og SV-landi.
Á föstudag og laugardag
Norðlæg eða breytileg átt.
Skýjað með köflum og skúrir á
víð og dreif, einkum síðdegis.
Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.
Á sunnudag og mánudag
(frídagur verslunarmanna)
Útlit fyrir norðlæga átt og vætu
með köflum, en úrkomulítið S-
og V-lands. Fremur milt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Úrkomulítið. Byrjar að rigna
austanlands uppúr hádegi og
skúrir suðvestan til. Hiti 8 til 16
stig.