Morgunblaðið - 29.07.2009, Qupperneq 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
@=A @=A
B
B
@=A
B
B
2'C7' D.E
B
B
380
2FA
B
B
@=A"
@=A
B
B
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
og Þórð Snæ Júlíusson
TILFÆRSLUR á nokkrum eignum
Baugs til tengdra aðila hafa verið í at-
hugun hjá skiptastjóra þrotabús
Baugs í nokkra mánuði. Meðal annars
er um að ræða stóran skíðaskála í Co-
urchevel í Frakklandi sem færður var
undir fjárfestingafélagið Gaum síðast-
liðið haust. Þrotabú Baugs á annan
smærri skála á sama stað sem er sem
sendur í sölumeðferð.
Laust fé fyrir JAJ og ISP
Í tölvupósti sem Morgunblaðið hef-
ur undir höndum, sem Jón Ásgeir Jó-
hannesson sendi lögmanni sínum, Ein-
ari Þór Sverrissyni, hinn 18 nóvember
2008, er fjallað um skálann en þar er
Jón Ásgeir að kynna „game planið
varðandi skála“ fyrir lögmanninum.
Í tölvupóstinum lýsir Jón Ásgeir
því hvernig hann ætli, í tveimur skref-
um, að endurfjármagna skálann og
selja hann. Síðan tiltekur hann að við
þennan gjörning muni hann losa um
17,6 milljónir evra, sem á þessum tíma
voru rúmir þrír milljarðar króna, í
laust fé sem eigi að renna til „JAJ/
ISP,“ en það eru skammstafanir fyrir
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingi-
björgu Stefaníu Pálmadóttur, eig-
inkonu hans.
Í fyrsta skrefi „game plans“ Jóns
Ásgeirs átti að endurfjármagna skíða-
skálann með nýju láni frá belgíska
bankanum Fortis upp á 21 milljón
evra, eða um 3.638 milljónir króna á
þávirði. Þetta lán átti að nota til að
greiða lán frá Glitni upp á tvo millj-
arða króna og eftirstöðvar af kaup-
verði skálans upp á 632 milljónir
króna. Greiðslurnar sem Fortis-lánið
átti að standa straum af námu því
um 2,6 milljörðum króna, eða um
milljarði króna minna en láns-
upphæðin frá Fortis. Í tölvupósti
Jóns Ásgeirs til Einars Þórs segir að
við þetta verði „laust fé við endur-
fjármögnun til JAJ/ISP“
1.000.685.000 krónur.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins féll þessi fjármögnun nið-
ur.
Í skrefi 2 átti síðan að „selja“ skál-
ann aftur á 36 milljónir evra, eða
6.228 milljónir króna. Eignarhalds-
félagið sem heldur utan um skálann
var selt til fjárfestingafélagsins
Gaums síðastliðið haust, en það er í
eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu
hans. Samkvæmt skrefi 2 átti að
nota 21 milljón evra, 3.638 milljónir
króna, til að greiða til baka Fortis-
lánið. Þá áttu að sitja eftir 2.595
milljónir króna í „laust fé við sölu.“
Kostnaður við „sölu og annað“ átti að
nema 3,2 milljónum evra, 554 millj-
ónum króna og myndi dragast frá
eftirstöðvunum. Samkvæmt „game
planinu“ áttu þessir snúningar að
skilja eftir „samtals laust fé úr skrefi
1 og 2“ upp á 3.042 milljónir króna.
Skoða riftun á samningi
„Ég kannast ekki við þessar tölur.
[…] Við erum að skoða hvort hægt
sé að rifta sölusamningi [vegna skál-
ans]. Það má finna að því, hann var
ekki rétt verðlagður,“ segir Erlend-
ur Gíslason, skiptastjóri þrotabús
Baugs, en salan á skálanum frá
Baugi til Gaums var hluti af „alls-
herjar uppgjöri“ milli Gaums og
Baugs að sögn Erlends.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Jón Ásgeiri Jóhannessyni í gær-
kvöldi vildi hann ekki tjá sig um mál-
ið.
Skíðaskálinn átti að skila milljörðum
Þrotabú Baugs kannar forsendur fyrir riftun á sölusamningi á stórum skíðaskála í Courchevel
í Frakklandi Til stóð að endurfjármagna skálann með stóru láni frá Fortis-bankanum
Skiptastjóri þrotabús Baugs hef-
ur til skoðunar riftun á sölu á
skíðaskála í eigu Baugs til
Gaums. Kaupin á skálanum voru
fjármögnuð með láni frá Glitni,
en skuldir Baugs við bankann
námu 42 milljörðum króna þegar
félagið fór í þrot.
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði
um 0,32% í viðskiptum gærdagsins og var loka-
gildi hennar 742,7 stig. Gengi bréfa Bakkavarar
lækkaði um 2,74%, Össurar um 1,75% og Marels
um 0,39%. Þrátt fyrir 41 milljónar króna við-
skipti með bréf Alfesca breyttist gengi bréfa fé-
lagsins ekki. Velta á skuldabréfamarkaði var
með minna móti og nam 10,8 milljörðum króna.
bjarni@mbl.is
Lækkun í Kauphöllinni
ÞETTA HELST ...
MAGNÚS Þor-
steinsson hefur
falið lögmanni
sínum að und-
irbúa stefnu á
hendur frétta-
stofu Stöðvar tvö
biðjist fréttastof-
an ekki afsök-
unar á frétt sinni
sem birtist á
mánudagskvöld.
Flutti fréttastofan frétt af því að
Magnús hefði, ásamt Björgólfi Thor
Björgólfssyni og fleirum, flutt fjár-
muni frá Íslandi til erlendra skatta-
skjóla í gegnum Straum-Burðarás
fjárfestingarbanka. Segist Magnús
aldrei hafa átt fjármuni inni á reikn-
ingum í bankanum.
Í tilkynningu frá Straumi segir að
bankinn hafi falið lögmönnum sínum
að leggja mat á réttarstöðu bankans.
Björgólfur Thor sagðist einnig í
viðtali við DV vera að íhuga dóms-
mál á hendur fréttastofunni.
bjarni@mbl.is
Íhuga dóms-
mál vegna
fréttar
Magnús
Þorsteinsson
Eftir Helga Vífil Júlíusson
helgivifill@mbl.is
JÓN Sigurðsson, forstjóri Össurar,
sagði að uppgjörið fyrir annan fjórð-
ung væri varnarsigur, en alþjóða-
hagkerfið hefur dregist saman og
viðskiptavinir minnkað birgðahald.
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri
fyrirtækisins, sagðist stoltur af því
að Össuri skilaði hagnaði, þótt fyr-
irtækið hefði ekki vaxið á tímabilinu.
Þetta kom fram á kynningu í gær.
Hagnaður fyrirtækisins var 3,5
milljónir dollara á öðrum fjórðungi,
sem er 11% minna en á sama tíma
fyrir ári; Jón sagði þann fjórðung
hafa verið góðan. Eiginfjárhlutfallið
er 44%.
Salan nam 81 milljón dollara á
öðrum ársfjórðungi, dróst saman um
3% mælt í staðbundinni mynt, en
12% í dollurum. Innri vöxtur var nei-
kvæður um 3%. Stjórnendur sögðu
söluna „stöðuga“. Sölu á vörulínu
var hætt í Frakklandi og söludagar á
tímabilinu voru tveimur færri í Evr-
ópu og einum færri í Bandaríkj-
unum.
Hjörleifur sagði að langtíma fjár-
mögnun fyrirtækisins væri á ágæt-
um kjörum og langt frá því að upp-
fylla ekki lánaskilmála.„Fyrirtækið
er vel fjármagnað til framtíðar,“
sagði hann. Jón spáir sameiningum
á markaðinum þegar kreppunni lýk-
ur.
Uppgjör Össurar
„varnarsigur“
Morgunblaðið/Heiddi
Hagnast Jón Sigurðsson forstjóri.
Eiginfjárhlutfall er 44%.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Í SAMRÆMI við litlar breytingar
á gengi krónunnar þá er flökt
hennar núna í lágmarki, að því er
segir í Markaðsfréttum Íslenskra
verðbréfa.
Mánaðarlegt flökt á gengi krón-
unnar hefur ekki verið minna frá
því í október 2007. Flöktið í júní
var 7,9%, en hefur verið að með-
altali um 11,4% frá ársbyrjun
1999. Því er ljóst að gengissveiflur
eru nú í lágmarki. Gengisflöktið
var mest í október 2008, mánuðinn
sem bankarnir hrundu, og var þá
um 140%.
Lítil breyting hefur orðið á
gengi krónunnar undanfarið. Í síð-
ustu viku styrktist hún um 0,2%,
en það sem af er þessari viku hef-
ur hún veikst aftur sem nemur
0,2%. Í Markaðsfréttunum segir
að frá miðjum júní hafi í raun
sáralitlar breytingar verið á geng-
isvísitölunni. Því megi segja að nú
sé kominn nokkur stöðugleiki –
sem sé líklega tímabundinn – á ís-
lenskum gjaldeyrismarkaði. Lík-
legt sé að sá stöðugleiki vari
áfram næstu vikur.
Gengi krónunnar
stöðugra en áður
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
GENGI bréfa Deutsche Bank féll
um 11,4% í viðskiptum gærdagsins
vegna ótta fjárfesta við að bankinn
sé enn berskjaldaður fyrir áhrifum
kreppunnar. Þá hefur sú ákvörðun
stjórnenda bankans að tvöfalda
framlag í afskriftarsjóð skotið fjár-
festum skelk í bringu.
Hagnaður bankans á öðrum árs-
fjórðungi nam einum milljarði
evra, eða um 180 milljörðum
króna, en var samt undir vænt-
ingum.
Þá hækkaði
eiginfjárhlutfall
bankans í 11%,
en markmið
stjórnenda hafði
verið 8-9%.
Staða evrópskra
banka er mörg-
um áhyggjuefni,
en þeir eru ekki
taldir hafa afskrifað nægilega mik-
ið af útlánum sínum. Er þá einkum
átt við lán til nýmarkaðsríkja og
Austur-Evrópu.
Vandinn, sem evrópska banka-
kerfið standi frammi fyrir, sé sá að
ólíkt Bandaríkjunum sé enginn
seðlabanki sem geti komið bönk-
unum til bjargar. Eignir bankanna
séu í mörgum tilvikum margfaldar
á við verga landsframleiðslu við-
komandi ríkja og sumir þeirra séu
einfaldlega of stórir til að bjarga.
Bankakerfi Írlands, Spánar,
Austurríkis og Ítalíu séu af þessari
stærðargráðu og evrópski seðla-
bankinn hafi ekki burði til að koma
þeim til bjargar. Þá fylgi því alls
konar pólitískir erfiðleikar að beita
fjármunum Evrópusambandsins til
að styðja við bankakerfi einstakra
ríkja.
Bankarnir berskjaldaðir
Síðastliðið haust voru tvær
fasteignir í Lundúnum og ein í
Kaupmannahöfn færðar frá
Baugi til Gaums, eignarhalds-
félags Jóns Ásgeirs og fjöl-
skyldu. Jón Ásgeir hefur alltaf
haldið því fram að viðskipti með
þessar fasteignir væru eðlileg.
Erlendur Gíslason, skiptastjóri
þrotabús Baugs, hefur haft við-
skipti með fasteignirnar til at-
hugunar og gengu kaupin á
fasteignunum í Lundúnum til
baka til þrotabúsins í mars síð-
astliðnum á grundvelli samn-
ingsbundinnar riftunar. Erlend-
ur vildi ekki tjá sig í gær um
hvort þrotabúið hefði gripið til
ráðstafana vegna íbúðarinnar í
Kaupmannahöfn.
Íbúðir til þrotabús
● ICELANDAIR og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um
heildartækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757-farþegaþotna. Í fréttatilkynningu
segir að tækniþjónusta Icelandair muni annast alla viðhalds- og varahlutaþjón-
ustu fyrir flota I Fly ásamt svokölluðu línuviðhaldi í Moskvu. I Fly er nýstofnað
flugfélag í eigu rússnesku ferðaskrifstofunnar Tez. Samningurinn er til þriggja ára
og er áætluð velta verkefnisins um þrír milljarðar króna á samningstímanum.
Starfsstöð tækniþjónustunnar er sögð munu eflast að mun við þetta verkefni.
bjarni@mbl.is
Icelandair semur við rússneskt flugfélag