Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
É
g veit hvað við gerum;
gefum ömmu ferð til
Íslands í afmæl-
isgjöf, og förum með!“
Þessari hugmynd tví-
tugrar stúlku var vel tekið í London í
byrjun ársins. Ferðin varð að veru-
leika í síðustu viku og heppnaðist
fullkomlega.
Hópurinn hlakkaði lengi til Ís-
landsferðarinnar en þess var vand-
lega gætt að afmælisbarnið fengi
ekkert að vita fyrr en fáeinum dög-
um fyrir brottför. Gjöfin átti að koma
á óvart sem sannarlega varð raunin.
Amman, Kristín Björnsdóttir
Daniel, hefur búið erlendis í hálfan
áttunda áratug, ferðir hennar til
landsins eru teljandi á fingrum ann-
arrar handar en hún talar íslensku
engu að síður lýtalaust.
„Ég talaði alltaf íslensku við for-
eldra mína og systur. Þau eru öll dá-
in fyrir löngu en pabbi minn var
mjög stoltur af því að vera Íslend-
ingar og lagði áherslu á að töluð væri
góð íslenska á heimilinu,“ sagði
Kristín í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hún var þá komin aftur heim til
London eftir fjögurra daga dvöl hér-
lendis.
Barnabörnin tvö og tengdadóttirin
voru að koma í fyrsta skipti til lands-
ins en örugglega ekki í það síðasta,
að sögn ömmunnar.
„Við höfum oft rætt um það að
fara saman til Íslands en aldrei orðið
af því. Þetta var guðdómlegt og verð-
ur ógleymanlegt,“ sagði hún í gær,
spurð um ferðina; ekki síst vegna
þess að barnabörnin og tengdadótt-
irin heilluðust af Íslandi og ættingj-
unum þar, sagði hún. Nú segist hún
ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að
tengslin rofni. „Fólkið mitt ætlaði
ekki að trúa því hvað landið er fallegt
og ættingjar okkar á Íslandi ynd-
islegir. Þau hafa varla talað um ann-
að síðan við komum aftur hingað út.
Ég er mjög stolt af að hafa getað
sýnt krökkunum mínum landið mitt
og ánægð með að þetta skyldi allt
vera gert fyrir mig.“
Foreldrar Kristínar voru Björn
Björnsson, stórkaupmaður í London,
og Hulda Karlsdóttir Bjarnesen.
Björn var þekktur maður í Reykja-
vík, stofnandi Björnsbakarís og einn
eigenda Hressingarskálans við Aust-
urstræti. Fjölskyldan flutti til Eng-
lands 1936.
Eiginmaður Kristínar er Ian
Daniel. Þau eignuðust tvo syni en
annar þeirra, Christopher, lést að-
eins fertugur. Meðal þeirra sem
komu með fullorðnu hjónunum til
landsins var Anthony sonur þeirra,
Jonathan og Katie, börn Chri-
stophers, Lucy móðir þeirra og Julie
Hall, systurdóttir Kristínar.
Haraldur Sturlaugsson á Akranesi
og Kristín eru skyld; Ingunn Jóns-
dóttir á Búðum var langalangamma
þeirra. Svo skemmtilega vill til að
Haraldur og Kristín eiga sama af-
mælisdag en tuttugu ára aldurs-
munur er á þeim. Á föstudaginn varð
Haraldur því sextugur. Hann hugð-
ist halda upp á afmælið sitt í kyrrþey
en þegar frænkan hringdi frá Lond-
on fyrir skömmu og tilkynnti honum
að von væri á hópnum var einsýnt að
slá yrði upp veislu. Haraldur, Ingi-
björg Pálmadóttir, eiginkona hans,
og fjölskylda þeirra tóku á móti
Kristínu og hennar fólki og áttu góða
daga saman.
Ingibjörg segir gestina hafa verið
yndislega. „Það var ekki erfitt að
uppfylla óskir Kristínar á afmælinu;
hún vildi að sungin yrðu þrjú lög: í
fyrsta lagi Ríðum, ríðum, í öðru lagi
Seltjarnarnesið er lítið og lágt og í
þriðja lagi Sofðu unga ástin mín.
Hún söng það sjálf fyrir syni sína
þegar þeir voru litlir og táraðist þeg-
ar hún heyrði lagið sungið í afmæl-
inu,“ sagði Ingibjörg í gær.
Kristín hringir yfirleitt í Harald
frænda sinn, vikulega, á sunnudög-
um en einu sinni á ári, á afmælisdag-
inn, fer fram keppni þeirra á milli
hvort verður fyrra til að slá á þráð-
inn!
Haraldur var í skóla á Englandi
sem unglingur og sótti fjölskyldu
Kristínar yfirleitt heim um helgar.
„Björn sótti mig alltaf á lest-
arstöðina. Hann lagði mikla áherslu
á að ég kynntist fjölskyldunni vel
þannig að við gætum haldið sam-
bandi,“ sagði Haraldur við Morg-
unblaðið. Nú þykir honum sýnt að
næsta kynslóð tekur upp þráðinn.
„Unga fólkið sagði nefnilega, þegar
við kvöddumst að við stæðum
frammi fyrir töluverðu vandamáli; að
þau ætluðu að koma oft til Íslands í
framtíðinni og við sætum uppi með
þau.“
Guðdómleg gjöf því barnabörnin
og tengdadóttirin urðu heilluð
Kristín Björnsdóttir flutt-
ist frá Íslandi sex ára.
Barnabörnin og tengda-
dótturina hefur dreymt
um að koma til landsins
og draumurinn rættist í
síðustu viku; Kristín varð
áttræð og fékk ferð til
landsins að gjöf frá fjöl-
skyldunni, sem kom með.
Kveðjustund Ættingjar á Akranesi kvaddir áður en fjölskyldan flutti til Englands 1936. Haraldur Böðvarsson, afi Haraldar Sturlaugssonar, með hattinn,
við hlið hans Elínborg Bjarnesen, þá Ingunn Sveinsdóttir, Hulda Bjarnesen Björnsson og Matthildur Sveinsdóttir. Kristín stendur fyrir framan Elínborgu.
Hamingjusöm Ingibjörg Pálmadóttir, Anthony Daniel, Jonathan Daniel, Katie Daniel, Haraldur Sturlaugsson,
Kristín Daniel Björnsson, Ian Daniel, tengdadóttirin Lucy Daniel og Julie Hall, systurdóttir Kristínar.
Alsæl amma Kristín Daniel Björnsson á Þingvöllum ásamt barnabörnunum
Katie, sem átti hugmyndina að afmælisgjöfinni, og Jonathan.
Í HNOTSKURN
»Faðir Kristínar var BjörnBjörnsson kaupmaður,
sem stofnaði Björnsbakarí
og var einn eigenda Hress-
ingarskálans við Austur-
stræti.
»Móðir Kristínar varHulda Karlsdóttir
Bjarnesen. Kristín og Har-
aldur Sturlaugsson á Akra-
nesi áttu sömu langalang-
ömmu, Ingunni Jónsdóttur
frá Búðum á Snæfellsnesi.
»Björn og Hulda fluttu tilEnglands 1936 og bjuggu
þar upp frá því.
KRISTÍN segist muna margt frá
bernsku sinni á Íslandi, þótt hún
hafi flutt burt sex ára gömul. Meðal
annars eru heimsóknir til ættingj-
anna á Akranesi eftirminnilegar.
Ýmist var farið landleiðina eða með
báti og þótti henni hvor tveggja
ferðamátinn slæmur: „Ég kastaði
alltaf upp þegar við fórum á bát en
stundum var líka slæmt að fara með
bíl. Göturnar voru hræðilegar,“
sagði hún í gær.
Kristín man eftir ferð fyrir Hval-
fjörðinn í bíl þegar hún þurfti
skyndilega að kasta upp. Við hlið
hennar sat ókunnug frú sem hafði
lagt hatt sinn í sætið. „Þetta var nýr
og voða fínn hattur. En ég vildi
frekar kasta upp í hann en bíl-
inn …“ sagði Kristín í gær.
Hún fæddist 24. júlí 1929. Daginn
áður reið öflugur jarðskjálfti yfir
Suðvesturland sem fannst m.a.
mjög vel í Reykjavík. Fjölskyldan
bjó í Tjarnargötu 16 og skjálftinn
varð þess m.a. valdandi að skor-
steinn hússins féll niður að hluta.
Hulda, móðir Kristínar, varð svo
skelkuð að hún ætlaði stystu leið út
úr húsinu; fór út á svalir, en ein-
hver náði að grípa í konuna áður en
hún stökk fram af. Kristín fæddist
daginn eftir, á slaginu klukkan sex.
Henni var sagt að klukkur Dóm-
kirkjunnar hefðu slegið sex högg
um leið og barnið kom í heiminn.
Fæddist á
slaginu sex
Systur Kristín, t.v., og Ingunn.
Myndin er tekin 1934 í garði Hress-
ingarskálans við Austurstræti.