Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Íslenskt efna-hagslíf er núí kyrrstöðu
en þar kemur að
það taki við sér á
ný. Utan úr
heimi berast
fréttir um batamerki og
vakti athygli þegar fjár-
málafyrirtækið Goldman
Sachs greindi frá methagn-
aði á öðrum ársfjórðungi
þessa árs fyrr í mánuðinum.
Fréttinni fylgdi að fyrir vik-
ið ættu starfsmenn fyr-
irtækisins í vændum drjúgar
bónusgreiðslur. Morgan
Stanley skýrði hins vegar
tap á síðasta ársfjórðungi
með því að sölumenn fyr-
irtækisins væru áhættufæln-
ir vegna efnahags-
ástandsins. Þessar fréttir
urðu tilefni vangaveltna um
að nú færi allt aftur í gamla
farið og fyrir hrunið þegar
yfirgengilegir kaupaukar
voru greiddir út án þess að
innistæða reyndist fyrir
þeim.
Í leiðara í dagblaðinu The
New York Times á mánudag
var fjallað um hætturnar,
sem því væru samfara
óbreyttri hegðun á fjár-
málamörkuðum. Bent var á
að sennilega væri hvorugt
þessara fyrirtækja við lýði
hefðu stjórnvöld ekki komið
fjármálakerfinu til bjargar.
Auk þess nytu þau bæði þótt
ósagt væri tryggingar fyrir
því að veðji þau á rangan
hest verði þeim komið til
bjargar vegna þess að þau
séu of stór til að hægt sé að
láta þau fara á hausinn.
Blaðið bendir á að þótt
fjármálakerfið virðist nú
vera að komast í jafnvægi
séu skattgreiðendur í jafn-
mikilli hættu og áður verði
aftur hrun á mörkuðum.
Lýst hafi verið yfir því að
koma eigi í veg fyrir þessa
hættu með nýjum lögum og
reglugerðum. Þeirra sé hins
vegar ekki að vænta fyrr en
í fyrsta lagi að ári, en
kaupaukahugarfarið sé þeg-
ar farið að ryðja sér til rúms
á ný.
Hugmyndir um ný lög og
reglugerðir til að hemja
fjármálamarkaði eru ekki
aðeins til umræðu í Banda-
ríkjunum um þessar mundir.
Þessi mál eru ofarlega á
baugi um allan heim eftir
hrunið.
Þau hafa hins vegar verið
furðu lítið rædd á Íslandi og
er þó ærin ástæða til þess
að huga að þeim í tíma.
Hrunið afhjúpaði rækilega
veikleika íslensks viðskipta-
og fjármálalífs. Á
Íslandi var við
lýði sama kaup-
aukaheilkennið
og í Bandaríkj-
unum og víðar.
Ofurlaun þóttu
sjálfsögð og drjúg umbun
fyrir viðskipti löngu áður en
ljóst var hvort þau væru
skynsamleg eða ábatasöm.
Það fylgdi því engin áhætta
að taka áhættu en hagn-
aðurinn gat verið svimandi.
Hér þarf að setja reglur.
Hringamyndun og kross-
eignatengsl voru stórt
vandamál í íslensku efna-
hagslífi. Hættan, sem fylgir
því að eigendur banka séu
einnig atkvæðamiklir í ís-
lensku atvinnulífi, hefur
komið skýrt fram. Það sýndi
sig í fjölmiðlamálinu hvað
það er erfitt að bregðast of
seint við. Nú er hins vegar
lag að bregðast við því að
borðið er autt, eða eins ná-
lægt því og komist verður.
Nú er hægt að setja efna-
hagslífinu ramma án þess að
vega að rótgrónum hags-
munum.
Ýmis verkefni kunna að
virðast brýnni og meira að-
kallandi um þessar mundir.
Endurskoðun þessara mála
og ný lög og reglur eru hins
vegar forsenda þess að hér
dafni heilbrigt efnahagslíf
þegar fram í sækir.
Almenningur mun um
ókomin ár gjalda fyrir
hömlulausa skuldasöfnun
nokkurra einstaklinga. Það
væri óafsakanlegt ef síðar
meir yrði hægt að segja að
menn hefðu engan lærdóm
dregið af hruninu og leyft
öllu að fara í sama farið.
Hér þarf að huga að mörgu
og má nefna nokkur atriði.
Það þarf að setja reglur um
vöxt fjármálastofnana. Það
þarf að kveða skýrt á um
hvar ábyrgðin lendir þegar
fjármálafyrirtæki fara út af
sporinu þannig að þau geti
ekki tekið ómælda áhættu á
kostnað almennings. Það
þarf að setja reglur til að
koma í veg fyrir hringa-
myndun og einokun. Það
þarf að setja reglur um
krosseignatengsl. Fjármála-
eftirlit þarf að hafa vald
þannig að viðskiptalífið sitji
og standi eftir því sem það
segir, en ekki öfugt.
Lagt var upp í síðasta
leiðangur með bundið fyrir
augun. Nú hefur bandið ver-
ið tekið frá augunum og
engin ástæða til að end-
urtaka leiðangur sem ljóst
er hvernig fer.
Setja þarf fjármála-
lífinu lög og reglur
áður en gamlir
ósiðir vakna á ný}
Rammi
efnahagslífsins
R
aðhúsalengja í Fossvoginum hefur
verið endurnýjuð að utan eftir
áralanga niðurníðslu í eignarhaldi
verktaka sem keyptu húsin upp
smátt og smátt. Mikið hefur verið
kvartað yfir ástandi þeirra í gegnum tíðina enda
stóð til að rífa þau öll og byggja háhýsi í staðinn.
Eftir að kreppan reið yfir var þó ákveðið að leyfa
þeim að standa, en breyta þeim að innan þannig
að nú eru þar 40 hótelíbúðir. Jafnframt var
byggð nýbygging á milli garða nærliggjandi ein-
býlishúsa til að þjónusta hótelíbúðirnar. Að sögn
verktakans sem á raðhúsalengjuna fylgir 160
ferðamönnum þessara 40 íbúða ekkert bíla-
stæðavandamál og því ættu íbúar hverfisins ekki
að hafa yfir neinu að kvarta. Hann undrast að
nágrannar skuli hafa áhyggjur af rútuferðum
allan sólarhringinn við komur og brottfarir, af
umferð leigubíla á þröngum götum, sorphirðu og ónæði frá
þjónustubyggingunni.
Lygasaga? Já, auðvitað. Svona lagað gæti aldrei gerst.
Ekki í Fossvoginum. Um miðborgina gegnir öðru máli eins
og sjá mátti í Morgunblaðinu í gær. Við Spítalastíg eru fyr-
irhugaðar framkvæmdir þar sem hreinsa á gömul og góð
íbúðarhús að innan til að byggja í þeim 40 hótelíbúðir auk
nýrrar þjónustubyggingar. Á milli húsanna verður varla
nema faðmur eða tveir þar sem auðvitað er verið að auka
byggingarmagn á lóðunum eins og kostur er (flytja að hús og
bæta við nýbyggingu) til að geta grætt á sem flestum fer-
metrum. Allt er þetta þvert á vilja íbúa hverfisins, sem sætta
sig ekki við jafn grófa innrás í hverfið, aukin
þrengsli og áreiti.
Vitaskuld eru íbúarnir fegnir uppgerð húsa
sem hafa verið í niðurníðslu í áraraðir. Líka
hreinsun á auðum lóðum sem hafa verið borg-
aryfirvöldum til skammar jafnlengi. En því
skyldu þeir sætta sig við jafn gagngera breyt-
ingu á högum sínum samfara slíkum úrbótum og
160 gesta hótel á örsmáum bletti þýðir? Hvaða
rök eru það að af því að vel hefur tekist að reka
Hótel Holt í sömu götu, réttlæti það gjörning-
inn? Holtið er lúxushótel með allri þeirri þjón-
ustu og eftirliti sem slíkur rekstur krefst. Um
það gilda ólík lögmál.
Hvenær ætla borgaryfirvöld að fara að standa
með venjulegum íbúum borgarinnar, gegn þeim
sem stöðugt vega að velferð þeirra og hags-
munum í rótgróunum hverfum? Af hverju hafa
kráaeigendur, verktakar og eignafélög meiri rétt en fjöl-
skyldurnar sem hverfin voru byggð fyrir í upphafi? Af
hverju krefst borgin ekki bara uppgerðar húsanna til þeirra
nota sem þau og hverfið var hannað fyrir? Af hverju þröngva
borgaryfirvöld alltaf framkvæmdum í gömlum hverfum upp
á þá sem fyrir eru í stað þess að taka þjónustuhlutverk sitt
gagnvart umbjóðendum sínum alvarlega; hlusta á þá og
standa vörð um lífsgæði þeirra og óskir? Jú, af því þau sitja
beggja vegna borðs og græða á því sama og þessir aðilar.
Myndi fólk í öðrum hverfum sætta sig við slíkan yfirgang?
Hvað segir Fossvogsbúinn, borgarstjórinn, um málið?
fbi@mbl.is
Fríða Björk
Ingvarsdóttir
Pistill
Lygasaga úr Fossvoginum
Íslendingar vilja á
methraða í viðræður
FRÉTTASKÝRING
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
Þ
ví hefur verið haldið fram
í fjölmiðlum að álitsgjöf
framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins
vegna umsókna ríkja um
aðildarviðræður hafi skemmst tekið
14 mánuði. „Skemmsti tími álits-
gerðar framkvæmdastjórnarinnar á
umsóknarlandi tók 14 mánuði, en í
tilfelli Íslands ýtir Stokkhólmur á yf-
irmenn ESB að ljúka ferlinu undir
sænsku forsæti svo viðræður geti
hafist snemma árs 2010,“ segir á
fréttavefnum EurActiv sem sérhæf-
ir sig í fréttum af málefnum ESB.
Heimildarmaður innan fram-
kvæmdastjórnar ESB vildi ekki
kannast við að stysti tími slíkrar
álitsgerðar væri 14 mánuðir þegar
blaðamaður spurði hann álits í gær.
Hann nefndi ferlið vegna umsóknar
Finnlands sem dæmi en sagði jafn-
framt að fara þyrfti varlega við að
bera saman umsóknarferli landa, þó
að EFTA-löndin stæðu vissulega í
svipuðum sporum á mörgum svið-
um.
Mörg dæmi um fljóta afgreiðslu
Í bók Auðuns Arnórssonar „Inni
eða úti? Aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið“ er að finna töflu yfir
áfanga í stækkunarsögu ESB. Þar
kemur m.a. fram að afgreiðsla mats
framkvæmdastjórnarinnar vegna
landa sem áður höfðu eða eiga enn
aðild að Fríverslunarsamtökum
Evrópu (EFTA), eins og Noregur,
Finnland og Svíþjóð tók í flestum til-
fellum skemmri tíma en annarra
þjóða. Auðunn telur líklegt að um-
ræðan um 14 mánuðina eigi við um
síðustu stækkunarlotu þegar Slóv-
enía fór í gegnum mat ráðsins á
skemmstum tíma, eða 14 mánuðum.
„Það eru mörg dæmi um fljótari af-
greiðslu frá fyrri stækkunarlotum
niður fyrir hálft ár,“ segir Auðunn.
Framkvæmdastjórn ESB gaf álit
sitt vegna umsóknar Noregs um að-
ildarviðræður eftir aðeins fimm
mánaða matsferli. Sama ferli tók níu
mánuði vegna umsóknar Finna árið
1992 og 12 mánuði vegna umsóknar
Svía árið 1991.
Íslensk yfirvöld bíða nú eftir
löngum og ítarlegum spurningalista
framkvæmdastjórnarinnar. Svörin
verða svo til hliðsjónar ákvörðun
leiðtoga ESB um hvort Íslendingum
verði hleypt til aðildarviðræðna eða
ekki.
Íslensk stjórnvöld stefna á að
verða komin í gegnum ferlið fyrir
næsta leiðtogafund ESB í desember.
„Þeir biðja um ítarupplýsingar
þegar þeir eru búnir að fá svörin frá
okkur og ég vænti þess að fram-
kvæmdastjórnin verði tilbúin með
sína skýrslu um hæfni Íslands ekki
seinna en í lok nóvember. Mér er
sagt að það sé methraði en Íslend-
ingar ferðast oft hratt,“ segir Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Auðunn Arnórsson segir að svo hröð
meðferð gæti orðið erfið. „Sam-
kvæmt mínum heimildum í Brussel
þykir það bjartsýni að ætla að þessu
mati framkvæmdastjórnarinnar
verði lokið í desember. Raunhæfara
sé að áætla að það verði ekki fyrr en
á leiðtogafundinum í mars sem
ákvörðun verði tekin um formlegar
viðræður,“ segir Auðunn.
Reuters
Ísland í hópinn? Mikið verk bíður íslenskrar stjórnsýslu við að svara ít-
arlegum spurningum framkvæmdastjórnar ESB, m.a. um stjórnkerfið.
Mörg dæmi eru um skemmri af-
greiðslutíma en 14 mánuði á
álitsgerð framkvæmdastjórnar
ESB. Sérfræðingur Evrópumála
segir bjartsýni að telja að álits-
gerð verði lokið fyrir desember.
Stjórnsýsla ríkja er misvel til þess
fallin að svara ítarlegum spurn-
ingum framkvæmdastjórnar ESB. Í
síðustu viku fékk Svartfjallaland
spurningalista frá ESB með rúm-
lega 2.000 spurningum. Í vor aug-
lýstu yfirvöld í Svartfjallalandi eftir
alþjóðlegum ráðgjöfum til að und-
irbúa stjórnsýsluna fyrir spurn-
ingalistann. Að svara spurning-
unum er „mjög yfirgripsmikið og
krefjandi starf fyrir opinbera
stjórnsýslu í Svartfjallalandi, rétt
eins og fyrir önnur lönd,“ sagði
m.a. í auglýsingunni.
„Íslenska stjórnsýslan er vön að
fást við regluverk sambandsins,“
segir Auðunn Arnórsson, sérfræð-
ingur í Evrópumálum. Hann segir
íslenska stjórnsýslu standa vel að
vígi hvað þetta varði, aðildin að
EES-samningnum geri þar gæfu-
muninn og vinnan ætti því ekki að
vefjast fyrir fólki.
HVER VEIT
SVÖRIN?
››