Morgunblaðið - 29.07.2009, Page 17

Morgunblaðið - 29.07.2009, Page 17
HIÐ „stýrða lýðræði“ í Íran var kynlegt kerfi jafnvel áður en æðsti leiðtoginn, Ayatollah Ali Khameini, ákvað að þurrka út þann litla trúverðugleika sem það átti eftir. Þótt íranskir borgarar hafi átt rétt á að velja sér forseta þurfti Ráð varð- mannanna að votta frambjóð- endurna og helming þeirra valdi æðsti leiðtoginn sem eng- inn kaus. Einu frambjóðendurnir, sem fengu að fara fram, voru menn með óaðfinn- anlega ferilskrá í trúmálum, sem af trú- mennsku lúta stjórnvaldi þar sem ókjörnir klerkar taka mikilvægustu ákvarðanirnar. Mir- Hossein Mousavi, sem Ayatollah Khomeini heitinn valdi til að vera forsætisráðherra 1981, er slíkur maður. Mousavi bauð sig fram undir merkjum um- bóta og kvaðst mundu vinna að auknu frelsi fjölmiðla, auknum réttindum kvenna og færri hömlum á Írana í einkalífi sínu. Hann gaf einnig í skyn að hann styddi aukinn sveigjanleika í samningum við Bandaríkin. Þó einkenndi léttir viðbrögð sumra ný- íhaldsmanna í Bandaríkjunum við því að Mou- savi skyldi tapa fyrir harðlínumanninum Mahmoud Ahmadinejad í kosningum, sem virð- ist hafa verið ákveðið fyrirfram hvernig ættu að fara. Einn áberandi fréttaskýrandi, Max Boot, fann til „nokkurrar ánægju yfir útkomu kosn- inganna í Íran“ vegna þess að nú yrði erfiðara fyrir Obama að standa í vegi fyrir árás Ísraela á kjarnorkuver og -vinnslustöðvar Írana. Fyrst Íran er óvinurinn (minnumst yfirlýs- ingar George W. Bush um „öxulveldi hins illa“) er betra að eiga við forseta sem talar og hegðar sér eins og brjáluð bulla, en einstakling, sem virðist tala af sanngirni og lofar umbótum. Þetta gæti virst vera hámark tvískinnungs- ins og er það auðvitað. Þetta minnir okkur á það hvað öfgafullir ný-íhaldsmenn og kommúnískir hugmyndafræðingar eru nánir í anda. Mála- miðlun kemur ekki til greina í hinum róttæka huga. Sumir róttækir, vinstrisinnaðir músl- imar, gagnteknir af andstöðu sinni við vestræna „heimsvaldastefnu“ og Ísrael, fögnuðu ósigri Mousavis vegna þess að, eins og einn úr þeirra röðum orðaði það, „andspyrnan [við síonistana] hefur ekki efni á flauelsbyltingu, sem er jákvæð í garð Bandaríkjamanna“. Kommúnistar hafa alltaf haft til- hneigingu til að gera lítið úr mun- inum á frambjóðendum í frjáls- lyndum lýðræðisríkjum (að ekki sé talað um „stýrt“ lýðræði). Þeir voru bara ólík andlit sama rotna kerf- isins. Reyndar var litið á jafn- aðarmenn sem hættulegri en harð- línumenn á íhaldsvængnum vegna þess að þeirra hófsami málflutn- ingur á vinstri kantinum var aðeins til þess fallinn að seinka byltingunni. Þessi hugsunarháttur hjálpaði nas- istum að eyðileggja lýðræðið í Þýskalandi á fjórða áratugnum. Viðbrögð Boots og annarra sem eru sama sinnis dregur fram raunverulega togstreitu, sem alltaf á sér stað í alræðiskerfum, sem reyna að setja á sig einhvern lýðræðissvip til að skapa sér trúverðugleika. Hvað eiga stjórnarand- stæðingar að gera þegar þeir eru beðnir um að taka þátt í kosningum, sem þeir vita að þeir geta ekki unnið, eða, jafn vel þegar þeir geta unnið mun ekki veita þeim nema lágmarksvöld? Með því að samþykkja hjálpa þeir til við að veita kerfi sem þeir trúa ekki á í raun, trúverð- ugleika. Ef þeir neita geta þeir engin áhrif haft. Hægt er að setja fram gild rök fyrir báðum kostum. Allir möguleikar fólks á að segja skoð- un sína eru góðir, jafnvel þegar rangt er haft við í kosningum. Og vegna þess að lýðræðið snýst ekkert síður um stofnanir þess en ein- staka frambjóðendur er gott fyrir borgarana að neyta atkvæðisréttarins. Þá getur enginn hald- ið því fram að fólkið sé „ekki tilbúið“ þegar raunverulegar breytingar eiga sér stað. Hins vegar er það svo að færi það að kjósa borg- urunum reisn er þátttaka í svikakosningum nið- urlægjandi. Ekki er til nein algild mælistika á það hvern- ig eigi að hegða sér við svona ómögulegar að- stæður þannig að fólk verður að meta hverjar kosningar fyrir sig. Fyrst 85% Írana töldu að það væri þess virði að taka þátt í síðustu kosn- ingum verður að virða ákvörðun þeirra. Þótt kostir þeirra hafi verið takmarkaðir voru marg- ir þeirra ekki aðeins þeirrar hyggju að umbóta- sinnaði frambjóðandinn myndi ná kjöri, heldur myndi einnig gera lífið aðeins bærilega. Þetta var einnig ástæðan fyrir því að 70% kusu um- bótasinnann Mohammed Khatami forseta 1997. Khatami var líka með góðar hugmyndir um frelsi fjölmiðla, réttindi einstaklinga og lýðræð- islegar umbætur. Þær voru að mestu kæfðar af klerkunum með úrslitavaldið. Sennilega hjálp- aði ekki til að stjórn Bush sneri bakinu við Kha- tami. Líkt og ný-íhald okkar tíma sáu ráðgjafar Bush í utanríkismálum engan mun á umbóta- sinnum og harðlínumönnum. Þetta gróf enn frekar undan valdi Khatamis. Margir Íranar litu á Mousavi sem annað tækifæri. Því miður leit Khameini einnig svo á málin og sá til þess að Ahamadinedjad héldi forsetaembættinu. Þetta var skelfilegt áfall fyr- ir alla Írana, sem þrá reisn lýðræðislegra stjórnmála. En það þýðir ekki að það hafi verið rangt hjá þeim eða barnaskapur að reyna. Kosningabarátta Mousavis og atburðirnir eftir kosningarnar sýna greinilega að þeir, sem sögðust ekki sjá neinn mun á frambjóðend- unum fyrir utan ólíkan stíl og framsetningu höfðu rangt fyrir sér: jafnvel þótt kosn- ingaúrslitin hafi verið fölsuð heyrðust raddir andstöðu við alræði klerkanna. Hin hljóða reisn mótmælanna, sem fylgdu, gerðu meira fyrir stöðu Írans í heiminum en allar stríðsyfirlýs- ingar forseta í stellingum lýðskrumarans. Það gætu líka hafa verið mikilvægari afleið- ingar. Kosningarnar, svikin og harkalegar of- beldisaðgerðir gegn mótmælunum, sem fylgdu, afhjúpuðu djúpan ágreining í stjórninni og dýpkuðu hann greinilega. Þetta er ástæðan fyr- ir því að í flestum tilfellum borgar sig að gagn- rýna kosningaúrslit, jafnvel þegar aðstæður lofa ekki góðu. Ahmadinedjad er sigurvegari í kosningunum, en stjórnin stendur veikari eftir. Með ógn er hægt að lengja kvölina, en þegar upp er staðið eru örlög ólögmætrar stjórnar ráðin. Að halda í þá trú að umbótasinnar og harð- línumenn séu aðeins birtingarmyndir sama óvinarins og kætast yfir sigri hinna síðast- nefndu er ekki bara tvískinnungur heldur ítrek- uð móðgun við þjóð, sem þegar hefur mátt þola næga niðurlægingu. Eftir Ian Buruma »Ekki er til nein algild mælistika á það hvernig eigi að hegða sér við svona ómögulegar aðstæður … Ian Buruma Höfundur er prófessor í mannréttindamálum við Bard College. Hann skrifaði bókina Murder in Amsterdam, sem fjallar um morðið á Theo van Gogh og takmörk umburðarlyndis, og í haust kom út eftir hann skáldsagan The China Lover. ©Project Syndicate, 2008. www.project-syndicate.org. Laskað lýðræði 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Eggert Vígalegur Liðin Bergtröll og Skógartröll reyndu með sér í gær á fyrsta Íslandsmótinu sem haldið er í hafnabolta. Liðsmenn eru víggirtir í bak og fyrir og eins gott fyrir óvitandi að verða ekki á vegi þeirra. Í það minnsta eru leikmennirnir afar vígalegir og gætu kannski vakið ótta hjá einhverjum. Nöfn liðanna benda líka til þess að öflugir menn séu á ferðinni. Eða skyldu það vera tröll? Forsendur: Ísland ábyrgist innstæðueiganda í ís- lenskum banka að hann fái innstæðu sína greidda að fullu allt að 20.887 evr- um. Þrotabú íslensks banka greiðir inn- stæðueiganda 20.887 evrur. Spurning: Ber Ísland ábyrgð á tjóni innstæðu- eigandans vegna innstæðu umfram 20.887 evrur? Svar okkar: Nei. Sé þessi framsetning rétt hefur ís- lenska samninganefndin um Icesave- málið gengist undir ábyrgð, umfram skyldu, gagnvart breskum og hol- lenskum stjórnvöldum sem nemur gríð- arlegum fjárhæðum. Um það hefur verið samið að íslenski tryggingasjóðurinn sitji uppi með kostnað, sem hann ber ekki ábyrgð á. Lögmennirnir Hörður Felix Harðarson hrl. og Ragnar H. Hall hrl sýndu fram á þetta með dæmum í grein sem birtist í Morgunblaðinu 22. júlí sl. og Ragnar skýrði málið enn frek- ar í grein í Morgunblaðinu 27. júlí. Ei- ríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hefur haldið því sama fram í Morgunblaðinu. Þegar fram koma vel rökstuddar ábendingar um að íslensk stjórnvöld séu að auka fjárhagsbyrðar þjóðarinnar um- fram nauðsyn þurfa stjórnvöld að skýra mál sitt. Þetta mál er svo alvarlegt að skýringarnar þurfa að vera efnislegar, rökstuddar og án útúrsnúninga. Svörin mega ekki felast í þeirri gamalkunnu að- ferð að varpa rýrð á þá menn sem sett hafa fram ábendingarnar. Helga Jónsdóttir Helgi H. Jónsson Rökstudd gagnrýni kallar á rökstudd svör Höfundar eru hjón í Fjarðabyggð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.