Morgunblaðið - 29.07.2009, Page 18

Morgunblaðið - 29.07.2009, Page 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 ÞVÍ er haldið fram að enginn samningur verði erfiðari Íslend- ingum en Icesave- samningurinn síðan Gamli sáttmáli var gerður 1262. Gamli sáttmáli er örlagarík- asti samningur í ellefu hundrað ára sögu þjóðarinnar. Með hon- um glötuðu Íslend- ingar sjálfstæði og urðu skattland erlendra ríkja hálfa sjöundu öld. Með Icesave-samningnum er hins vegar leitað leiða til að endurreisa virðingu og efnahag íslensku þjóðarinnar og tryggja framtíð Íslendinga í sam- félagi þjóðanna. Það er því út í hött að bera saman þessa tvo samninga og ber annaðhvort vitni um þekking- arleysi eða lýðskrum – nema hvort tveggja sé. Rætur Gamla sáttmála Orsakir þess að Gamli sáttmáli var gerður og þjóðveldið leið undir lok voru margar og flóknar. Meg- inorsökin var þó sú að skipulag þjóð- veldisins var úrelt og átti sér enga hliðstæðu í Evrópu og hafði raunar veri gallað frá upphafi. Ekkert sam- eiginlegt framkvæmdavald var í landinu, og þegar komið var fram á 13. öld logaði allt í illdeilum, skipa- ferðir ótryggar og verslun í molum vegna þess að Íslendingar áttu engin haffær skip lengur. Orsakir hruns íslensku bakanna, sem leiddu til erfiðleika í íslensku at- vinnulífi, eru einnig margar og flókn- ar og naumast á færi nokkurs manns að greina þær enn. Meginástæður voru hins vegar þrjár: ágirnd, hroki og mannfyrirlitning, en þetta þrennt var fyrrum talið til dauðasyndanna sjö. Íslendingar stóðu í október ein- angraðir og öllu trausti rúnir og lánalínur til útlanda voru og eru lok- aðar. Tilgangur Icesave- samningsins Icesave-samningurinn er gerður til þess að leysa þennan vanda og samningurinn er gerður að bestu manna yfirsýn. Formaður íslensku samninganefndarinnar var Svavar Gestsson sendiherra, margreynd- ur stjórnmálamaður sem hafði með sér trausta ráðgjafa, starfsfólk Seðlabanka og þriggja ráðuneyta auk íslenskra hagfræðinga og lögfræð- inga með sérþekkingu og reynslu. Þegar stjórnmálamenn og frétta- skýrendur saka slíkt fólk um van- þekkingu og óheilindi, gera þeir hinir sömu lítið úr sjálfum sér og menntun þjóðarinnar og hitta sjálfa sig fyrir. Ef besta fólk þjóðarinnar er vankunn- andi og því er ekki treystandi, hvern- ig er þá um hina verstu sem hafa hvorki reynslu né þekkingu? Slíkur málflutningur ber vitni um vænisýki og vanmetakennd og leiðir þjóðina í ógöngur. Málflutningurinn felur einn- ig í sér að Íslendingar geti ekki ráðið fram úr vandanum sjálfir heldur verði að leita til útlendinga með alla hluti, enda hefur sá málflutningur einnig heyrst af hálfu einstaka stjórnmála- manna og fréttaskýrenda. Ábyrgð Icesave-samningurinn er gerður á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem hefur sér til fulltingis Indriða H. Þorláksson hag- fræðing, fyrrverandi ríkisskattstjóra, margreyndan embættismann og traustan. Hvorugur þeirra átti nokkra aðild að svikum sem liggja að baki hruninu, en hreinsa nú upp eftir óreiðumenn. Engum vafa er undir- orpið að báðir eru vanda sínum vaxn- ir. Steingrímur J. Sigfússon hefur auk þess lagt pólitíska framtíð sína að veði til þess að vinna þetta endur- reisnarstarf. Er honum betur treyst- andi en öðrum íslenskum stjórn- málamönnum til þess að leysa úr þessum vanda þjóðarinnar. Tilgangur Icesave Megintilgangur Icesave-samn- ingsins er að láta Íslendinga axla sið- ferðilega ábyrgð sem þeir bera sem þjóð, án þess að almenningur – hver og einn einstaklingur – eigi hlut að máli og enga sök á hruninu. Icesave- samningurinn á einnig að rétta hlut útlendinga sem trúðu á fagurgala ný- ríkra auðmanna. Síðast en ekki síst er samningnum ætlað að endurvekja traust annarra þjóða á Íslandi og Ís- lendingum. Það er mergurinn máls- ins. Allar líkur benda til þess, að eftir sjö ár – þegar afborganir hefjast vegna samningsins – hvíli á ríkissjóði skuld sem nemur um 20% landsfram- leiðslu. Þessa skuld skal greiða á átta árum. Afborganir nema því tveimur til þremur prósentum af landsfram- leiðslu Íslendinga á ári að meðtöldum vöxtum. Undir þessu getur þjóðin ris- ið – og undir þessu verður þjóðin að rísa, bæði til þess að sýna hvers hún er megnug og til þess að sýna að hún vill góð samskipti við aðrar þjóðir. Ís- lendingar eru heldur ekki á vonarvöl. Möguleikar þjóðarinnar eru fjöl- margir og afkoma hennar trygg ef auðlindir og mannauður eru rétt nýtt og lýðskrum og rangar upplýsingar villa mönnum ekki sýn. Icesave-samningurinn til bjargar Íslandi Eftir Tryggva Gíslason » Orsakir hruns íslensku bakanna, sem leiddu til erfiðleika í íslensku atvinnulífi, eru einnig margar og flóknar og naumast á færi nokkurs manns að greina þær enn. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrum skólameistari Menntaskólans á Akureyri. ÁRIÐ 1991 kom út bók eftir mig undir heitinu Úr ríki náttúr- unnar (Ísafold, Reykjavík); greinasafn um margvíslegar spurningar sem lutu að því efni og voru þá áleitnar. Ein var þessi: Þolum við eina milljón ferðamanna á ári? Nið- urstaðan var sú að það væri vafasamt og mörg atriði sem þyrftu skoðunar við. Sum rökin hafa ekki staðist tímans tönn en önnur ágætlega og vissulega hafa forsendur breyst með tímabundinni fjárglæfraþeysireið hér heima, auknum áhuga á ferðlögum á norð- urslóðum og svo innlendri og al- þjóðlegri kreppu. Meðal annars er þarna kallað eftir könnun á burð- argetu þeirrar auðlindar sem ferða- þjónustan byggist aðallega á, þ.e. ís- lenskrar náttúru. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga Sivjar Frið- leifsdóttur og þingmanna úr öllum flokkum um þá vinnu. Kominn tími til og rétt að þakka fyrir gjörning- inn. Vel má vera að niðurstaðan nú verði á þann veg að við ráðum við móttöku um milljón erlendra ferða- manna árlega með sjálfbærum hætti. Þá er eftir að meta að hve miklu leyti aðrar atvinnugreinar þola það sambýli mannfrekrar þjón- ustugreinar og einnig hvort mikilvirk ferða- þjónusta leiði til ein- hæfni í hagkerfinu, en það er þekkt vandamál á Íslandi. Tvíeggjað getur verið að treysta um of á atvinnugrein sem er mjög svo háð efnahag efnaðri hluta efnuðu þjóðanna og brennslu kolefniselds- neytis (fyrirsjáanlega í 1-2 áratugi í viðbót) þegar raddir um stór- tækar aðgerðir í loftslagsmálum verða æ háværari. Sigrún Helgadóttir bryddar upp á umræðu um þetta efni í grein í Morgunblaðinu í júlí síðastliðnum og rekur þar meðal annars nauðsyn þess að opna ferðamannaslóðir með stíl og lágmarksraski, svo sem með stikuðum leiðum. Hún hefur rétt fyr- ir sér og er alveg ljóst að tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn kalla á end- urskipulagningu í ferðaþjónustunni, breyttar áherslur og framsæknar aðferðir við afþreyingu, auk meira eftirlits svo eitthvað sé nefnt. Í sömu andrá má ekki gleyma íslensku ferðamönnunum. Þeir sýna nú eigin landi æ meiri áhuga, sem betur fer. Álag af völdum þeirra er jafnvel meira en af útlendingunum. Ein ástæða þess telst slæm umgengni sem því miður er enn vandamál heima fyrir. Skoðið hannaða göngustíga, nátt- úrulegar kindagötur, tillagðar hesta- leiðir og stikaðar gönguleiðir frá Esju að telja út á Reykjanes. Sama hvar borið er niður, malarstígar á Hólmsheiði og í Heiðmörk, kinda- götur upp frá Lækjarbotnum, stik- aður Reykjavegur eða breið hesta- leið við Hjallamisgengið; alls staðar hafa menn á vélknúnum faratækj- um, einkum torfærumótorhjólum og fjórhjólum spænt upp þessar slóðir. Meira að segja í skógarlundum ná- lægt Geithálsi við Reykjavík. Annars staðar hefur utanvegaakstur skilað flögum, gróðursárum, umsnúnum melum og alls konar raski. Skoðið t.d. Sveifluháls, Úlfarsfell, Hengil og jafnvel Helgafell sem er ekki auðvelt viðureignar fyrir mótorhjólaknapa. Sums staðar voru raunar fyrir sér- lagðir ökuslóðar (sbr. leið fyrir svifd- rekamenn á Úlfarsfell) en þá er farið um víðan völl út frá þeim, jafnt á blautu vori sem þurru sumri. Annars staðar eru slóðar orðnir svo kyrfi- lega markaðir að menn sem ekki vita betur halda að þarna hafi verið lögð ökuleið með formlegum hætti. Þetta eina dæmi um umgengni nú- tímafólks við lifandi og dauða nátt- úru ber þess vitni að miklu þarf að breyta og mikið þarf að bæta áður en okkur sjálfum er treyst fyrir milljón ferðalöngum svo sómi sé að um víða veröld. Þola milljón ferðamenn okkur? Eftir Ara Trausta Guðmundsson » ...um umgengni nútímafólks við lifandi og dauða náttúru ber þess vitni að miklu þarf að breyta og mikið þarf að bæta ... Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um náttúruvernd og ferðaþjónustu. HÁLF þjóðin ígrundar nú lög og réttlæti varðandi Ice- save-málið. Flestir vita nokkurn veginn hvað við er átt. Það eru skuldir, sem Landsbanki Íslands (LÍ) stofnaði til í Bret- landi og Hollandi. LÍ greip til þess ráðs að bjóða sparireikninga með háum vöxtum til að afla lausa- fjár, en frá 2006 lögðu ótrúlega marg- ir inn fé, en ekki veit ritari til þess, að áætlanir hafi verið gerðar í bankanum hvernig ætti að ávaxta féð með útlán- um með hærri vöxtum en innláns- vöxtunum. Til hvers að vera að því? Nei, það vantar bara peninga strax til að borga af öðrum lánum. Hengingarólin virtist kreppa að. Og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri var svo undur-trúverðugur maður. Svo gerðu Bretar og Hollendingar kröfur um að peningunum yrði skilað. Bankinn kominn á hausinn og rík- isstjórnin gaf út tilkynningu um að allt venjulegt sparifé verði greitt af stjórnvöldum. Mjög trúverðugt og ró- andi. En svo mátti sjá, að það átti líka við erlenda sparifjáreigendur þar sem útibúin erlendu voru eign LÍ. Hver skrambinn! Svo rembdust menn hér heima við að fá uppgefið hversu mikið fé hefði safnast, en í ljós kom að það var mjög mikið, allt of mikið. Ritari veit um engan, sem vissi af því, að almenn- ingur á Íslandi væri ábyrgur. Slíkur dúndurárangur var óþekktur í sögu bankans. Forsætisráðherra Breta kom svo fram í sjónvarpi frá reglulegum fréttafundum í London. Hann var þungur á brún og sagði, að stórar upphæðir hefðu verið fluttar frá Ice- save þar í landi á reikninga í útlönd- um. Og fjármálaráðherra var á fund- inum og staðfesti, að hann hefði rætt daginn áður við íslenskan kollega sinn, en hann hefði svarað því til, að hluti af peningunum yrði greiddur af íslenskum stjórnvöldum. En Brown var ómyrkur í máli og sagði, að ís- lenskar eignir í Bretlandi hafi verið frystar með heimild í tilteknum lög- um (hryðjuverkalögum). Ennfremur að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar gagn- vart bresku sparendunum („is not go- ing to honour its obligations towards the British savings accounts ow- ners“)! Þetta hljómaði allt öðruvísi á Ís- landi. Árni Mathiesen tjáði sig við fjölmiðla og sagði, að símtal sitt við kollegann Darling hefði verið afar kurteislegt og hann sjálfur hafi ein- göngu sagt það, sem rætt hafi verið í ríkisstjórninni. Ákveðin grunnupp- hæð (um 20 þús. evrur) yrði greidd hverjum reikningshafa og það sem umfram væri yrði að semja um – eða þannig. Sá breski sagði þá og spurði svo: „Gerir þú þér grein fyrir því, að þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland?“ – Já, ég geri mér grein fyrir því (sic)! – Hér gerðist eitthvað alveg einstakt í sögu þjóðar. Hryðjuverkalög! Fryst- ingar eigna! Hundrað spurningar spruttu upp og þeim hefur ekki verið svarað, engum, og málið er í þinginu og ekkert gengur. Hafa þingmenn heim- ildir til að ráða þessum málum til lykta? Íslenskt hlutafélag fer á hausinn og almenningur er ábyrgur? Hafði Mathie- sen heimild til að lofa Darling, að lágmarks- upphæðin (ESB-reglur) yrði greidd af stjórnvöld- um? Skuldir einkaaðila? Eftirlitsstofnanir á Íslandi brugð- ust allar, þingið, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, stjórnvöld og allir sögðu ekki ég – og Davíð líka. Og nú rífast menn um hver hafi verið óá- byrgastur, já, ljótasti karlinn. Og þingið fjallar um afleiðingar eigin af- glapa. Hvað með lögfræðingastóðið á þingi? Glefsandi hvuttana úr Valhöll? Formalistana, aðferðafræði- spekingana og málþófssnillingana? Þeir hrópuðu allir í kór: – „Það verð- ur að fara að lögum.“ – Hvaða helv. lögum? Sömu lögum og björguðu Bjöggunum? Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia University sagði í lok síð- asta árs, að eiginlega vantaði lög á Ís- landi, sem kvæðu á um að bannað væri að stela. Og hvað með siðferð- ispostulana og kvenhormónavernd- arana? Og þá, sem vildu fyrst hafa hendur í hári glæframannanna og óreiðumannanna? Handtökur fyrst og lögfræði þingsins svo. Handbend- ingar nægja í fyrstu. Frysting eigna – með eða án óreiðumanna. – Og hvað með landsbyggðartröllin? Íslands bormenn og hávaðasama fjöl- listamenn meður amnestí? Já, þetta er þingið okkar og mörgum er orðið sama um það þrátt fyrir landsvættir í skjaldarmerkinu, verndara landsins og ákallendur sjómanna og bænda, en varla kontórista í bönkum og reið- knapa brotaldanna, sem allt í einu urðu ládeyðu að bráð. Af hverju var karlskrattinn Brown svona reiður? Eigum við bara að setja íslensk hryðjuverkalög á móti? Og senda okkar talfæratröll, Össur, á vettvang til að sansa þessa karla til, Brown, Darling og Maxime Ver- hagen. Við höfum séð ráðherrann af- henda við hátíðlega athöfn Carl Bildt ESB-umsókn í annað sinn, en sendi- herrann sást hvergi. Þetta minnti á þegar handritunum var skilað, af- hendingunni ætlaði aldrei að ljúka. – Málið er varla lögfræðilegs eðlis lengur eða hagfræðilegs. Það er sið- ferðilegt og við verðum að meta það hvort við viljum gera börnum okkar þá hneisu að skuldsetja þau til all- margra ára vegna eigin aumingja- skapar. Neyðarlögin eyðilögðu ekk- ert málstaðinn. Þeir eru ekki vinir okkar, sem skynja ekki þýðingu breskra neyðarlaga. Eftir Jónas Bjarnason Jónas Bjarnason » Viljum við gera börnum okkar þá hneisu að skuldsetja þau til allmargra ára vegna eigin aumingjaskapar? Höfundur er efnaverkfræðingur. Viljum við meira siðrof með þjóðinni? Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.