Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
✝ Karl Gíslasonfæddist í Reykja-
vík 20. júní 1950.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 20. júlí sl.
Hann var sonur
hjónanna Gísla Krist-
jáns Líndals Karls-
sonar, f. 3. apríl 1929,
d. 7. september 2002,
og Guðmundu Sigríð-
ar Eiríksdóttur, f. 3.
september 1929. Karl
var elstur fjögurra
systkina. Hin eru Ei-
ríkur, f. 9. júlí 1954, d. 2. júlí 1956,
Sigríður, f. 16. apríl 1957, hún var
gift Stefáni Erni Magnússyni og
eiga þau tvo syni, Súsanna, f. 12.
ágúst 1962, gift Einari Gunnarssyni
og eiga þau tvær dætur. Karl
kvæntist 7. október 1972 eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu
Sigurbjörnsdóttur, f. 26. júlí 1951.
Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Lín-
dal, f. 17. apríl 1973, gift Veturliða
Þór Stefánssyni, f. 27. maí 1971, og
eiga þau tvo syni, Hinrik Þór, f. 22.
maí 1998, og Snorra Karl, f.
31.ágúst 2008, fyrir átti Sigríður
dótturina Söndru Sif, f. 10. október
1991, með Frey Há-
konarsyni. 2) Heiðrún
Líndal, f. 18. janúar
1975, gift Jóni Arnari
Jónssyni, f. 24. júní
1973, börn þeirra eru
Daníel Heiðar, f. 3.
júní 2001, og Agnes
Eir, f. 16. janúar
2004. 3) Unnur Lín-
dal, f. 18. júní 1980.
Karl lauk fram-
leiðslunámi frá Hótel-
og veitingaskóla Ís-
lands 1972. Hann
starfaði sem þjónn
bæði á Ms. Gullfossi og Hótel Sögu
frá árinu 1968 þar til hann hóf störf
hjá Lögreglunni í Reykjavík 1. apríl
1975. Hann var skipaður aðstoðar-
varðstjóri í júlí 1986, þá í vega-
lögreglu. Karl hóf störf hjá forsæt-
isráðuneytinu, sem staðarhaldari á
Bessastöðum, 1. ágúst 1996, og
gegndi því starfi til æviloka.
Karl var virkur félagi í Frímúr-
arareglunni í Reykjavík.
Útför Karls fer fram frá Vída-
línskirkju í Garðabæ í dag, mið-
vikudaginn 29. júlí, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Ástin mín.
Ég sit hér fyrir framan myndina af
þér, búin að kveikja á kertum og
minningarnar flæða í gegnum hug-
ann. Þær eru svo ótalmargar allar
yndislegu stundirnar sem við höfum
átt saman á þessari stuttu göngu okk-
ar, allar ferðirnar sem við höfum farið
saman innanlands og utan. Þú varst
svo yndislegur ferðafélagi í gegnum
lífið.
Ég sakna þess svo mikið að geta
ekki faðmað þig og knúsað á hverjum
degi eins og við gerðum alltaf, lesið
orð Guðs hvort fyrir annað fyrir
svefninn og beðið góðan Guð um að
gefa okkur góða nótt eins og við gerð-
um á hverju kvöldi.
Eftir að þú varst fluttur á líknar-
deildina í Kópavogi, sem átti nú bara
að vera hvíldarinnlögn, kom í ljós að
tíminn okkar saman yrði styttri en við
gerðum okkur í hugarlund og sannast
þar að vegir Drottins eru órannsak-
anlegir.
Þú sýndir svo mikið æðruleysi í
lokabaráttunni, aldrei orðinu hærra.
Betri eiginmann, föður og afa var
ekki hægt að hugsa sér.
Það á svo vel við það sem ég las í
Morgunblaðinu daginn áður en þú
kvaddir að „ást er ekkja með góðar
minningar“ og þá hugsaði ég já svo
sannarlega myndi ég eiga þær og
munu þessar góðu minningar gefa
mér styrk í þessari miklu sorg.
Elsku Kalli minn, ég veit að það
hefur verið tekið vel á móti þér og
kveð þig með vísu Vatnsenda-Rósu:
Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Rósa Guðmundsdóttir)
Ástarkveðja.
Þín
Sigurbjörg (Didda).
Elsku besti pabbi minn.
Ég trúi því nú ekki enn að þú sért
farinn frá okkur, eftir erfið en stutt
veikindi, þegar þú greindist í lok sept-
ember 2008 þá vorum við öll svo
bjartsýn að þú myndir sigrast á mein-
inu, en annað kom á daginn.
Þú kvaddir þennan heim á mánu-
degi á slaginu kl. 15:00 (þú varst nátt-
úrlega alltaf svo akkúrat maður).
En yndislegri föður og afa var ekki
hægt að hugsa sér. Þú varst nú ekk-
ert að flíka tilfinningum þínum neitt
mikið á torgum, enda sagðir þú alltaf
þegar ég hringdi frá Sviss og spurði
þig hvernig þú hefðir það: „Ég er
bara alveg þokkalegur“ eða „Ég hef
það bara fínt,“ þó að ég væri nýbúin
að tala við mömmu og vissi að þetta
hefði verið erfiður dagur hjá þér.
Pabbi minn var hæglátur, góður,
myndarlegur, ljúfur, handlaginn og
gat stundum verið stríðinn mjög,
enda húmorinn aldrei langt undan,
meira að segja þegar þú áttir þína
slæmu daga þá gastu alltaf fundið
eitthvað til að grínast með eins og
þegar Heiða systir var að tala um
hvað hún fór hringinn í golfi einn dag-
inn þá svaraðir þú: Já ég er með 130 á
móti 80 og varst þá að vitna í nýjustu
blóðþrýstingsmælinguna þína þann
daginn.
Ég heyrði þig aldrei tala illa um
nokkurn mann, og leyndarmál voru
vel geymd hjá þér. Þú varst líka svo
mikill herramaður, enda varstu flott-
astur þegar þú fórst á frímúrarafund-
ina í flottu kjólfötunum þínum.
En minningarnar um þig geymum
við og höldum á lofti sérstaklega fyrir
hann litla Snorra Karl sem náði að-
eins að kynnast þér í næstum 11 mán-
uði, hann vinkar þér á myndinni í
stofunni á Bessastöðum og svo var
hann náttúrlega nýfarinn að segja
„afa“ þér til mikillar ánægju. Og það
var svo sérstakt að tveimur dögum
áður en þú kvaddir þá kom hann í
heimsókn til þín og ætlaði aldrei að
hætta að knúsa þig áður en hann fór
og vinkaði svo með báðum höndum
þar að auki.
En ég er svo þakklát Guði fyrir það
að þú treystir þér út til okkar núna
20. júní og varst hjá okkur í viku með
mömmu, Agnesi og Daníel, þessi tími
var ómetanlegur; síðan er ég svo feg-
in að hafa ákveðið að hafa drifið mig
með ykkur til baka, því þessar þrjár
vikur sem ég er búin að hafa hérna á
Íslandi með þér bætast í minninga-
bankann og fleyta okkur áfram í
þeirri miklu sorg sem við upplifum
núna. Við höldum minningunni um
besta pabba, afa og eiginmann hátt á
lofti. Við pössum öll vel upp á hvert
annað og þá sérstaklega mömmu og
barnabörnin sem skilja ekkert í þessu
óréttlæti að Kalli afi sé farinn frá okk-
ur. En ég veit að þér líður vel núna og
ert í góðum höndum núna hjá Gísla
afa og fleiri sem hafa tekið þér opnum
örmum því þú hafðir víst einhverju
góðu og æðra verkefni að gegna.
Elsku pabbi, hvíl í friði, sakna þín
óstjórnlega mikið.
Ástarkveðja.
Þín dóttir,
Sigríður (Sirrý.)
Elsku fallegi pabbi minn. Það er
svo óraunverulegt að þú sért farinn
frá okkur. Þú háðir stutta en hetju-
lega baráttu við þennan hræðilega
sjúkdóm sem krabbameinið er. Þú
verður alltaf hetjan mín!
Alveg fram á síðasta dag heyrði ég
þig aldrei kvarta, hversu kvalinn sem
þú varst, en ég veit að þú varst að
hlífa okkur.
Þú varst einstakur maður, greið-
vikinn, handlaginn, vandvirkur og tal-
aðir aldrei illa um nokkurn mann og
það finnst mér góður kostur. Þú varst
nokkuð stríðinn og hafðir mikinn
húmor, sást alltaf spaugilegu hliðarn-
ar á öllu og þú tapaðir húmornum
aldrei í veikindunum og komst til
dæmis hjúkkunum oft til að hlæja.
Þú barst tilfinningar þínar sjaldan
á torg en ég átti gott „samtal“ við þig
þegar ég bjó erlendis og skrifaði þér
bréf, átti reyndar ekkert von á því að
fá svar til baka, en það kom og mikið
varð ég glöð. Þetta bréf er mér ómet-
anlegt, skýrði margt og ég geymi það
vel.
Ég vil minnast síðasta sumars með
ykkur mömmu, það var góður tími og
ekki skemmdi hvað veðrið lék við
okkur. Þið komuð til okkar á Strand-
irnar, við borðuðum signa grásleppu,
fórum í göngu og í sund. Svo var ferð-
inni heitið í Húsafell og síðan á Ak-
ureyri, þið á húsbílnum og við í tjald-
inu og eyddum svo kvöldunum í
bílnum hjá ykkur í gott spjall og eða
spiluðum. Þú hafðir endalaust gaman
af að ferðast bæði innanlands og ekki
síst utanlands. Það var ekki svo sjald-
an sem þú hringdir í mömmu í vinn-
una þar sem þú varst búinn að finna
einhverja góða ferð á netinu og sagðir
svo: „Eigum við ekki bara að skella
okkur?“ Og það er ótrúlegt að rifja
upp að það er ekki nema mánuður síð-
an þið fóruð ykkar síðustu utanlands-
ferð til Genfar að heimsækja Sirrý og
voruð svo sæt að bjóða Daníel og
Agnesi með ykkur og ég veit að þau
eiga eftir að minnast þessarar ferðar
lengi.
Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér
fyrir allt og vil ég að þú vitir að við
munum hlúa að mömmu á þessum
erfiðu tímum.
Þín dóttir,
Heiðrún.
Vegir Drottins eru órannsakanleg-
ir.
Þegar þú greindist með ólæknandi
sjúkdóm síðasta haust, þá varstu
tilbúinn að berjast frá fyrstu mínútu.
Með hvílíku æðruleysi sem þú hafð-
ir og dugnaði þá veitirðu mér óskilj-
anlegan styrk. Þegar ég lít til baka
þessi ár sem við áttum saman þá fer
margt í gegnum hugann, en mig lang-
ar að fá að minnast þín hér í fáum orð-
um. Ég var svo stolt að eiga pabba í
löggunni og aðalsportið sem krakki
var að fá að sitja aftan á hjólinu út
götuna heima.
Ég var nú ekki alveg viss þegar
aðrir krakkar í götunni vildu prófa
líka. Við vorum að grínast með það
um daginn eftir að ég hafði lánað þér
mótorhjólið mitt og þú fórst hring
með vini þínum, að þú þyrftir að fá
þér Gold Wing-hjól svo vel færi um
„þurrskreytinguna“ sem kæmi til
með að vera þar.
Þú varst mikill áhugamaður um allt
sem tengdist flugi og það var svo
skemmtilegt að þegar ég sat inni hjá
þér um daginn niðri í Kópavogi og þú
varst steinsofandi, þegar flugvél kom
inn til lendingar, þá vaknaðir þú og
leist út um gluggann en hélst svo
áfram að sofa.
En í staðinn fyrir að fara í flugið á
sínum tíma þá fórstu í þjóninn og síð-
ar í lögregluþjóninn og kom það sér
vel í því starfi sem þú varst í til dán-
ardags.
Deep Purple-tónleikarnir sem við
fórum saman á og Food and fun-há-
tíðin eru mér ógleymanlegar minn-
ingar og það er endalaust hægt að
telja enda var sko mikið brallað hjá
okkur.
Þú varst einstakt snyrtimenni og
aldrei man ég til þess að þú hafir talað
illa um nokkurn mann og skapfesta
þín var einstök.
Þó að það verði ekkert „níræðis“
afmæli hjá okkur á næsta ári, þá ætla
ég nú samt að halda upp á það fyrir
okkur bæði, þó að þú sért ekki lengur
á meðal okkar.
Ég veit að þér líður betur núna,
elsku pabbi, takk fyrir árin sem okk-
ur auðnaðist að fá, þú verður alltaf of-
arlega í huga mér.
Þín
Unnur.
Mágur minn og kær vinur okkar
lést á líknardeild eftir stutta en harða
baráttu við krabbamein. Við vorum
öll svo bjartsýn á bata og það var ekki
síst vegna hans sem var alltaf með
áætlanir um hvað hann ætlaði að gera
og uppgjöf kom ekki til greina í hans
huga, æðrulaus fram á síðasta dag.
Allir sem kynntust Diddu og Kalla
nefndu þau nánast í einu orði, svo
samhent voru þau alla tíð. Þau höfðu
mikla ánægju af ferðalögum innan-
lands og utan og nýttu hvert tækifæri
til þess, með góðum félögum og tvö
saman. Barnabörnin nutu góðs af
þessu áhugamáli og þeirra líf og yndi
var að umgangast fjölskyldu sína,
börn og barnabörn. Greiðvikni Kalla
var einkennandi fyrir hann og nutum
við og fleiri þess ríkulega. Ekki þurfti
að biðja hann aðstoðar, hann mætti
alltaf ef hann taldi sig geta liðsinnt,
sem var ærið oft, því Kalli var lagtæk-
ur og velvirkur að hverju sem hann
gekk. Mörg handtök hafa hann og
Didda gert fyrir okkur og ætíð fund-
um við að allt var það unnið af heilum
hug. Elsku hjartans Didda, Sirrý,
Heiða, Unnur og fjölskyldur ykkar,
við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð. Við vitum að söknuðurinn er sár
og hugur okkar er hjá ykkur öllum.
Eftir lifir kær minning um góðan
mann.
Erla, Eysteinn og fjölskylda.
Elsku besti afi okkar. Takk fyrir
allar góðu og ljúfu stundirnar með
þér. Þú varst besti afinn í öllum heim-
inum.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesú, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson.)
Ástarkveðja.
Þín barnabörn,
Hinrik Þór, Daníel Heiðar,
Agnes Eir og Snorri Karl.
Elsku besti afi. Takk fyrir allar
góðu og skemmtilegu stundirnar okk-
ar saman.
Þín verður sárt saknað.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Ástarkveðja,
Sandra Sif.
Glímunni við miskunnarlausan
sjúkdóm, hin erfiðu veikindi, er lokið
en allt til hinstu stundar sýndi Karl
kjark og hetjulund, mætti örlögum
sínum af reisn.
Hann hafði ætíð verið heilsu-
hraustur og gengið til daglegra starfa
á Bessastöðum af einurð og öryggi.
Því kom áfallið á liðnu hausti honum
og okkur öllum í opna skjöldu. Lengi
vel lifði þó vonin um bata í brjósti
okkar og ánægjulegt var að fylgjast
með gleðistundum, stuttum ferðum,
samveru með fjölskyldunni sem Karl
naut milli þess sem átökin við veik-
indin heimtuðu krafta hans óskipta.
Í hinni fámennu sveit sem sinnir
forsetaembættinu var Karl Gíslason á
annan áratug mikilvægur hlekkur,
tók þátt í margvíslegum verkum hér á
staðnum þótt gæsla búnaðar og húsa-
kosts væri hans helsta ábyrgð. Hann
dró fánann að húni á hverjum morgni,
opnaði kirkjuna og hugaði að um-
hverfinu auk þess að sinna oft þeim
mikla fjölda sem átti erindi til Bessa-
staða.
Í öllu þessu nutu sín vel hæfileikar
hans og mannkostir en ekki síður sú
þjálfun og agi sem hann hafði áður
hlotið sem lögreglumaður; jafnaðar-
geð hans og rólyndi áttu iðulega ríkan
þátt í því að greiða fyrir lausn vanda-
mála.
Þau hjónin bjuggu sér hlýlegt
heimili í svonefndu Norðurhúsi og
sambúðin við okkur hin sem búum á
staðnum var náin og góð. Það var því
öllum mikið áfall þegar Karl greindist
með hinn skæða sjúkdóm. Hetjuleg
glíma hans hefur í sumar og vetur
markað mannlífið hér á Bessastöðum.
Nú er glímunni lokið og í huga okk-
ar lifir minningin um góðan dreng.
Við Dorrit, dætur mínar og fjölskyld-
ur þeirra vottum Sigurbjörgu og fjöl-
skyldunni allri einlæga samúð okkar.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Elsku Kalli. Hvað lífið getur stund-
um verið ósanngjarnt. Við áttum ekki
von á því að þú færir svona fljótt frá
okkur og héldum að við fengjum að
hafa þig aðeins lengur hjá okkur. Það
koma upp svo margar minningar þeg-
ar maður er með hugann við þig. Ég
man eftir einni þegar ég var svona
8–9 ára og þú varst að kynnast Diddu.
Þú komst með hana heim eitt kvöldið
og foreldra hennar líka. Ég var af-
brýðisöm út í hana að taka þig frá
mér, en svo kynntist ég Diddu og
hefði ekki getað fengið betri mág-
konu. Þið voruð svo samrýnd og gerð-
uð svo margt saman, fóruð svo oft ein
eitthvað í ferðalag sem var ykkur
stórt áhugamál. Ég hugsaði oft hvað
þið voruð dugleg við að drífa ykkur af
stað og hvað þú varst duglegur að
fara eftir að þú veiktist. Ég ætla ekki
að fara að rifja upp allar minningar
sem koma upp í huga minn því þær
eru svo margar, heldur vil ég þakka
þér fyrir að vera mér svo yndislegur
bróðir. Ég á eftir að sakna þín sárt, en
ég hugga mig við minningar sem ég á
um þig og þakka fyrir að þú skyldir
ekki hafa þurft að þjást mikið. Elsku
Kalli, takk fyrir allt, pabbi tekur nú á
móti þér. Sjáumst síðar.
Þín systir,
Súsanna (Sússý).
Í dag kveðjum við góðan vin, Karl
Gíslason, sem lést um aldur fram.
Karl, eða Kalli eins og hann var ávallt
kallaður, var tengdafaðir sonar okkar
og erum við þakklát fyrir að hafa
kynnst honum og hans góðu konu,
Sigurbjörgu (Diddu). Viljum við
kveðja hann með þessum orðum.
Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér;
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.
(Sigurbjörn Einarsson.),#
Elsku Didda og fjölskylda, missir
ykkar er mikill og biðjum við Guð og
engla að umvefja og vaka yfir ykkur
öllum.
Jón, Arnhildur og fjölskylda.
Karl Gíslason
Fleiri minningargreinar um Karl
Gíslason bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.