Morgunblaðið - 29.07.2009, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
✝ Jón Baldurssonfæddist í Reykja-
vík 24. febrúar 1955.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 22. júlí sl.
Foreldrar hans
eru Baldur Erling
Sigurðsson, stýri-
maður, f. 23.3. 1931,
d. 19.10. 1964, og
Gréta Jónsdóttir,
húsmóðir, f. 19.3.
1936. Stjúpfaðir
hans er Vöggur
Jónsson, f. 29.4.
1932. Systkini hans eru Sigurður
Erling Baldursson, f. 21.11. 1957,
Þuríður Ellisif Baldursdóttir, f.
16.4. 1963, og Ingi Þór Vöggsson,
f. 28.12. 1976.
Jón kvæntist Stefaníu Flosa-
dóttur árið 1977. Þau skildu.
Sambýliskona Jóns var Áslaug
Kristinsdóttir. Þau slitu sam-
vistir. Börn Jóns og Áslaugar eru:
Baldur, f. 7.7. 1988,
og Freyr, f. 18.4.
1991. Fósturdóttir
hans og dóttir Ás-
laugar er Hrund
Guðmundsdóttir, f.
20.12. 1979, maki
Börkur Eiríksson, f.
16.6. 1979, og dóttir
þeirra er Fura, f.
4.12. 2005.
Jón ólst upp í
Reykjavík. Að loknu
gagnfræðaprófi
vann hann við akstur
í nokkur ár áður en
hann hóf nám í Tollskólanum og
starfaði að námi loknu sem toll-
vörður hjá Tollstjóranum í
Reykjavík allan sinn starfsaldur.
Jón var í Frímúrarareglunni og
starfaði innan reglunnar með
miklum áhuga.
Útför Jóns fer fram frá Bú-
staðakirkju í Reykjavík í dag, 29.
júlí, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku Nonni okkar. Þú fórst allt of
fljótt frá okkur og sárt er að hugsa til
þess að við gátum ekki kvatt þig
enda gerðist þetta svo snöggt að við
erum ennþá að átta okkur á því að þú
sért í raun og veru farinn.
Margar minningar fljúga í gegn-
um hugann, m.a. þar sem þú varst
úti í fjósi hjá okkur að grúska í alls
konar vélum og tækjum. Ógleyman-
legur fnykurinn af trefjaplastinu
sem þú mótaðir svo listilega var í
loftinu og sundurtekin hásing af
gömlum ’74 Bronco fyrir utan dyrn-
ar sem átti að fara í 8 sílendra bens-
ínhákinn þinn. Hrossin hlupu í hringi
í haganum fyrir neðan þegar þú svo
loks settir bílinn í gang og brunaðir
upp og niður brekkuna heima, því-
líkur hávaði. Í minningunni standa
eldingar aftur úr tryllitækinu.
Þú varst hjálplegur heima hjá
okkur mömmu og pabba þar sem þú
tókst til í bílskúrnum og geymslunni
og flokkaðir verkfærin og tækin
þannig að loks var hægt að finna eitt-
hvað í öllu dótinu. Þér var margt til
lista lagt, það nýjasta var pípulagnir.
Þú ætlaðir jafnvel að skella þér í Iðn-
skólann og læra pípulagningar en
hafðir þig aldrei í það. En það var
ekki það eina, þú varst snillingur
þegar kom að rafmagni og komst
okkur á óvart með því að taka mót-
orhjólið í gegn og skipta um rafkerfi
í því upp á eigin spýtur. Þú varst
meira að segja búinn að setja upp
ljós í bakgarðinum hjá okkur með
skynjara þannig að það lýsti okkur
leiðina í myrkrinu á veturna.
Já, Jón minn, þú hugsaðir ávallt
vel um okkur og við reyndum að gera
það sama fyrir þig þótt við höfum
ekki verið jafnhandlagin eða jafn-
dugleg við það og þú. Segja má að þú
hefðir átt að hugsa meira um sjálfan
þig því nú stöndum við eftir með
tómarúm hjá okkur sem ekki verður
hægt að fylla í nema þá helst með
minningum um þig.
Þú eignaðist tvo yndislega drengi
og talaðir um hvað þér þætti vænt
um þá. Þú barst ávallt hag drengj-
anna þinna fyrir brjósti. Einnig
varst þú svo gæfulegur að eignast
fósturdóttur og barnabarn sem þér
þótti afar vænt um. Við vitum að þú
hefðir viljað meiri tíma með þeim og
fjölskyldu þinni og þá jafnvel koma
til okkar í heimsókn upp á Flúðir
ásamt drengjunum þínum og njóta
þess að vera í sveitinni í nokkra
daga.
Síðasta ár var erfitt hjá þér, við
vitum það. Þú hafðir hundinn þinn
hjá þér og talaðir mikið um hvað
hann stytti þér stundirnar eins og
við þekkjum svo vel með þessi
skemmtilegu dýr. Vinur þinn var hjá
þér þegar þú kvaddir og lá þegjandi
við hlið þér, sem hann var ekki
þekktur fyrir að gera mikið af fyrr
en nú. Það lýsir best þeirri sorg sem
erfitt er að lýsa með mannaorðum.
Þakka þér fyrir margar ánægju-
legar samverustundir og takk fyrir
að vera svona duglegur að hringja í
okkur og halda sambandi við okkur.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur og það á svo sannarlega
við um okkur og Nonna. Við vorum
heppin að eiga þig að.
Hvíldu í friði kæri vinur og frændi
og megi guð varðveita þig hvar sem
þú ferð. Við sendum sonum þínum,
fósturdóttur og barnabarni, móður
þinni og fósturföður og systkinum
þínum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Unnur, Þórdís og Halldór.
Ekki átti ég von á að fá þessar
sorgarfréttir í blíðviðrinu, að hann
Nonni frændi væri dáinn, minn kæri
og góði vinur. Við ólumst upp eins og
systkini ásamt Baldvini bróður og
systrum mínum á Ránargötunni í
húsi foreldra minna. Margt var
brallað þegar við vorum yngri sem
skilur eftir góðar minningar. Nonni
hafði mikinn áhuga á bílum og gátum
við oft spjallað um bíla. Þegar hann
var aðeins 14 ára fékk hann leyfi hjá
afa og ömmu til að gera upp bíl í bíl-
skúrnum hjá þeim. Um leið og hann
hafði aldur til tók hann meiraprófið
og tók hann mig með sér þótt stelpur
tækju ekki meirapróf á þeim tíma.
En hann nýtti sér þau réttindi vel því
hann réði sig til að keyra ferðafólk
um landið. Af ferðasögunum sem
hann sagði mér mátti glögglega
heyra að hann naut þessara ferða og
kunni að meta fegurð landsins og
ævintýrin sem leyndust á hálendinu.
Hann var flinkur við að umgang-
ast bíla, hvort sem það var að keyra
þá eða að gera við þá, því ósjaldan
skipti hann um hina ýmsu hluti í bíl-
unum mínum í gegnum tíðina og
treysti ég honum manna best til að
aðstoða mig við það sem ég þurfti að-
stoð við, því vandvirknin var alltaf í
fyrirrúmi.
Þær eru margar minningarnar
sem reika um hugann um þessar
mundir, þar á meðal ferðin okkar um
Vestfirði áður en búið var að opna
veginn. Þegar stórgrýtið hamlaði för
okkar vippuðu þeir Baldvin sér bara
út úr bílnum og ruddu brautina.
Nonni reyndist mér alltaf vel,
traustur og hjálpsamur þegar ég
leitaði til hans. Hann eignaðist sína
eigin fjölskyldu og tvo myndarlega
drengi og fósturdóttur. Það voru
ljúfar stundir þegar hann kom með
drengina sína í heimsókn til ömmu
og frænku á Ránó.
Ég kveð ljúfan dreng í dag, megi
Guð vera með börnunum hans og
fjölskyldu.
Hulda frænka.
Þú kvaddir, vinur, um dýrlegan dag,
þá drottning ljóssins hækkar í sæti.
Guðs forsjón vildi hækka þinn hag,
svo hraðari þroska hann veitt þér gæti.
(Þórketill Sigurðsson.)
Nú ert þú farinn, æskuvinur minn,
kvaddir svo óvænt. Við höfum
þekkst frá því að við vorum litlir
guttar á Ránargötunni en það eru
aðeins rúmar tvær vikur sem skilja
okkur að í aldri. Þótt við færum ólík-
ar leiðir þá náðist með okkur órjúf-
anleg vinátta sem hefur haldist í
gegnum lífið. Alla tíð höfum við verið
í nágrenni hvor við annan nema þau
ár sem ég dvaldi ásamt fjölskyldu
minni í Danmörku, en þangað komst
þú tvisvar í heimsókn til okkar hjóna
og eru það okkur kærar minningar,
sérstaklega þar sem þú varst ekki
mikið fyrir að ferðast utnalands en
lést þig hafa það til að heimsækja
okkur. Þegar við svo flytjum til
landsins og komum okkur fyrir í Ás-
garðinum þá flytur þú úr Vestur-
bænum í Austurbæinn, í sömu götu,
þar sem við ræktuðum vinskapinn
eins og hann var þegar við vorum
guttar.
Það sem gerir þetta svo sárt að þú
skulir vera farinn núna er að mér
finnst við vera svo ungir ennþá, en
við ráðum ekki örlögunum okkar og
hef ég nú misst góðan vin þar sem þú
ert farinn.
Öllum ástvinum Nonna sendum
við, ég og mín fjölskylda, okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Árni Guðni Einarsson.
Í dag miðvikudaginn 29 júlí verður
vinur minn Jón Baldursson borinn til
grafar.
Vegur lífsins er oft grýttur og
mönnum gengur misvel að klifra yfir
eða komast fram hjá þeim torfærum
sem verða á vegi þeirra. Leið Jóns
reyndist honum oft erfið.
Bestu minningar mínar af Jóni eru
frá starfi hans í frímúrarareglunni.
Jón hafði mjög næmt auga fyrir því
sem þar fór fram og þegar hann sá
að eitthvað hafði gleymst eða honum
fannst að eitthvað mætti betur fara
gekk hann til mín og hvíslaði því að
mér eins og til að láta ekki aðra
heyra. Þannig var Jón alltaf tilbúinn
með góð ráð á sinn hljóðláta hátt. Og
það var gott að vita af Jóni þegar
mikið var um að vera og gott að geta
reitt sig á ráðin hans. Við áttum gott
samband og um tíma virtist það hon-
um mikils virði að geta hringt í mig
og ræða málin. Erfiðastir voru hon-
um hinir myrku mánuðir vetrarins
og þá virtist þunglyndið ná yfirhönd-
inni. Við ræddum saman í síma næst-
um daglega og á svipuðum tíma á
kvöldin. Þetta var orðinn fastur liður
í lífi mínu. Við ræddum um daginn og
veginn og hann sagði mér hvað hann
hafði verið að stússast þann daginn.
Einmanaleikinn hafði tekið völdin.
Samtöl okkar voru oftast innihalds-
rík og þótt hann væri ekki alltaf sátt-
ur yfir hlutskipti sínu í lífinu þá sner-
ist umræðan yfirleitt um hin daglegu
mál sem brunnu á allra vörum þann
daginn. Ég á eftir að sakna Jóns og
þessara hringinga.
Jón var mjög laghentur og hjálp-
aði mér í ýmsum verkum sem ég
þurfti að láta vinna. Hann var lítil-
látur og flaggaði ekki eigin afrekum.
Ég er ekki viss um að margir hafi séð
hve djúphugsandi hann gat verið.
Það kom mér á óvart þegar ég sá
hugleiðingar sem hann hafði sett á
blað. Sumir fara leynt með sitt þó
meira hafi en þeir sem flagga hátt
þótt lítið eigi. Það er missir að mönn-
um eins og Jóni.
Vertu blessaður, vinur. Megi kær-
leikur hins hæsta umvefja þig og
gefa þér frið.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Gunnar Vilhelmsson.
Í dag kveðjum við vinnufélaga til
margra ára, Jón Baldursson. Hann
starfaði sem tollvörður frá 1977 til
ársins 2009. Jón sinnti störfum sín-
um af nákvæmni og vandvirkni.
Samstarfsmenn gátu reitt sig á hann
í einu og öllu og var hann ætíð innan
handar þegar aðstoðar var þörf.
Hann vann ýmis störf fyrir Toll-
varðafélagið og kom meðal annars að
undirbúningi tollminjasýningar í til-
efni af 70 ára afmæli félagsins í des-
ember 2005.
Við minnumst Jóns með hlýhug og
söknuði en í gegnum árin eignaðist
Jón góða vini meðal félagsmanna.
Fyrir hönd Tollvarðafélags Íslands
sendi ég aðstandendum Jóns dýpstu
samúðarkveðjur en minning um
traustan og góðan vinnufélaga lifir.
Ársæll Ársælsson,
formaður TFÍ.
Jón Baldursson
Fleiri minningargreinar um Jón
Baldursson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Okkar ástkæri
HAUKUR JÚLÍUSSON,
Klapparhlíð 1,
Mosfellsbæ,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnu-
daginn 26. júlí.
Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn
31. júlí kl. 13.00.
Lára I. Ágústsdóttir,
Ingibjörg Hauksdóttir, Sverrir Ólafsson,
Þór Hauksson, Guðný María Jónsdóttir,
Ásgerður Hauksdóttir, Þorsteinn Bjarnason
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og
amma,
ANNA HALLDÓRSDÓTTIR
ZOBLER FERRIS,
sem lést 28. apríl sl. á Palm Beach, Flórída,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 31. júlí kl. 11.00.
Neil Halldór Zobler, Ana Zobler,
Christopher, Nicholas og Alexander Zobler,
Jon Alan Zobler, Lori Zobler,
Lily Rose og Jessica Zobler,
Erik Sanford Zobler,
Derek og Sven Zobler,
Alan Ferris, Madeleine Ferris,
Greg og Katy Ferris.
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR,
áður til heimilis
að Reynilundi 15,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi
sunnudaginn 26. júlí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Líknardeildina í Kópavogi.
Helen Ingibjörg Agnarsdóttir, Magnús Haukur Norðdahl,
Sigurlaug Hrönn Agnarsdóttir, Magnús Magnússon,
Þórður Bragason, Ragnhildur Sophusdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og vinkona,
SIGURLAUG VIGFÚSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Víðinesi,
lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn
26. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 31. júlí kl. 11.00
María Hreinsdóttir, Birgir Georgsson,
Soffía Hreinsdóttir, Óskar Þorsteinsson,
Signý Jóna Hreinsdóttir, Heiðar Örn Gunnlaugsson,
Bjarni Georgsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HEKLA GESTSDÓTTIR,
Garðabraut 45,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 26. júlí.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 30. júlí kl. 15.00.
Hörður Júlíusson,
Sigurlaug Jensey Skúladóttir, Guðmundur Sigurdórsson,
Sigurbjörg Helga Skúladóttir, Kjartan Aðalsteinsson,
Skúli Kristinn Skúlason, Dagbjört Hannesdóttir,
Ásgrímur Harðarson,
Trausti Harðarson, Elva Hrund Þórisdóttir
og barnabörn.