Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Anna Jónsdóttir ✝ Anna Jónsdóttirfæddist á Ísafirði 5. júní 1925. Hún lést á Kumbaravogi sunnudag- inn 19. júli síðastliðinn. Jarðsett var frá Kotstrandarkirkju þriðju- daginn 28. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Sigurður M. Jakobsson ✝ Sigurður M. Jak-obsson var fæddur á Skarði á Snæfjalla- strönd 18. mars 1929. Hann lést mánudaginn 6. júlí 2009 á bráðamót- töku Landspítalans við Hringbraut. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Axel Birgissonfæddist í Reykja- vík 4. janúar 1952. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 22. júlí sl. Foreldrar hans voru Guðrún Guðnadóttir, f. 7. september 1932, d. 2. apríl 1982, og Birgir Axelsson, f. 21. ágúst 1932, d. 14. des- ember 2001. Axel var elstur fjögurra systk- ina, hin eru: 1) Guðni, f. 16. ágúst 1956, giftur Elsu Skúla- dóttur og eiga þau 3 börn og 2 barnabörn. 2) Sesselja, f. 24. janúar 1962 og á hún 3 dætur. 3) Ólafur, f. 5. nóvember 1963, giftur Ragnhildi Ingólfsdóttur og eiga þau 3 drengi. 1975 giftist Axel Herborgu Þor- geirsdóttur, f. 14. júlí 1954. Þau eiga Birgi, f. 17.maí 1978. Þau skildu. Hinn 19. febrúar 1983 kvæntist Axel eftirlifandi eig- inkonu sinni Sig- urfríð Rögnvalds- dóttur (Fríðu) myndlistakonu. For- eldrar hennar voru Rögnvaldur Sig- urjónsson vélstjóri frá Seyðisfirði, f. 10. desember 1913, d. 31. júlí 1978, og Júlíana Jónsdóttir, 19. nóv- ember 1918, d. 1. febrúar 2005. Axel hóf fyrst störf hjá Loftleið- um aðeins 17 ára gamall. Hann lauk námi í flugvirkjun frá Tulsa Okla- homa 1979 og vann eftir það sem flugvirki hjá Flugleiðum allt til dauðadags. Útför Axels fer fram frá Y-Njarð- víkurkirkju í dag, miðvikudaginn 29. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Nú leiðir skilja lífs á braut, og lokið allri sjúkdómsþraut, En minning lifir mæt og góð, þitt merki stendur hreint hjá þjóð. Hér eiginkonan kveður þig, og kæra samfylgd lífs um stig. Af heitu hjarta þakkar þér, en þar á engan skugga ber. Og ástvinirnir allir þér, nú árin liðnu þakka hér. Þín bjarta minning býr þeim hjá, sem blessun ávallt streymir frá. (I.S.) Ástin mín, nú er dagurinn runnin upp. Kveðjustundin sem við vissum bæði að væri óumflýjanleg. Við áttum rúma 13 mánuði saman eftir að þú greindist með þinn illvíga sjúkdóm. Við áttum yndislegan tíma, þú svo sterkur, ákveðinn að taka bara einn dag í einu og njóta hans. Ég svo heppin að geta verið með þér hverja mínútu, fórum saman í sund á hverjum morgni, hittum sund- félagana og starfsfólkið í sundlaug- inni okkar, sem umvafði okkur bæði, þökk sé þeim. Fórum saman á myndlistasýningar, í leikhús, út að borða og fengum vini í mat, og horfð- um á sólina setjast úti á Garðskaga. Stundirnar okkar saman á vinnu- stofunni minni, sem þú kallaðir sum- arbústaðinn okkar. Að heyra andar- drátt þinn þegar þú sofnaðir í sófanum eftir hádegismatinn þar, heyra álit þitt á því sem ég var að gera. Þú varst góður gagnrýnandi og hreinskilinn. Fyrir allt þetta þakka ég. Ég er þakklát fyrir að lokaslag- urinn þinn var stuttur, ein vika á sjúkrahúsinu okkar í Keflavík, þar sem læknar og hjúkrunarlið gerðu allt til að þér liði sem best og umvöfðu mig með kærleika. Við erum rík hér á Suð- urnesjum að eiga sjúkrahús með öðru eins starfsfólki og þar er. Í dag kveð ég þig með hjartað þungt af sorg, en líka fullt af þakk- læti fyrir þau 26 ár sem við áttum saman. Far þú í friði, ástin mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Sigfríð. Elsku pabbi minn. Við erum eins að því leyti að við áttum báðir erfitt með að tjá okkur í orðum, augun okkar sögðu allt sem segja þurfti. Þó að það sé ofboðslega sárt að þurfa að kveðja þig á besta aldri, sérstaklega þegar okkar sam- band var orðið svo gott aftur, þá vil ég að sama skapi óska þér til ham- ingju með að vera kominn á betri stað og í faðm pabba þíns sem ég veit að þú elskaðir eins og ég elska þig. Ég þakka guði fyrir þann tíma sem við áttum saman eftir að ég flutti til Keflavíkur og að hafa getað staðið með þér í veikindum þínum rétt eins og þú hafðir alltaf trú á mér og stóðst með mér þegar á þurfti að halda. Ég vil að þú vitir að ég hef alltaf verið stoltur af því að eiga þig sem pabba, sérstaklega þegar ég var unglingur og sá hvað allir strákarnir sem voru með mér í golfinu litu upp til þín og öfunduðu mig af því að eiga svona svalan pabba, rúntandi um á pallbílnum með rapptónlist og þungarokk í botni. Þetta voru æð- islegir tímar. Ég man líka hvað var gaman að koma alltaf til ykkar Fríðu í mat, það var alltaf mikið spjallað og þú varst alltaf brosandi og hlæjandi. Ég man að þegar þú sast á laugardags- morgnum með krossgátuna og það lá sérstaklega vel á þér þá raulað- irðu eitthvert lag og hlóst svo inn á milli. Þá vissi ég að þér leið vel og það smitaði út frá sér á heimilinu. Þú varst með eindæmum vinnu- samur og skilaðir ávallt starfi þínu með sóma. Af þér lærði ég gildi stundvísi og vinnusemi sem eru þættir sem ég hef ávallt haft að leið- arljósi á mínum starfsferli. Ég vil að þú vitir að ég mun standa þétt við bakið á Fríðu og öðr- um fjölskyldumeðlimum og að ég mun ávallt gera mitt besta til þess að þú getir áfram verið stoltur af mér og því sem ég tek mér fyrir hendur. Skilaðu kveðju frá mér til afa. Ég elska þig. Þinn sonur, Birgir. Þá er hann Axel bróðir farinn yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Það var fyrir rúmu ári sem hann greindist með sjúkdóm þann sem nú hefur lagt hann að velli. Á þessum tíma var hann búinn að gangast undir erfiðar lyfja- og geislameðferðir og standa sig eins og hetja. Það dró af honum smátt og smátt þennan tíma en aldrei heyrði ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu og veikindunum tók hann af miklu æðruleysi. Fríða stóð eins og klettur við hlið hans allan tímann. Yndislegt var að sjá hvað þau stóðu vel saman, hvað sem á dundi. Birgir sonur Ax- els stóð einnig vel við hlið föður síns og veit ég að Axel var mjög þakk- látur og ánægður með góðan stuðn- ing hans. Axel starfaði allan sinn starfsferil í kringum flugið. Hann byrjaði ungur hjá Loftleiðum í ýms- um störfum og var síðan í nokkur ár í farþegaafgreiðslunni eða þar til hann fór í nám í flugvirkjun til Tulsa í Bandaríkjunum. Við flugvirkjunina starfaði hann í tæp þrjátíu ár hjá Flugleiðum og hafði hann unun af því starfi. Hann fór mjög víða á veg- um Flugleiða í sínu starfi og bjuggu þau Fríða m.a. í Belgíu um tveggja ára skeið fyrir nokkrum árum. Axel og Fríða hafa í fjölda ára stundað golfíþróttina af miklum áhuga og hafði bróðir minn mikla ánægju af. Þau ferðuðust mikið og fóru m.a. margar ferðir til Flórída til þessa að leika golf. Axel hafði mikinn áhuga á fótbolta og fórum við bræðurnir á marga leiki saman þegar ég var heima í fríi frá sjómennskunni, til að sjá okkar menn í Keflavík spila. Í enska boltanum var hann harður stuðningsmaður Man.Utd. en þar áttum við ekki alveg samleið. Við systkinin höfum alla tíð verið mjög náin og góðir vinir. Við eigum eftir að sakna þín sárt, Axel minn, en við vitum að mamma og pabbi taka vel á móti þér. Elsku Fríða mín og Birgir, megi góður Guð styrkja ykkur og efla í sorginni. Þinn bróðir, Ólafur. Elsku bróðir. Komið er að kveðju- stund í bili. Samverustundirnar verða ekki fleiri að sinni, stundir sem verða okkur mæðgum ógleym- anlegar og fylgja okkur og leiðbeina um ókomin ár. Við systkinin höfum alla tíð verið tengd órjúfanlegum böndum, ekki bara sem systkin, heldur líka bestu vinir. Stórt skarð er nú komið í keðjuna okkar þegar sterkasti hlekkurinn hverfur til nýrra og mikilvægari starfa í nýjum heimkynnum. Það er huggun harmi gegn að eiga allar góðu minningarn- ar sem varðveittar eru hjá okkur. Mamma og pabbi taka á móti þér og bera þig á höndum sér eins og þú gerðir við mig alla tíð. Elsku Fríðu þinnar og Birgis skal ég gæta fyrir þig eftir bestu getu. Kæri vinur, ég sakna þín, ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafinn ljósi þar, eins og þú varst reyndar allstaðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál munu þerra okkar tregatár. (Höf.ók.) Takk fyrir samfylgdina. Þín systir Sesselja. Fallinn er frá okkar besti fjöl- skylduvinur. Ljúfur drengur og mannvinur sem skipaði stóran sess í lífi okkar fjölskyldu alla tíð. Axel skilur eftir sig skarð sem seint verð- ur fyllt. Þær eru ófáar minningarnar sem brjótast um í huga okkar nú á þessari sorgarstundu, minningar sem svo auðveldlega gætu fyllt heila bók. Það yljar okkur um hjartaræt- urnar að rifja upp matarboðin sem haldin voru til skiptis á Norðurvöll- unum og Heiðargarðinum. Nýárs- boðin sem haldin voru allt frá fyrstu árum níunda áratugarins voru til- hlökkunarefni allt árið um kring, ásamt öllum þeim góðu samveru- stundum sem við áttum saman. Axel var einstakur sögumaður. Frásagnarhæfileikar hans og tilfinn- ing fyrir réttri sögu á réttum tíma gæddu samverustundir okkar svo miklu lífi. Alltaf var hlegið dátt og aldrei bar skugga á vináttuna. Móttökur þeirra hjóna er þau bjuggu í Belgíu voru einstakar og al- veg í anda Axels. Hlýjar, vinalegar og traustar. Þau hjónin dekruðu við gesti sína, maturinn var einstakur og alltaf var jafn gaman að fylgjast með þeim elda saman. Það fór ekki framhjá okkur hvað þau hjón voru samrýnd og hve góð vinátta var á milli þeirra. Axel rækti hlutverk sitt svo vel sem samferðamaður okkar Brynjars og Lovísu. Hvort sem þeir félagarnir voru að horfa á fótbolta saman eða þegar eitthvað bjátaði á, alltaf var Axel til staðar. Á sama tíma var hann einstakur vinur sonanna Ein- ars Friðriks og Georgs. Áhugi hans á öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur skipti þá miklu máli. Við minnumst Axels okkar með litlum lagstúf. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Við kveðjum okkar besta vin með þökk fyrir allt og allt. Fríðu, Birgi, systkinum Axels og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu sam- úð. Guð standi með ykkur og gefi ykkur allan sinn styrk í þessum mikla missi. Brynjar Þór, Lovísa, Georg, Einar Friðrik og Magnea Sif. Frá Summit til Sandvíkur. Á okk- ar kynni við Axel ber hvergi skugga. Allar minningar sem honum tengj- ast vekja með okkur góðar tilfinn- ingar, bros og hlátur. Í okkar fyrstu ferð með Axel og Fríðu lentum við í hasar við rottur á Summit-hótelinu í New York, urðum auralaus og háð Axel um framfæri, þar sem hann sem starfsmaður flugfélags og heimsborgari skartaði kreditkorti, sem í þá daga var ekki á færi almúg- ans. Leiðir okkar hafa síðan legið sam- an innanlands og utan þar sem Axel var jafnan fundvísasti maðurinn á úrvalssteikur og eðalvín, enda sann- ur lífsnautnamaður og gourmet. Heimsóknir okkar til Axels og Fríðu í Tongeren hverfa okkur seint úr minni. Fyrir utan auðvitað gest- risnina og hlýjar móttökurnar, sem voru lýsandi fyrir þau hjónin, þá var mikil skemmtun að fylgja Axel um bæinn. Þó að Axel og Fríða hafi ekki búið svo ýkja lengi í Tongeren þá var ævinlega eins og að þau væru fædd þar og uppalin. Vertarnir og fasta- gestirnir á öllum betri veitingahús- um og börum bæjarins stukku á fæt- ur eða fram fyrir afgreiðsluborðin til að fagna Axel með faðmlagi eða „high five“ og skiptust við hann á skotum og hlátursrokum eins og aldavinir. Axel gekk alltaf fram hreinn og beinn, hispurslaus og án tepruskapar, og því tóku allir honum án nokkurra fyrirvara. Sandvík utan við Hafnir á Reykja- nesi á sér sess í hugum þeirra sem ólust upp sem börn, unglingar og ungmenni á Reykjanesinu, jafnvel ekki laust við að gömul rómantík Axel Birgisson ✝ Systir okkar, KRISTÍN HJALTADÓTTIR frá Norður-Götum, Mýrdal, til heimilis í Seilugranda 6, Reykjavík, verður jarðsett frá Reyniskirkju í Mýrdal föstu- daginn 31. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Jón Hjaltason, Sigríður Hjaltadóttir, Sæmundur Hjaltason og aðrir vandamenn.  Systir okkar, KARÍTAS CLEMENS, lést að morgni mánudagsins 27. júlí á sjúkrahúsi í Hartford. Helga Jóhannsdóttir, Matthea Þorleifsdóttir, Illuga Þorleifsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, MAGNÚS V. FRIÐRIKSSON, Kjarnalundi, dvalarheimili, Akureyri, áður til heimilis að Hólum 15, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 14.00. Friðrik Magnússon, Birna Svanbjörg Ingólfsdóttir, Helgi Magnússon, Þóra Björg Guðjónsdóttir, Ingveldur Hera Magnúsdóttir, Agnar Ásbjörn Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabarn, systkini og mágkona. ✝ Ástkær faðir minn, afi og bróðir, SIGURÐUR ÞORKELL ÞORLÁKSSON, lést í Kaupmannahöfn hinn 17. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Fjóla Sigurðardóttir, Eydís Marý Jónsdóttir, Stella Þorláksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.