Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
✝ Sigurveig Hjalte-sted fæddist á
Öxnalæk í Ölfusi
10.6. 1923. Hún and-
aðist á Borgarspít-
alanum 20.7. 2009.
Sigurveig var
dóttir Lárusar
Hjaltested, bónda á
Vatnsenda við El-
liðavatn, f. 22.2.
1892, d. 8.6. 1956, og
Sigríðar Guðnýjar
Jónsdóttur hús-
freyju, f. 6.1. 1896,
d. 12.2 1980. Systkini
Sigurveigar voru Sigurður, bóndi
á Vatnsenda, f. 11.6. 1916, d.
13.11.1966, Pétur, málarameist-
ari og kaupmaður, f. 11.4. 1918,
d. 27.9. 1996, Katrín ljósmóðir, f.
21.5. 1920, d. 22.11. 2008, Jón
vélfræðingur, f. 27.08. 1925, d.
22.4. 2002, Anna sjúkraliði, f.
23.5. 1932, og Ingveldur óp-
erusöngkona, f. 22.5. 1934.
Sigurveig flutti fjögurra ára
gömul að Vatnsenda við Elliða-
vatn þar sem hún ólst upp við
ástríki foreldra sinna og systk-
ina. Hinn 7.4. 1945 giftist Sig-
urveig Ólafi Beinteinssyni, tón-
listar- og verslunarmanni.
Foreldrar hans voru Beinteinn
Thorlacius Bjarnason söðla-
smiður, f. 26.2. 1884, d. 7.12.
ingi í Þjóðleikhúsinu 1951-1966
og var meðal frumherja íslenskra
óperusöngvara. Söngferill henn-
ar var mjög farsæll því auk
starfa við Þjóðleikhúsið söng hún
með Sinfóníuhljómsveit Íslands
og einsöng með hinum ýmsu kór-
um. Þá hélt Sigurveig margsinnis
einsöngstónleika og söng bæði í
Ríkisútvarpi og sjónvarpi. Síðar
sneri hún sér að tónlistarkennslu.
Hún var kennari við Söngskólann
í Reykjavík og æfði kóra hjá
þjóðkirkjunni og víðar. Síðustu
starfsárin kenndi hún við Tónlist-
arskóla Árnessýslu og þjálfaði og
stjórnaði Hörpukórnum á Sel-
fossi. Sigurveig Hjaltested hlaut
margskonar viðurkenningar fyrir
tónlistarstörf sín, m.a. fálkaorð-
una árið 2007. Hún kom miklu í
verk á lífsleiðinni enda var hún
óvenjulega vel skipulögð mann-
eskja og svo heppin að tengda-
móðir hennar, Ingibjörg, var á
heimilinu og hennar hjálparhella,
fyrst í Fagranesi og eins eftir að
þau Ólafur fluttust til Reykjavík-
ur árið 1959. Sigurveig var alla
tíð félagslynd, var í Oddfellow-
reglunni og meðlimur í félagi ís-
lenskra einsöngvara og leikara.
Frá nóvember 2007 bjó Sigurveig
Hjaltested á Droplaugarstöðum
og eru starfsfólki þar færðar
þakkir fyrir góða umönnun.
Útför Sigurveigar fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn
29. júlí nk. kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
1917, og Ingibjörg
Ólafsdóttir, f. 5.11.
1884, d. 28.11. 1974.
Sigurveig og Ólafur
bjuggu fyrstu árin í
Fagranesi við Elliða-
vatn. Börn þeirra
eru: 1) Lárus, f. 7.9.
1945, maki Kristín
Jónsdóttir, f. 1958.
2) Ólafur Beinteinn,
f. 23.9. 1946, maki
Dagný Elíasdóttir, f.
1949. 3) Emilía, f.
5.10. 1948, maki
Bjarni Bjarnason, f.
1948. 4.) Ingibjörg, f. 24.5. 1952,
var gift Hrafni Þórðarsyni, f.
1953. Barnabörn Sigurveigar og
Ólafs eru 13 og barnabarnabörn-
in 18.
Sigurveig var heimavinnandi
húsmóðir en frá unga aldri
hneigðist hugur hennar til tón-
listar, sem var ríkur þáttur í upp-
eldi þeirra Vatnsendasystkina.
Það var því mikið gæfuspor að
leiðir þeirra Ólafs lágu saman en
hann hvatti konu sína til dáða
þegar hún hóf söngnám. Er óvíst
hvort sönghæfileikar hennar
hefðu þróast eins vel og raun bar
vitni án stuðnings hans en hún
naut líka leiðsagnar frábærra
kennara hérlendis og erlendis.
Sigurveig tók þátt í óperuflutn-
Kæra móðir. Að leiðarlokum vilj-
um við þakka þér samverustundirn-
ar á langri og góðri ævi. Þú barst
velferð okkar fyrir brjósti og hvatt-
ir okkur til dáða með það sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hinn
kærleiksríki andi sem fylgdi ykkur
pabba, hvort heldur sem var á
bernskudögunum í Fagranesi eða
eftir að við uxum úr grasi og stofn-
uðum heimili, hefur reynst okkur
drjúgt veganesti. Við erum líka
verulega stolt yfir því sem þú komst
í verk sem listakona og höfum þá
trú, að þú hafir átt góða heimkomu
á himnum.
Þar sem fegurstu hljómarnir hljóma
yfir himneskum guðsdýrðarsal.
Þar sem bláliljur standa í blóma,
sé ég fyrir mér brosmildan hal.
Hann býður þig velkomna mamma mín,
makinn ljúfi er beðið hefur þín.
Þegar ástvininn kæra þú hefur hitt,
hversu létt verður hugarþelið þitt.
(Ól. B. Ól.)
Guð varðveiti þig elsku mamma
mín.
Lárus, Ólafur, Emilía
og Ingibjörg.
Það voru þungbærar fréttir sem
mér bárust snemma á mánudags-
morgni, að amma mín væri dáin.
Frá því að ég man eftir mér hefur
líf mitt verið umvafið ást og hlýju
ömmu minnar. Ég ólst upp á heimili
ömmu og afa fyrstu æviárin og þar
átti ég alla tíð öruggt athvarf.
Þangað sótti ég alltaf ef eitthvað
bjátaði á, því ég vissi að amma átti
alltaf hughreystandi orð og hlýtt
faðmlag. Hún hvatti mig áfram og
var alltaf tilbúin til að hlusta á það
sem mér lá á hjarta.
Það eru svo margar minningar
sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa til ömmu minnar. Ég lygni
aftur augunum og er komin á Kjart-
ansgötuna. Húsið er fullt af gestum
og þeim fylgir mikil gleði og að
sjálfsögðu mikill söngur. Afi tekur
upp gítarinn og spilar undir söng
ömmu og síðan taka fleiri þátt í
söngnum. Ömmu þótti aldrei leið-
inlegt að fá gesti í heimsókn og
stjanaði þá jafnan við þá. Það var
varla að hún gæfi sér tíma til að
setjast niður. Alltaf þurfti að huga
að kaffinu og meðlætinu. Það var
því ósjaldan sem þurfti að segja
henni að setjast niður. Fjölskyldan
var henni mjög mikilvæg og hún
var ánægðust þegar við vorum öll í
kringum hana. Hún fylgdist með
öllum skaranum, sem fór stækkandi
með hverju árinu. Amma var stolt
af afkomendum sínum og átti ást og
umhyggju handa þeim öllum.
Amma var mikil hannyrðakona
og var alltaf með eitthvað á prjón-
unum. Þannig sá hún öllum afkom-
endum fyrir hosum og jafnvel vett-
lingum og peysum. Það voru
reyndar ekki bara afkomendurnir
sem nutu góðs af prjónaskap henn-
ar. Þannig fengu flestar æskuvin-
konur mínar á Kjartansgötunni for-
láta ponsjú sem hún heklaði og
sendi mig með sem afmælisgjafir.
Söngur skipaði stóran sess í lífi
ömmu. Mínar fyrstu minningar
tengdar söng ömmu eru frá þeim
tíma þegar amma var að syngja við
kirkjulegar athafnir. Mér fannst
alltaf gaman að fara með þegar var
verið að skíra eða gifta, en stundum
gat verið erfitt að sitja kyrr og hafa
hljótt. Amma tók þátt í starfi Söng-
skólans frá upphafi og þau voru ófá
skiptin sem ég fór með henni þang-
að til að taka þátt í leik og starfi.
En dýrmætustu minningarnar
eru samt þær einföldustu. Sunnu-
dagskaffi heima hjá ömmu og afa,
þar sem húsið fylltist jafnan af
kvenfólki á öllum aldri. Þá var mik-
ið skrafað og mikið hlegið. Vænst
þykir mér þó um þær stundir sem
við amma sátum saman og spjöll-
uðum saman um lífið og tilveruna.
Þessar stundir verða nú geymdar í
fjársjóðskistli minninganna og
hugsað til þeirra með hlýju.
Í dag kveð ég ömmu mína hinstu
kveðju. Ég ætla að kveðja hana með
þeim orðum sem komu fyrst í huga
mér þegar ég frétti af andláti henn-
ar: Bless elsku besta amma mín. Ég
á eftir að sakna þín endalaust.
Sigurveig Hjaltested.
Elsku amma mín.
Það er skrýtið að þurfa að kveðja
þig svona, með nokkrum línum, og
að hafa ekki fengið að hitta þig einu
sinni enn í hinsta sinn.
Ég veit að þér hefði þótt svo vænt
um að fá að hitta litla prinsinn minn
sem ég eignaðist einungis fyrir
þremur vikum, en það náðist því
miður ekki. Ég held að þar sé á
ferðinni lítill efnilegur tenór, því að
tónarnir eru skærir og bjartir.
Ég á margar góðar minningar
um þig og afa sem ég mun ávallt
geyma í hjarta mínu. Söngurinn
tengdi okkur sterkum böndum, þar
vorum ég og þú algjörlega á heima-
velli, alveg í okkar heimi sem eng-
inn annar í kringum okkur skildi.
Við gleymdum okkur oft í enda-
lausum umræðum um raddtækni og
raddbeitingu, þvældumst saman á
tónleika, og stúderuðum hina og
þessa söngvara. Þetta voru góðir
tímar. Það er svo gaman að hafa átt
þessar yndislegu stundir með þér,
og ég lærði líka mikið af þér varð-
andi sönginn. Þú gafst mér mörg
góð ráð og hafðir mikinn vilja og
auðvitað þekkingu til að sýna mér
og kenna mér. Þú varst mikill kar-
akter, stórkostleg söngkona með
einstaklega fagra söngrödd, og ekki
síðri leikkona. Þú áttir margar góð-
ar hliðar sem ég var svo heppin að
fá að njóta, og þú reyndist mér ein-
staklega vel þegar söngurinn var
annars vegar. Þið afi studduð ávallt
við bakið á mér og hvöttuð mig
áfram til að sinna sönglistinni, og er
það alveg ómetanlegt. Það var líka
mjög gaman þegar ég var í náminu
hér heima, og við tróðum stundum
upp saman á hinum ýmsu skemmt-
unum. Við vorum nú meiri dívurnar
þá! Já þetta voru nú góðar stundir.
Ég veit að þú varst alltaf mjög stolt
af því að eiga litla söngkonu í ætt-
inni, sem héldi sönghefðinni áfram
uppi, og það gladdi mig mjög. Ég
mun halda áfram að syngja, og þú
verður ætíð hjá mér í huganum,
elsku amma mín.
Ég veit að þú ert núna komin á
góðan stað, komin í fang afa alsæl
og glöð.
Það óma fallegir og bjartir tónar
á himnum núna, knúsaðu afa frá
mér amma mín, við sjáumst síðar.
Þín
Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir.
Á sólríkum morgni kvaddi ynd-
islega amma mín þennan heim og er
nú með afa. Ég veit að amma er aft-
ur orðin glöð, enda saknaði hún afa
mikið.
Amma og afi tóku okkur krökk-
unum opnum örmum og hjá þeim
vorum við öll í uppáhaldi. Við
krakkarnir slógumst um að fá að
sofa á flatsæng í stofunni hjá ömmu
og afa, sem endaði með því að allir
fengu að sofa því ekki gerðu þau
upp á milli okkar krakkanna. Amma
sparaði ekki faðmlögin og hlýjar
vangastrokur, sem ég á eftir að
sakna mikið. Amma yljaði öllum um
hjartarætur með mikilli væntum-
þykju og munu vettlingar og hosur
hennar ylja okkur öllum um
ókomna tíð. Heimili ömmu og afa í
Hvassaleiti var hjarta fjölskyldunn-
ar. Alltaf var gaman að koma þang-
að í heimsókn. Það skipti ekki máli
hvenær komið var, það voru alltaf
kræsingar á borðum, klattar með
sykri, pönnukökur með rjóma eða
hinar víðfrægu ömmu skonsur.
Amma var mjög nýtin á alla hluti og
allt var geymt.
Aldrei mun ég gleyma samtölum
okkar og lít ég til baka með bros á
vör yfir sumu sem amma sagði,
enda lá hún ekki á skoðunum sín-
um. Oft leiddu samtöl okkar að
þeim ferðalögum sem amma og afi
fóru í gegnum ævina enda hafði
amma mikla unun af þeim. Við
amma minntumst einnig oft á þær
ferðir sem við fórum saman í með
afa og foreldrum mínum og hlógum
kátt yfir þeim atburðum sem áttu
sér stað í þessum yndislegu ferða-
lögum okkar. Auk þess nefndi
amma oft seinustu ferð þeirra afa
með Oddfellow til Búdapest og tal-
aði þá sérstaklega um óperusýn-
inguna sem Nonni bróðir hennar
gaf þeim hjónum.
Ég mun alltaf geyma þær stundir
sem ég átti með ömmu í hjarta mínu
og stundin sem ég átti með ömmu
kvöldið fyrir andlát hennar er
ómetanleg.
Ég kveð ömmu með söknuði,
Guðrún Randalín Lárusdóttir.
Ljúft er mér og sárt í senn að
setja orð á „þetta“ blað.
„Ljúft“ – vegna þeirra góðu
kynna og vinfengis, sem ég átti við
hana Sigurveigu, þessa gagnmerku
og kostaríku tónlistarkonu. Með
fögrum og listrænum söng sínum
var hún þjóð okkar jafnan til sóma,
hvar sem hún steig á svið.
Þegar ég leitaði til hennar, var
hún ávallt fús til að hjálpa og veita
af list sinni, vinföst og göfug.
„Sárt“ – vegna tregans, að við
fengum ekki að njóta návistar
hennar lengur.
Hér er skarð fyrir skildi. En sá
tóngeisli ómar yfir því skarði, sem
mun fylla það „veglega“ þegar til
kemur – „tónn af hennar eigin rót-
um runninn“.
Kæru, góðu vinir, Ólafur, Ingi-
björg og aðrir ástvinir. Við sendum
ykkur hugnæma samúð ásamt
Sigurveig Hjaltested
SJÁ SÍÐU 24
komi þar fram í hugann. Þegar við
skruppum þangað núna í byrjun júlí
og tókum Axel og Fríðu með í smá-
rekaviðarstuld, voru skemmtisögur
og hlátur Axels á sínum stað þó að
líkaminn væri þá farinn að íþyngja
honum. Okkur grunaði þá að ferðir
okkar saman yrðu vart mikið fleiri,
enda varð sú raunin, en vonum að
hann hafi haft af henni nokkurt gam-
an. Hvað okkur varðar fer þessi ferð
í stóran sjóð góðra minninga.
Þessi vegferð okkar frá Summit til
Sandvíkur hefur verið ein samfelld
skemmtiganga, og fyrir hana þökk-
um við af heilum hug.
Elsku Fríða, Birgir og fjölskylda,
hugur okkar er hjá ykkur.
Dröfn og Árni.
Þegar góður vinur og félagi hefur
nú kvatt eftir harða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm þá reikar hugurinn til
baka.
Fyrstu kynnin þegar þú komst á
tannlæknastofuna þar sem við Fríða
unnum, nýkomin úr flugvirkjanámi
frá Ameríku, klæddur smekkgalla-
buxum og kúrekastígvélum, tág-
grannur og vaktir óskipta athygli
okkar.
Golfferðirnar á Ventura, þar sem
þú tókst að þér að grilla steikurnar á
réttan hátt. Þeir sem komu í grill-
partýin okkar tala ennþá um steik-
urnar og fá vatn í munninn við til-
hugsunina. Þitt mottó var: Fiskur er
fiskur en kjöt er matur.
Ekki má gleyma þegar þú tókst að
þér að sjá um morgunmatinn, Am-
erican style bacon, egg, skonsur að
ógleymdu sýrópinu.
Í þessum ferðum okkar var skylda
að fara í Harley Davidson-verslun,
þú hafðir fastar skoðanir á því að
engin mótorhjól kæmust í hálfkvisti
við þau.
Takk fyrir Harley-gjöfina sem þú
gafst mér nokkrum dögum áður en
þú kvaddir.
Þú hafðir mikinn áhuga á golfi og
knattspyrnu, þinn maður í golfi John
Daley og Man. Utd. þitt lið í enska
boltanum. Þrátt fyrir þennan brenn-
andi áhuga, þá hafðir þú tekið þá
ákvörðun að gerast ekki áskrifandi
að sportstöðvunum, og því varð ekki
breytt. Hún Fríða mín getur gert
það þegar ég er farinn, þrjóskur
varstu.
Það verður tómlegt að hafa þig
ekki í matarboðum segjandi sögur
með þinni sterku rödd og hlátri.
Þökkum allar sameiginlegar gleði-
stundir.
Elsku Fríða, Birgir og aðrir að-
standendur, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Farinn er góður drengur. Megir
þú hvíla í friði, þín verður sárt sakn-
að.
Þínir vinir,
Sigurbjörg (Bagga) og
Jón Ólafur.
Við erum tvær í félagi, við Fríða.
Hittumst óreglulega í hádeginu á
vinnustofunni eða þá heima. Borðum
súpu og ræðum hugðarefni okkar.
Axel er heiðursfélagi. Þarna sitjum
við þrjú, ræðum myndlist, innblást-
ur, myndbyggingu, litameðferð og
svo málarastíflu.
Axel hlær hvellum hlátri. Hann
grípur inn í umræðuna með miklum
handasveiflum. Hallar sér fram og
setur fram greiningu á stöðunni og
undirstrikar með sterkri röddinni.
Við hlustum – enda annað ófært og
stríðnisglapinn blikar í augunum.
Hann er vel inni í málum og þekkir
sína konu.
Axel hefur staðið með Fríðu sinni í
námi og á vinnustofunni. Betri en
enginn við skipulag sýninga og stolt-
ur á opnunum.
Oft er farið víðan völlinn, ósam-
mála um margt, en sammála um það
sem skiptir mestu máli – vináttuna.
Nú yljum við okkur við ljúfar og
skemmtilegar minningar um góðan
dreng.
Megi góður vinur hvíla í friði.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
Margrét Soffía Björnsdóttir.
(Sossa.)
Fleiri minningargreinar um Axel
Birgisson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR,
lést mánudaginn 27. júlí að Hrafnistu, Hafnarfirði.
Útförin verður auglýst síðar.
Helgi Elíasson,
Finnbogi Helgason, Elísabeth Snorradóttir,
Guðbjörg Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær föðursystir okkar,
EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður Snorrabraut 73,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 27. júlí.
Fyrir hönd ættingja,
Sólveig Árnadóttir,
Aðalheiður Jóhannesdóttir.