Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 3 1 4 8 8 2 2 3 7 5 6 2 5 8 3 8 7 6 7 9 9 5 1 3 5 9 8 2 7 4 2 5 7 3 7 1 2 4 6 6 1 8 1 4 6 3 2 3 1 5 7 5 2 9 4 4 8 5 6 9 7 4 4 3 8 5 7 6 4 3 1 8 4 6 2 7 3 8 1 5 9 5 9 7 6 1 2 8 3 4 3 8 1 9 4 5 2 6 7 7 3 4 1 2 6 9 8 5 6 1 9 5 8 3 7 4 2 8 2 5 4 7 9 3 1 6 2 5 6 3 9 1 4 7 8 1 7 8 2 6 4 5 9 3 9 4 3 8 5 7 6 2 1 9 8 1 7 6 2 5 3 4 3 4 7 8 5 9 1 2 6 2 5 6 1 3 4 9 8 7 6 3 2 4 8 1 7 9 5 8 7 5 2 9 6 3 4 1 1 9 4 5 7 3 8 6 2 7 6 8 3 4 5 2 1 9 5 1 9 6 2 8 4 7 3 4 2 3 9 1 7 6 5 8 3 7 6 5 2 9 4 1 8 5 8 9 1 3 4 7 2 6 4 1 2 7 6 8 3 9 5 9 3 7 2 8 6 5 4 1 6 4 5 3 1 7 9 8 2 1 2 8 9 4 5 6 3 7 7 9 1 4 5 2 8 6 3 2 6 4 8 7 3 1 5 9 8 5 3 6 9 1 2 7 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 29. júlí, 210. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.-2.) Sumarið hefur verið með ólík-indum gott á Íslandi og muna elstu menn ekki eftir öðrum eins hlýindum. Reglan hefur verið sú að sunnan lands njóti aðeins sólar í norðanátt og því hafa sólardagarnir verið frekar naprir, en sú regla virð- ist hafa verið afnumin og á sá sem það gerði þakkir skildar. Hlýindin hafa greinilega áhrif á lundarfar og eiga þátt í að auðvelda fólki að láta allan fréttaflutninginn af Icesave og öðrum hremmingum ekki leggjast á sálina í sér. x x x Nú á að setja í lög reglur, semtakmarka svo leyfilegt hámark áfengismagns í blóði ökumanna að það varði nánast ökuleyfissviptingu að fá sér einn sopa. Akstur og áfengi eiga enga samleið og hefur ölvunar- akstur valdið ómældum skaða. Því er best að taka af öll tvímæli um það hvað má í þessum efnum. Þá er um- ræðan um það hvort óhætt sé að fá sér eitt vín- eða bjórglas úr sögunni. Sá, sem ætlar að keyra, lætur áfeng- ið einfaldlega vera. Það er allra hag- ur og þessi ráðstöfun er löngu tíma- bær. x x x Nú líður að þeirri helgi, sem þjóð-in er vön að sleppa fram af sér beislinu. Þá þurfa ökumenn að hafa sérstakan vara á vegna þess að áfengið situr í blóðinu daginn eftir. Best er að sofa út og bíða þar til öll áhrif drykkju eru horfin. Ef einhver óvissa er fyrir hendi er hægt að leita til lögreglu og biðja einfaldlega um að fá að láta mæla hvort óhætt sé að aka af stað. Sá sem keyrir drukkinn stefnir ekki aðeins sjálfum sér í hættu, heldur einnig samferðamönn- um sínum og öðrum vegfarendum. Suma sénsa er engin ástæða til að taka, afleiðingarnar geta verið skelfilegar og óafturkræfar. x x x Tryggasta leiðin til að koma í vegfyrir slys er að láta áfengið eiga sig. Það á við um verslunarmanna- helgina eins og reyndar alla aðra daga. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ný, 4 vinna, 7 þýða, 8 minnugur mis- gerða, 9 snæfok, 11 bragð, 13 næði, 14 óham- ingja, 15 rakt, 17 sterk, 20 mjög æsta, 22 ein- skærar, 23 sárs, 24 tröll, 25 tekur. Lóðrétt | 1 snauð, 2 geng, 3 útungun, 4 við- lag, 5 árás, 6 einföld, 10 órói, 12 andspænis, 13 skip, 15 horskur, 16 mannsnafn, 18 verum, 19 lofar, 20 hugar- burður, 21 eyðimörk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bakhjarls, 8 umtal, 9 díkið, 10 jór, 11 sakka, 13 áfram, 15 björg, 18 saggi, 21 rík, 22 rudda, 23 raupa, 24 framvinda. Lóðrétt: 2 aftek, 3 helja, 4 andrá, 5 líkar, 6 gums, 7 óð- um, 12 kór, 14 fáa, 15 bert, 16 öldur, 17 gramm, 18 skrái, 19 grund, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Donostia á Spáni. Stórmeistarinn Ruslan Ponomarjov (2727) frá Úkraínu hafði svart gegn kollega sínum Sergei Movsesjan (2716) frá Slóvakíu. 40… Ba3+! 41. Kxa3 Dc1+ 42. Kb4 Dxd2+ 43. c3 a5+! 44. Kxa5 Dxc3+ 45. Ka6 Ha8+ 46. Kb6 Dd4+ 47. Kc7 Dd8+ 48. Kxc6 Ha6+ 49. Kc5 Hxe6 50. Hxe6 Da5 51. He7 Dxa2 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.-2. Hikaru Na- kamura (2710) og Ruslan Ponomarjov (2727) 6½ vinning af 9 mögulegum. 3. Peter Svidler (2739) 5½ v. 4.-5. Rustam Kasimdzhanov (2672) og Francisco Vallejo (2693) 5 v. 6.-7. Sergei Movsesj- an (2716) og Maxime Vachier-Lagrave (2703) 4½ v. 8. Granda Zuniga (2647) 3½ v. 9. Pablo San Segundo (2570) 2½ v. 10. Anatoly Karpov (2644) 1½ v. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Skyldusiðfræði. Norður ♠D872 ♥64 ♦1096 ♣KD86 Vestur Austur ♠KG65 ♠Á ♥ÁD98 ♥G10753 ♦G5 ♦8432 ♣G43 ♣1092 Suður ♠10943 ♥K2 ♦ÁKD7 ♣Á75 Suður spilar 1G. Sagt er að það sé skylda hins sterka að vernda þann veika. Spilarar túlka þennan siðaboðskap sem svo að þeim beri að vernda makker frá sjálfum sér – enda fátt meira veikburða en veikur makker. Oft kemur þessi verndar- hyggja fram í því að spilarar yfirtaka samninginn með svínslegum sögnum, en stundum er um sanna umhyggju að ræða – eins og hér. Suður vekur á grandi og allir passa. Vestur kemur út með spaða upp á ás austurs, sem skipt- ir yfir í ♥G – kóngur og ás. Hvað gerir nú umhyggjusamur spilari í sporum vesturs? Hann spilar ♥9. Leggur svo niður ♥Á, tekur ♠K og spilar ♥8. Jafnvel mjög veikur makker ræður við að yf- irdrepa í þeirri stöðu. Ekki má taka á ♥D fyrst, því þá væri makker vís með að yfirdrepa níuna næst og stífla litinn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það kemst enginn hjá því að mæta örlögum sínum þegar þau berja að dyrum. Finndu þér tíma og komdu með skemmtilega uppástungu. Máli skiptir að verja tíma með systkini. (20. apríl - 20. maí)  Naut Taktu ævintýraandann með þér inn í framtíðina og þú munt umfaðma flest sem á leið þinni verður. Drífðu í þessu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ást er dularfull og þú getur aldrei skilið hana til fullnustu. Þú ert spennt/ur og í sífelldri leit. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þótt þú takir magn fram yfir gæði í vinnunni nærðu samt sem áður hvoru tveggja. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi því annað tækifæri gefst áð- ur en þú veist af. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert heiðarleg/ur og athugul/l og vilt kanna heiminn í kring um þig. Leggðu hart að þér í vikunni því þú munt uppskera í þeirri næstu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gættu þess umfram allt að taka ekki þátt í neikvæðu umtali um náung- ann. Brjóttu odd af oflæti þínu og farðu eftir ráðleggingum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að gefa þig allan í það sem þú ert að gera því það dugar ekkert hálf- kák. Reyndu að skapa sjálfum/sjálfri þér ornbogarými. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Náttúruöflin virðast vera þér hliðholl og svo andsnúin og svo með þér á ný. Ef þú gerir þetta með kurteisi og djörfung muntu hafa þitt fram. Ein- hver tekur eftir breytingu í þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Skipstu á um að beita þínu auðuga ímyndunarafli og hagnýtu viðhorfi til lífsins. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú verður að finna sköp- unarþrá þinni farveg og sinna henni sem mest þú mátt. Vogir og hrútar sýna þér fádæma ástleitni. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er sjálfsagt að þú standir á rétti þínum og krefjist þess sem er þitt. Stundum þarf bara að segja hvers maður óskar og það rætist. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ást og leikur eru þér efst í huga í dag. Vertu öðruvísi og byrjaðu að tala um daginn og veginn. Slakaðu á. Stjörnuspá 29. júlí 1928 Ekið var á bifreið frá Borg- arnesi og yfir Kerlingarskarð. Í Stykkishólmi var ökumanni og farþegum „tekið með kost- um og kynjum sem eðlilegt er, því þangað hefur bíll aldrei komist áður,“ sagði í Morg- unblaðinu. 29. júlí 1934 Ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar, sú fyrsta undir for- sæti hans, tók við völdum. Ey- steinn Jónsson varð fjármála- ráðherra, 27 ára að aldri, yngstur allra sem tekið höfðu við ráðherraembætti hér á landi. Stjórnin sat í tæp fimm ár. 29. júlí 2000 Snorrastofa í Reykholti var opnuð formlega, að við- stöddum norsku konungshjón- unum og forseta Íslands. Kon- ungur sagði að án Snorra Sturlusonar hefðu Norðmenn vitað minna um sögu sína. 29. júlí 2005 Vörubifreiðastjórar mótmæltu olíugjaldi og óku hægt um göt- ur Reykjavíkur. Sami hópur stóð fyrir kröftugum mótmæl- um tæpum þremur árum síð- ar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Jóhanna Sig- urrós Árnadótt- ir, Rósa í Grund- arfirði, er sjötug í dag, 29. júlí. Af því tilefni tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum í Fákaseli laug- ardaginn 1. ágúst frá klukkan 18. Hún vonast til að sjá sem flesta. 70 ára Þóra Gissurardóttir, bóndi í Eystra Fíflholti, mun halda stóra veislu laugardagskvöldið 1. ágúst í tilefni af sextugsafmæli sínu. Veislan verður í uppgerðum bragga sem eitt sinn var pakkhús á Hvolsvelli en stendur nú á Fífl- holti. „Hér mun vera útigrillveisla, það verð- ur borðað og dansað fram eftir kvöldi,“ segir afmælisbarnið létt í bragði. „Þetta verður ágætisveisla, hugsa ég, ætli það komi ekki um 100 ættingjar og vinir,“ segir Þóra sem segist rík kona, enda eigi hún og maður hennar, Þorsteinn Ólafur Markússon, samtals átta börn og yfir tuttugu barnabörn. Hún hefur alltaf stefnt á að fara á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn, en það hafi þó ekki gerst ennþá. „Það hlýtur að fara að líða að því,“ segir Þóra sem heldur upp á afmælið sitt á tíu ára fresti. „Fyrir tíu árum hélt ég einnig grill- veislu, þá komu 120 manns, þá hittist það líka á verslunarmanna- helgi.“ Hún segist hlakka til að endurtaka leikinn og býður alla vini og vandamenn velkomna um helgina. gudrunhulda@mbl.is Þóra Gissurardóttir er sextug í dag Útigrillveislan endurtekin Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Ásdís Anna fæddist 9. desember kl. 5.15. Hún vó 3.710 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Rannveig Ása Guðmundsdóttir og Ás- mundur E. Þorkelsson. Reykjavík Dagný Rós fæddist 30. apríl kl. 3.35. Hún vó 3.700 g og var 53 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Aldís Ólöf Júl- íusdóttir og Óskar Ósk- arsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.