Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Endirinn kom á engan hátt á óvart og það var engin sérstök afhjúpun … 32 » Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is NÓBELSSKÁLDIÐ Halldór Kiljan Laxness komst að því, eftir að hafa látið frá sér þýðingu á Parísar-bók Ernests Hemingway, A Move- able Feast, að hann hefði að öllum líkindum þýtt titil bókarinnar með röngum hætti, en bókin hét Veisla í farangrinum í þýðingu Lax- ness. Halldór komst að því að hugtakið „mo- veable feast“ í hinum enskumælandi heimi væri komið úr kristni og ætti við færanlega há- tíð, þ.e. páskahátíðina og þá hátíðisdaga sem henni tengjast þar sem páskana ber upp á ólíka mánaðardaga frá ári til árs (kristnir menn minnast upprisu Krists á páskadegi sem ávallt er sunnudagur og er hátíðin miðuð við fyrsta sunnudag eftir fyrsta fullt tungl eftir jafndægur á vori). Þetta sagði bandaríski þýðandinn Sarah Brownsberger blaðamanni í gær en hún heim- sótti skáldið og eiginkonu hans á Gljúfrasteini árið 1981. Hún býr og starfar á Íslandi. Hall- dór sagði Brownsberger frá þessari þýðing- arvillu og að hann hafi margreynt að fá titli bókarinnar breytt án árangurs. Bókin hafi verið komin í prent og útgefandanum þótt of dýrt að endurprenta hana. „Ég þekki þetta hugtak, ég veit að þetta er vitlaus þýðing og Halldór vissi það líka og sá eftir henni,“ segir Brownsberger. A Moveable Feast fjallar að miklu leyti um árin 1920-30 þegar Hemingway dvaldist sem mest í París eftir að hann hætti blaðamennsku. Titill bókarinnar mun vera kominn frá vini Hemingways, A.E. Hotchner, sem ritaði bók- ina Papa Hemingway, úr samtali þeirra um París. „Ef þú svo heppinn að hafa búið í París sem ungur maður þá mun hún fylgja þér hvert sem þú ferð um ævina, því París er færanleg hátíð (a moveable feast),“ mun Hotchner hafa sagt við Hemingway. Þess má að lokum geta að fjallað hefur verið áður um þessi mistök Laxness í tímariti þýðenda, Jóni á Bægisá. Ósáttur við titilinn Laxness reyndi að breyta titli Veislu í farangrinum Morgunblaðið/Einar Falur Halldór Laxness Á Gljúfrasteini árið 1981. DÓMSTÓLL í Flórída hefur kveðið upp þann úrskurð að erfða- skrá Gabrielle Kerouac, móður rithöfundarins Jacks Kerouac, sé fölsuð. Þykir sannað að Gabr- ielle hafi ekki getað undirritað erfðaskrána sem þýðir að fyrrver- andi eiginkona Kerouacs, Stella Sampas, erfði Gabrielle með ólögleg- um hætti. Stella lést 1990 og arf- leiddi bræður sína tvo að verðmætu skjalasafni Jacks. Stella hefði aðeins erft um þriðjung þess hefði ekki ver- ið fyrir erfðaskrána og því átti einkadóttir Jacks, Jan, í raun að erfa ömmu sína. Jan lést árið 1996 en reyndi tveim árum fyrr að fá erfða- skrá ömmu sinnar ógilta. Fölsuð erfðaskrá Jan Kerouac fær uppreisn æru Bítskáldið Jack Kerouac. TÍMARITIÐ Forbes birti í síðustu viku lista yfir verðmætustu listaverkasöfn heims og trónir þar á toppnum safn Philips Ni- archos, sem sæti á í stjórn Mu- seum of Modern Art í New York en hann er sonur skipajöfursins Stavros Niarchos. Listaverkasafn Niarchos geymir m.a. verk eftir Vincent Van Gogh, Picasso og Jean-Michel Basquiat og er metið á um tvo milljarða doll- ara, um 252 milljarða íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Á hæla Niarchos kemur franski milljarðamæringurinn François Pi- nault, eigandi uppboðshússins Christie’s, en hans safn er metið á 1,4 milljarða dollara, um 176 millj- arða króna. Pinault á m.a. verk eft- ir Picasso, Jeff Koons og Piet Mondrian. Þriðji á lista er Eli Broad, stofnandi Broad Art Fo- undation sem lánar söfnum víða um heim listaverk. Niarchos á toppnum Yo, Picasso (1901) er í eigu Niarchos. Í DAG kl. 15.30 mun Anna Þorbjörg Þor- grímsdóttir safnstjóri ganga með gestum um Nesstofu á Seltjarn- arnesi, segja frá húsinu og fyrirhugaðri upp- byggingu safnasvæðis Seltirninga í Nesi. Nesstofa var byggð á árunum 1761-1767 og þá sem embættisbústaður landlæknis og er eitt af elstu húsum landsins. Nesstofa var hlaðin úr tilhöggnu grjóti eftir teikn- ingu danska hirðarkitektsins Jacob Fortling. Í henni hófst opinber lyfsala árið 1772 og þar starf- aði einnig ljósmóðir. Nesstofa er opin alla daga í sumar á milli klukkan 13 og 17 . Sagnfræði Leiðsögn um Nesstofu Nesstofa á Seltjarnarnesi. Í TILEFNI af því að 200 ár eru liðin frá því Jörundur hundadagakonungur réð ríkj- um á Íslandi hefur fimm manna ónefndur leikhópur sett saman dagskrá um hann sem verður flutt í Hressógarðinum annað kvöld kl. 20.30. Leik- stjóri er Ágústa Skúladóttir og handritshöfundar Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason sem flytja einnig tónlist auk Eggerts Hilmarssonar. Áður en dagskráin hefst mun Sigurlaugur Ing- ólfsson sagnfræðingur leiða sögugöngu um miðbæinn og fjalla um valdatíð Jörundar. Gangan hefst kl. 19.30 á Lækjartorgi. Leiklist Jörundur í Hressógarðinum Þorgeir Tryggvason GESA Niendorf, starfsmaður Waldorf-skóla í Þýskalandi, er stödd hér á landi ásamt fríðu föruneyti dansara. Þessi dans- hópur mun koma fram í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 16 og 20 og sýna dansverkið „Dans frumefnanna“ við undir- leik rússnesks píanóleikara. Í verkinu leitast dansararnir við að „sýna hvernig mann- skepnan mótar og umgengst frumefnin og verða einnig sýndar nýjar leiðir í umgengni við náttúruna og jörðina“, að því er fram kemur í tilkynningu. Danstæknin sem beitt er kallast eurythmy og er mikið notuð í kennslu og þá sérstaklega í Waldorf-skólum. Dans Eurythmy-dans frumefnanna Einn af dönsurum Gesu Niendorf. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JÁ, þetta er svolítið öðruvísi verslunarmannahelgarstemning sem margir taka fegins hendi,“ segir Sigurður Halldórsson, sellóleikari og listrænn stjórnandi Sumar- tónleikaraðar í Skálholtskirkju, um það sem verður í boði í Skálholti um verslunarmannahelgina og þykir ólíklegt að ölvun og óspektir muni raska ró tónleikagesta eins og oft vill verða á öðrum hátíðum þá helgi. Sig- urður er einn hljóðfæraleikara í Bachsveitinni en hún mun halda tón- leika um helgina undir stjórn sló- vaska konsertmeistarans og fiðlu- leikarans Peters Spissky, sem stýrði sveitinni einnig í Skálholti í fyrra. Spissky er konsertmeistari barokk- sveitanna Concerto Copenhagen í Kaupmannahöfn og Malmö Barock Orkester í Malmö í Svíþjóð. Auk þess leikur hann með fjölda barokk- hópa í Evrópu. „Við erum að halda upp á 250 ára ártíð Händels. Við erum með eitt prógramm með Händel-konsertum, bæði orgelkonsertum, sem Guðný Einarsdóttir leikur einleik í, og síðan concerto grosso, barokk-hljómsveit- arkonsert, þar sem einleikurinn skiptist á fleiri hljóðfæraleikara,“ segir Sigurður um dagskrána. Þá sé einnig boðið upp á dagskrá helgaða Vivaldi þar sem eiginkona Peters, blokkflautuleikarinn Pernille Ebert Spissky, leikur einleik. Tékkneskur tónlistarhópur með frumflutning Ekki má gleyma hinum mikils- virta, tékkneska kammerhópi Mu- sica ad Gaudium sem sérhæfir sig annars vegar í flutningi nútíma- tónlistar en hins vegar í flutningi tónlistar frá endurreisnar- og bar- okktímabilinu og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir, að því er segir á vefsíðu hátíðarinnar. Þá hefur hóp- urinn margoft gert upptökur fyrir tékkneska útvarpið og haldið tón- leika í Tékklandi og nágrannalönd- um þess. Á laugardagskvöld kl. 21 flytur hópurinn ný íslensk verk og tékkneska tónlist, frumflytur m.a. verkið „Norræn ljóð án orða“ eftir Jiøí Bezdìk og „5 fugla“ eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. „Þau koma fyrir tilstilli Eydísar Franzdóttur óbóleikara sem spilar jafnframt með þeim á tónleikunum,“ segir Sigurður. Eydís hefur starfað með hópnum, með hléum, í ein 17 ár og hefur oft leikið með honum á tón- leikum í Tékklandi, Þýskalandi og á Íslandi. Þá hefur Eydís skipulagt komu hópsins hingað til lands tvisv- ar sinnum og fyrir þremur árum kom út geisladiskur með leik þeirra, Musica ad Gaudium, sem er virtur á þessu sviði og verðlaunaður. Hvernig hefur aðsóknin verið að sumartónleikaröðinni? „Hún hefur verið nokkuð góð yf- irleitt, stöku tónleikar hafa verið illa sóttir. Á laugardaginn var, kl. 15, var frekar fátt. Þá var verið að end- urtaka dagskrá frá fimmtudags- kvöldinu áður sem sennilega margir mættu á,“ svarar Sigurður. Næstsíð- ustu helgi hafi hins vegar verið troð- fullt, enda Skálholtshátíð á sunnu- deginum og Þorláksmessa á sumar. Öðruvísi helgarstemning Pernille E. Spissky Leikur einleik í verkum eftir Vivaldi. Annað kvöld kl. 20 leikur Bach- sveitin dagskrá tileinkaða Vi- valdi og Händel undir stjórn Peter Spissky en einleikari í blokkflautukonsert er Pernille Ebert Spissky. 1.ágúst heldur Lárus Jóhannesson erindi í Skálholtsskóla um ítalska tíma- bilið hjá Händel og Bachsveitin flytur efnisskrá tileinkaða tón- skáldinu. Kl. 17 flytur Bach- sveitin verk Vivaldis og um kvöldið leikur Musica ad Gaudi- um verk eftir íslensk og tékk- nesk tónskáld. 2.ágúst endurtekur Bach- sveitin tónleika sína frá laug- ardeginum og Musica ad Gaudi- um sér um tónlistarflutning í guðsþjónustu í Skálholtskirkju. 3. ágúst flytur svo Musica ad Gaudium tónlist frá 17. og 18.öld. og endurtekur efnisskrá sína frá deginum áður. Ítarleg dagskrá á sumartonleikar.is. Dagskráin Röng dagsetning ÞAU leiðu mistök voru gerð í gær að ranglega var farið með dagsetningu tónleika raddbandsins VoxFox. Hið rétt er að VoxFox heldur árlega sumartónleika sína í kvöld, 29. júlí, í húsi Óháða safnaðarins að Háteigs- vegi 56, klukkan 20.30.  Verslunarmannahelgin verður lögð undir sígilda tónlist í Skálholtskirkju  Händel, Vivaldi og frumflutningur á íslenskum og tékkneskum verkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.