Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
Jóhann G. sendir
frá sér nýtt lag
Fólk
TÓNLISTARMAÐURINN Benni Hemm Hemm
er staddur hér á landi um þessar mundir en hann
elti konuna sína til Edinborgar á síðasta ári þar
sem hún stundar nám. Í kvöld gefst aðdáendum
piltsins færi á að sjá hann á tónleikum þegar
hann stígur á svið á undan bandarísku sveitinni
The Foghorns frá Seattle er skartar Bart Came-
ron, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, í
lykilhlutverki. Þetta verða fyrstu tónleikar
Benna á Íslandi á þessu ári en hann kemur svo
einnig fram á Innipúkanum um verslunarmanna-
helgina áður en hann snýr aftur til Skotlands.
„Ég ætla að spila með þeim úr hljómsveitinni
minni hérna heima sem komast,“ segir Benni
sem hefur einnig komið sér upp undirleikssveit í
Edinborg. „Þetta verður mjög opið og frjálslegt.
Ég var á æfingu í gær með tveimur trommuleik-
urum, afsagaðri básúnu, tveimur trompetum og
kornetleikara. Eitthvað af þeim verður í kvöld
og aðrir ekki. Þetta er allt í rugli, ég hlakka bara
til þess að sjá hvað gerist. Svo verður allt annað
fólk með mér á Innipúkanum.“
Benni segist nýta tímann sinn vel í Skotlandi,
hann sé að undirbúa verk fyrir Blásarasveit
Reykjavíkur auk þess sem hann sé að leggja
drög að tveimur nýjum plötum. „Ég náði að
koma tveimur nýjum lögum inn á dagskránna í
gær. Ef ég myndi byrja að stressa mig á þessu
myndi ég hætta við. Þannig að ég er að reyna
vera kærulaus með þetta.“
Kærulaust hjá Benna Hemm Hemm
Morgunblaðið/G.Rúnar
Benni Hemm Hemm Ekkert stress.
Hljómsveitin Hjaltalín hefur nú
lokið Englandstúr sínum en auk
þess að koma fram á nokkrum
minni tónleikahátíðum spilaði sveit-
in á vel völdum knæpum og tón-
leikastöðum þar í landi – svo sem á
Manchester Deaf Institute þar sem
sveitin tróð upp á miðvikudaginn í
síðustu viku. Tónleikarnir væru svo
sem ekki í frásögur færandi ef ekki
væri fyrir lofsamlega umfjöllun
clashmusic.com sem segir Hjaltalín
bestu hljómsveit sem hægt er að sjá
í dag eða réttara sagt: bestu hljóm-
sveit sem enginn sér í dag því ein-
ungis 25 tónleikagestir sáu sér fært
að mæta á tónleikana í Manchester,
clashmusic til mikillar gremju.
Besta óþekkta
hljómsveitin í dag
Dragkeppni Íslands fer fram
hinn 5. ágúst nk. í Íslensku óper-
unni líkt og undanfarin ár. Forsala
miða hefst í dag á Kofa Tómasar
frænda og er miðaverð litlar 1.800
krónur en 2.400 á keppnisdaginn.
Fimm karlmenn og fjórar konur
munu í ár keppa um titilinn drag-
kóngur og -drottning Íslands 2009.
Styttist óðum í
Dragkeppni Íslands
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ fundum fyrir miklum áhuga,
enda þáttur sem hafði töluvert áhorf
og fylgi. Enda fundum við það þegar
hann var lagður niður að sú krafa reis
upp að þáttur af þessum toga yrði
áfram í sjónvarpi,“ segir Kristinn
Hrafnsson, einn aðstandenda frétta-
skýringaþáttarins Kompáss. Kristinn
og hinir aðstandendur þáttarins, þeir
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ingi R.
Ingason, hafa undanfarna mánuði
reynt að finna þættinum farveg í ís-
lensku sjónvarpi, en þátturinn var
tekinn af dagskrá Stöðvar 2 í byrjun
þessa árs. Leitin hefur hins vegar
engan árangur borið, og allt útlit er
því fyrir að dagar Kompáss séu tald-
ir.
„Eftir að okkur var sagt upp á Stöð
2 settum við okkur í samband við
Þórhall Gunnarsson hjá Sjónvarpinu
og buðum honum að koma með þátt
af svipuðum toga og Kompás. Það
mál var að velkjast um í nokkra mán-
uði og það var ekki fyrr en í júní sem
við fengum algjört afsvar frá Þór-
halli, sem taldi sig ekki hafa svigrúm
til þess að setja þáttinn á dagskrá,“
segir Kristinn og bætir því við að
málið hafi strandað á peningum. „Við
fengum þau svör að það væru ekki
burðir innan stofnunarinnar til þess
að bæta þættinum á dagskrá. Það
voru mikil vonbrigði, að öflugasti
sjónvarpsmiðillinn hafði ekki tök á að
setja hann á dagskrá.“
Grautfúlt
Þeir Kompáss-menn neituðu hins
vegar að gefast upp og ákváðu að róa
á önnur mið.
„Í ljósi þess að við fundum mikinn
meðbyr og vissum að fólk væri tilbúið
til að styrkja okkur með beinum
framlögum, gerðum við Skjá einum
tilboð um mitt sumar. Það hljóðaði
upp á að við myndum gera vikulegan
þátt sem Skjár einn myndi greiða
fasta upphæð fyrir, upphæð sem væri
Dagar Kompáss taldir
Hvorki Ríkissjónvarpið né Skjár einn sáu sér fært að setja þáttinn á dagskrá
Aðstandendur hans buðust þó til að taka mikla fjárhagslega áhættu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kompáss-menn Jóhannes Kr. starfar í dag sem málari en Kristinn hefur
ráðið sig sem afleysingafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.
HEIMILDARMYND um reggí-
sveitina Hjálma mun fylgja með
fjórðu plötu sveitarinnar sem kemur
út 20. ágúst næstkomandi. Það er
Bjarni Grímsson, kvikmyndagerð-
armaður og ljósmyndari, sem hefur
unnið myndina og fylgdi hann
Hjálmum eftir við upptökur á Jam-
aíka en væntanleg plata er tekin upp
þar og á Íslandi. „Myndin er öll tek-
in upp á Jamaíka og ég myndi segja
að hún gæfi góða innsýn inn í hvern-
ig íslensk reggísveit plumar sig á
höfuðeyju reggísins,“ segir Bjarni
sem nýtur aðstoðar Frosta Runólfs-
sonar við gerð myndarinnar. Mynd-
skeiðin voru m.a. tekin upp í hinu
fornfræga hljóðveri Bob Marley,
Tuff Gong, og Harry J. Studio.
Opnuðu sig á Jamaíka
Aðspurður segir Bjarni hljóm-
sveitina hafa verið áhugavert mynd-
efni. „Þeir eru mjög skemmtilegir og
maður fékk aðra sýn á þá þarna úti,
þar opnuðu þeir sig í réttu umhverfi.
Hjálmar komu mér mikið á óvart,
þetta er flott hljómsveit og ég hef
mikla trú á væntanlegri plötu,“ segir
Bjarni sem hafði ekki hlustað mikið
á þá áður en að gerð myndarinnar
kom.
Heimildarmyndin verður 40 mín-
útur að lengd og kemur aðeins út í
sérstakri útgáfu. Hún verður frum-
sýnd á útgáfutónleikum nýrrar plötu
í lok ágúst.
Bjarni er ekki ókunnugur slíkri
vinnu en hann gerði mynd sem
fylgdi með sérstakri útgáfu af plöt-
um Bubba Morthens, Ást og Í sex
skrefa fjarlægð frá Paradís sem
komu út 2005. Hann vinnur nú að því
samhliða Hjálma-myndinni að klára
myndina How to Win a Lost Game
sem hann hefur unnið í samstarfi við
Einar Má rithöfund um fótboltalið
SÁÁ. ingveldur@mbl.is
Heimildarmynd um ferða-
lag Hjálma til Jamaíka
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Sól og blíða Meðlimir Hjálma voru í góðum fíling á Jamaíka.
Bjarni Grímsson fylgdi sveitinni eftir til höfuðeyju reggísins
Kompás var á dagskrá Stöðvar
2 frá árinu 2005 til 2008. Á því
tímabili voru um 100 þættir
framleiddir og á meðal þeirra
mála sem tekin voru fyrir má
nefna efnahagsmál, auðlinda-
mál og trúmál, þótt Byrgismálið
og málefni barnaníðinga hafi ef-
laust vakið hvað mesta athygli.
Þátturinn hlaut tvenn Eddu-
verðlaun auk tvennra verðlauna
Blaðamannafélags Íslands.
Stór mál
aðeins hluti af heildar framleiðslu-
kostnaði. Við ætluðum hins vegar að
taka þá áhættu að leita eftir frjálsum
framlögum frá fólki, meðal annars í
ljósi þess að um 5.000 manns lýstu því
yfir á Facebook að þeir væru tilbúnir
til að greiða einhverja smá-upphæð
til þess að hægt væri að halda þætt-
inum úti,“ segir Kristinn.
Þrátt fyrir gott tilboð sáu forsvars-
menn Skjás eins sér ekki fært að
setja Kompás á dagskrá.
„Það kom okkur á óvart því það var
ljóst að Skjár einn þurfti ekki að taka
mikla fjárhagslega áhættu, sam-
anborið við þá áhættu sem við þrír
hefðum tekið – að reyna að sækja
laun okkar út til almennings.“
Hvað aðra raunhæfa möguleika í
stöðunni varðar segir Kristinn þá fáa.
„Kompás í þeirri mynd sem hann var
er því allur, það er alveg ljóst. Það er
ofsalega bagalegt, enda þjónaði þessi
þáttur ákveðnum föstum tilgangi og
sannaði gildi sitt,“ segir Kristinn sem
hefur tekið að sér starf afleysinga-
fréttamanns hjá RÚV á meðan Jó-
hannes vinnur við að mála hús.
Framtíð þeirra félaga er því alls
óráðin.
„En manni finnst grautfúlt að þátt-
urinn skuli vera allur, sérstaklega
núna á þessum tíma þegar mest þörf
er fyrir hann.“
Einn ástsælasti lagasmiður þjóð-
arinnar Jóhann G. Jóhannsson
hefur sent frá sér nýtt lag sem
verður á sólóplötu tónlistarmanns-
ins sem væntanleg er með haustinu.
Lagið heitir „Taktu þér tíma“ og er
eftir bróður Jóhanns, Guðmund
Reynisson, en textinn er eftir Jó-
hann sjálfan. Hægt er hlusta á lagið
á www.johanng.is.