Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 30

Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Á kápu The Devils’ Star er Jo Nesbø auglýstur sem höfundur Rauðbrystings, bókarinnar sem er mjög sennilega hans besta, allavega sú frægasta. The Devil’s Star stenst alls ekki samanburð við Rauðbrysting, en þá er þess að gæta að sú bók er alveg einstaklega góð og það er ekki sanngjarnt að miða aðrar bækur Nesbø við hana. Og The Devil’s Star er hreint prýðileg glæpasaga, þótt hún teljist varla framúrskar- andi. Í sakamálasögum Jos Nesbø er lög- reglumaðurinn Harry Hole í aðalhlutverki, stórgallaður og erfiður eins og nútíma spæj- arar eru iðulega í slíkum bókum. Í The Devil’s Star er Harry búinn að koma sér í klandur vegna áfengisdrykkju og er um það bil að missa vinnuna, auk þess sem einkalíf hans er í uppnámi. Ung kona er myrt og fingur hefur verið skorinn af henni. Fleiri morð fylgja í kjölfarið. Harry leggur frá sér flöskuna og snýr sér að því að finna morðingjann. Það er engan veginn létt verk. Jo Nesbø er einn af bestu sakamálahöfundum Norðurlanda. Hann er á fínu flugi í þessari bók sem er spennandi og við- burðarík. Lausnin kemur á óvart, kann að vísu að vera nokkuð langsótt en þá verður um leið að hafa í huga að hugarheimar morðingja starfa á einkennilegan hátt og þeir leggja oft á sig mikla fyrirhöfn til að ná markmiði sínu og villa um fyrir réttvís- inni. Þetta er sakamálasaga sem er vel yfir meðallag. Hún er eins og allflestar spennusögur samtímans löng, rúmar 500 síður, og hefði mátt vera styttri. En það breytir ekki því að hér er spennandi sumarlesning fyrir aðdáendur góðra sakamálasagna. Spenna og skemmtun The Devil’s Star eftir Jo Nesbø. 522 bls. Vintage Books gefur út. Kilja. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SPÆJARAR í glæpasögum verða sí- fellt framandlegri og sérkennilegri eft- ir því sem samkeppnin á markaðnum verður meiri; sumir höfundar velja sér matarþema, aðrir hátækni eða lág- tækni, yfirnáttúrlegar verur eða dul- spekilegar pælingar. Seint munu menn þó ná að toppa framandleika söguhetj- unnar í bókaröð Colins Cotterills um réttarmeinafræðinginn Siri Paiboun. Skikkaður í starf réttarmeinafræðings Bókaröðin um Siri Paiboun eftir Col- in Cotterill fékk fyrir skemmstu eins- konar lesendaverðlaun alþjóða- sambands glæpsagnahöfunda, en þau eru veitt fyrir þær bækur sem bók- safnsgestir hafa mesta ánægju af þá stundina. Bækurnar gerast í Laos und- ir lok áttunda áratugarins, stuttu eftir að kommúnistar komast til valda í landinu. Siri Paiboun, sem er menntað- ur læknir, var meðal liðsmanna Pathet Lao-hreyfingarinnar sem lagði landið undir sig 1975, en settist í helgan stein er sigur vannst. Hann fékk þó ekki að vera lengi í friði því hann var skikk- aður í starf réttarmeinafræðings, reyndar réttarmeinafræðings ríkisins, því hann er sá eini sem vinnur við slíkt í landinu, þó hann sé kominn fast að áttræðu. Bækurnar um Siri Paiboun eru orðn- ar fimm og sú sjötta kemur út í næsta mánuði. Frásögin af ævintýrum hans eru ekki síst merkilegar fyrir heiminn sem þær lýsa; líf í landi þar sem þorri landsmanna lifir nánast á steinöld, en hin nýja yfirstétt, frammámenn í kommúnistaflokknum, hafa það öllu betra. Siri býr þannig við heldur fá- brotnar aðstæður og vanbúinn tækjum til að glíma við flókna glæpi og verður því að reyna á hyggjuvitið, en af því á hann nóg sem betur fer. Oftar en ekki tengist glæpurinn ein- hverjum valdamanna eða atvikum úr byltingunni og þá verður vandstaðið í henni veröld. Það kemur þó ekki svo að sök því til viðbótar við hefðbundna að- stoðarmenn, hjúkrunarkonu og vangef- inn vikapilt, hefur Paiboun yfirnátt- úrlega aðstoðarmenn, anda sem sækja á hann er hann glímir við hvert mál, suma illa og óttalega en aðra vinsam- lega. Cotterill fléttar nefnilega saman við sögurnar laoskri anda- og drau- gatrú á snyrtilegan hátt og ágerist reyndar eftir því sem líður á bókaröð- ina – kryddar vísindalega efnishyggju þjóðerniskommúnismans með ríkuleg- um skammti af hindurvitnum svo úr verður þessi líka fína kryddsúpa. Bækurnar um Siri Paiboun eru orðn- ar sex. Quercus gefur út. Forvitnilegar bækur: Hvernig var lífið í Laos? Þessa lífs og annars Verðlaunaður Colin Cotterill er hag- vanur í Austurlöndum fjær og býr nú í litlu þorpi við Taílandsflóa. HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 PUNGINN ÚT „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com Áhrifarík og átakanleg mynd sem skilur engan eftir ósnortinn. HHH „Hágæða mystería - pottþétt handrit - frábær mynd“ -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHHH „Þrælvelheppnuð yfirfærsla viðburðaríkrar og magnaðrar glæpasögu á hvíta tjaldið. Varla hægt að gera þetta betur ... áleitin og ögrandi spennumynd.” -Þ.Þ., DV HHH „...ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi ... brjáluð meðmæli.” -T.V., kvikmyndir.is BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON „Fantagóð, kuldaleg sænsk glæpahrollvekja... Saga sem rífur mann í sig. Myndin gefur bókinni ekkert eftir“ -F.E. Morgunvaktin á Rás 2. HHHH „Karlar sem hata konur er hrein snilld, maður getur varla beðið eftirframhaldinu.” - S.V., MBL HHHH „Það er ekki að ástæðulausu að þetta er vinsælasta mynd ársins á Norðurlöndunum.” - V.J.V., FBL HHHH „Stórfengleg ...Verk sem dúndrar í höfði manns á eftir, lengi, og vekur áframhaldandi hugsanakeðjur” - Ó.H.T., Rás 2 HHHH „mögnuð mynd, sem stingur mann illa og strýkur manni blíðlega á víxl, það er ekki dauður punktur í henni” - Heimir og Gulli / Bítið á Bylgjunni Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. SÝND Í SMÁRABÍÓ Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 8 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ District 13 kl. 8 - 10:10 B.i.14 ára Björk kl. 6 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ My Sister‘s keeper kl. 5:40 - 8 750kr. B.i.12 ára Angels and Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára The Hurt Locker kl. 10:20 750kr. B.i.16 ára BÆKUR»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.