Morgunblaðið - 29.07.2009, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Bagalegt ef lánið tefst
Íslendingar hafa náð að uppfylla
öll skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins til að fá næstu lánafyrirgreiðslu
að sögn Steingríms J. Sigfússonar.
Hann segir málið vera í mjög við-
kvæmri stöðu. Ísland og endur-
skoðun efnahagsáætlunar hér verð-
ur tekin fyrir á fundi yfirstjórnar
AGS á mánudag. Steingrímur segir
bagalegt ef fyrirgreiðslan tefst. »2
Kaupir lyfjafyrirtæki
Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í
umsjón Róberts Wessman hefur
keypt ráðandi hlut í bandaríska
lyfjafyrirtækinu Alvogen. Róbert
verður stjórnarformaður. »6
Kvóti og strandveiðar
Þeir sjómenn sem stundað hafa
strandveiðar í sumar en eiga jafn-
framt kvóta eða krókaaflamark á
sínum bátum hafa getað leigt frá sér
óveiddan kvóta og stundað strand-
veiðar um leið. »4
Milljarðar ofgreiddir
Lífeyrisþegar fengu um þrjá millj-
arða króna greidda frá Trygg-
ingastofnun árið 2008 umfram rétt
og verða þeir krafðir um endur-
greiðslu. Fyrst og fremst stafar of-
greiðslan af misræmi í framtöldum
fjármagnstekjum. Um 9.000 lífeyr-
isþegar eiga inni bætur. »2
SKOÐANIR»
Staksteinar: Vinstri grænu
gleraugun
Forystugrein: Rammi
efnahagslífsins
Pistill: Lygasaga úr Fossvoginum
Ljósvaki: Kylfingar mikilvægari …
UMRÆÐAN»
Laskað lýðræði
Viljum við meira siðrof með þjóðinni?
Þola milljón ferðamenn okkur?
Icesave-samningurinn til bjargar …
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-.+
+/0-*0
**1-2/
+.-/21
+/-231
*1-322
**0-,1
*-2+2,
*3,-1.
*04-30
5 675 +4# 89: +//3
*+,-0+
+/0-10
**1-1.
+.-*/1
+/-.,1
*1-342
**0-43
*-2+0.
*31-++
*03-.0
+2+-/2+3
&;<
*+1-/+
+/4-*0
**1-34
+.-*01
+/-,*1
*0-/22
**4-++
*-22*2
*31-4/
*03-30
Heitast 16°C | Kaldast 8°C
Úrkomulítið. Byrjar
að rigna austanlands
uppúr hádegi og skúr-
ir suðvestan til. Hlýjast
sunnan til. »10
Verslunarmanna-
helgin verður með
öðru sniði en annars
staðar í Skálholti.
Dagskrá með sí-
gildri tónlist. »27
LISTIR»
Sígild helgi
í Skálholti
FÓLK»
Eldheit stemning hjá
Kima í Húnaþingi. »29
Jóhann Bjarni Kol-
beinsson var ekki
eins hrifinn af
Mönnum sem hata
konur og flestir aðr-
ir. »32
KVIKMYNDIR»
Ekki sérlega
merkileg
FÓLK»
Amy stelur kærasta
Mischu Barton. »34
TÓNLIST»
Heimildarmynd um
Hjálma. »28
Menning
VEÐUR»
1. Heimsbyggðin öll í hættu
2. Lögreglan lýsir eftir stúlku
3. Hulda í ársleyfi
4. Ora innkallar kjötbollur …
Íslenska krónan veiktist um 1,7%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
„ÞETTA gekk með ólíkindum vel. Við vorum í
sól og blíðu í 28 daga af þrjátíu,“ segir Róbert
Þór Haraldsson fjallaleiðsögumaður. Í gær luku
hann og sjö göngumenn frá Bandaríkjunum,
Kanada, Belgíu, Danmörku og Noregi við göngu
„frá strönd til strandar,“ úr Ásbyrgi um Vonar-
skarð, meðfram Langasjó og svo í Vík í Mýrdal,
svo löng saga sé gerð afar stutt. Á þessari 450
kílómetra leið voru fjórir hvíldardagar. Göngu-
fólkið er því komið í toppform, að sögn Róberts,
en sigrast þurfti á ýmsum hindrunum og vaða
stórar ár á borð við Tungnaá og Sveðju.
Átta manns luku mánaðarlangri göngu úr Ásbyrgi í Vík í Mýrdal
Göngugarpar lögðu 450 kílómetra að baki
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
AGANEFND KSÍ
úrskurðaði tvo
leikmenn 3. deild-
arliðs Afríku í fót-
bolta í eins árs
keppnisbann í gær.
Joao Ramos
Rocha og Afrim
Haxholli, réðust
m.a. á dómara í leik
liðsins á mánudagskvöld gegn Ými
og var lögregla kölluð á svæðið í
kjölfarið.
Að því er best er vitað hefur aga-
nefnd KSÍ aðeins einu sinni áður
úrskurðað leikmann í 12 mánaða
keppnisbann. | Íþróttir
Tveir í eins árs
keppnisbann
ALLT útlit er fyrir að fréttaskýr-
ingaþátturinn Kompás hafi runnið
sitt skeið á enda. Þátturinn var tek-
inn af dagskrá Stöðvar 2 í byrjun
þessa árs, og síðan þá hafa aðstand-
endur hans reynt að finna honum
farveg. Hvorki RÚV né SkjárEinn
sjá sér hins vegar fært að setja þátt-
inn á dagskrá. Að sögn Kristins
Hrafnssonar, eins af aðstandendum
Kompáss, er þetta grautfúlt. | 28
RÚV og SkjárEinn
höfnuðu Kompási
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„ÞETTA var guðdómlegt og verður
ógleymanlegt,“ segir Kristín Björns-
dóttir Daniel um ferð til Íslands sem
fjölskyldan gaf henni í tilefni áttræð-
isafmælisins í síðustu viku. Kristín,
sem flutti frá Íslandi árið 1936, hefur
sjaldan komið hingað síðan en talar
þó lýtalausa íslensku.
Kristín og eiginmaður hennar, Ian
Daniel, eignuðust tvo syni. Anthony
er einhleypur en Christian, sem lést
aðeins fertugur, eignaðist tvö börn
með konu sinni, Lucy. Hún og börn-
in, Katie (sem er tvítug) og Jonathan
(23) , voru með í Íslandsförinni, sem
og Anthony.
Kristín og fjölskylda hennar hafa
lengstum búið í London, en einnig í
Nígeríu og Mexíkó vegna starfa eig-
inmannsins.
„Ég talaði alltaf íslensku við for-
eldra mína og systur. Þau eru öll dá-
in fyrir löngu síðan en pabbi minn
var mjög stoltur af því að vera Ís-
lendingur og lagði áherslu á að töluð
væri góð íslenska á heimilinu,“ sagði
Kristín í samtali við Morgunblaðið.
Haraldur Sturlaugsson á Akra-
nesi og Kristín eru skyld; Ingunn
Jónsdóttir á Búðum var langa-
langamma þeirra. Svo skemmtilega
vill til að Haraldur og Kristín eiga
sama afmælisdag en tuttugu ára ald-
ursmunur er á þeim. Á föstudaginn
varð Haraldur því sextugur. Hann
hugðist halda upp á afmælið sitt í
kyrrþey en þegar frænkan hringdi
og tilkynnti um komu sína og fjöl-
skyldunnar til landsins varð sú hug-
mynd að engu. | 15
Guðdómleg Íslandsferð
Kristín Björnsdóttir flutti frá Íslandi 1936 Pabbi lagði
alltaf áherslu á að töluð væri góð íslenska á heimilinu
Til hamingju Haraldur Sturlaugs-
son ávarpar hitt afmælisbarnið,
Kristínu Björnsdóttur Daniel.
Í HNOTSKURN
»Foreldrar Kristínar voruBjörn Björnsson, stofnandi
Björnsbakarís og einn eigenda
Hressingarskálans, og Hulda
Karlsdóttir Bjarnesen.
»Barnabörn Kristínar ogtengdadóttur hefur lengi
dreymt um að fara með henni
til Íslands en ekkert orðið úr.
Sonardóttirin Katie stakk þess
vegna upp á því að gefa ömm-
unni ferðina í afmælisgjöf.
»Ein fárra óska Kristínarvar að lagið Sofðu unga
ástin mín yrði sungið fyrir
hana í afmælinu.