Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 4
l cLngtcuióí Veturinn 1945—46 dvaldi ég í Englandi við nám. Stríðinu var lokið, en heimurinn enn flakandi í sár- um. Um miðjan október lagði ég af stað með togara, því að ekki var völ á öðrum farkosti. Ekki var laust við, að vinum mínum þætti þetta flan, enda varð því ekki neitað, að ég fór úr allsnægtum í skort. Ekki bætti það úr skák, að ég hitti nokkra íslenzka náms- menn, þegar ég kom til Manchester, og Iétu þeir hið versta af vistinni, sögðu, að við sjálft hefði legið, að þeir hefðu veslast upp af sulti og kulda. Æ-já, svona hefur okkur brakað við velgengnina, hugsaði ég með mér, en þó kenndi ég kvíða, þegar ég kvaddi þessa Ianda mína á járnhrautarstöðinni og hélt af stað til Nottingham. Ég býst við, að flestum verði minnisstæð fyrsta ferðin, sem þeir fara einir síns liðs í framandi landi í farartæki, sem þeir hafa ekki kynnzt fyrr, eða svo fór um mig. Ennþá man ég glöggt eftir tveim föru- nautum mínum, miðaldra manni, sem sat andspænis mér, hallaði höfðinu aftur á hak og mókti, og rosk- til að drekka og njóta listisemda Bakkusar. Þessar samkundur, sem eru fínar og eiga að vera menn- ingarlegs eðlis leiða fólkið til óhófs í mat og drykk. Hvort sem konan stundar sjálf skemmtanalífið eða ekki, truflar j)etta jafnvægi hugans og alla geðprýði. „Og hvað er menning manna, ef menntun vantar snót?“ sagði Matthías. ísland er að þokast inn í hóp menningarlandanna. íslenzk snót hefur hlotið menntunina, hún situr á skólabekk með drengjunum, en svo smitast hún líka af fylgikvillum hennar, eins og þeir. Er þá ekkert annað við því að segja, en „fátt er svo gott að galli né fylgi“. Við getum glaðzt yfir úrslitum handritamálsins, að eiga nú að fá hinar miklu gersemar afhentar íslend- ingum, og framgangi ýmsra góðra mála, það er gott að taka þátt í sameiginlegri velferð sinnar þjóðar. Og við erum ánægðar með frú Ragnhildi Helgadóttur í forsetastóli á Aljnngi. Það var árið 1961, sem fyrsta konan hlaut Jiað virðingarsæti. En jiað. sem daglega ber fyrir augað vekur oft mest til umræðna. Svo horfum við ekki aftur, heldur fram, á árinu 1962, með hækkandi blessaðri sól. inni konu, sem sat við hliðina á mér. Hún tók stórt súkkulaðistykki upp úr tösku sinni og bauð mér. Mér þótti vandi að neita svo góðu boði og braut mola af súkkulaðinu. Konan bauð hinu samferðafólkinu, en allir afþökkuðu kurteislega. Mér þótti þetta skrítið, og þegar konan bauð mér meira afþakkaði ég líka. Hún lagði fast að mér, að þiggja annan mola, en ég aftók það með öllu, en í jrví stanzaði lestin og konan snaraðist út, en skildi eftir súkkulaðið, með J)eim ummælum, að ég ætti að gæða mér á því á leiðinni. Þegar ég kom i skólann, sá ég, að flestir þáðu ekki sælgæti. Eg spurði skólasystur mína, sem hét Catherine, hvernig á þessu stæði. Hún sagði, að sæl- gæti væri skammtað, og þar eð skammturinn væri mjög lítill, hefði þessi siður komizt á. Mér varð hugsað til samferðakonu minnar, sem hafði að líkindum gefið mér margra vikna skammt. Dag nokkurn í desember fékk ég bréf frá móður Catherines. Hún bauð mér að dvelja hjá sér í jóla- leyfinu, og þáði ég það með þökkum. Fjölskyldan bjó í East-Kirkby, sem er námubær í grennd við Notting- ham með um það bil 17 jmsund íbúum. Við Catherine komum þangað nokkrum dögum fyrir jól. Dimmt var úti, því að götuljósin máttu sín lítils gegn þokusudda og kolareyk, sem hlandaðist skammdegismyrkrinu. Eg var alltaf að reka mig á, þó að Catherine leiddi mig- Að lokum kvaðst hún vera komin að húsinu og sagði mér að ganga á eftir sér, halda fast í sig, beygja mig til þess, að ég ra;ki mig ekki upp undir og lyfta fót- unum nokkuð hátt, svo að ég hnyti ekki um ójöfnur, J)ví að við þyrftum að fara gegnum undirgang. Eftir nokkur skref opnaði hún útihurð, og við stóðum í þvottahúsi, og sauð þar Jrvottur í potti. Þarna var engin forstofa, og er þannig háttað í mörgum gömlum hús- um í enskum smábæjum. Sums staðar er jafnvel gengið beint af götunni inn í eldhús eða stofu fjölskyldunn- ar. Catherine opnaði aðra hurð1 og ýtli mér á undan sér inn í stofu. Eldur logaði glatt á arni, og i hæg- indastól fyrir framan hann sat heimilisfaðirinn, sem var verkstjóri í kolanámu, en konan hans og þrjár dætur, tengdasonur og tengdadóttir sátu umhverfis stórt borð á miðiu gólfi. Fjölskyldan var að enda við að drekka síðdegisteið. Húsbóndinn spurði hvort okk- ur væri kalt og bauð mér sæti sitt, svo að ég gæti vermt 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.