Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 11
Guðrún frá Lundi: BLÖÐ F lt A M H A L. D S S A G A En þetta voru vinir Gyðu, og hún treysti þeim til að vera l'onum hliðholl. Þegar liann kom heim á hlaðið kom hús- inoðirin sjúlf fram í dyrnar, brosandi, og rétti honurn hönd- *na: „Sæll og blessaður frændi. Hvernig heldurðu að þetta gangi fyrir okkur?“ Hann tók í framrétta hendi hennar. »0, ætli að það gangi ekki þolanlega", sagði hann um leið og hann renndi sér inn með hlið þessarar fyrirferðar- ntiklu konu. Hann var orðinn matlystugur og langaði heldur ekki til að ræða við þessa nýju sambýliskonu sína. Inni í húsinu var allt orðið fullt af einhverju búsáhaldadrasli, sem nýju ábúendurnir áttu. Allt var það heldur ófélegt, svipað eigendunum. Honum gramdist svo, að hann setti fótinn í eina kolluna og sparkaði henni út í horn með talsverðum hávaða. Hann opnaði búrkistuna. Þar var soðinn matur. Gyða hafði nú búizt við, að hann yrði einbúi fáeina daga. Þarna var s>njörskaka á fjöl og búrhnífurinn hjá. Allt minnti þetta á l'á umhyggjusömu góðu systur, sem nú var horfin. Á borðinu stóð trébytta full af mjólk og rauk dálitið upp úr henni. ^á mundi hann eftir kúnni, sem sjálfsagt hafði ekki fengið Purrt eða vott síðan snemma um morguninn. Hann flýtti sér fram úr búrinu og lenti beint í fanginu á Sigurlaugu, sem hafði staðið á gægjum við dyrnar. Hann flýði inn í eldhúsið. fiaðan í fjósið. Hún fylgdist með honum. „Það er liklega orðið mál að gefa kúnni“, sagði hann á leiðinni eins og til að afsaka fátið og flýtirinn. Kýrin var lögzt og heypokinn tómur á stéttinni. Tvær okunnugar beljur voru komnar í fjósið, heldur grennlulegar °g hnútuberar hjá selhærðu og feitu kúnni hans Sveinbjarnar, som nú var orðin eign Markúsar. Stór hyrndur uxi var á hinsta básnum. Þetta voru gripir Kláusar gamla. Sigurlaug var komin fast að hlið lians. „Hélztu að ég léti þína kú Um morguninn, þegar við vöknuðum, var rafmagnið komið aftur, kertin hálfútbrunnin virtust ósköp um- komulítil, og ævintýrahöllin mikið hversdagslegri. En óll fyrirgreiðslan var útveguð og gefin af Flugfélagi íslands. Um 9 leytið lagði vélin af stað heimleiðis, og aftur var svifið um háloftin og komið til Islands kl. 12 á hádegi á sunnudag, eftir hálfsmánaðar fjarvist. Eg lief hér ekkert minnzt á fundinn, en frá honum hefur frú Sigríður Magnússon sagt á fundi í Kven- réttindafélaginu og tel ég því ekki þörf á að lýsa hon- um liér, enda of langt mál, en það sást á öllu, að ekki var minni áhugi hinna þeldökku Suðurlanda- kvenna fyrir réttindamálum þeim, sem fundurinn fjall- aði um, enda ekki undrunarvert, J>ar sem þær hafa verið undirokaðar af hinu kyninu öldum saman. F.n NÝTT KVENNABLAÐ standa yfir tóniri jötunni, meðan hinar úðuðu í sig. Það er auðséð, að þú þekkir mig ekki. Þú þarft ekki að hugsa um hana meir. Ég læt Auðbjörgu hugsa um þig að öllu leyti. Þá tekur hún náttúrlega til handa kúnni og kastar í liana, meðan þeim verður gefið. Hún a-tlar að hafa það allt sér. Þú þarft ekki að óttast, að hún haldi ílla á. Þú afhendir henni matvælin á morgun. Ég var búin að lofa Gyðu að reynast þér vel.“ „Er þá búið að mjólka kúna?“ spurði hann. „Já auðvitað er búið að því og hún lögzt, það var ekki mikil fyrirhöfn, þar sem heyið og vatnið stóð inni hjá henni.“ „Það þarf víst ekki að hugsa um mat handa mér fyrstu dagana. Gyða hefur séð fyrir því.“ Svo tók hann heypokann og hélt á honum fram.“ Ég hef oftastnær tekið til handa henni, kýrgreyinu, og það geri ég enn, meðan þess þarf.“ Ilann settist á búrkistuna og fór að borða. „Er þetta mjólkin mín? spurði hann húsmóðurina, sem fylgdist með honum hvert spor. „Já þetta er nú þín mjólk. Ætlarðu ekki að korna inn og tala við Kláus, meðan þú ert að borða?“ „Nei, ég sit hérna. Það er ekki nema fyrirhöfn að bera þetta snarl inn.“ Hún kom með ydirbolla og jós úr byttunni í könnu, sem hann átti. „Þessa byttu á nú nýja ráðskonan," sagði hún glettnislega. Honum féll það hreint ekki vel, að heyra hana nefna Auðbjörgu þvi nafni, en lét það sem ótalað. Sigurlaug stóð við hné hans og sagði honurn frá búskap Nikulásar, afa hans. —■ Hann hugsaði til þess með kvíða, ef hann ætti að hafa þessa símalandi kvörn við hlið sér í hvert sinn, sem hann mataðist í heilt ár. Það yrði hræðilegt. Loksins var hann búinn að borða og lét matarleifarnar niður og læsti búrkistunni. Þetta var myndarkista, líklega úr búi afa hans. Þá voru ekki hirzlurnar hafðar ólæstar. Svo fór hann út til að taka til handa kúnni. Þegar hann kom inn, var Kláus háttaður í rúm Gyðu. Hann kastaði á hann kveðju, settist á sitt rúm, sem búið var að taka ábreiðuna af og slétta snyrtilega úr sænginni, og fór að tína utan af sér spjarirnar. Kláus var eitthvað að tala urn veðrið. Það hafði breytzt til batnaðar, )>ví helzt hefði litið út fyrir rigningu, það hefði náttúrlega verið ákjósanlegt fyrir túnin. það er að segja þau, sem búið væri að koma ofan í. Markús svaraði því einu, að það væri gott að fá þarna virtust vera á ferSinni vel menntaðar, háskóla- lærSar konur, jafnt hvort þær voru frá Nigeríu, Bahama, Pakistan ellegar Stóra-Bretlandi, Frakklandi og Ameríku. — En áhuginn virtist öllu meiri á hliS þeirra þeldökku. Aldrei var orSiS gefiS frjálst, svo aS ekki væri komin biSlisti af þessum SuSur- og Aust- urlandakonum, sem eitthvaS þurftu aS segja. AS svo mæltu lýk ég frásögn minni, um þessa írlandsferS á síðastliSnu sumri. SigríSur Björnsdóttir. Þessi alþjóðafundur fjallaði um réttindamál kvenna. T. d.: Sömu laun fyrir sömu vinnu. — Um aldurstakmark ok réttindi í því sambandi til eftirlauna. — Um menntun kvenna. — Réttindi óskilgetinna barna. — Off fréttir um liag kvenna f ýmsum löndum. 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.