Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 15
-Sl#£u)iiíl ^Sf all2óts2óttit Í'KA EYBI 1 INGÓIFSFIRÐI (Minningarorð) Tíminn er hraðfleygur. Minningarnar gerast nærgöng- ular, og ég bíð þær velkomnar, jafnvel þær, sem ég á frá dvöl minni á sjúkrahúsi um síðustu jól, 1960. þær vekja hjá mér þakklæti til Guðs og manna. Sjúkra- húsið Sólheimar er eiginlega eins og stórt heimili, þar sem húsráðendur láta ekkert tækifæri ónotað, til þess að verða að ósk um heimilismanna. Við, sem gátum haft fótavist stund úr deginum, attum j)að til að fylkja liði, og heimsækja þá, sem l|rðu að vera alveg bundnir við rúmin, bæði okkur °g þeim til ánægju. Minnist ég margra hlýrra þakk- lætisbrosa og þéttra handtaka, sem sögðu meira en °ið. í þvi sambandi minnist ég sérstaklega einnar konu, þún var að mestu bundin við rúmið, eina fótavist þennar, var sú, að klæðast i slopp og sitja í stól, stund °g stund, þegar bezt lét. Svipur hennar var hjartur °g hreinn, það var eins og yfir henni hvíldi friður, aíðri öllum skilningi. Návist hennar var mér styrkur. Fyrstu dagana sem ég var á Sólheimum, vissi ég e*igin deili á konunni, en svo kom að því að talið þarst að heimili og ætterni. Ég fékk að vita, að hún héti Sigríður Halldórsdóttir, fyrrverandi húsfreyja frá Eyri i Ingólfsfirði, fædd í Súðavík, dóttir hjónanna Halldórs Jónssonar bónda og konu hans Önnu Ás- geirsdóttur. Sigríður giftist eftirlifandi manni sínum Huðjóni hreppstjóra Guðmundssyni á Eyri í Ingólfs- Hrði. Þau eignuðust fjögur börn, og ólu þar að auki uPp sonarson sinn, Ólaf Ingólfsson. Börnin eru öll á h'fi. Synirnir á Eyri, en dæturnar í Reykjavík. Það varð bjartara hlikið í augum hennar, þegar hún tal- aði um ástvinina, hún þráði að komast heim til eigin- K'annsins, heim að Eyri, þar sem hún hafði fórnað kröftum sínum og lífi, sæl og hamingjusöm. Það er ekki lítið verkefni að vera húsmóðir á stóru heimili, þar sem einnig er opið hús fyrir gesti og gangandi. Hún var einnig liðtæk utan heimilis, ef hún vissi af einhverjum, sem þurfti líknar með, var það hennar Yndi og ánægja að fá að fórna sér, eftir því sem þörf hrafðist og geta var til. Henni var ekki ókunnugt um orðtakið „Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir Hillum vér“. Þess vegna gekk hún fram í því að stofnað yrði kvenfélag Árneshrepps, og þar var hún í stjórn um árabil. Hún hvatti til dáða og drengskapar, það hef ég heyrt frá þeim sem vel þekktu til. Har sem kærleikur ræður ríkjum er himnaríki á J°rðu, þannig var heimili hennar. Fjölskyldan kunni Vel að mela hana, og var samtaka í því að leggja fram Siííríður Halldórsdóttir. krafta sína, til þess að það mætti verða sá reytur, sem gæfi af sér góðan ávöxt. „Það var ekki létt að yfirgefa fjörðinn fagra“, en það varð hún að gera, og setjast að þar sem hún gat náð til lækna með hægu móti. Þess vegna fór hún til Reykjavíkur, og dvaldi ýmist hjá Ingibjörgu dóttur sinni, eða á sjúkrahúsi, en þar var hún síð- ustu æviárin. Hún möglaði ekki yfir sjúkdómi sínum, eða sjúkrahúsvist, en bjartur varð svipurinn, þegar dætur hennar og aðrir góðir vinir komu í heimsókn og þakklát var hún sjúklingum, sem komu að rúmi hennar, þó ekki væri nema til þess að bjóða henni góðan dag, eða góða nótt. Hún miðlaði öðrum af nægtum sínum. En hvert sótti hún sinn andans auð? Hún var trúuð kona, og lifði bænalífi. Þar er svarið. Tíminn leið. Ég yfirgaf sjúkrahúsið, en hún varð eftir þar. I sumar fór ég af landi burt, og sá engin blöð, því fylgdist ég ekki með fréttum að heiman. Það getur margt skeð á nokkrum vikum, meira að segja á nokkrum augnablikum. Það er gott að vera ferðbúin, þegar kallið kemur. Það var Sigríður. Hún andaðist 26 ágúst síðastliðinn, en fæðingardag átti hún 22. maí 1890. Hún fór heim í fjörðinn sinn. Líkami hennar var lagður til hinztu hvíldar í faðmi hans, að viðstöddu miklu fjölmenni, í fögru veðri og geislandi siðsumarsól. Nú syrgja hana ástvinirnir allir, og þakka henni frábæra umhyggju og kærleika. Sveitungar hennar og nágrannar minnast hinnar glæsilegu gestrisnu konu með innilegu þakklæti, og við, sem mættum henni aðeins í svip á vettvangi lífsins, minnumst hennar með þökk. Hún gerði h'f okkar auðugra. Hún stráði blóm- um á veginn. í Guðs friði, Sigríður! Skrifað í desember 1961. Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún). Nýtt kvennablað. Vcrð kr. 85.00 4rg. Afgr. Fjölnisveg 7, Rvík. Sfmi 12740. Ritstj. og ibm.: Guðrún Stefánsd. - Horgnrprent, Co.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.