Morgunblaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ höfum aftur sótt um sál- fræðiaðstoð hjá krabbameinsfélag- inu hér í Danmörku en við fengum slíka hjálp þegar Kristófer dó. Það er gríðarlegt álag á okkur hér á heimilinu og þarf lítið til að sjóði upp úr. Það er líka erfitt fyrir litlu krakkana þegar mamma er í burtu og svo pabbi og Alexandra kemur ekkert heim. Það er því mikið rót á heimilislífinu og þau litlu gráta mikið. Þetta reynir því á alla, ekki bara þá fullorðnu,“ segir Ólafur Páll Birgisson, faðir Alexöndru Líf- ar, 11 ára, sem glímdi við hvítblæði fyrir nokkrum árum en gengst nú undir mergskiptaaðgerð vegna krabbameins sem hún greindist með í sumar. Hjónin Ólafur Páll og Kolbrún Björnsdóttir hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarið en auk þess að fylgja dóttur sinni í gegn- um lyfjameðferð og ótal rannsóknir drukknaði þriggja ára sonur þeirra, Kristófer, árið 2005, aðeins þriggja ára gamall. Auk Alexöndru og Kristófers eiga þau hjónin þrjú ung börn. Óvissa um eðli veikindanna Ólafur segir að veikindi Alex- öndru hafi byrjað árið 2004 þegar hún var fimm ára en þá hafi hún átt sífellt erfiðara með að ganga allt þar til hún gat ekki gengið lengur. „Eftir rannsóknir kom svo í ljós að hún var með hvítblæði. Þá var hún lögð inn á Ríkisspítalann en meðferð við hvítblæði tekur yf- irleitt tvö og hálft ár,“ segir Ólafur. Jólin 2006, um tveimur mánuðum eftir að Alexandra hafði lokið með- ferðinni við hvítblæðinu, fór hún í reglubundið eftirlit þar sem tekin er mergprufa. „Þá fundu þeir eitt- hvað. Þeir voru að prófa nýja greiningaraðferð og vissu því ekki hvort hvítblæðið hefði tekið sig upp aftur. Upp frá því var hún meira og minna veik í tvö ár og læknarnir reyndu að gefa henni ýmis lyf til að fá blóðplöturnar sem valda því að blóðið storknar til að fjölga sér. Það hefur m.a. orðið til þess að hún fékk kemíska heilahimnubólgu og var lögð inn í þrjár vikur. Einnig voru prófuð gigtarlyf og þá fékk hún svokallað Steven Johnson- heilkenni sem læknarnir sögðu vera það versta tilfelli sem þeir hefðu séð,“ segir Ólafur. Hann segir að prufur hafi verið sendar til Svíþjóðar og Þýskalands til að fá álit fleiri lækna. „Fyrir skömmu þegar við komum aftur til Danmerkur eftir sumardvöl á Ís- landi voru læknarnir sammála um að hún væri með MDS-krabbamein, en slíkt krabbamein er mjög sjald- gæft hjá börnum og greinist nánast eingöngu hjá gömlu fólki,“ segir Ólafur. Hann segir einu lækn- inguna við MDS vera beinmergs- skipti. „Hún hefur bara einn séns en líkurnar á að hún hafi það af eru mestar ef merggjafi sjúklingsins er systkin. Það er því mikil heppni að systir hennar skuli geta gefið merg,“ segir Ólafur, en sex ára systir Alexöndru, Ronja, mun gefa henni beinmerg. Með grímur og hanska „Alexandra byrjaði núna á sunnudaginn í meðferðinni og verð- ur í einangrun í sex vikur. Þá verð- ur allur hennar beinmergur fjar- lægður en þá er hún ekki með neitt ónæmiskerfi. Við verðum öll að vera með grímur og hanska þegar við erum hjá henni á sjúkrahúsinu og megum ekki koma við hana. Eftir sex vikur, ef allt gengur vel, fær hún svo að koma heim en fer svo á spítalann einu sinni til tvisvar í viku í meðferðina,“ segir Ólafur. Hann segir Alexöndru hafa tekið veikindunum ótrúlega vel þegar þau hófust fyrir fimm árum. „Nú er hún hins vegar orðin 11 ára og skil- ur betur hvað er að gerast. Hún er miður sín af því að hárið er að detta af henni eins og síðast. Það var henni svo mikilvægt þegar það byrjaði að vaxa aftur að hún safn- aði því og vildi hafa hárið eins sítt og mögulegt væri. Miðað við allt tekur hún þessu vel en það reynir meira á núna en í upphafi og hún grætur meira,“ segir Ólafur. Hann segir skólagönguna óneit- anlega hafa verið slitrótta vegna veikindanna en Alexandra byrjaði í 5. bekk í síðustu viku. „Hún fékk að fara fyrstu þrjá dagana en fer kannski ekkert aftur í 5. bekk. Kannski ekki fyrr en í vor ef allt gengur upp,“ segir Ólafur. „Þarf lítið til að sjóði upp úr“ Kát systkin Alexandra Líf með Benjamín litla bróður í fanginu ásamt systrunum Kristjönu og Ronju sem mun gefa systur sinni merg. Móðir barnanna, Kolbrún Björnsdóttir, hefur líkt og faðirinn, Ólafur Páll, þurft að hætta vinnu.  Alexandra Líf greindist á ný með krabbamein eftir að ljóst var að hún var laus við hvítblæði sem hún greindist með árið 2004  Álagið er mikið en þriggja ára bróðir Alexöndru drukknaði árið 2005 Hjónin Kolbrún og Ólafur Páll hafa skipst á að sinna námi meðan á veikindum Alexöndru hefur staðið. Þau hafa nú bæði lokið námi í Dan- mörku, þar sem þau búa enn. Eftir að þau luku námi hafa þau lítið getað sinnt vinnu vegna veik- inda Alexöndru Lífar og þurft að sinna henni mikið í kjölfar með- ferða og rannsókna. Hjónin eiga fjögur börn, þau Alexöndru 11 ára, Ronju 6 ára, Kristjönu Elínu 3 ára og Benjamín 2 ára. Þar sem veikindin og fjarvera hjónanna frá vinnu hefur mikil áhrif á fjárhag fjölskyldunnar hafa aðstandendur ákveðið að halda tónleika til styrktar Alexöndru Líf og fjölskyldu. Fjölmargir íslenskir tónlist- armenn hafa þegar samþykkt að leggja sitt af mörkum með því að gefa vinnu sína. Tónleikarnir verða haldnir í Há- skólabíói 14. september næstkom- andi og meðal þeirra listamanna sem fram koma eru Páll Óskar, Hera Björk, Ingó og veðurguðirnir, KK, Skítamórall, Jeff Who? og Haf- dís Huld. Styrktartónleikar 14. september Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞEIR eru að láta kanna hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu með því að yfirtaka SPRON þegar þeir töldu að ekki hefði verið þörf á því,“ segir Baldvin Björn Haraldsson lög- maður. Baldvin hefur fyrir hönd 25 er- lendra fjármálafyrirtækja höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands, sem hann segir að hafi kom- ið að málinu. „Það er verið að kanna hvort þetta var gert með lögmætum hætti.“ Svo virðist sem hrina lögsókna á hendur íslenskum stjórnvöldum sé í uppsiglingu. Joseph Tirado, meðeigandi lög- mannastofunnar Norton Rose í London, segir að þegar hafi nokkur erlend fjármálafyrirtæki, sem eigi hagsmuna að gæta hér á landi, hafið málsókn á hendur íslenskum stjórn- völdum. Hann segir stjórnendur þessara fyrirtækja telja að þeir hafi ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð að teknu tilliti til alþjóðalaga, reglna Evrópska efnahagssvæðisins og ís- lenskra laga. Kröfur hafi verið lagð- ar fram í nokkrum lögsagn- arumdæmum, en hann vill ekki nefna hvar. Þær varði ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, aðgerðir Fjár- málaeftirlitsins og lagasetningu Al- þingis. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að lögð hafi ver- ið áhersla á að leysa deilumál með samningum en ekki málaferlum. Þó hafi alltaf mátt búast við að ein- hverjir myndu höfða mál vegna að- gerða stjórnvalda eftir að bankarnir féllu. „Við höfum átt undirbúningsfundi til að vera sem best undirbúin fyrir málsvörnina,“ segir Steingrímur. Líklegast verði búið til teymi sem annist svona mál, sem ríkislögmaður komi að. Þurfum að anda með nefinu Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir þetta vissulega ekki góð- ar fréttir. Hann vilji, eins og fjár- málaráðherra, frekar leysa mál með samningum og samkomulagi en málaferlum. „Við vissum að það væru ýmsir sem hefðu verið að ræða um máls- höfðanir eða hefðu beinlínis tekið einhver skref til að höfða mál. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart,“ seg- ir Gylfi. „Það er líka þannig að menn nota hótanir um málaferli til þess að bæta samningsstöðu sína, þannig að við þurfum að anda með nefinu. Það kemur ekki til greina að gefast upp fyrir öllum kröfum sem að ríkinu er beint, bara út af því að einhverjir hóta að fara í mál,“ segir ráðherra. Stefna Seðlabanka Íslands vegna yfirtöku á SPRON  Erlend fjármálafyrirtæki vilja sækja skaðabætur frá ríkinu  Fleiri íhuga málaferli Þessir bankar eru meðal þeirra sem hafa stefnt ríkinu: Banque et Caisse d’Epargne, Bayerische Landesbank, Cathay United Bank, Commerzbank Int- ernational, Dresdner Bank, DZ Bank AG Deutsche Zentral bank, HSH Nordbank, Hypo Alpe-Adria Bank, Landesbank Baden-Württemberg, Land- esbank Saar, National Bank of Egypt, Norddeutsche Land- esbank, Oberbank, Raiffeisen- landesbank, Salzburger Landes- Hypothekenbank, og Spareban- ken Öst. Margir þýskir bankar Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögmaður Baldvin Björn Haralds- son mætir í fyrirtöku 1. september. FJÁRHAGUR foreldra, búseta og félagslegar aðstæður hafa vaxandi áhrif á árangur í grunnskólum á Norðurlöndunum. Er þetta meðal niðurstaðna skýrslunnar Northern Lights on PISA 2006 sem unnin var fyrir norrænu ráðherranefndina. Var hún kynnt á ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík sem lauk í gær. Í skýrslunni er árangur árið 2006 borinn saman við árin 2000 og 2003. Fram kemur að frammistaða ís- lenskra, danskra og norskra grunn- skólanemenda er undir meðaltali ríkja Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD. Finnskir nemar koma best út Norðurlandabúa eins og áður og Svíar standa vel varðandi endurskipulagningu mennta- kerfisins. skulias@mbl.is Morgunblaðið/RAX Of langar? Skólabörn í frímínútum. Nemendur á Íslandi undir meðallagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.