Morgunblaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Erlendir fjár-festar hafaað und- anförnu eignazt ráð- andi hluti í stórum, rótgrónum fyr- irtækjum á Íslandi. Bandaríska fyrirtækið Yucaipa eignaðist fyrir skömmu þriðjungs- hlut í Eimskipi, sem eitt sinn var kallað óskabarn þjóðarinnar og enginn hefði getað hugsað sér að væri í erlendri eigu. Nú hugsa flestir væntanlega sem svo að betra sé að óskabarnið verði áfram í rekstri með erlendri eignaraðild en að það leggi upp laupana. Þá sagði Morgunblaðið frá því í gær að brezkir eigendur British Seafood hefðu keypt meirihlutann í Iceland Seafood, öðru helzta dreifingar- og sölufyrirtæki ís- lenzkra sjávarafurða. Ekki eru mörg ár síðan menn töldu ekki koma til greina að kan- adísk fyrirtæki eignuðust hluti í íslenzku fisksölufyrirtækjunum. Nú kveður við annan tón. Í Morg- unblaðinu í dag segja bæði Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva, og Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, að það skipti ekki máli lengur hvar eignarhald sölufyr- irtækjanna liggi. Enda liggur það í augum uppi að svo lengi sem reglna um gagnsæi er gætt og fjárfestar sitja við sama borð er jákvætt að eig- endur erlends áhættufjár vilji taka þátt í íslenzku atvinnulífi. Beinar erlendar fjárfestingar kunna á næstunni að verða nær- tækari leið til að fá fjármagn inn í landið en lántökur, þar sem láns- traust íslenzks atvinnulífs er í lág- marki. Hins vegar eru mörg kaup- tækifæri í íslenzkum fyrirtækjum, sem hafa góðan grunn þótt þau eigi flest í tímabundnum erf- iðleikum. Nú er jafnframt rætt um fyrstu beinu erlendu fjárfestinguna í orkugeiranum; kanadíska fyr- irtækið Magma Energy stefnir á að eignast minnihluta í HS orku. Mörgum hugnast þetta ekki. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði á heimasíðu sinni í gær um „ásælni erlendra kapítalista sem eru byrjaðir að sölsa undir sig orkugeirann á Íslandi“. Salan á HS orku er flóknara mál en sala einkarekinna fyr- irtækja til erlendra fjárfesta, því að þar er annars vegar um að ræða að ljúka einkavæðingu fyr- irtækisins og hins vegar erlenda eignaraðild. Þær áhyggjur, sem menn hafa haft af einkavæðingu í orkugeiranum, hafa ekki sízt snú- ið að því að ríki og sveitarfélög misstu forræði á orkuauðlindum og að verð til almennings myndi hækka. Með löggjöf, sem sett var í fyrra, er hins vegar tryggt að orkuauðlindir í eigu opinberra að- ila verða ekki framseldar og veitu- fyrirtæki, sem eru í viðskiptum við almenning, verða áfram í meirihlutaeigu opinberra aðila. Einkaaðilar geta hins vegar eign- azt sjálf orkuvinnslufyrirtækin, sem eiga nú þegar í talsverðri inn- byrðis samkeppni. Rétt eins og aðrar atvinnu- greinar þarfnast orkugeirinn er- lendrar fjárfestingar. Tengsl við erlend fyrirtæki geta greitt fyrir því að okkur takist að nýta þá gríðarlegu möguleika sem liggja í orkuvinnslu, bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Íslenzku orkufyrirtækin fá ekki lán um þessar mundir. Það getur verið talsverður akkur í erlendri fjár- festingu, sem getur greitt fyrir fjármögnun arðbærra verkefna. Heilbrigðisráðherrann ætti kannski að hugsa út í að án „er- lendra kapítalista“ er ekki líklegt að sú uppbygging atvinnulífsins eigi sér stað, sem er nauðsynleg til að fjármagna heilbrigðiskerfið og aðra velferðarþjónustu. Orkugeirinn þarf eins og aðrar grein- ar á erlendri fjár- festingu að halda} Erlendir kapítalistar Hin hefðbundnaíslenska prjónakona er að taka við sér,“ sagði Arna María Gunn- arsdóttir hjá Heimilisiðn- aðarsambandi Íslands í viðtali við Morgunblaðið í gær. Arna María var þar að vísa til þess, að mikil aukning hefur orðið á sölu lopa og bands í verslunum hér á landi í sumar og sífellt fleiri sækja námskeið og leita sér upp- lýsinga um hvað sé best að hafa á prjónunum og hvernig. Hún held- ur jafnvel að ástæðan sé sú að fólk fari minna til útlanda en áður og kjósi því að sitja heima og skapa. Með prjóna í höndum. Þetta er skemmtileg þróun, hvort sem hún stafar af færri ferðum til útlanda, sparsemi eða sköpunarþrá. Íslendingar hafa löngum nýtt ullina í flíkur og þar er í mikinn fjársjóð að sækja. Þá er ekki síður ánægjulegt að mesta aukningin í sölu á lopa og bandi virðist vera hjá yngri ald- urshópnum, að því er Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri ull- argarnsframleið- andans Ístex, segir. Unga fólkið leitar þannig hefðbundinna leiða til að finna sköpun sinni útrás. Þessa áhuga má víða sjá merki um allt land, til dæmis hafa svokölluð prjónakaffihús sprottið upp í bæjum og þorpum. Íslenskar ullarvörur njóta þó ekki eingöngu vinsælda hér á landi. Þær seljast víða um heim, allt austur til Japans. Íslenska ullin hefur varið margan manninn í stórbyljum. Nú skapar hún enn á ný ýmis tækifæri. Ístex hefur þurft að bæta við sig starfsfólki til að vinna lopa og band hérna heima og sífellt fleiri prjóna alls konar fatnað til útflutnings. Íslenska lopapeysan er þar vinsælli en annað prjónles, eins og oftast áð- ur. Hún heldur áfram að bera hróður íslenskrar ullar víða um lönd, hvernig sem allt annars veltist í henni verslu. Ullin skapar enn ýmis tækifæri}Margt á prjónunum H austið gerir vart við sig með ýmsum hætti. Margt er skemmtilegt við þennan árs- tíma – náttúran skartar sínum fegurstu litum og margir byrja á nýjum og spennandi verkefnum. Ekki vekur þó allt sem berst með haust- vindinum jafnmikla gleði. Eitt af því eru ár- vissar fréttir um manneklu á frístundaheim- ilum. Nú er komið á daginn, viku áður en skólarnir í borginni taka til starfa, að enn vantar 100 manns til starfa. Það þýðir að fjöl- margar fjölskyldur ungra barna eru í óvissu um hvort börnin fái skjól að loknum skóla- degi. Af viðtölum við yfirmann frístundaheim- ilanna má ráða að þetta komi á óvart. Miðað við atvinnuleysistölur hefði mátt gera ráð fyrir því að betur gengi að manna heimilin. Svo virðist sem íþrótta- og tómstundaráð, sem sér um rekstur frístundaheimilanna, hafi ákveðið að kreppan hlyti að bjarga þessu þetta árið. Að í haust slyppu þau við hringingar ósáttra foreldra og þreytandi spurningar fjölmiðlafólks. Nú myndu atvinnulausir flykkjast í illa launuð hlutastörf á frístundaheimilum. Í fyrrahaust, sem önnur haust, var mikið rætt um „mönnunarvandann“ á frístundaheimilunum. Þá sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir að það yrði að „leita nýrra leiða og bjóða upp á önnur úrræði“. Tvær manneskjur voru ráðnar hjá borginni til að gera þetta. Kannski eru þær fluttar til Kanada eða Noregs? Að minnsta kosti hefur ekkert frést af störfum þeirra. Á árinu 2009 finnst ekki stafur í fund- argerðum ÍTR um hvernig leysa eigi úr mann- eklunni. Nokkrum sinnum er minnst á starf- semina, en hvergi örlar á tillögum til úrbóta. Á fyrri hluta ársins mátti hins vegar lesa um eft- irfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að óska eftir því við garðyrkjustjóra Reykjavíkur að hann láti kanna möguleika á að útbúa leiksvæði fyrir golfáhugamenn í Laug- ardalnum.“ Tillagan var samþykkt. Í annarri fundargerð mátti lesa samþykkt um að láta kanna kosti þess að útbúa golfvöll í Viðey. Verkefnið mun vera í vinnslu. Í ár verður kennsla yngstu barnanna í grunnskólunum skorin niður og stendur til að vegna þessa taki frístunda- heimilin fyrr við börnunum en þau hafa áður gert. Ekki virðist þetta hafa aukið metnað borgaryfirvalda, heldur er hugsunin um að moka af biðlistum enn ríkjandi. Ekki skal gert lítið úr framtaki þeirra fjölmörgu sem starfa á frístundaheimilunum og vinna þar víða mjög gott starf. Það er hins vegar ekki að sjá að stjórnmála- mennirnir hafi nokkurn metnað til að gera nokkuð í þessum málum þegar á reynir. Þegar loksins tekst að redda enn einu haustinu fyrir horn, þá kemur kannski yfirlýsing. „Nú ætlum við sko aldeilis að finna úrræði og leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll.“ Við skulum bíða og sjá hvað gerist við næstu skólasetningu. elva@mbl.is Elva Björk Sverrisdóttir Pistill Vantar ekki golfvöll í Viðey? Erlendar eignir lífeyris- sjóða hækka í verði FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is N ær fordæmalausar hækkanir á hluta- bréfamörkuðum er- lendis undanfarin misseri munu að lík- indum hækka virði erlendra eigna lífeyrissjóðanna um tugi milljarða. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina ekki hafa getað tekið þátt í þeim uppsveiflum sem einkennt hafa erlenda markaði nema að litlu leyti. Það skipti þó miklu máli að sjóðirnir hafi ekki selt erlendar eignir heldur haldið þeim. „Það eru í gildi gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir mikla þátt- töku lífeyrissjóðanna á þessum markaði, þ.e. með nýjum fjárfest- ingum. Vonandi hafa þó hækk- anirnar að undanförnu aukið virði erlendra eigna sem sjóðirnir áttu fyrir. Tölur um það liggja hins veg- ar ekki fyrir.“ Seðlabanki Íslands birtir mán- aðarlega yfirlit yfir virði eigna sjóð- anna, innlendra sem erlendra, og mun virði eigna í lok júlí ekki verða birt fyrr en í september. 23 prósent hækkun í krónum Hlutabréfavísitölur hafa víðast hvar í heiminum hækkað mikið undanfarin misseri. Samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum lífeyrissjóða hafa hlutabréfa- vísitölur hækkað mikið í júlí. Frá janúar til loka júní hafði hlutabréfa- vísitala Morgan Stanley hækkað um 11,7 prósent í krónum talið. Sé horft til loka júlí nemur hækkunin tæpum 23 prósentum. Umtalsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir sjóðsfélaga þegar horft er til ávöxtunar erlendra eigna. Í lok júní námu heildareignir sjóðanna 1.736 milljörðum króna og þar af voru erlendar eignir 497 milljarðar króna. Þar af voru heildareignir í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum 360 milljarðar. „Ávöxtun í ein- stökum sjóðum er vitaskuld mis- jöfn, en ég held þó að það sé al- gengt að hún hafi frekar gefið eftir á þessu ári heldur en hitt. Í þeim eru oft minni sveiflur og minni áhætta. Þannig að það getur verið erfitt að ráða í stöðuna.“ Veiking eykur virði Vegna veikingar krónunnar hefur virði erlendra eigna lífeyrissjóðanna einnig aukist í krónum talið, þar sem mun fleiri krónur fást fyrir hverja erlenda mynt en áður. Í upp- hafi árs var vísitala krónunnar 216 en í lok dags í gær var hún 236 stig. Í janúar og febrúar styrktist krónan umtalsvert, einkum vegna inngripa Seðlabankans á gjaldeyr- ismarkaði, og var hún komin í 187 um tíma. Frá því í mars hefur hún veikst nær samfellt. Á þeim stutta tíma sem krónan styrktist í upphafi árs var enn lækkunarferli á erlend- um mörkuðum. Um leið og krónan tók að veikjast að nýju hófst eitt mesta hækkunartímabil um árabil á hlutabréfamörkuðum. Frá mars hefur vísitala Morgan Stanley hækkað um rúmlega 50 prósent og hafa fjárfestingasjóðir víðsvegar um heim notið góðs af þessu. Norski olíusjóðurinn náði til að mynda sinni mestu ávöxtun frá upphafi á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða 12,7 prósentum. '   ' 3     $ >  '" '3 4 '"  3 4 '  5'3 &!! '!! (!! !! )!! !    , -  5 9 7 ,  + * + , # $ Miklar hækkanir hafa verið á hlutabréfamörkuðum erlendis frá því í mars. Erlendar eignir líf- eyrissjóðanna hafa að líkindum hækkað að undanförnu. Gjaldeyr- ishöftin hindra fjárfestingar. Eftir hrun bankanna í október, sem meðal annars hafði það í för með sér að heildareignir lífeyrissjóð- anna drógust saman um ríflega 200 milljarða, var nokkuð til umræðu að lífeyrissjóðirnir seldu eignir sín- ar erlendis til þess að mögulegt væri að auka framkvæmdir. Var meðal annars rætt um þetta í við- ræðum um stöðugleikasáttamála. Til stendur enn að lífeyrissjóðirnir leggi til fé í framkvæmdir. Hrafn Magnússon segir að ekki hafi verið þrýst sérstaklega á líf- eyrissjóðina að selja erlendar eign- ir, þótt það hafi komið til umræðu. „Ávöxtun lífeyrissjóðanna, í sam- ræmi við stefnu og með hagsmuni sjóðsfélaga í forgangi, er ávallt í fyrirrúmi hjá lífeyrissjóðunum. Ákvarðanir um sölu á eignum má aldrei taka nema á þeim for- sendum.“ GOTT AÐ SELJA EKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.