Morgunblaðið - 19.08.2009, Page 17

Morgunblaðið - 19.08.2009, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009 Eggert Börnin draga björg í bú Kári fann til sín í gær og blés vel úr sér. Það fengu börnin að reyna sem voru að taka upp í skólagörðum Reykjavíkur í Skerjafirði. Uppskeran virðist þó vera hin ágætasta og mun eflaust metta marga munna. OPNUGREIN Kjartans Gunnarssonar, fv. fram- kvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Davíðs Oddssonar) og vara- formanns bankaráðs Lands- bankans (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Björgólfs Guðmundssonar) í Mbl. 14.8. s.l., gefur tilefni til að biðja lesendur Mbl. að hug- leiða eftirfarandi staðreyndir: 1. Þegar Davíð Oddsson, þáv. forsætisráð- herra, ákvað að afhenda Björgólfsfeðgum Landsbanka Íslands, þrátt fyrir að þeir hefðu ekki gert hæsta tilboð, varð að samkomulagi, að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins, sæti áfram í bankaráðinu sem vara- formaður, til þess að tryggja „pólitískt talsam- band við Flokkinn“. Þetta var gert á þeirri for- sendu, að Björgólfsfeðgar myndu flytja svo mikinn erlendan gjaldeyri inn í landið. Nú er upplýst, að kaupverðið var í reynd aldrei greitt, nema að hluta. Í staðinn var slegið lán hjá Búnaðarbankanum, sem nú er gjaldfallið og mun væntanlega bætast í skuldasafn þjóð- arinnar. 2. Ef forráðamenn Landsbankans – þ.m.t. Kjartan Gunnarsson – hefðu ákveðið að reka bankastarfsemi sína í Bretlandi og Hollandi í þarlendum dótturfyrirtækjum – en ekki sem útibú frá Landsbankanum – þá lægi enginn Icesave-reikningur til íslenskra skattgreiðenda fyrir á Alþingi Ís- lendinga. Ekki ein króna. 3. Það er því hafið yfir allan vafa, að það var á valdi eftirtalinna fjög- urra einstaklinga að koma í veg fyrir, að Icesave-reikningurinn félli á þá, sem ekki höfðu til hans stofnað, þ.e.a.s. íslenska skattgreiðendur. Þeir fjórir einstaklingar, sem með réttu hljóta því að teljast ábekingar Icesave-reikningsins á hendur þjóð- inni, heita: Halldór Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar; og Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson, sem formaður og varaformaður bankaráðsins. Það er eins og Kaninn segir í villta vestrinu: „They can run – but they can’t hide.“ 4. Þessir menn ákváðu að yfirbjóða innláns- vexti keppinauta í samkeppni um innlán spari- fjáreigenda í þessum löndum, af því að láns- traust bankans fór þverrandi, lánalínur voru að lokast og skuldatryggingarálög fóru síhækk- andi. Bankinn var undir þeirra stjórn sokkinn í skuldir og þurfti stöðugt að endurnýja lána- safn sitt til að koma í veg fyrir hrun. For- ráðamenn LB völdu því útibúsformið að ásettu ráði til þess að hafa frjálsar hendur til að nota innlánsféð í Icesave í eigin þágu, lausir undan ströngu eftirliti gistiríkjanna. Að sögn Davíðs Oddssonar höfðu þessir forráðamenn Lands- bankans lofað Seðlabanka og Fjármálaeftirliti því að færa þessa fjáröflunarstarfsemi sína í þessum löndum yfir í dótturfyrirtæki með sparifjártryggingu þarlendra yfirvalda. Að sögn fv. seðlabankastjóra sviku þeir það loforð, með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. 5. Skv. skýrslu hollenskra lagaprófessora til hollenska þingsins bitu þessir sömu ein- staklingar höfuðið af skömm sinni með því að hafna ítrekuðum tilboðum hollenskra (og breskra) fjármálayfirvalda um að færa Ice- save-netbankana inn í hollenska og breska lög- sögu, undir eftirlit og sparifjártryggingu þar- lendra yfirvalda. Þess vegna fór sem fór. 6. Með því að hafna þessum tilmælum ís- lenskra eftirlitsstofnana, seðlabanka Hollands og breska fjármálaeftirlitsins komu for- ráðamenn Landsbankans – þar með talinn Kjartan Gunnarsson – beinlínis í veg fyrir að lágmarkstrygging innistæðueigenda hjá Ice- save yrði borin af tryggingarsjóðum viðkom- andi landa, en ekki íslenskum skattgreið- endum. 7. Í upphafi árs 2008 pöntuðu forráðamenn Landsbankans sérstaka úttekt viðurkenndra sérfræðinga, þeirra Buiter og Sibert, um fjár- hagslegt heilsufar íslenska bankakerfisins. Niðurstaðan, sem þeir fengu í hendur í apríl 2008, var hrollvekjandi. Það væri aðeins tíma- spursmál, hvenær íslensku bankarnir myndu hrynja, nema því aðeins að gripið yrði til neyð- arráðstafana, án tafar. Það þýddi m.a. að flytja höfuðstöðvar bankanna á stærra myntsvæði, þar sem meginþungi starfseminnar var hvort eð var, eða a.m.k. að breyta útibúunum í dótt- urfélagsform og þar með á ábyrgð og með sparifjártryggingu þarlendra yfirvalda, eins og stóð til boða. Bankastjórarnir vissu þetta. Bankaráðsmennirnir vissu þetta. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde gat ekki annað en vitað þetta. Þyngst er ábyrgð forráðamanna Landsbank- ans sjálfs, sem þverskölluðust við að virða til- mæli um, að forða slysinu í tæka tíð. Þeir for- hertust. Niðurstaða: Að þessi maður, af öllum mönnum undir sól- inni – Kjartan Gunnarsson, fv. framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður bankaráðs Landsbankans – skuli dirfast að saka núv. fjármálaráðherra, Steingrím J. Sig- fússon – einn fárra íslenskra stjórnmálaleið- toga, sem sannanlega eru saklausir af Icesave- ódæðinu – um að „binda þjóðinni drápsklyfjar“ og beinlínis að fremja landráð („… gengur hér erinda Breta af meiri hörku og óbilgirni en … þeir hefðu sjálfir lagt í að beita …“), það lýsir svo sérstöku hugarfari, að alla ærlega menn hlýtur að setja hljóða. Getur þetta verið? Hef- ur mér ekki missýnst? Ég trúi ekki mínum eig- in augum. Að á sama tíma og menn leggja nótt við nýtan dag til að moka skuldirnar og skítinn upp eftir greinarhöfund, Kjartan Gunnarsson, pólitíska fóstbræður hans og viðskiptafélaga, þá þyki honum sæma að gera hróp að björg- unarliðinu. Hvað kallast svona hegðun? Hroki og óbilgirni? Vissulega. Botnlaus ósvífni væri nær lagi. Ósvífni í bland við forherðingu kemst líklega næst kjarna málsins, – en lætur þó margt ósagt. Þeim sem vilja kynna sér ítarlegri rökstuðn- ing fyrir ábyrgð stjórnenda Landsbankans og stjórnmálaforystu Sjálfstæðisflokksins á Ice- save-klúðrinu skal bent á greinina: Um brigsl og víxl – www.jbh.is. Forherðing? Eftir Jón Baldvin Hannibalsson » Þyngst er ábyrgð forráða- manna Landsbankans sjálfs, sem þverskölluðust við að virða tilmæli um, að forða slysinu í tæka tíð. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á árunum 1991-95. HINN 1. júlí sl. gekk í gildi reglugerð frá fé- lagsmálaráðuneyti um hinar ýmsu skerðingar á lífeyrisréttindum eldri borgara og ör- yrkja frá Trygg- ingastofnun. Í þessari grein ætla ég að víkja aðeins að þeim skerð- ingum sem eldri borg- arar urðu fyrir og að- draganda þess. Í stuttu máli var aðdragandinn enginn, ekkert samráð haft við Landssamband eldri borgara, þrátt fyrir fögur orð þar um fyrir kosn- ingar. Loforðin voru reyndar þau að ekki skyldi hróflað við kjörum eldri borgara og góðu samráði heitið um ýmsar réttarbætur, sem lengi hefur verið barist fyrir. Ég kalla það ekki samráð að senda bréf í tilkynning- arformi. Við í stjórn Landssambandsins stóðum í þeirri trú þegar farið var að ræða hækkun á launum opinberra starfsmanna sem endaði í 6% launa- hækkun 1. júlí að lífeyrisréttindi okk- ar yrðu þá með svipuðum hætti hækk- uð. En, nei, ekki aldeilis. Nú var ráðist á þann garðinn sem lægstur er og klippt og skorið eftir hentugleikum. Eldri borgarar hafa ekki samnings- rétt um sín kjör, en verða að taka því sem að þeim er rétt. Og nú var það notað, grunnlífeyrir þeirra sem hafa 180.000 kr. úr lífeyrissjóðum eða sam- bærilegar tekjur fyrir skatta, var tek- inn af. Hingað til hefur ekki verið hróflað við grunnlífeyrinum, sem var nú ekki há upphæð, u.þ.b. 29.000 kr. fyrir skatta. Það getur hins vegar munað um þá upphæð og ekki síst hjá þeim sem nú eiga að greiða háar fjár- hæðir til baka til Tryggingarstofn- unar vegna einhverra breytinga á kjörum síðasta árs, sem fólk sá ekki fyrir. Alveg tekur þó steininn úr þegar greiða á til baka laun látins maka frá fyrra ári. Mér finnst það til skammar að slíkt skuli viðgangast, en það virð- ist þvælast fyrir mönnum að breyta því. Líklega afar erfitt að setja reglu- gerð um það! Það vafðist hins vegar ekki fyrir stjórnvöldum að breyta við- miði til skerðingar á ellilífeyri vegna fjármagnstekna úr 50% í 100%. Flestir sem það hafa getað hafa reynt að spara eitthvað til elliár- anna og lagt fyrir í banka, en nú er þeim hegnt fyrir að sýna ráð- deild og sparnað. Kannske væri betra að geyma það bara undir koddanum. En aftur að grunnlíf- eyrinum, sem hingað til hefur ekki verið hróflað við, hvaða ríkisstjórnir sem hafa setið. Erum við eldri borg- arar ekki búin að skila okkar í formi skatta og vinnu fyrir samfélagið? Grunnlífeyrir er einskonar við- urkenning á því og þar ættu allir að sitja við sama borð óháð öðrum tekjum. Svo þurfa að sjálfsögðu að koma til viðbótar ýmsar aðrar trygg- ingabætur fyrir þá sem hafa mjög lágt framlag úr sínum lífeyrissjóði. Og geta verið margar ástæður fyrir því. Stjórn Landssambands eldri borg- ara hefur mótmælt þessum skerð- ingum kröftuglega og óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra vegna þess. Þó að kreppi að í fjármálum ríkisins vegna nokkurra „bankaræningja“ sem vonandi tekst á endanum að handsama, ættu eldri borgarar síst allra að þurfa að greiða þá skuld af sínum litlu tekjum. Eftir sem áður taka þeir á sig sömu byrðar og aðrir vegna verðbólgu og hækkandi vöru- verðs. Ég skora á stjórnvöld að end- urskoða þegar og lagfæra þá skerð- ingu sem orðin er á kjörum ellilífeyrisþega og m.a. fólst í afnámi grunnlífeyris vegna smánarlega lágra tekna. Grunnlífeyrir er mannréttindi Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir »Erum við eldri borg- arar ekki búin að skila okkar í formi skatta og vinnu fyrir samfélagið? Grunnlíf- eyrir er einskonar við- urkenning á því. Höfundur er f.v. þingmaður og situr í framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.