Morgunblaðið - 19.08.2009, Side 23

Morgunblaðið - 19.08.2009, Side 23
við hittumst, en í hvert skipti sem það gerðist urðu fagnaðarfundir. Var ávallt jafnskemmtilegt að koma til hans og Dobbu í endurskoðun, eins og það hét. Mörg undanfarin ár hefur netið hjálpað til við að halda samskiptunum þótt stundum hafi verið langt á milli landfræði- lega. Stutt er síðan við áætluðum að hittast í golfi á Flórída. Fráfall Dobbu var Herði ofur þungbært og stutt var á milli þess að þau kvöddu þessa tilveru, bæði eftir glímu við illvíg mein. Við sem eftir stöndum þökkum góðu sam- verustundirnar. Lífsstarfið var þjóð okkar til heilla. Við Anna vottum aldraðri móður Harðar, dætrunum þremur, stjúp- syni og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð er við nú kveðjum vin að leiðarlokum. Blessuð sé minning Harðar Barð- dal. Hjálmar W. Hannesson. Trygglyndi, æðruleysi og húmor eru ekki ónýtir mannkostir. Þegar þeir fara saman í samhentum hjón- um er von á góðu. Þannig fór um Dobbu og Hörð, en erfitt er að hugsa til annars án þess að hug- renning hins fylgi fast á eftir. Trygglyndið birtist ekki síst í því hvernig þau ræktuðu sambandið við frændfólk sitt af alúð. Jafnan bár- ust frá þeim hlýjar kveðjur og gjaf- ir á afmælum og jólum, þótt mót- takandinn væri stundum í fjarlægum löndum. Jólakortið frá Dobbu og Herði var ævinlega á sín- um stað. Síðustu jólin var undir- skriftin raunar aðeins ein og fyllti það hugann undarlegri blöndu af gleði og raun að lesa eyðuna þar sem áður áður stóð nafn Dobbu. Hörður tók fötlun sinni af stöku æðruleysi og raunar fannst manni hún gefa honum sérstakt tækifæri til að fá útrás áhuga sínum á íþrótt- um fatlaðra. Aðdáunarvert var æðruleysi beggja þegar ljóst var í hvað stefndi með svo stuttu milli- bili. Húmorinn samhljómaði á milli þeirra og hjálpaði þeim í meðbyr og mótlæti. Okkur öllum verður hollt að hugsa til þeirra á léttum og þungum stundum. Nú eru Dobba og Hörður saman á ný eftir stuttan aðskilnað. Þau arka nú golfvellina saman í sólinni, en á kvöldin syngur Hörður með sinni kröftugu og fal- legu söngrödd við eigin undirleik. Þótt ekki komi frá þeim kort um næstu jól er víst að þeirra verður sárt saknað á Reynistað, þá sem aðra daga. Ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Eggert Benedikt Guðmundsson. Mörgum þykir það einkennilegt fólk, sem rífur sig upp um miðjar nætur og fer í ræktina. Hörður Barðdal kallaði þetta að heilsa deg- inum og bjóða hann velkominn. Hann hafði í langa tíð verið einn af morgunmönnunum í Hreyfingu. Morgun eftir morgun var komið saman og svitnað ofurlítið og síðan sest við að leysa lífsgátuna og fá nesti út í daginn. Í þessum góða hópi var Hörður vinur okkar allra. Hann var glaðlegur og notalegur í allri viðkynningu. Hann deildi með okkur gleði og sorgum lífsins og lét ekkert buga sig þótt fast væri sótt að. Hörður var mikill íþróttamaður og hafði verið í fylkingarbrjósti hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Firnasterkur og fylginn sér. Hann var okkur, sem töldum okkur fullfríska, fremri í mörgu. Engin brekka var of brött til að ekki mætti sigra hana. Hann notaði stigann en aldrei lyftuna milli hæða, þótt oft væri hált eða blautt. Í hans huga var þetta aðeins spurning um hugarfar. Og við gát- um margt lært af honum og hætt að kvarta yfir einhverju sem ekkert var. Hann hoppaði á öðrum fæti meðan við mæddumst á báðum. Mörgum í hópnum reyndist Hörður ráðhollur og sannur vinur, sem lagði sig fram um það að lið- sinna og hjálpa væri þess kostur. Hann var ærðulaus þegar hann greindi okkur frá meini sem þyrfti að fjarlægja og sagði okkur að hafa ekki áhyggjur, hann myndi mæta í ræktina innan tíðar. Og hann kom aftur eftir uppskurðinn og dró ekki af sér við æfingar. Okkur var því öllum brugðið þegar hann sagði okkur að meinið hefði tekið sig upp að nýju. Enn sem fyrr var hann ærðulaus og sagði okkur að hafa ekki áhyggjur, allt hefði sinn tíma. Góðar hugsanir hjálpa, sagði vin- urinn og við sendum honum sann- arlega allar góðar hugsanir. Það hefur verið tómlegt við horn- borðið meðan Hörður var fjarri. Og nú vitum við að hans skarð verður ekki fyllt. Við þurfum að læra að búa við það að góðan vin vanti í hópinn. Við söknum hans en ætlum um leið að láta minningu hans lifa með okkur. Ástvinum hans sendum við góðar kveðjur og biðjum þeim öllum blessunar Guðs. F.h. Morgunhananna í Hreyf- ingu, Pálmi M. Vitur maður sagði einhvern tím- ann: „Í lífinu er maður alltaf að heilsast og kveðjast.“ Nú kveð ég góðan vin, Hörð, sem haldinn er á vit annars lífs þar sem hann mun örugglega njóta sín enn betur og láta að sér kveða eins og hann gerði í þessu lífi. Þegar stofnun Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík var í undirbúningi kom nafn Harð- ar fljótlega upp í hugann. Hann var einn af fyrstu mönnum sem hófu æfingar hjá félaginu og var fyrsti þátttakandi félagsins á móti erlend- is. Þrátt fyrir stuttan undirbúning náði hann frábærum árangri á NM í sundi. Það varð til þess að fólk fékk fulla trú á að það gæti náð ár- angri og ætti fullt erindi í að stunda íþróttir þrátt fyrir fötlun. Hörður tók svo þátt í Norðurlandamótum, Stoke Mandevilleleikunum og Ól- ympíuleikum þar sem hann stóð sig með einstakri prýði og vann til bæði brons- og silfurverðlauna. Við stofnun Íþróttasambands fatlaðra gaf augaleið að þar yrði hans þekk- ing og reynsla nauðsynleg. Hann sat svo um árabil sem gjaldkeri sambandsins. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af ákafa og dugnaði, má þar m.a. nefna vetr- aríþróttir og golf fatlaðra. Hörður var einstaklega hress, skemmtileg- ur og ávallt stutt í bros og hlátur sem smitaði allt í kringum hann. Hann var fylginn sér og ákveðinn ef um réttindi fatlaðra var að ræða. Í reglum TR var m.a. að fólk fékk úthlutað spelkum og skóm eftir ákveðinn tíma. Eitt sinn var Hörð- ur búinn að slíta sínum upp til agna og sótti um. Hann fékk synjun þar sem tími væri ekki kominn. Hann pantaði þá tíma hjá tryggingalækni. Þegar honum var boðið sæti sagði hann „nei takk“. Skellti fætinum upp á skrifborð læknisins og sagði: „Mundir þú fara á ball og dansa á þessu?“ Hann fékk strax samþykki fyrir nýjum skóm og í kjölfarið voru reglur rýmkaðar. Mörgum ör- yrkjum sem lentu í vandamálum með skattamál vísaði ég til hans. Hann greiddi götu þeirra og leið- beindi oftast endurgjaldslaust. Stjórn Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík þakkar samstarfið og vottar afkomendum, ættingjum og vinum dýpstu samúð. Kæri vinur, hvíl í friði. Kær keðja til Dobbu. Arnór Pétursson. Þegar minnast skal Harðar Barð- dal er úr vöndu að ráða. Hörður var í mörgum félögum og hafði mörg áhugamál, sem ekki verða gerð skil hér, en okkur bræður langar að þakka fyrir þær sam- verustundir sem við áttum saman með Herði bæði sem endurskoð- anda fyrir okkur og ekki hvað síst fyrir okkar góðu samverustundir í stúkunni Gimli, enda var Hörður mjög virkur félagi þar. Það sem kemur helst upp í hug- ann, var hið þétta handtak og breiða bros. Hörður söng gjarnan fyrir okkur í stúkunni Gimli á góðri stundu með sinni djúpu bassarödd. Fleiri góðar minningar eigum við bræður, t.d. á föstudagsmorgnum sendi hann okkur sms skeyti: kaffi í dag og broskarl! Í kaffiklúbb hans voru málefni líðandi stundar krufin til mergjar og ýmis áhugamál rædd, vildu margir tala í einu og stundum kominn hiti í mannskap- inn og mátti þá sjá Hörð brosa sínu breiðasta brosi, bað hann þá Sigurð Örn að taka við fundarstjórn. Hafði hann til þess sérstakan hamar og tóku menn fullt tillit til þess og fékk bara einn að tala í einu. Þessar góðu minningar eigum við um Hörð ásamt mörgum fleiri minningum. Ein er sú minning um Hörð sem við verðum að koma á framfæri, hvað honum var annt um aðra. Oft bað hann okkur bræður að biðja fyrir fólki sem var veikt eða þurfti á andlegum styrk að halda. Hörður trúði á mátt bænarinnar og sagðist sjálfur hafa fundið fyrir krafti hennar í þeim erfiðleikum og veik- indum sem Soffía kona hans og hann áttu við að stríða. Með von og trú biðjum við hinn hæsta þess að Hörður megi vera í ljósi hans og farnast vel á þeirri ferð sem hann er nú lagður af stað í. Vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hafsteinn Guðbjörnsson og Hilmar Guðbjörnsson. „Sæl stelpa“, ávarpsorðin hans Harðar fengu mann til að lyftast upp og finnast maður enn vera stelpa á sólgulum kjól. Ég sit við gluggann og horfi á síðsumarsólina verma hafflötinn þar sem himinn- inn er roðagylltur, íslensk kvöld- fegurð sem á fáa sína líka. En strákurinn sem kallaði mig stelpu er horfinn í ljósið, LJÓSIÐ, þetta himneska ljós sem við öll síðar hverfum í hefur nú tekið til sín einn af Íslands góðu sonum. Hörður var maðurinn hennar Dobbu vinkonu okkar úr Reykholti og þannig kom hann inn í lífið okk- ar sem myndum Vináttulundinn. Glaður, skemmtilegur, hress með húmor og hlátur sem kom öllum til að þykja vænt um hann. En einnig traustur, alvörugefinn og hlýr vin- ur sem alltaf var hægt að leita til. Þetta voru góð og skemmtileg hjón, traustir vinir vina sinna og alltaf til taks. Hörðu bar mikla um- hyggju fyrir konu sinni og þegar Dobba veiktist var hann vakandi og sofandi yfir velferð hennar. Allir glöddust þegar hann sagði okkur að vinkonu væri hann búinn að eignast. En sú gæfa reyndist skammvinn því Hörður veiktist og vágesturinn reyndist illvígur. Svörðurinn í Vináttulundinum okk- ar er þakinn sorg því hann hefur grisjast svo undanfarið. Minningin mun smám saman breiða sig yfir og eftir stendur minningin um góð- an dreng og vin. Hver morgunn nýr, hugvekjur Jónasar heitins Gíslasonar vígslubiskups í Skálholti er einstök bók. Þar tekur hann fyr- ir alla helgidaga ársins með skír- skotun kristinnar trúar til nú- tímans. Ein fjallar um hvort nafn þitt sé skráð í Lífsins bók. Mikið held ég vér yrðum undrandi, ef vér flettum Lífsins bók, er geymir nöfn þeirra, sem lofsyngja lambinu í hvítklæddum skaranum á himnum. Þar ber lítið á mörgum þeim valdsmönnum veraldar er skreyta spjöld sögunnar. Meir á nöfnum þeirra, er fáir tóku eftir hversdagslega. Þeir þjónuðu Guði í kyrrþey og vöktu sjaldan athygli fjöldans. Hörður hefur fengið nafn sitt skráð í Lífsins bók; hann er farinn til Guðs og hefur með sinni al- kunnu röggsemi sagt við Lykla- Pétur, „Ljúktu upp fyrir mér. Mér er boðið í himin Guðs“. Og Pétur hefur lokið upp, því himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú Krists og Hörður var einn af þeim. Vottum ættingjum öllum samúð, blessuð veri minningin um Hörð Barðdal. Fyrir hönd vina hans úr Reykholts- hópnum, Sigþrúður Ingimundardóttir. Kynni okkar Harðar hófust þeg- ar við vorum10 ára gamlir. Við vor- um þá báðir nýlega fluttir inn á Rauðalæk, sem þá var í einu af nýju hverfum borgarinnar. Ég kom hjólandi niður götuna og sá þá út- undan mér strák á sama reki standa í vegkantinum, hallandi sér fram á tvo stafi. Hann benti mér að koma og ég hlýddi því kalli. Þegar ég nálgaðist stakk hann öðrum stafnum inn á milli teinanna á hjól- inu mínu svo ég féll af baki. Ég spratt á fætur og rauk á hann en hann tók hraustlega á móti og upp- hófust þá þau slagsmál sem gerðu okkur að þeim miklu vinum sem við vorum alla tíð. Við rifjuðum einmitt upp þennan atburð, þegar ég heim- sótti hann nú skömmu fyrir andlát hans, og hlógum báðir. Ég skildi það seinna, að þarna var hann að sanna fyrir okkur báðum að hann væri jafningi minn og okkar hinna strákanna, en það var hann svo sannarlega og að mörgu leyti okkur fremri. Ég leit aldrei á hann Hörð sem fatlaðan, hann sýndi það marg- oft og sannaði um ævina að hann gat flest það sem hann vildi og ætl- aði sér og þar hjálpaði mikið gott skopskyn hans. Við strákarnir í hverfinu spiluðum auðvitað fótbolta og Hörður tók þátt í honum af kappi. Það kom fyrir í hita leiksins að hann henti frá sér hækjunum, ef honum fannst þær flækjast fyrir. „Ég get ekki“ kom aldrei til greina. Við brölluðum margt, eins og stráka er siður, stofnuðum m.a. leynifélag og á unglingsárunum unnum við saman hjá símanum út um allt land. Seinna tóku við úti- legur, veiðiferðir og áhugi á hinu kyninu. Hörður átti bíl löngu á und- an okkur hinum og varð því sjálf- sagður foringi hópsins. Þegar fullorðinsárin fóru í hönd urðu samskiptin minni eins og gengur og gerist, við vorum báðir komnir með fjölskyldur og störf, sem tóku tíma og orku, en við vor- um samt alltaf í góðu sambandi og fylgdumst vel hvor með öðrum, Hörður var mikið tryggðatröll sem m.a. má sjá af því að hann mundi alltaf eftir afmælinu mínu og ekki nóg með það, heldur líka afmæl- isdegi móður minnar og hringdi þá alltaf. Hörður tók þátt í félagsstarfi, sem honum var mikils virði og vildi hann deila þeirri ánægju og reynslu með mér og sá til þess að ég fylgdi honum þangað. Fyrir mörgum ár- um hringdi Hörður í mig sem oftar og sagðist vilja kynna mig fyrir manneskju, sem hann hefði kynnst. Hann var þá fráskilinn, en sú manneskja reyndist vera Soffía Hjartardóttir, seinni kona hans. Ég varð glaður fyrir hans hönd og það sýndi sig að þeirra hjónaband varð gott og farsælt. Þau bjuggu sér fal- legt heimili og áttu sameiginleg áhugamál. Það var því mikill missir fyrir Hörð þegar Soffía féll frá í nóvember fyrir tæpum tveimur ár- um. Það er sárt að missa góðan og tryggan vin fyrir aldur fram. Hann var stór partur af æsku minni og uppvexti og hefur því myndast mik- ið tómarúm þegar hann nú kveður. Við hjónin sendum móður Harðar, dætrum hans, stjúpsyni og þeirra fjölskyldum sem og öðrum aðstand- endum innilegustu samúðarkveðjur. Hákon J. Waage. Það var fyrir rúmum 10 árum þegar við fluttum á Brúnastaði að við kynntumst okkar yndislegu ná- grönnum, þeim Herði og Soffíu sem nú hafa bæði kvatt okkur með svo stuttu millibili. Eins og þeim lægi eitthvað á að vera fyrst, eins og þau voru fyrst að klára allt hjá sér, lóð- ina hellulögnina og garðinn. Þau tóku okkur nánast inn í fjöl- skyldu sína, þegar þau buðu okkur á sitthvorum endanum í kaffi og konfekt á jóladag, okkar fyrstu jól, þrátt fyrir að vera sjálf með fullt hús af börnum og barnabörnum. Auðvitað fengu börnin okkar pakka frá þeim rauðklædda sem kíkti í heimsókn. Ekki voru verri veigarn- ar sem við kallarnir á 15 og 19 feng- um hjá Herði eftir að hafa gert eitt- hvað af okkar mörgu og sameiginlegu viðvikum á húsinu. Söngæfinga Harðar á laugar- dagsmorgnum verður líka mikið saknað, því þegar við vorum að opna augun heyrðum við óminn yfir til okkar og ekki er hægt að hugsa sér betri byrjun á deginum. Það var eins og við hefðum unnið í lottóinu, betri og yndislegri ná- granna var ekki hægt að hugsa sér. Shakespeare sagði að dauðinn væri ókannað land þaðan sem eng- inn mundi snúa aftur. Nú ferðast Hörður og Soffía saman um það land, á undan okkur, eins og þeirra er von og vísa. Við vottum ættingjum Harðar okkar dýpstu samúð. Kveðja frá nágrönnunum á Brúnastöðum, Margrét og Ólafur, Snjólaug og Halldór, Guðrún og Sigurbjörn. Það hvein og söng í stögunum á skíðastöfunum þegar þú komst á fullri ferð niður brekkurnar í Aust- urríki hér um árið, þannig voru mín fyrstu kynni af þessu hörkutóli með gullna hjartað. Það mátti enginn hjálpa þér ef þú dast, þú vildir klára allt sjálfur og þannig sýna öðrum að hér færi enginn með- almaður þótt um smá fötlun væri að ræða. Það sama gilti um annað sem þú tókst þér fyrir hendur í lífinu. Þú heilsaðir alltaf með handabandi sem var þétt og traust, mín hönd hvarf alveg inn í þína, sem er þó engin smásmíði. Þannig varstu í allri þinni framkomu, traustur, hreinn og beinn. Seinna meir lágu leiðir okkar saman á allt öðrum vettvangi. Á golfvöllum landsins þeyttist þú um á þínum golfbíl og spilaðir golf með tilþrifum. En það var eins með golf- ið og annað, þú kærðir þig ekki um neinar sérmeðferðir og ekki mátti leita að boltanum þínum meira en annarra. Þú tókst alltaf þátt í meistaramótinu (þar til í sumar), en það er fjögurra daga mót og ekki fyrir neinar kveifar. Þið hjónin tók- uð saman mikinn þátt í golfinu í GR og bjugguð ykkur heimili rétt við Korpuvöllinn, síðar kom sumarbú- staðurinn við Kiðjaberg. Alltaf var hressandi að hitta ykkur hjónin, vanalega sitjandi úti á svölum í góðra vina hópi. Fljótlega fór svo að bera á afskiptasemi af þinni hálfu, þú vildir hjálpa til og taka þátt, það var þinn háttur. Áhugi þinn og metnaður lá allur hjá málefnum fatlaðra. Stofnaðir Golfklúbb fatlaðra og fékkst kenn- ara til að leiðbeina þeim sem minna máttu sín. Mikill árangur náðist og þú sendir keppendur til útlanda til að keppa á jafnréttisgrundvelli. Þú tókst allur á loft þegar þetta mál- efni bar á góma, talaðir af ástríðu og varst afskaplega stoltur af þessu starfi, enda máttir þú vera það því allt íþróttastarf fatlaðra er unnið af hugsjónamönnum eins og þér. Þú skildir þarfirnar en fötlun þín sem þú vildir aldrei ræða neitt sérstak- lega virtist aldrei vera þér til traf- ala. Við æfðum saman í Hreyfingu í nokkur ár. Þar kom enn og aftur fram hversu mikill íþróttamaður þú varst. Fórst með okkur í járnin og við máttum hafa okkur alla við því handsterkari mann hef ég aldrei hitt á minni ævi. Þú misstir mikið þegar Soffía kvaddi haustið 2007. Ég fann að eitthvað vantaði hjá þér, ekki sami neistinn og var. Maðurinn með ljá- inn kom alltof snemma, þú áttir margt eftir ógert. En eins og þú sagðir oft þá er lífið rétt að byrja og við eigum að njóta þess út í ystu æsar. Tek ég það veganesti með mér og ætla ég að lifa lífinu til fulls á meðan ég get. Ég veit að þið eruð núna á himnateig, glöð yfir því að vera saman aftur. Kæri vinur, ég vil þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar síð- ustu 30 árin. Maður metur lífið á SJÁ SÍÐU 24 Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.