Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 bílar Bráðlega verður hafin framleiðsla á Trabant á ný en að þessu sinni verður Trabant með rafmótor. 4 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í BÍLAHEIMINUM eru ekki marg- ir bílar sem þykja svalari en Porsche GT3 RS enda er sá bíll talinn vera einn beittasti hnífurinn í skúffunni. RS bílar Porsche hafa fyrir löngu skapað sér það orð að þar fari afar einbeittar græjur, sem ætlaðar eru fyrst og fremst til notkunar á braut og bjóða þær upp á gríðarleg afköst í bland við hárnákvæma aksturseiginleika. Porsche 997 GT RS er síðasta kynslóð þessa bíls og kom á mark- að fyrst 2006 og vann vélin til verðlauna enda skilaði hún 415 hestöflum úr aðeins 3,6 lítra rúm- taki sem þykir afar gott. Nú er betrumbættur 997 GT3 RS kominn á markað og eins og venjulega þarf Porsche að slá fyrri met og bæta bílinn enn frekar. Reyndar má segja að Porsche hafi gert mun betur en menn höfðu þorað að vona því rúmtakið fer úr 3,6 í 3,8 lítra og hestöflin í 450. Porsche tekst því að auka hestöflin per lítra rúmmáls úr 115 í 118 sem er gríðarlega góður árangur. Til að standast samkeppninni snúning þarf Porsche að beita ýmsum nýstárlegum lausnum til að koma bílnum hraðar í brautar- akstri. Fjöðrunin hefur í því augnamiði verið sérhönnuð, vélin fær sérstaka mótorpúða sem geta aðlagað stífleikann að aksturslagi ökumanns, gírkassinn er hrein- ræktaður sex gíra beinskiptur gír- kassi með mjög stutt á milli gíra og reyndar eru gírhlutföllin enn lægri en í fyrri útgáfu bílsins til þess að auka afköst hans í braut, þó Porsche viðurkenni fúslega að það komi niður á hámarkshraða bílsins. Þá er hægt að fá sem auka- búnað í bílinn Lithium-ion raf- geymi sem sparar 10 kíló og búið er að sérhanna fjöðrun og fjöðr- unarstjórnkerfi fyrir bílinn sem vinnur á breiðari grunni en áður og búið er að breikka sporvídd bílsins. Hjólbarðar að framan eru 245/35 ZR 19 og 325/30 ZR 19 að aftan. Áberandi Porsche Þá er bíllinn einn mest áberandi Porsche sem smíðaður hefur verið. Mikið er um áberandi grafík og litavalið sérstakt. Í bílnum eru svo að sjálfsögðu körfustólar og veltib- úr sem er afar mikilvægt þegar brautarakstur er stundaður. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt þann 17-27 september og mun koma á markað á næstunni. Enn svalari GT3 RS Áberandi Nýjasta útgáfa Porsche GT3 RS er afar áberandi enda hannaður fyrir brautarakstur þar sem aðrar reglur hafa lengi gilt hvað útlit varðar. Öruggt Innanrými bílsins er sérsniðið að þörfum þeirra sem stunda brautarakstur og flestar ónauðsynjar hafa verið fjarlægðar úr bílnum. EINN vinsælasti tölvuleikurinn fyrir Sony Playstation hefur um langt skeið verið Gran Turismo. Leikurinn kom fyrst á markað 1997 og alla tíð síðan hefur hann þótt vera raunveru- legastur, eða með þeim raunveruleg- ustu. Sami gallinn hefur þó alltaf hrjáð Gran Turismo og það er sá galli að bílarnir í leiknum skemmast ekki þegar menn gerast of djarfir með stýripinnann og klessa á veggi eða aðra bíla. Polyphony, fyrirtækið sem hannar Gran Turismo, hefur loksins ráðið bót á þessu og er þetta án vafa eitt stærsta og mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið til að mæta kröfum aðdáenda leiksins. Nú er semsagt ekki lengur hægt að aka um eins og vitleysingur, skopp- andi af veggjunum til að ná góðum tíma því þá skemmist bíllinn bara. Sama sagan með keppinautana, það getur verið dýrkeypt að stíma á þá eins og sumir höfðu tilhneigingu til að gera í gömlu leikjunum. Gran Turismo 5 er næsta kynslóð leiksins og má búast við leiknum í verslanir fyrir jólin. Alvöru Nú skemmast bílarnir í Gran Turismo, mörgum til mikillar ánægju. Gran Turismo með tjóni BÍLAFRAMLEIÐENDUR finna nú fyrir miklum samdrætti í sölu um allan heim. Chevrolet hefur eins og aðrir bandarískir bílaframleiðendur átt í vök að verjast heima fyrir, en í vikunni bárust þó jákvæðar tölur um sölu hjá Chevrolet í Evrópu. Heildarsala Chevrolet í Evrópu hefur dregist nokkuð saman á þessu ári, en salan var 211.300 bifreiðar miðað við 269.319 á sama tímabili í fyrra. Chevrolet hefur þó haldið markaðshlutdeild sinni í Evrópu og er hún áfram 2,2 prósent sem er með því mesta hjá nokkrum banda- rískum bílaframleiðanda. Sölutölur Chevrolet í Vestur-Evrópu það sem af er árinu eru afar góðar, en á fyrstu sex mánuðum ársins seldust 82.400 bifreiðar sem er 1,6 pró- sentum meira en á sama tíma í fyrra. Sala Í Vestur-Evrópu seldust ansi margir Chevrolet bílar í byrjun ársins. Aukin sala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.