Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 2 Bílar Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is NÝ atvinnustétt kvenna er að verða til í Suður-Afríku, vöruflutn- ingabílstýrur. Vígi sem hingað til hefur þótt tákn karlmennsku og krafta er fallið. Sóst er eftir konum til að fylla skörð sem alnæmi skilur eftir sig í röðum flutningabílstjóra. Þær sækja ekki í faðm karla á ferð- um sínum, eins og karlar sem nær stráfalla af völdum kæruleysislegs kynlífs með portkonum. Láta þykir nærri, að fjórði hver flutningabílstjóri í Suður-Afríku sé með alnæmi. Hverfult starfið kallar á langvarandi fjarvistir að heiman og aðgangur þeirra að portkonum þykir jafnan greiður. Þær freistingar og fleiri gera að verkum, að árlega falla um 3.000 vörubílstjórar í valinn af völdum alnæmis, drykkjuskapar og slysa. Árlega er þörf fyrir 15.000 ný- ráðningar í suður-afrískri flutninga- Konur taka við af körlum sem flutningabílstjórar Morgunblaðið/ÞÖK starfsemi og almennt er nú viður- kennt að konur séu líklegri en karlar til að halda sig á mottunni og passa upp á vörubílana sína. Mun betri laun Einstæð 36 ára móðir að nafni Eunice Sikhunyane er dæmi um konu sem tekið hefur upp einsemd- arstarf flutningabílstjórans. Klukk- an 17:30 klifrar hún um borð í 16 hjóla og 28 tonna trukk og vinnur fram eftir nóttu. Hún kýs nætur- vinnu svo hún geti helgað sig börn- um sínum á daginn, ungum syni og tveimur dætrum. Sikhunyane ók dráttarvélum áður en hún réð sig sem vörubílstjóri fyrir þremur árum. Það gerði hún vegna mun betri launa en hún fær 4700 rand í kaup á mánuði, eða jafnvirði 95.000 króna. Lauslæti stallbræðra hefur ekki farið framhjá henni. „Flestir strákanna leggjast hjá vændiskonum og vita ekki hvort þær eru veikar eða ekki. Svo sofa þeir kannski næstu nótt hjá eiginkonum sínum. Sé ég spurð hvort ég muni kaupa mér blíðu er svarið einfalt nei, því ég á minn kærasta,“ segir Sikhu- nyane í blaðaviðtali. Áreiðanlegar Yfirmaður hennar hjá stóru flutn- ingafyrirtæki segir bílstýrur áreið- anlegan starfskraft og dugnaður þeirra sé ekki minni en karla. Það er viðtekið viðhorf í Afríku, að grunlausir flutningabílstjórar eigi stóran þátt í útbreiðslu alnæmis þar í landi. Veikin gróf fyrst um sig á vatnasvæðinu mikla frá Úganda til Mósambík á áttunda áratugnum, en breiddist síðan hratt út eftir helstu flutninga- og samgönguleiðum álf- unnar. Konur við stýrið Í Suður-Afríku er sífellt algengara að konur séu vörubílstjórar en nánast fjórði hver karlkyns flutningabílstjóri í Suður-Afríku sé með alnæmi. Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is „Tow/Haul-takkinn“ á Dodge Durango Spurt: Varðandi „Tow/Haul- takkann“ á Dodge Durango 5.7 2007. Ég dreg 1800 kg fellihýsi og hef spurt marga hvernig skuli beita Tow/Haul-takkanum en fæ misjöfn svör. Hvað segir þú? Svo hefur veghljóð aukist. Var með 42 psi í dekkjunum, lækkaði í 36 psi en engin breyting. Hef notað dekkin 30 þús. km. Hvernig losna ég við veghljóðið? Svar: Tow/Haul-takkinn er einungis í sérpöntuðum Durango með dráttarforrit (TowPack) sem tryggir hagkvæmari og öruggari notkun bílsins við eftirdrátt. Veittu því at- hygli að þegar þú velur Tow/Haul í drætti snýst vélin hraðar – skipti- punktar breytast (lægri). Forritið eykur tengiþrýsting í kúplingum skiptingarinnar; viðnám verður minna og vökvinn á skiptingunni hitnar minna. Tow/Haul á alltaf að nota þegar dreginn er hlaðinn vagn eða vagn með bremsum. Eftir að hafa dregið fellihýsi lengri vega- lengdir borgar sig að láta endurnýja vökvann á skiptingunni að hausti. (Jeppasmiðjan við Selfoss, Skipting í Keflavík, Smurstöðin Klöpp í Rvk og fleiri hafa til þess sérstök tæki og þekkingu). Aukið veghljóð: 42 psi í dekkjum er of mikið og þá slitnar munstur dekkjanna mest á miðjum sólanum. Hafi dekkjunum ekki verið víxlað reglulega með 5000 km bili á milli fram- og afturhjóla sömu megin, má gera ráð fyrir að þau séu misslitin, hafi takmarkað grip og myndi aukið veghljóð. Eðlilegur þrýstingur er 30-32 psi. Næst þegar þú endurnýj- ar skaltu velja BFGoodrich. Þú færð þau hjá PitStop í Dugguvogi – þau eru hljóðlátustu jeppadekkin auk þess sem þau endast vel. Hve mikið er eftir af gasi og súrefni? Spurt: Fást mælar til kaups sem sýna magn í þrýstihylkjum? Svar: Ekki mér vitanlega. Gamla að- ferðin hefur dugað, að minnsta kosti varðandi súrefnið en þá er innihalds- þrýstingur (í börum) margfaldaður með stærð hylkisins (í lítrum). Það gefur innihald í lítrum. Málið er snúnara varðandi gasið: Uppleys- anleiki asetýlengass í asetóni í hylki ræðst af hitastigi. Eina örugga að- ferðin er að vigta gashylkið. En sem vísbendingu má gefa sér margfeldis- stuðulinn 10 við 10°C. Gasmagn í lítrum við 10°C er þá: (stærð hylkis í lítrum) x 10 x 10. Miðjur úr stáli í felgum úr áli Spurt: Ég var að lagfæra tærðar ál- felgur á jeppa. Farið er að bera á tæringu á milli miðju úr stáli og felg- unnar. Hvernig get ég komið í veg fyrir þessa tæringu? Svar: Þú getur notað glært sílikon- rúðukítti á milli felgunnar og stál- miðjunnar. Fellihýsi – Bremsur og sjálfsagt notkunarbann Spurt: Ég hef átt fellihýsi af gerð- inni Fleetwood í 14 ár og alltaf feng- ið skoðun þar til nú að ég fæ rauðan miða vegna ófullnægjandi vagn- bremsa. Nýrri reglugerð er borið við. Var bent á grein eftir þig á Net- inu um vagnbremsur og þótti hún upplýsandi. En hefði ekki frestur og grænn miði átt koma í stað svona harkalegra aðgerða hjá skoðuninni? Svar: Ég svara ekki fyrir skoðunar- stöðvar en er algjörlega sammála akstursbanninu – þessi reglugerð hefði átt að koma miklu fyrr. Sé ör- yggisbúnaður bilaður á engin mála- miðlun að koma til greina. Þitt felli- hýsi er eitt þeirra sem hefur 7 tommu rafbremsur. Þær verða aldr- ei til friðs. Breyta þarf í 10 tommu bremsur. Ræddu það við Fjallabíla, Stál og stansa ehf, eða Jeppasmiðj- una. Athugið að bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com Engin málamiðlun varðandi öryggisbúnað Morgunblaðið/Júlíus Bremsur Að sögn Leó verða 7 tommu rafbremsur aldrei til friðs og best því að breyta yfir í 10 tommu bremsur. Höfundur er vélatæknifræðingur Spurt og svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.