Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 4 Bílar Toyota Land Cruiser VX 3,0 dísel, nýskr. 08/2006, ekinn 89 þ. km, sjálfskiptur, leður, krókur. Verð 5.990.000,- Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 VX 3,0 dísel, nýskr. 11/2005, ekinn 89 þ. km, sjálfskiptur, leður, krókur. Verð 5.750.000,- Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 GX 3,0 dísel, nýskr. 08/2003, ekinn 101 þ. km, sjálfskiptur, krókur. Verð 3.890.000,- Ath. skipti. 420 6600 REYKJANESBÆ Toyota Reykjanesbæ - Njarðarbraut 19 - www.toyotareykjanesbae.is 420 6600 Jeep Grand Cherokee SRT8 6,0 bensín, nýskr. 11/2007 ekinn 30 þ. km sjálfskiptur, dökkar rúður, leður, lúga, innfluttur, nýr. Verð 4.990.000- Ath. skipti. M. Benz ML 270 CDI Final Edition 2,7 dísel, nýskr. 12/2005 ekinn 61 þ. km, sjálfskiptur, leður, lúga, bakkskynjarar, krókur. Verð 5.300.000.- Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 LX 3,0 dísel, 35" breyttur, nýskr. 05/2004 ekinn 148 þ. km, sjálfskiptur, krókur, mikið yfirfarinn bíll. Verð 4.390.000- Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 200 VX nýskr. 7/2009, ekinn 100 km, sjálfskiptur, litað gler, leður, nýr bíll. Verð 14.500.000,- Ath. skipti. Toyota Rav4 GX 2,0 nýskr. 9/2006, ekinn 18 þ. km, sjálf- skiptur, álfelgur, mjög góður bíll. Verð 3.390.000,- Ath. skipti. Toyota Tacoma Double Cab 4x4 4,0 bensín, 38" breyttur, nýskr. 2005, ekinn 23 þ. mílur, sjálfsk., lækkuð drifhlutföll, læsingar að framan og aftan, loftpúðafjöðrun, 37" dekk, glæsilegur bíll. Verð 4.950.000,- Ath. skipti. Skoda Fabia Ambiente 1,6 bensín, nýskr. 2/2008, ekinn 24 þ. km, sjálfskiptur, góður bíll. Verð 2.190.000,- Ath. skipti. Toyota Yaris Sol 1,3 bensín, 08/2005, ekinn 50 þ. km, sjálfskiptur, einn eigandi. Verð 1.290.000,- Ath. skipti. Nissan Pathfinder LE IT 4,0 bensín, 33" breyttur, nýskr. 11/2006, ekinn 61 þ. km, sjálf- skiptur, leður, litað gler, lúga, krókur, einn með öllu. Verð 4.490.000,- Ath. skipti. M bl 11 32 13 4 LAGUNA Seca er ein þekktasta kappakstursbraut Bandaríkjanna og mörgum kunnug í gegnum hinn þekkta tölvuleik Gran Turismo fyrir Playstation. Brautin var ný- lega vettvangur fyrir prófun á Fisker Karma bílnum sem er hugarfóstur Danans Henriks Fisk- er sem hefur hannað marga þekkt- ustu bíla síðustu ára. Fisker Karma er að auki tvinn- bíll en það var einmitt markmiðið með prófuninni að sjá hvort bíllinn gæti ekið einn hring á Laguna Seca brautinni án þess að grípa til aukaorkunnar frá bensínvélinni sem er þó aðeins notuð til að hlaða rafhlöðurnar ef á þarf að halda. Fisker hefur lofað því að bíllinn ætti almennt ekki að þurfa bensín nema kannski einu sinni á ári, svo lengi sem ekki er ekið lengra en 80 kílómetra á dag sem er það sem bíllinn á að geta komist á raf- hleðslunni. Bíllinn er enn á þróunarstiginu en á Laguna Sega fór bíllinn að minnsta kosti einn hring og er hann 3,6 kílómetrar að lengd. Ekki nóg með það heldur náði Fisker Karma 160 km/klst sem verður að teljast nokkuð gott. Þá má heldur ekki gleyma því að Fisker Karma er rúmgóður bíll fyrir fjóra og hraðar sér samt í 100 km/klst á aðeins sex sekúnd- um. Fisker hefur þegar fengið í það minnsta 800 pantanir í bílinn og ætti að styttast í afhendingu á fyrstu bílunum. Framför Tvinnbíllinn Fisker Karma ók heilan hring á hinni þekktu kapp- akstursbraut Laguna Seca án þess að þurfa að notast við bensín. Fisker Karma án bensíns Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is BÍLINN Trabant þekkja margir Íslendingar enda talsvert flutt inn af þessu tákni austur-þýsks kommúnisma á sínum tíma. Framleiðsla hans stöðvaðist um svipað leyti og Berlínarmúrinn hrundi. Nú hefur þýsk fyrirtækja- samsteypa ákveðið að hefja fram- leiðslu bílsins á ný. Í honum verð- ur þó ekki hávær og reykspúandi tvígengismótor sem fyrr heldur rafmótor. Ólíkt forveranum, sem var með háværa og mengandi vél, verður „nýi Trabbi“ hljóðlátur og með öllu reyklaus og þar af leiðandi einkar vistvænn. Meðal annars verður sólrafhlaða í þakinu til að sjá honum fyrir raforku. Ætti bíllinn að höfða til umhverfis- þenkjandi bílkaupenda og jafnvel þeirra sem haldnir eru fortíðar- þrá til forverans. Frumgerð nýja bílsins, eða „Trabant nT“, kemur fyrir al- menningssjónir á bílasýningunni í Frankfurt í september, tæpum tveimur áratugum eftir að fram- leiðsla Trabba var hætt. Aðstand- endur hans gera ráð fyrir að framleiðsla raftrabbans hefjist eftir um tvö ár. Það stendur og fellur með því að þeir finni fjár- festa til samstarfs. Fari allt á besta veg verður bíllinn smíðaður í borginni Zwickau þar sem for- verinn var framleiddur. Minnir á forverann Raftrabbinn verður hannaður fyrir borgarsnatt og styttri ferð- ir. Hámarkshraði er áætlaður 120 km/klst. og drægi á rafhleðslu verður 240 kílómetrar. Hann verður um 15 sm lengri og breiðari en gamli Trabbi. Útlit hugmyndabílsins sem sýndur verður í Frankfurt minnir óneit- anlega aðeins á forverann sakir þess hversu kassalaga hann er. Aflrásin er enn framleiðslu- leyndarmál en því er heitið að auðvelt verði að hlaða hann með því að stinga í samband við venjulega heimilisinnstungu. Ekkert hefur verið gefið upp um áætlað verð bílsins en þýskir fjölmiðlar segja það verða á bilinu 8-10 evrur. Meðal búnaðar verða tengingar fyrir leið- sögutæki, farsíma og iPod. Trabantinn var annálaður fyrir endingarskort og tíðar bilanir. Og orð fór af honum sakir reykjarstróks sem stóð aftur úr honum. Að hluta til var það skrif- að á notendur sem oftast urðu að blanda sjálfir olíu út í bensínið. Og brúka við það mælistöng sem stungið var niður í tankinn. Væru hlutföllin ónákvæm sýndi það sig í útblæstrinum. Umgengnin við nýja Trabant- inn verður öllu auðveldari. Og hann ætti ekki lengur að verða skotspónn brandarasmiða. Þjóðarbíll Austur-Þýskalands Trabantinn sálugi var að sönnu þjóðarbíll Austur-Þýskalands. Óbreyttir borgarar gátu þurft að bíða í allt að 10 ár eftir að hafa lagt inn pöntun um einn slíkan. Enn gera Þjóðverjar grín að þessum horfna tíma kommúnism- ans og óskilvirkni þess sam- félagskerfis sem molnaði innan frá og leið undir lok 1989. Lífseig er til dæmis saga af manni sem pantaði eintak af Trabant árla 1980. Í sumarbyrjun var honum tjáð að afhending færi fram 1. júní 1990, eða 10 árum seinna. „Fyrir eða eftir hádegi?“ spurði kaupandinn. „Þetta er nú ekki fyrr en eftir 10 ár,“ svaraði sölumaðurinn og taldi óþarft að tímasetja afhendinguna öllu nán- ar. „Það veit ég,“ svaraði kaup- andinn, „en pípulagningamað- urinn kemur fyrir hádegi.“ Fjölgun rafbíla Þrjár milljónir Trabanta voru framleiddar á árunum 1957 til 1991. Enn eru taldir um 50.000 gangfærir Trabbar í Þýskalandi og öðrum löndum. Þýska stjórnin sagðist í vikunni vænta þess að smám saman drægi úr notkun bensíns og dísils í um- ferðinni. Takmarkið væri að raf- bílar á götum landsins væru orð- in ein milljón árið 2020. Bílafyrirtæki um heim allan eru að fjárfesta af miklum krafti í rafbílatækni og bætast aðstand- endur nýja Trabba nú í þann hóp. Samkvæmt markaðsrannsókn sem gerð var fyrir þá sögðust 93 pró- sent aðspurðra myndu vilja sjá vistvænan Trabant snúa aftur. Hönnuður hans, Nils Posch- watta, hætti störfum hjá VW til að ganga í lið með aðstandendum nýja Trabba. Hann þekkti anda forverans þar sem hann er austur-þýskur og lærði á bíl á gamla Trabba. Hefur hann reynt að varðveita anda forverans í þeim nýja. Trabant snýr aftur reyklaus og vistvænn Á gömlum grunni Trabant snýr aftur reyklaus og vistvænn en reynt verður að halda anda gamla Trabba í þeim nýja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.