Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 2
FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÁGÚST og Lýður Guðmundssynir létu Exista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfuhafa í dag, fjár- magna kaup þeirra sjálfra á 39,62 prósent hlut Exista í Bakkavör með skuldaviðurkenningu upp á 8,4 millj- arða króna. Ekki liggur fyrir hvenær gjalddaginn á láninu er en þetta þýð- ir að bræðurnir lögðu ekkert eigið fé fram við kaupin. Létu hjá líða að afla samþykkis Í stuttri orðsendingu til lánveitenda Exista segjast bræðurnir vera til- búnir að skoða það að láta kaupin ganga til baka ef endurskipulagning Exista gengur eftir og þeir fá að halda 30 prósenta hlut í Exista og yf- irráðum í félaginu. Bréfið, sem er undirritað af fjármálastjóra Bakka- varar, var sent á lánveitendur Exista fyrir helgi. Salan á Bakkavör var gerð með fyrirvara um samþykki lánveitenda Exista en Ágúst og Lýður létu hjá líða að afla slíks samþykkis. Um er að ræða brot á lánasamn- ingum Exista (e. syndicated loan) og réttur innlendra fjármálastofnana eins og skilanefndar Landsbankans og Nýja Kaupþings, erlendra kröfu- hafa eins og Barclay’s, og jafnframt lífeyrissjóða, því fótum troðinn. Mik- il óánægja er meðal kröfuhafa Exista með söluna og þeir kröfuhafar sem rætt var við sögðu að svo virtist sem verið væri að skjóta undan eignum. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, sagði við Morg- unblaðið á þriðjudag að lífeyrissjóð- urinn væri ósáttur við söluna og að hún hefði verið gerð án samráðs við sjóðinn. „Þessu bréfi verður svarað með viðeigandi hætti,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, en vill ekki tjá sig að öðru leyti um söluna á Bakkavör úr Existu. Voru í tímaþröng „Það er ekkert í okkar lánasamning- um sem lagði þær skyldur á herðar okkar að ræða við íslenska kröfuhafa Exista um málið. Það er auðvitað sjálfsagt og gott að halda góðu sam- bandi við kröfuhafa. Þetta er aðgerð sem varð að ráðast í fyrir 24. sept- ember vegna ákvæða í lánasamning- um Bakkavarar,“ segir Ágúst Guð- mundsson. Hann segir að allir kröfuhafar sem kynni sér málið sjái í hendi sér að verið sé að bjarga verð- mætum. „Það er alveg klárt að ef Exista fer í nauðasamning, greiðslu- stöðvun eða gjaldþrot þá falla lána- samningar Bakkavarar. Bakkavör heldur í dag utan um margar af bestu eignum í matvælaiðnaði í heiminum í dag,“ segir hann. Ekki náðist í gær í Lárentsínus Kristjánsson, formann skilanefndar Landsbankans. Seldu sér Bakkavör þvert á rétt innlendra kröfuhafa  Exista fjármagnaði kaupin á Bakkavör  Réttur kröfuhafanna virtur að vettugi Morgunblaðið/Kristinn Bræðurnir berjast áfram Innlendir kröfuhafar Exista telja að Lýður og Ágúst hafi brotið ákvæði í lánasamningum með sölunni á Bakkavör. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 2 Fréttir                          ! " !#$ %#! %& '# !   ()% " ()%     * #+,-"   . . . . . .      * #+,-"        Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björgvin Guðmundsson, frétta- stjóri, bjorgvin@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÍSLENSKIR lífeyrissjóðir gera samtals kröfu upp á rúma 4,4 millj- arða króna í þrotabú Baugs Group, sem er eitt stærsta gjaldþrot Ís- landssögunnar, samkvæmt kröfu- skrá sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Almenni lífeyrissjóðurinn gerir samtals kröfu upp á 1,5 milljarða króna. Einnig er ljóst að ef ekkert fæst upp í kröfur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins skerðist hluti ævisparnaðar ríkisstarfsmanna en sjóðurinn gerir kröfu upp á rúmlega 1,2 milljarða króna. Kröfur Lífeyrissjóðs hjúkrunar- fræðinga og Lífeyrissjóðs verkfræð- inga hlaupa á hundruðum milljóna króna. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, segist ekki vongóður um að eitthvað fáist upp í kröfur lífeyris- sjóðsins. „Ég óttast hreinlega að það fáist ekki mikið upp í almennar kröf- ur á eftir forgangskröfum og veð- kröfum,“ segir hann. „Við töldum þetta [Baug] ágætan kost á sínum tíma og höfðum til hliðsjónar árs- reikninga og upplýsingar um rekst- urinn sem þá virtist vera í ágætu lagi,“ segir Gunnar, en sjóðurinn er með veð fyrir hluta krafna sinna. Hann segir að draga megi lærdóm af tapi sjóðsins á fjárfestingum. „Það er rétt að benda á að lífeyris- sjóðirnir hafa skipað sérstakan starfshóp á vettvangi Landssamtaka lífeyrissjóða til að læra af reynslunni og gera tillögur um viðmiðanir um skilmála við fjárfestingu á skulda- bréfum og verðbréfum fyrirtækja í framtíðinni,“ segir Gunnar. Lífeyrissjóðir krefjast 4,4 milljarða úr Baugsbúi Morgunbalðið/RAX Kröfuhafar Baugs Lífeyrissjóðirnir ætla að læra af fenginni reynslu. ÍSLENDINGUR og Svíi eru grun- aðir um að hafa staðið að víðtækum fjársvikum í Svíþjóð á umliðnum ár- um. Segir í frétt á fréttavef sænska dagblaðisns Dagens Indursti (DI) að Íslendingurinn sé talinn vera höf- uðpaurinn í þessum fjársvikum, sem eru sögð hafa numið milljónum sænskra króna. Fram kemur í frétt DI að um hafi verið að ræða gjaldeyrisþjónustu í gegnum netið undir heitinu Zierr- a.net. Þúsundir manna hafi lagt fram peninga sem fyrirtæki tví- menninganna hafi ætlað að fjárfesta fyrir, og því haldið fram að gróða- vonin væri töluverð. Síðar hafi kom- ið í ljós að ekkert hafi fengist til baka af þeim peningum sem hinir grunlausu viðskiptavinir lögðu til. Segir í fréttinni að Íslendingurinn hafi hafið þessa starfsemi á árinu 2004 og verið með skrifstofu í Sví- þjóð til ársins 2007. Hann sé nú hins vegar búsettur á Kýpur. gretar@mbl.is Frá Stokkhólmi Fjársvikin eru sögð hafa hafist í Svíþjóð árið 2004. Íslendingur höfuðpaur í fjársvikum KRÖFUHAFAR Milestone telja koma til greina að skoða lögmæti þess að Karl og Steingrímur Wern- erssynir fengu pening frá Milestone til að kaupa systur sína, Ingunni Wernersdóttur, út úr félaginu. Tveir lögfræðingar, sem ekki tengjast málinu, segja ekki ljóst hvort þessi gjörningur sé rift- anlegur samkvæmt gjald- þrotalögum. Svo virðist sem þetta sé í andstöðu við 104. grein hluta- félagalaga sem segir að hlutafélag „má ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móð- urfélagi þess …“. Sé þessi ákvörðun riftanleg getur Milestone átt kröfu um endur- greiðslu á Milestone ltd., sem er fé- lag bræðranna sem skuldin skrif- aðist á í bókum Milestone. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að um refsivert brot sé að ræða. Þá geti Milestone, eða þrotabúið, sett fram skaðabóta- kröfu á hendur stjórnendum félags- ins. Hins vegar þurfi þá að sanna hvert tjónið sé. bjorgvin@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fór út Bræðurnir keyptu Ingunni Wernersdóttur út árið 2007. Krafan mun ekki beinast að Ingunni ÚRVALSVÍSITALAN í Kaup- höllinni á Íslandi hækkaði um 0,5% í gær og var lokagildi hennar 799 stig. Af úrvalsvísitölufélögunum varð mest hækkun á gengi hluta- bréfa Bakkavarar, en þau hækkuðu um 6,7% í gær. Hlutabréf færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, sem eru ekki í úrvalsvísitölunni, hækk- uðu hins vegar enn meira eða um 11,4%. Mest viðskipti voru í gær með hlutabréf Bakkavarar, eða fyrir um 136 milljónir króna, en heildar- viðskipti með hlutabréf í Kauphöll- inni námu um 150 milljónum króna. Viðskipti með skuldabréf námu hins vegar um 10,4 milljörðum króna. gretar@mbl.is Hækkun í Kauphöllinni • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 SENN líður að útgáfu Frozen Assets, bókar Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupthing Singer & Friedlander, um árin í Kaupþingi banka, en Ármann hefur náð samningi við fjórða stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, John Wiley & Sons, um útgáfu bók- arinnar þar í landi. Stefnt er að því að bókin komi út í ís- lenskri útgáfu í byrjun október. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er um að ræða einlæga frásögn Ármanns af árunum í Kaupþingi, en hann hóf þar störf nýskriðinn úr háskóla árið 1994 þegar aðeins 25 manns unnu hjá bankanum. thorbjorn@mbl.is Útrásarsaga Ármanns í íslenskri og enskri útgáfu Ármann Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.