Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 4

Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 4 Fréttir Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ERFIÐLEIKARNIR sem hófust á bandarískum íbúðamarkaði á síðasta ári hafa að minnsta kosti að einu leyti haft jákvæð áhrif í för með sér. Iðn- aðarmenn byggja ekki eins margar íbúðir og áður en þeir gera það betur nú. Gæðin hafa því aukist. Þetta er niðurstaða könnunar á vegum rann- sóknarfyrirtækisins J. D. and Asso- ciates. Niðurstöður rannsóknarfyrirtæk- isins, sem sagt er frá á heimasíðu þess á netinu, gefa til kynna að ánægja íbúðakaupenda með vinnu iðnarðar- manna hafi aukist töluvert eftir að fjármálakreppan skall á af fullum þungu fyrir um ári. Kvörtunum vegna byggingargalla hefur einnig fækkað, en mæling þar á tekur með í reikning- inn hve mikið hefur dregið úr um- fanginu á byggingamarkaðinum. Í frétt á fréttavef CNN-fréttastof- unnar er haft eftir talsmanni rann- sóknarfyrirtækisins J. D. Power, að hörð samkeppni á byggingamarkaði að undanförnu hafi stuðlað að því að bestu fyrirtækin lifi af. Verð hafi einn- ig lækkað vegna hinnar auknu sam- keppni. Þetta séu góðar fréttir fyrir þá sem séu að festa kaup á húsnæði eða þurfi á vinnu iðnaðarmanna að halda vegna endurbóta eða lagfær- inga ýmiss konar. Þegar uppgangurinn í efnahagslíf- inu var sem mestur allt fram á síðasta ár, bar nokkuð á því að kvartað væri undan óvönduðum vinnubrögðum á byggingamarkaði vestanhafs, sam- kvæmt frétt CNN. Þetta átti einnig við víða annars staðar. Til að mynda var fyrir nokkru sagt frá því á danska fréttavefnum arbejderen.dk., að rífa hefði þurft heilt hótel í Danmörku, sem byggt var á mesta uppgangstím- anum. Reyndar var í fréttinni skuld- inni skellt á þá sem voru á vinnu- staðnum. Hins vegar má spyrja hvar eftirlitið hafi verið á meðan á fram- kvæmdum stóð. Gæði nýrra húsbygg- inga aukast í kreppunni Íbúðakaupendur í Bandaríkjunum eru ánægðari nú en áður með iðnaðarmenn Gæðasmíði Aukin ánægja íbúðakaupenda kemur meðal annars fram í því að minna er kvartað undan byggingagöllum nú en áður. Í HNOTSKURN » Bandaríska rannsóknar-fyrirtækið J. D. and Associates hefur frá árinu 1968 framkvæmt kannanir á gæðum á ýmsum sviðum framleiðslu og á viðhorfi og venjum almennings. » Könnunrannsóknarfyrirtæksins byggist á svörum liðlega 26 þúsund heimila sem höfðu keypt nýjar íbúðir og búið í þeim í fjóra til átján mánuði að jafnaði. MAGNÚS Sædal, byggingafulltrúi í Reykjavík, seg- ist vona að gæði á byggingamark- aði hér á landi muni aukast frá því sem verið hefur. Það sé nauðsynlegt, því minni gæði leiði til aukins við- haldskostnaðar síðar. „Þegar hægir á, eins og gerst hefur að undanförnu, má búast við því að gæðin fari upp á við,“ segir Magnús. „En hvort það er til lang- frama eða ekki er erfitt að segja til um. Menn eru alltaf fljótir að gleyma.“ Að sögn Magnúsar átti það sama við hér á landi og víða annars stað- ar, að vinnubrögð á bygg- ingamarkaði versnuðu þegar spennan á markaðinum var sem mest. „Þegar allir eru að flýta sér leiðir það til þess að það er verið ýta á eftir hönnuðum og iðn- aðarmönnum, og það á reyndar einnig við um okkur sem sjáum um úttektir. Við slíkar aðstæður er alltaf hætta á því að hlutirnir fari úrskeiðis.“ Þörfin er fyrir hendi Magnús Sædal Svavarsson Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HÆTTA er á því að hátt atvinnuleysisstig verði varanlegt að minnsta kosti á næstu árum, nema stjórnvöld grípi til enn ákveðnari aðgerða en hing- að til í þeim tilgangi að draga úr því. Þetta er mat sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunar- innar í París, OECD. Atvinnuleysi í OECD-ríkjunum er komið í 8,5%, en frá árslokum 2007 hafa um 15 milljónir manna bæst á atvinnuleysisskrár í þessum ríkjum. Segir í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í at- vinnumálum, að hugsanlegt sé að atvinnuleysið muni halda áfram að aukast og verði komið yfir 10% á næsta ári. Það myndi þýða að um 57 millj- ónir manna yrðu án atvinnu í þeim 30 ríkjum sem aðild eiga að OECD, en það eru helstu iðnríki heims. Atvinnuleysið á árinu 2007, áður en fjár- málakreppan skall á, var að jafnaði 5,7%. Haft er eftir Angel Gurria, framkvæmdastjóra OECD, í frétt AFP-fréttastofunnar, að aukið at- vinnuleysi sé meginmálið í tengslum við yfir- standandi fjármálakreppu. Gríðarlega mikilvægt sé að stjórnvöld einbeiti sér að því að auka at- vinnutækifærin og efla þau öryggisnet sem ætlað er að koma í vef fyrir að þeir sem missa vinnuna lendi í fátækragildu. Hætta á að atvinnuleysið aukist enn Reuters Leita Ungar konur í Bretlandi leita atvinnutæki- færa en atvinnuleysi þar er 7,9%. FJÁRFESTAR á hlutabréfamörk- uðum í Asíu og Evrópu voru al- mennt bjartsýnir í gær og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur nokkuð. Í erlendum vefmiðlum sagði að upp- lýsingar frá Bandaríkjunum hefðu haft þessi jákvæðu áhrif. Þar á meðal voru upplýsingar um aukna einkaneyslu vestanhafs og yfirlýs- ing Bens Bernanke, seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna, frá því í fyrradag, um að samdrættinum væri líklega lokið og hægfara bati væntanlega framundan. Hlutabréf hækkuðu einnig við opnun mark- aða í Bandaríkjunum í gær. gretar@mbl.is Hlutabréf hækkuðu al- mennt í gær DANSKA dómskerfið tekur of vægt á þeim sem braska á ólöglegan hátt með hlutabréf til að hafa áhrif á verð þeirra í von um eigin gróða. Þetta er niðurstaða Nis Jul Clau- sens prófessors og lögmannsins Davids Moalems hjá endurskoð- unarfyrirtækinu Deloitte, en þeir hafa skoðað dóma sem kveðnir hafa verið í Danmörku vegna fjár- málamisferlis. Niðurstaða þeirra er að hæstiréttur dragi frekar úr þyngd dómanna. gretar@mbl.is Of vægir dóm- ar fyrir hluta- bréfabrask BANDARÍSKI fjárfestirinn Warren Buffett hrósar ríkis- stjórn Barcks Obama fyrir hvernig hún hef- ur tekið á fjár- málakreppunni, í samtali við tíma- ritið Fortune. Hann gerir þó ráð fyrir að batinn í efnahagslífinu verði hægur, sérstaklega þar sem nokkur tími muni líða þar til einka- neysla almennings tekur almenni- lega við sér á nýjan leik. Buffett segir að litlu hefði mátt muna að verulega illa færi síðast- liðið haust. Aðgerðir stjórnvalda á hinum ýmsu sviðum hafi dugað til að afstýra því. gretar@mbl.is Buffett ánægð- ur með aðgerð- ir stjórnarinnar Warren Buffett RÍKI Evrópu- sambandsins munu leggja því lið, á fundi leið- toga G20- ríkjanna í Pits- burgh í Banda- ríkjunum í næstu viku, að áfram verði stutt með beinum fjár- framlögum við efnahagslífið í heiminum. Þetta kemur fram í drögum að afstöðu ESB-ríkjanna á fundinum, að því er fram kemur í frétt á fréttavef Reu- ters-fréttastofunnar. Fyrirhugað er að ræða á G20- fundinum um hvernig og hvenær stjórnvöld eigi að taka sig saman um að draga úr fjárhagslegum stuðningi við efnahagslífið. Þá er einnig ætl- unin að ræða um ýmsar nýjar reglur í tengslum við fjármálamarkaðinn. Þar á meðal er við því að búast að bónusar bankastjórnenda verði of- arlega á lista. gretar@mbl.is Áfram verði stutt við efna- hagslífið Lagarde Frá Frakklandi. AnnarhfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri dögun capitaldc Dögun Capital er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í raunhæfum lausnum • Fjárhagsleg endurskipulagning • Sala og samruni fyrirtækja • Rekstrarlegar úttektir, fyrir kröfuhafa og fjármálastofnanir. Dögun Capital hefur lausnina fyrir þig. Hafðu samband, það kostar ekkert. FYRIRTÆKJA EIGENDUR Dögun Capital Smiðjuvegur 10 200 Kópavogur Sími 414 8440 - fyrirtækjaráðgjöf www.doguncapital.is Yfir 33.000 heimsóknir á viku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.