Morgunblaðið - 17.09.2009, Side 5

Morgunblaðið - 17.09.2009, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Fréttir 5 „ÞAÐ hefur fallið mér vel á mínum starfsferli að eiga við uppbyggingar- verkefni, flókin verkefni sem margir koma að og útheimta fjölþætta skipu- lagningu,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson rekstrarhagfræðingur um langa ferilskrá sína, sem lengdist óvænt í ársbyrjun þegar honum var fal- ið að stýra viðræðum við kröfuhafa gömlu bankanna fyrir hönd stjórn- valda. Aðspurður hvaða starf sé eftirminni- legast segir Þorsteinn að það hafi verið ákaflega ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki á sínum tíma. Hvað alþjóðlega reynslu sína snertir gagnist hún vitanlega í þeim verk- efnum sem fyrir liggja. Þorsteinn er víðförull með afbrigðum en á dögum sínum hjá Norræna fjár- festingarbankanum í Helsinki var hann tíður gestur hjá fjármálafyrirtækjum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. baldura@mbl.is Starfsferill | Þorsteinn Þorsteinsson Var bæjarstjóri á Sauðárkróki Morgunblaðið/Heiddi Reynslumikill Þorsteinn Þorsteinsson er víðförull með afbrigðum. Menntun 1966 Samvinnuskólapróf. 1970 BS í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. (CBS) 1972 MS-próf í rekstrarhagfræði við sama skóla. Starfsferill 1972-1975 Kostnaðareftirlit og markaðsrannsóknir hjá Minnesota Mining and Manufacturing Co. í Kaup- mannahöfn. 1975 Ráðgjafi hjá Hagvangi í Reykjavík. Einkum rekstr- arráðgjöf við iðnfyrirtæki og sveitarfélög. 1978 Ráðinn bæjarstjóri á Sauðárkróki. Starfar í eitt kjörtímabil til ársins 1982. Hugar jafnframt að upp- byggingu steinullarverksmiðju. 1982 Fyrsti framkvæmdastjóri steinullarverksmiðj- unnar. Að hluta til var hún fjármögnuð með láni frá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki. 1986 Hefur störf hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Sér fyrst um lánamál fyrir Ísland, Danmörku og Noreg. Boðin staða í fjármáladeild bankans 1990 og verður framkvæmdastjóri hennar 1994-1996. Sér meðal ann- ars um fjármögnun bankans 1990-1996 með útgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. 1996 Gerist framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Bún- aðarbankans í Reykjavík og stjórnar uppbyggingu þess. 2001 Gerist bankastjóri Búnaðarbankans Int. í Lúx- emborg sem þá er nýstofnaður, en hættir störfum þar þegar Landsbankinn kaupir bankann 2003. 2003 Sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Vinnur meðal ann- ars fyrir stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga og gerir úttekt á starfsemi sjóðsins. 2005 Ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfé- laga og tekur þátt í breytingum á honum í fjármálafyr- irtæki undir eftirliti FME og í opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélaga. 2008/2009 Segir starfi sínu hjá lánasjóðnum lausu frá áramótum og hyggst setjast í helgan stein. Febrúar 2009 Kallaður til verkefna í fjármálaráðuneyt- inu þar sem honum er falið að leiða viðræður ríkisins sem eiganda nýju bankanna við gömlu bankana. SKIPHOLTI 17 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 588 4699 - FAX: 588 4696 - VEFSÍÐA: OBA.IS - NETFANG: OBA@OBA.IS Þú þekkir okkur af gæðunum - og lága verðinu! GÆÐAPRENTARAR Í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ Nú fetum við okkur inn á nýjar brautir og hefjum sölu á OKI laserprenturum og fjölnotatækjum og mörkum 90 ára afmæli fyrirtækisins með þessu þrepi. Heimsækið okkur og kynnist OKI prentlausnum. Nokkur tæki á kynningarverði. Loksins...loksins !!! LITA laser á almennilegu verði !  Nettengjanlegur.  USB / Ethernet tengi.  Prenthraði: 16 síður á mínútu í lit, 20 síður á mínútu í svörtu.  Tvíhliðaprentun (handvirkt duplex) fyrir Windows stýrikerfi.  Upplausn: 1200 x 600 dpi.  Bakki fyrir allt að 250 arkir.  Vinnsluminni 32 Mb., stækkanlegt í 288 Mb.  Notkun: Meðalnotkun pr mánuð: 500 - 2.000 síður. Hámarksnotkun pr. mánuð: 35.000 síður.  Arkamatari fyrir 250 arkir. LITA LASER !  Prentar á báðar hliðar (duplex).  Prenthraði: 28 síður á mínútu.  Upplausn: 1200 x 1200 dpi.  Vinnsluminni: 64 mb., stækkanlegt í 320 Mb.  Með háhraða USB- og parallell tengi.  Notkun: Hámarksnotkun pr. mánuð: 70.000 síður. Öflugur og ódýr laserprentari ! PRENTARI - LJÓSRITUNARVÉL - SKANNI - FAX  Upplausn: 600 - 2400 dpi. Allar rekstrarvörurnar ... Öflug þjónustudeild... Með OKI MB280 fjölnotatækinu (multifunction) má prenta, ljósrita, skanna og senda fax, allt með sama tækinu. Arkabakki fyrir 250 síður. Vinnsluminni 32 Mb. Gerð C3450n Verð 58,700.- Gerð B430d Verð 54.280.- Gerð MB280 Verð 49,730.-  Prentupplausn: 600 x 1200 dpi.  Prenthraði: 20 síður á mínútu. Prentun: Ljósritun:  Ljósritunarhraði: 20 síður á mínútu.  Upplausn: 600 x 600 dpi.  Stækkun: 25% til 400%  Upplausn: 600 x 600 dpi.  Minni: 2 Mb. dugar fyrir 125 síður. Skönnun: Fax: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.