Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
6 Fréttir
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
V
on er á niðurstöðum
nefndar þriggja ráð-
herra um frekari að-
stoð við heimilin í
landinu en nú þegar er
boðið upp á um næstu mánaðamót.
Þó niðurstaða liggi ekki fyrir
bendir flest til þess að útkoman
verði sambland af aðlögun á
greiðslubyrði heimila að greiðslu-
getu þeirra annars vegar, og ein-
hvers konar niðurfærsla á skuldum
að hluta hins vegar.
Hjá fyrirtækinu Creditinfo eru
til upplýsingar sem hægt er að
nota til að tryggja samræmdar að-
gerðir til aðstoðar heimilunum.
Hákon Stefánsson, starfandi
stjórnarformaður Creditinfo á Ís-
landi, segir að þetta sé mikilvægt,
því þegar stjórnvöld hafi tekið
ákvörðun um aðgerðir til að að-
stoða vegna skuldavanda heim-
ilanna, þá verði gríðarlega mik-
ilvægt að tryggja samræmingu. Í
slíkum tilvikum séu upplýsing-
arnar um lántakendur lykilatriði
svo fremi að þær séu nýttar á rétt-
an hátt til að spá um greiðslugetu í
framtíðinni.
„Fólk verður að hafa vissu fyrir
því að allir sitji við sama borð,“
segir Hákon. „Það næst ekki fram
ef lánastofnanir afgreiða erindin
hver á sinn hátt. Ég held hins veg-
ar að það sé heppilegast að erindin
verði afgreidd hjá lánastofn-
ununum þar sem skuldir fólks eru,
en stjórnvöld marki úrræðunum
tiltekinn ramma. Niðurstöður lána-
stofnana væri hægt að keyra sam-
an við áhættumat Creditinfo, eða
einhverja sambærilega mælistiku
sem í öllum tilvikum myndi byggja
á sömu gögnum. Þannig er hægt
að ganga úr skugga um að inn-
byrðis samræmi verði á milli
ákvarðana lánastofnana.“
Hákon bendir jafnframt á að
gagnlaust sé að taka út skulda-
stöðu einstaklinga á tilteknum
tímapunkti, líkt og Seðlabankinn
gerði, og ætla að nota það við
ákvörðun afskrifta. „Þegar til
stendur að færa niður skuldir fólks
þá lýtur slíkt að greiðslugetu
þeirra í framtíðinni. Þó ein-
staklingur hafi getað staðið í skil-
um í febrúar síðastliðnum þá segir
slíkt ekkert um það hvort sá hinn
sami geti gert það eftir eitt ár. Af
því leiðir að einhvers konar
áhættumat, er segir fyrir um
greiðslugetu í framtíðinni, þarf að
vera grundvöllur afskrifta skulda
en ekki punktstaða í fortíðinni.
Slíkt mat þarf að byggjast á yf-
irgripsmiklum fjárhagsupplýs-
ingum, sérstaklega sögulegum
gögnum, sem og upplýsingum um
t.d. atvinnumissi fólks.“
Greiðsluviljinn má ekki hverfa
Hákon segist telja að vænt-
anlegar aðgerðir hljóti að verða í
megindráttum tvíþættar. „Ég tel
reyndar að ekkert annað komi til
greina en að hvort tveggja komi
til, þ.e. aðlögun greiðslubyrðar að
greiðslugetu annars vegar, og nið-
urfærsla skulda að hluta hins veg-
ar. Hvor leið um sig dugar ekki til.
Ástæðan er einfaldlega sú að ef
skuldir eru afskrifaðar hjá öllum,
þar með talið þeim sem staðið geta
undir skuldunum, þá minnkar svig-
rúmið til afskrifta hjá þeim sem í
raun standa ekki undir sínum
skuldum. Um leið þarf að gæta
þess að þeir sem hafa greiðslugetu
standi við skuldbindingar sínar en
hafi um leið möguleika á að semja
um lengri greiðslutíma og/eða
betri kjör.
Ef rétt er staðið að málum þá
yrði raunin sú að bankarnir fengju
líklegast meira greitt ef skuldir
yrðu niðurfærðar í samræmi við
greiðslugetu þar sem slíkt eykur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Creditinfo Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Creditinfo á Íslandi, og Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri.
Gagnslaust að horfa
á tiltekinn tímapunkt
/" # "# 0
" 1 !
2 "# "
!"#$
%$%
!"&&#
&'!%
!#('
%$#
#)$
"*(
&*(
!#"
""! !$%
!)""
$)*
%*)
*$)
$(+ !'#'+ "$)&+ %)$&+ %!%&+ ")&&+ #%"+
3
& #
4#!# 56789:;:+3<
!"
#
=
0
0 • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup.
• Þekkt skyndibitakeðja.
• Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup.
• Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til
sameiningar.
• Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100
mkr.
• Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr.
• Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki.
Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður.
• Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett.
• Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35%
árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin.
• Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð.
• Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta
240 mkr.
• Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr.
• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr.
Hagstæðar skuldir.
• Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr.
• Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35
mkr. Hagstæðar skuldir.
Hlutabréf í VBS Fjárfestingarbanka hf.
275.000 bréf til sölu á genginu 10 kr.
Upplýsingar í síma 893-3393
Á SAMA tíma og íbúðaverð hefur
lækkað hefur byggingarkostnaður
hækkað, en vísitala byggingarkostn-
aðar hefur hækkað um 11,5% á síð-
ustu tólf mánuðum. Gengisþróun
krónunnar er þar helst um að kenna
en hún hefur leitt til mikillar hækk-
unar á ýmsu innfluttu bygging-
arefni, að því er fram kemur í Morg-
unkorni Greiningar Íslandsbanka.
Segir í Morgunkorninu að þessi
þróun leiði til þess að arðsemi í
byggingu íbúða fari minnkandi en
hún hafi dregist umtalsvert saman á
síðustu misserum. Verulega hafi
dregið úr byggingu íbúðarhúsnæðis
að undanförnu, sem að miklu leyti
eigi rætur að rekja til minnkandi
arðsemi og samdráttar í eftirspurn.
„Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu
hefur lækkað um 12% að nafnvirði
og 32% að raun-
virði frá því að
hápunktinum var
náð á íbúðamark-
aði í byrjun síð-
asta árs,“ segir í
Morgunkorninu.
„Opinberar spár
um þróun hús-
næðisverðs á
næstu misserum
gera ráð fyrir
frekari verðlækkunum á fast-
eignamarkaði. Samkvæmt þeim
mun íbúðaverð lækka hátt í 50% að
raunvirði frá því að hápunktinum
var náð áður en yfirstandandi lægð
lýkur á fasteignamarkaði árið 2011.
Samkvæmt því mati er enn umtals-
verð lækkun húsnæðisverðs í píp-
unum.“ gretar@mbl.is
Arðsemi í íbúðabyggingum
dregst umtalsvert saman
Byggingar Arð-
semin minnkar.