Morgunblaðið - 17.09.2009, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
Fréttir 7
TÆPLEGA tuttugu þúsund ein-
staklingar eru nú á vanskilaskrá.
Samkvæmt spálíkani Creditinfo er
líklegt að um 7.500 einstaklingar til
viðbótar muni bætast á þessa skrá
á næstu tólf mánuðum, að öllu
óbreyttu.
Á vanskilaskrá fara eingöngu mál
sem komin eru í svokallaða löginn-
heimtu, þ.e. innheimtu á grundvelli
réttarfarslaga. Viðkomandi ein-
staklingar hafa því verið í van-
skilum í talsverðan tíma áður en
þeir lenda á vanskilaskrá.
Talsvert fór að bera á auknum
vanskilum í byrjun árs 2008, en þau
hafa síðan aukist stöðugt frá
bankahruninu í október í fyrra. Til-
kynningar um löginnheimtu, sem
Creditinfo safnar saman, voru um
71% fleiri á fyrstu sjö mánuðum
þessa árs en á sama tímabili á síð-
asta ári.
Stærsti hlutinn 30 til 49 ára
Samkvæmt upplýsingum frá
Creditinfo eru flestir sem skráðir
eru á vanskilaskrá fólk með börn á
framfæri. Aldursbilið frá 30 ára og
upp í 49 ár vegur þar þyngst.
Brottflutningur lítill
Um miðjan ágúst síðastliðinn
höfðu um fimm þúsund ein-
staklingar flutt af landi brott. Þar
af voru 2.342 með íslenskt rík-
isfang. Þetta er ekki mikil fjölgun
miðað við síðustu ár. Creditinfo tel-
ur engu að síður að vísbendingar
séu um að fólksflótti sé hugsanlega
framundan.
Hlutfallslega fá gjaldþrot
Ekki er algengt að einstaklingar
hér á landi séu gerðir gjaldþrota.
Hins vegar er algengt að ein-
staklingar verði greiðsluþrota, þ.e.
viðkomandi eigi ekki eignir umfram
skuldir. Árið 2008 voru 198 ein-
staklingar gerðir gjaldþrota, sam-
kvæmt upplýsingum frá Creditinfo.
Hins vegar voru tæplega 5.200 ein-
staklingar greiðsluþrota með skrán-
ingunni árangurslaust fjárnám.
Að sögn Rakelar Sveinsdóttur
eru helstu ástæður þess að hlut-
fallslega fáir einstaklingar verða
gjaldþrota meðal annars þær, að
kostnaður kröfuhafa af slíkri að-
gerð sé töluverður. Auk þess sé
ávinningur af gjaldþrotaskiptum al-
mennt lítill, nema þrotamaður hafi
komið eignum undan. Hins vegar
sé oftast óskað eftir gjald-
þrotaskiptum ef krafa er há, ef
háttsemi skuldara hefur verið
„sviksamleg“ eða grunur er um
undanskot eigna.
Um 7.500 bætast líklega viðgreiðsluvilja fólks. Þannig er al-gjörlega nauðsynlegt að aðgerð-irnar stuðli að því að koma í veg
fyrir að greiðsluviljinn hverfi hjá
þeim sem geta borgað hluta sinna
skulda. Ef almenningur sér fram á
að vera bundinn á skuldaklafa of
lengi missir fólk greiðsluvilja. Mik-
ilvægt er að horfa til reynslu ann-
arra þjóða í þessu sambandi og þá
kannski sérstaklega Asíu þar sem
stjórnvöld gripu til aðgerða af
þessu tagi fyrr á þessum áratug.
Svo fremi sem niðurfærsla skulda
tekur mið af spá um framtíð-
argreiðslugetu þá er ekki hægt að
halda því fram að lánveitendur
tapi á slíkri niðurfærslu, það er að
segja ef spáin byggist á réttum
gögnum sem notuð eru með rétt-
um hætti.“
Hann telur að meðal þess sem
sé jákvætt við væntanlegar að-
gerðir sé, að þær geti skapað tæki-
færi fyrir ábyrgari vinnubrögð á
lánamarkaði hér á landi til fram-
tíðar en verið hafi. Þar sé ekki
vanþörf á og ástæða til að horfa til
reynslu annarra þjóða af slíku.
„Það mætti t.d. velta því upp að
hér yrði tekið upp það sem kallast
óábyrgar lánveitingar eða „irres-
ponsible lendings“. Þetta er hvað
þekktast í Bretlandi og þýðir að
horft er til stöðu lántaka á þeim
degi sem hann fékk lán og metið
hvort lánveitandi hafi mátt vita að
verulegar líkur væru á vanskilum í
framtíðinni. Erlendu lánin hér á
landi væru líkleg til að falla hér
undir, þar sem lánveitendum mátti
vera ljóst að lánveitingar í erlendri
mynt væru gríðarlega áhættu-
samar fyrir lántaka með tekjur í
íslenskum krónum. Hinu sama
mundi gegna um lánveitingar sem
hefðu byggt á hærri greiðslugetu
lántakans eða minni skuldsetningu.
Í tilvikum sem þessum er litið svo
á að það sé sanngjarnt og eðlilegt
að lánveitandinn taki hluta af
áhættunni sem honum mátti vera
kunnugt um í upphafi,“ segir Há-
kon.
Upplýsingar hjá Creditinfo
Rakel Sveinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi,
tekur undir með Hákoni um mik-
ilvægi þess að stuðlað verði að
ábyrgari lánveitingum á fjár-
málamarkaði. Ekki megi horfa ein-
göngu til þeirra sem eru í erf-
iðleikum í dag. Þeim gæti fjölgað
hratt. Aðgerðir stjórnvalda verði
því einnig að ná til þeirra sem lík-
lega munu lenda í erfiðleikum í ná-
inni framtíð, því hópurinn stækki
stöðugt eins og aðstæður eru nú.
„Væntanlegar aðgerðir þurfa að
vera trúverðugar fyrir almenning
en ekki síður fyrir samstarfsaðila
eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“
segir Rakel. „Við eigum líka að
horfa strax til þess hvað aðrar
þjóðir hafa gert til að mæla árang-
ur úrræðna. Sjálf höfum við sér-
staklega horft til Finna í því sam-
bandi, en þeir nýttu sér ýmsar
leiðir til að sjá hvort úrræði skil-
uðu sér í raun til þeirra sem mest
þurftu á því að halda. Í þessu sam-
hengi má t.d. horfa á þann hóp
fólks sem er í vaxandi erfiðleikum
í kjölfar atvinnumissis.“
Hjá Creditinfo liggja fyrir upp-
lýsingar sem gefa nokkuð góða
mynd af skuldastöðu heimila og
fyrirtækja. Spálíkan Creditinfo
segir fyrir um þróun á skuldastöðu
og þar með á hugsanlegum erf-
iðleikum heimila og fyrirtækja í
framtíðinni. Umrætt líkan var
smíðað af fyrirtæki í eigu Credit-
info SCHUFA, sem er í eigu þýska
félagsins SCHUFA og Creditinfo
Group, og byggir það m.a. á
reynslu manna frá lánamörkuðum í
Bretlandi, Þýskalandi og Asíu.
Rakel segir að spálíkanið hafi
reynst mjög vel og spágildin séu
mjög nálægt raunveruleikanum.
Hjá fyrirtækinu séu því umtals-
verðar upplýsingar og gögn sem
gætu reynst vel í þeirri óhjá-
kvæmilegu vinnu sem framundan
er við að aðstoða heimilin í land-
inu. „Við munum gera það sem í
okkar valdi stendur til að hjálpa
til, hvort sem er fyrir stjórnvöld
eða aðila eins og Seðlabankann,“
segir Rakel.