Morgunblaðið - 17.09.2009, Side 8

Morgunblaðið - 17.09.2009, Side 8
• Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Æ tli það megi ekki segja að ég sé í svona 120% vinnu eins og svo margir Íslend- ingar sem eru í tveimur störfum,“ segir Erna Bjarnadóttir, stjórn- arformaður Nýja Kaupþings og hag- fræðingur hjá Bændasamtökunum, um álagið sem fylgir því að dreifa kröftunum. „Það má segja að stjórnarformennskan hjá Nýja Kaupþingi feli í sér tvær megináherslur. Annars vegar þarf að stýra bankanum þangað til frestur fyrir kröfu- hafa til að ákveða hvort þeir kaupi bankann rennur út 31. október og hins vegar eru það skuldaúrvinnslumálin í margvíslegri mynd. Við kynntum í byrjun vikunnar upp- færðar verklagsreglur vegna skuldaúrvinnslu fyrir- tækja, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Bændasamtökunum er ég aftur á móti aðallega að fást við verkefni sem tengjast aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.“ – Hvernig tóku samtökin stjórnarformennskunni? „Minn vinnuveitandi tók því mjög liðlega þegar til mín var leitað að gegna stjórnarformennskunni tímabundið. Ég verð á móti í sumarfríi eða í launalausu leyfi því að það er ekki hægt að vinna Kaupþingsverkefnið að öllu leyti utan venjulegs vinnutíma.“ – Og hvernig gengur að sinna starfinu hjá samtök- unum á meðan? „Ég myndi segja að ég sé í svona 80% vinnu þar og að hitt sé svona 30-40% vinna. Hjá Kaupþingi erum við oft með fundi seinnipart dags.“ Leiðin lá til Wales Erna lagði stund á viðskiptanám í Samvinnuskólanum á Bifröst, þar sem hún lauk stúdentsprófi, og hélt þaðan í Bændaskólann á Hólum. Erna lauk svo BS-námi í búvís- indum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og hélt svo áfram á sömu braut er hún hóf nám við University College of Wales þaðan sem hún hefur MSc-gráðu í land- búnaðarhagfræði. Hún hefur starfað hjá Hagþjónustu landbúnaðarins, þar sem hún var síðast forstöðumaður til ársloka 1996, ásamt því að hafa sinnt kennslu í bókhaldi og hagfræði á Hvanneyri og ráðgjöf fyrir bændur. Á unglingsárunum sinnti Erna bústörfum hjá for- eldrum sínum á Stakkhamri á Snæfellsnesi á milli náms- vetra en fyrsta starfið þar fyrir utan var afgreiðsla í verslun á Vegamótum. Starf í sláturhúsi kemur einnig upp í hugann hjá henni. Erna er mikil hestakona og grípur hvert tækifæri um vetur sem sumar til að fara í útreiðartúra með dætrum sínum, Selmu, sem er 14 ára, og Lindu, sem er fjórum ár- um eldri, en saman búa þær þrjár á Seltjarnarnesinu. Selma æfir handknattleik og reynir Erna að vera dug- leg að fylgjast með kappleikjum hennar. Erna hefur gaman af því fylgjast með íþróttum og eru knattspyrna og frjálsar íþróttir þar efst á blaði. Sjálf hjólar hún og syndir í frístundum. Erna segir stelpurnar sáttar við fyr- irkomulagið tímabundna, enda séu þær stálpaðar. „Ég held að þær séu bara stoltar af mömmu sinni.“ – Hvað um athyglina sem hún fær? „Ég held að þær taki henni bara vel,“ segir Erna sem reiknar með að ljúka störfum hjá bankanum í októberlok Erna Bjarnadótt- ir, stjórnarfor- maður Nýja Kaupþings og hagfræð- ingur hjá Bændasamtökunum, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Dæt- ur hennar kvarta þó ekki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagfræðingur Erna Bjarnadóttir tók við stjórnarfor- mennsku í Nýja Kaupþingi um síðustu mánaðamót. Bregður sér á bak við hvert tækifæri SVIPMYND» VÍSINDAMENN við háskólann í Warwick í Bretlandi stóðu frammi fyrir töluverðum vanda þegar þeir vildu smíða þrívíddar tölvumódel af því hvernig rafstraumur ferðast um hjarta. Vildu þeir m.a. komast að því hvernig rafstraumurinn fer framhjá skemmdum hjartafrumum. Til að vinna þessa vinnu töldu þeir sig þurfa að bóka tíma hjá of- urtölvu eða eyða tugum þúsunda punda í tölvuvélbúnað sjálfir. Forstöðumaður rannsóknarinnar þekkti hins vegar til leikjatölv- unnar Xbox 360, einkum graf- íkkubbsins í vélinni. Með því að kaupa eina leikjatölvu og rífa graf- íkkubbinn úr henni spöruðu vís- indamennirnir stórfé. Ritgerð um rannsóknina og eiginleika graf- íkkubbs Xbox 360 birtist nýlega í tímaritinu Computational Biology and Chemistry. bjarni@mbl.is Xbox í stað ofurtölvu Í KAUPHÖLLINNI í Chicago (CME) er verslað með ótrúlegustu afleiður og vafninga, en þeir undarleg- ustu gætu verið veðurafleiður. Í afar einföldu máli veðja fjárfestar um hvernig veður verði í tilteknum heimshlutum eftir ákveðinn tíma. Byggjast afleið- urnar á því að framleiðsla á ákveðnum matarteg- undum er í mörgum tilvikum bæði staðbundin og háð verði. Slæmt veður í Flórída eða þurrkur í Kaliforníu getur haft gríðarleg áhrif á verð á appelsínusafa. Þá getur hitastig haft mikil áhrif á orku- neyslu. Raforkufyrirtæki í Bretlandi hafa t.d. sagt að einnar gráðu munur á meðalhita geti valdið sveiflum á neyslu á jarðgasi um 5%. Hið alræmda orkufyrirtæki Enron var fyrst til að selja veðurafleiður, en sá markaður hrundi eftir fall fyrirtækisins. Nú er hann hins vegar kominn á skrið aftur. bjarni@mbl.is Fjárfesta í veðravafningum Íþróttafélög, ekki síður en stjórn- málaflokkar, biðla til fyrirtækja um alls konar styrki. Og sumir vilja frekar vera í liði með íþróttafélögum en að hengja sig á klafa pólitískra flokka. Ekkert nema gott um það að segja að eigendur fyrirtækja vilji byggja upp öflug íþróttafélög. Í þeim hópi eru til dæmis bræð- urnir Karl og Steingrímur Werners- synir. Í úttekt Ernst & Young á samn- ingum og viðskiptum félagsins er hægt að lesa í hvaða liði eða liðum þeir eru. Breiðablik fékk í fyrra samtals sjö milljónir króna í styrk frá Milestone. Karl mun vera dyggur stuðnings- maður liðsins og styður við bakið á sínu fólki. Því fékk Blikaklúbburinn einnig styrk árið 2008 upp á 7,2 milljónir. Samtals því 14,2 milljónir króna til Blikanna. En hvað um Steingrím? Hann varð auðvitað líka að styðja við bakið á sínum mönnum. Það var því úr að Handknattleiksfélag Kópavogs, HK, fékk sjö milljónir, eins og Breiðablik, í styrk frá Milestone í fyrra. Kópavogsfélögin eru þeim bræðr- um því ofarlega í huga. En ekki bara Kópavogsfélög því Valur fékk að fljóta með og fékk af- hentan styrk upp á 2,5 milljónir króna. Allir verða að fá að halda með sínu liði – ekki síst íþróttaliði ÚTHERJI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.