Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is HAMAR í Hveragerði hefur undanfarin ár leikið meðal þeirra bestu í körfuknattleik karla. Liðið vann sig upp úr fyrstu deild, ásamt nágrönnum sínum í Þorlákshöfn, vorið 1999 og hefur leikið í úrvalsdeildinni allar götur síðan, nema hvað liðið var í 1. deildinni í fyrra. Lengstum þennan tíma var Pétur Ingvarsson þjálfari liðsins og hann lék auk þess einnig með liðinu í fjölda ára, en Ágúst S. Björg- vinsson tók við af honum á miðjum vetri í hitt- eðfyrra og var með liði í fyrra og verður með það í vetur. Raunar verður nóg að gera hjá Ágústi því hann mun einnig þjálfa kvennalið Hamars. Hamarsmenn hafa ekki blandað sér mikið í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni en félagið hef- ur í tvígang komist í bikarúrslit, og í bæði skiptin mátt sætta sig við tap á móti ÍR, fyrst 2001 og síðan sex árum síðar, 2007. Sú reynsla sem því fylgir að fara í bikarúr- slit situr eftir fyrir austan fjall þó svo ekki séu margir í leikmannahópnum núna sem voru með í bikarúrslitaleikjunum. Fyrstu fimm árin í úrvalsdeild léku Hver- gerðingar undir nafni Hamars en í þrjú ár þar á eftir sem Hamar/Selfoss og síðan sem Ham- ar á ný í fyrra – og þá lék liðið í fyrstu deild og fór beinustu leið upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Liðið er meðal yngstu liða deildarinnar og með hvað minnsta reynslu meðal þeirra bestu. Fjölmargir ungir piltar munu fá eldskírn sína í vetur og það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig til tekst í Hveragerði. Þar hefur jafn- an verið erfitt fyrir aðkomuliðin að sækja stig, enda bæjarbúar og nærsveitamenn duglegir að mæta á leiki og hvetja sína menn. Eitthvað datt áhuginn niður í fyrra þegar liðið var í fyrstu deildinni en vonandi að úr rætist á ný í vetur því það er gríðarlega mikilvægt fyrir lið að finna stuðning, ekki síst þegar um svo ungt og reynslulítið lið er að ræða. Morgunblaðið/Ómar Þjálfarinn Ágúst S. Björgvinsson þjálfar bæði karla- og kvennalið Hamars í Hveragerði. Hamar á sínu tíunda ári í efstu deild Lárus IngiFriðfinns- son stofnaði körfuknattleiks- deild Hamars ár- ið 1992 ásamt Gísla Páli Páls- syni og hefur Lárus verið for- maður deild- arinnar allar götur síðan. „Mér er meinilla við að skipta um formann og eins um þjálfara,“ segir Lárus léttur í lund, og vísar þar til þess að Pétur Ingvarsson var þjálfari hjá Hamri í áratug eða svo og sjálfur hefur Lárus verið lengi við stjórn- völinn. „Ég spilaði aldrei körfu- bolta en finnst ofboðslega gaman að þessu og líst vel á veturinn þar sem núna erum við með svo mikið af strákum héðan úr Hveragerði. Uppbyggingarstarfið er að skila sér,“ sagði formaðurinn.    Hamarsmenn hafa í rauninniekki misst marga leikmenn frá síðustu leiktíð, eða fimm talsins og þar af eru þrír sem eru hættir en tveir hafa skipt yfir í nágranna- liðið UMFH, eða Hrunamenn. Þeir sem þangað fóru eru þeir Andri Bergsson og Máté Dalmay.    Ari Gunn-arsson, sem þjálfaði kvennalið Hamars síðustu árin, er farinn yf- ir til Vals og hef- ur tekið við kvennaliði Hlíð- arendaliðsins og hefur væntanlega lagt körfuboltaskóna á hilluna.    Rúnar Freyr Sævarsson ereinnig hættur sem og Bragi Bjarnason.    Hvergerðingar fá sjö nýja leik-menn til liðs við sig fyrir komandi leiktíð. Sigurbjörn Jóns- son kemur frá Hrunamönnum og frá Laugdælum koma tveir leik- menn, Frosti Sigurðsson og Viðar Örn Hafsteinsson.    Andre Dabney kemur fráBandaríkjunum og einnig annar leikmaður, en hann er ís- lenskur og heitir Páll Helgason.    Tveir leikmenn, sem verið hafa ínámi erlendis, ganga einnig til liðs við Hamarsmenn fyrir þessa leiktíð, Bjarni Lárusson, sem var við nám í Þýskalandi, og Tryggvi Örn Úlfsson, sem var við nám í Frakklandi. Andre Dabney 26 ára bakvörður Baldur Valgeirsson 17 ára bakvörður Bjarni Lárusson 20 ára framherji Emil F. Þorvaldsson 19 ára framherji Frosti Sigurðsson 28 ára miðherji Hjalti V. Þorsteinsson 17 ára bakvörður Marvin Valdimarsson 28 ára framherji Páll Helgason 20 ára framherji Oddur Ólafsson 17 ára bakvörður Ragnar Á. Nathanaelsson 18 ára miðherji Sigurbjörn Jónsson 18 ára framherji Stefán Halldórsson 19 ára bakvörður Svavar Páll Pálsson 28 ára miðherji Tryggvi Örn Úlfsson 23 ára framherji Viðar Örn Hafsteinsson 24 ára bakvörður Leikmannahópur Hamars 2009-2010 Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is TVEIR leikmenn Hamars hafa leikið fleiri en 100 leiki í efstu deild, en það eru reynsluboltarnir Marvin Valdi- marsson, sem á 112 leiki, og Svavar Páll Pálsson, sem hefur leikið 184 leiki. „Þeir eru báðir búnir að vera lengi hjá Hamri, Marvin í ein sjö ár og Svavar hefur leikið í níu ár með Hamri og hefur ekki spilað með öðr- um liðum. Þetta eru leikmenn sem mun mæða mikið á í vetur,“ segir Ágúst um leikmannahópinn sinn. Hann segist eiga von á að deildin verði heldur jafnari, sérstaklega í efri hluta hennar, en var á síðustu leiktíð. „Maður veit í rauninni aldrei hvernig þetta verður og það hefur myndast mikið bil eftir að erlendu leikmönnunum fækkaði, en ég tel það jákvætt. Deildin verður ekki jafn sterk fyrir vikið, ekki eins og 2007. Deildin í fyrra var dálítið furðuleg en þá voru tvö yfirburðalið í henni. Ég held að í vetur verði þetta mun jafn- ara á toppnum og ég sé fyrir mér fjögur til fimm lið sem muni berjast um sigur í deildinni. Ég á frekar von á að deildin verði talsvert tvískipt og það verði nokkur lið í hnapp í neðri hlutanum. Ég held það megi alveg búast við spennandi vetri, bæði á toppi og í neðri hlutanum. Það verð- ur í það minnsta meiri spenna en var í fyrra þegar KR var með algjöra einstefnu, þó svo það hafi orðið spennandi í úrslitakeppninni,“ segir Ágúst. Hamarsmenn hafa æft í allt sumar og hefur það gengið ágætlega að sögn þjálfarans. „Við vorum með ein- staklingsþjálfun í allt sumar og byrj- uðum síðan um miðjan ágúst að æfa sem lið og það hefur gengið fínt,“ segir Ágúst. Miðherjinn er 2,18 á hæð Í liði Hamars eru margir ungir strákar sem stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Meðal þeirra er Ragnar Á. Nathanaelsson, miðherjinn stóri og stæðilegi, en hann er aðeins 18 ára gamall og 218 sentimetra hár. „Raggi er einn af þessum ungu strákum sem munu stíga sín fyrstu spor í efstu deild, en hann byrjaði inná hjá okkur í öllum leikjum í fyrra nema einum. Hann tók gríðarlegum framförum í fyrravetur og hefur æft vel í sumar og verið í U-18 ára landsliðinu, sem hefur hjálpað honum mjög mikið. Hann hefur komið mjög vel út í þeim leikjum sem við höfum spilað í haust og verður væntanlega miðherji núm- er eitt hjá okkur í vetur.“ Kornungur leikstjórnandi Leikstjórnandi Hamars er einnig ungur að árum því hann verður 17 ára á þessu ári. „Oddur Ólafsson byrjaði inná hjá okkur allt síðasta tímabil og er að leika sínu fyrstu leiki í úrvalsdeild. Hann er gríðarlega efnilegur leikstjórnandi. Hjalti Valur Þorsteinsson er jafn- aldri hans og mikið efni. Hann spilaði ekkert í fyrra vegna meiðsla, en hann sleit krossband. Þeir eru báðir mjög efnilegir og hafa verið í unglinga- landsliðunum og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma út,“ sagði Ágúst. Lágvaxinn og hárprúður Andre Dabney er erlendur leik- maður sem leikur með Hamri. „Það er ekki alveg komin reynsla á hann, en hann hefur vakið athygli þar sem hann kemur, sérstaklega fyrir hvað hann er lágvaxinn og með mikið hár,“ segir Ágúst, en Dabney er 172 senti- metrar á hæð. „Ég vona bara að hann veki athygli fyrir meira en það,“ bæt- ir þjálfarinn við hlæjandi. „Hann er gríðarlega fljótur og sprengir upp leikinn,“ segir hann. Hamar hefur leikið marga æfinga- leiki í haust. „Við höfum ekki leikið við mörg úrvalsdeildarlið heldur tek- ið þetta svona í skrefum enda mik- ilvægt þar sem við erum með svo mikið af ungum strákum. Þetta hefur gengið mjög vel. Við unnum á móti hér í Hveragerði með liðum af Suður- landinu og síðan sigruðum við á Vals- mótinu.“ Margir ungir strákar sem fá að reyna sig  Hamar teflir fram ungu og óreyndu liði  Aðeins tveir með meira en 100 leiki Ljósmynd/Guðmundur Karl Fögnuður og spenna Leikmenn Hamars fagna ásamt þjálfaranum Ágústi Björgvinssyni, þjálfara liðsins. „Ég held að veturinn leggist bara vel í mig. Liðið er aftur komið upp í efstu deild og við erum með mikið af upp- öldum strákum héðan úr Hveragerði og nágrenni,“ sagði Ágúst S. Björg- vinsson, þjálfari karlaliðs Hamars í Hveragerði, um komandi vetur í körfuboltanum. Hamar sigraði í 1. deildinni í fyrra eftir að hafa verið þar í eitt ár, en liðið féll vorið 2008 úr úr- valsdeildinni og er því nýliði í deild- inni að þessu sinni. Körfuknattleikur: Morgunblaðið kynnir liðin í úrvalsdeild karla, Iceland-Express deildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.