Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 2
Guðmundur lék með franska liðinu
YPORT í næstefstu deild á síðustu
leiktíð en hann var búsettur í Gra-
nada á Spáni og var því mikið um
ferðalög síðasta vetur hjá Guð-
mundi.
„Ég og fjölskylda mín vorum
frekar þreytt á því að búa erlendis
og við söknuðum Íslands. Það er
alltaf þannig að maður saknar Ís-
lands þegar maður býr erlendis og
þegar maður er hérna heima þá
vildi maður helst búa erlendis,“
sagði Guðmundur í gær en hann
var þá nýkominn frá Stokkhólmi
þar sem hann lék einn úrvalsdeild-
arleik með Eslöv.
Fór og keppti einn leik
„Þeir eru búnir að fullmanna sitt
lið en ég ræddi við þá og þeir buðu
mér að vera á „varamannalista“
fram að áramótum. Það voru marg-
ir meiddir og ég fór því og keppti
einn leik, í einliðaleik og tvíliðaleik.
Ég tapaði báðum leikjunum en ég á
ekki von á því að fara í fleiri leiki
fram að áramótum,“ sagði Guð-
mundur sem lék með Eslöv áður en
hann samdi við franska liðið.
Sálfræðin verður námsefnið í vet-
ur hjá Guðmundi en hann hefur
lengi haft áhuga á faginu. „Ég veit
ekki af hverju sálfræðin varð fyrir
valinu. Ég hef lengi haft áhuga á
slíkum hlutum og ég leyni því ekki
að íþróttasálfræðin er nokkuð sem
ég gæti hugsað mér að starfa við í
framtíðinni. Ég hlakka til að takast
á við námið.“
Guðmundur mun æfa hér á landi
meðfram náminu. „Það breytist
margt hjá mér hvað æfingarnar
varðar, en það verður bara gaman
að æfa með gömlu félögunum næstu
mánuði. Vissulega eru gæðin ekki
þau sömu og hjá sterkum atvinnu-
mannaliðum en þetta er nokkuð
„Gaman að æfa aftur
með gömlu félögunum
Guðmundur Stephensen, Íslands-
meistari í borðtennis, verður búsettur
hér á landi í vetur og ætlar hann að
leggja atvinnumennskuna til hliðar í
bili. Guðmundur ætlar að stunda nám
við Háskóla Íslands til jóla en hann
verður á meðal varamanna sænska úr-
valsdeildarliðsins Eslöv fram að ára-
mótum.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Guðmundur Stephensen hvílir sig á atvinnumennskunni í bili Kominn heim og s
sálfræði Er þó varamaður hjá Eslöv í Svíþjóð og getur skotist í leiki þangað fram að
Í HNOTSKURN
»Guðmundur E. Stephensener 27 ára og hefur verið Ís-
landsmeistari í borðtennis frá
11 ára aldri.
»Hann lék með YPORT íFrakklandi í fyrra og áður
með Eslöv í Svíþjóð.
»Guðmundur er til taks fyrirEslöv ef meiðsli koma upp
en stundar nám í sálfræði við
Háskóla Íslands.
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
HANDKNATTLEIKUR
Hafnarfjarðarmót karla
Haukar – Valur......................................23:23
FH – Akureyri .......................................33:34
Staðan:
Haukar 2 1 1 0 50:47 3
Valur 2 1 1 0 50:49 3
Akureyri 2 1 0 1 58:60 2
FH 2 0 0 2 59:61 0
Reykjavíkurmót kvenna
A-riðill:
Fram – HK.............................................21:15
Haukar – Fylkir ....................................20:16
B-riðill:
Valur – FH.............................................20:15
Stjarnan – Víkingur ..............................27:17
Þýskaland
Wetzlar – Lemgo...................................31:30
Logi Geirsson og Vignir Svavarsson voru
ekki í leikmannahópi Lemgo.
Staðan:
Wetzlar 4 3 0 1 110:108 6
Kiel 3 3 0 0 105:76 6
Hamburg 3 3 0 0 99:80 6
Flensburg 3 3 0 0 88:74 6
Lemgo 4 3 0 1 123:108 6
Gummersbach 3 2 1 0 95:74 5
Grosswallstadt 3 2 0 1 81:78 4
Göppingen 3 2 0 1 84:87 4
Lübbecke 3 1 1 1 88:84 3
Füchse Berlin 3 1 0 2 76:77 2
R.N. Löwen 3 1 0 2 88:93 2
Burgdorf 3 1 0 2 83:88 2
Melsungen 3 1 0 2 79:98 2
Minden 3 0 1 2 67:74 1
Düsseldorf 3 0 1 2 63:81 1
Balingen 3 0 0 3 77:85 0
Magdeburg 3 0 0 3 84:96 0
Dormagen 3 0 0 3 69:98 0
KNATTSPYRNA
England
3. deild:
Accrington – Crewe.................................5:1
Guðjón Þórðarson og hans menn í Crewe
eru í 10. sæti með 12 stig.
Þýskaland
Nürnberg – Bochum .................................0:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
Powerade-bikarinn
Deildabikar kvenna, 8-liða úrslit:
Haukar – Njarðvík ................................75:50
Hamar – Valur.......................................84:50
Sigurliðin mætast í undanúrslitum á
þriðjudaginn.
um helgina
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin:
Stjörnuvöllur: Stjarnan – Fjölnir ......... L16
Kópavogsv.: Breiðablik – Grindavík..... L16
Laugardalsv.: Fram – Þróttur R. ......... L16
Fylkisvöllur: Fylkir – FH...................... L16
Keflavíkurv.: Keflavík – ÍBV................. L16
Hlíðarendi: Valur – KR.......................... L16
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin:
Varmárvöllur: Afture/Fjöl. – Valur ...... L16
Keflavíkurv.: Keflavík – Stjarnan ......... S14
KR-völlur: KR – Þór/KA........................ S14
Kópavogsvöllur: Breiðablik – GRV....... S14
Fylkisvöllur: Fylkir – ÍR........................ S14
KÖRFUKNATTLEIKUR
Powerade-bikar kvenna, 8-liða úrslit:
DHL-höllin: KR – Snæfell ..................... L16
Keflavík: Keflavík – Njarðvík ................ S17
Powerade-bikar karla, 8-liða úrslit:
DHL-höllin: KR – Tindastóll................. L18
Keflavík: Keflavík – Njarðvík ........... S19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Stjarnan.. S19.15
Grindavík: Grindavík – ÍR ................ S19.15
HANDKNATTLEIKUR
Hafnarfjarðarmót karla:
Strandgata: Valur – Akureyri ............... L14
Strandgata: Haukar – FH ..................... L16
Reykjavíkurmót kvenna:
Riðlakeppni lýkur í Austurbergi og Voda-
fone-höllinni í dag en leikið er á báðum
stöðum frá kl. 12 til 16. Undanúrslit hefjast
kl. 10 í fyrramálið í Austurbergi og þar er
leikið um 3. sætið kl. 12.30 og um 1. sætið
kl. 14.
BANDÝ
Fyrsti leikurinn í nýrri bandýdeild fer fram
í Smáranum í Kópavogi í dag kl. 15. Þar
mætast Bandýfélag Kópavogs og Bandým-
annafélagið Viktor.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„VIÐ verðum fyrst og fremst að ein-
beita okkur að þeim leik sem við eig-
um að spila og vinna hann. Takist
það þá kemur bara í ljós hvort það
nægir til þess að ná þessu eftirsótta
öðru sæti sem gefur þátttökurétt í
meistaradeild kvenna á næsta ári,“
segir Erna Björk Sigurðardóttir,
fyrirliði Breiðabliks og landsliðskona
í knattspyrnu, um þá óvæntu spennu
sem hlaupin er í keppni um annað
sætið í Pepsi-deild kvenna.
Eins og tilkynnt var í vikunni er
Ísland eitt átta þjóða sem fá tvö sæti
í meistaradeild kvenna í knattspyrnu
leiktíðina 2010-2011. Fyrir loka-
umferðina á sunnudag eiga þrjú lið
möguleika á öðru sætinu, Breiðablik,
Þór/A og Stjarnan. Öll hafa þau 36
stig. Tvö fyrrnefndu liðin standa bet-
ur að vígi en Stjarnan sem hefur
skorað 27 mörkum fleira en hún hef-
ur fengið á sig. Breiðablik er með 37
mörk í plús og Þór/KA einu færra.
Í lokaumferðinni mætast Breiða-
blik og GRV á Kópavogsvelli, Þór/
KA sækir KR heim og Keflavík tek-
ur á móti Stjörnunni.
„Úr því að meistaratitilinn hefur
gengið okkur úr greipum þá ætlum
við okkur annað sætið og um leið
tryggja okkur Evrópusætið. Það
væri plús fyrir okkur,“ segir Erna
sem reiknar með að Þór/KA muni
leggja KR og Stjarnan leggi Kefla-
vík. Stjarnan getur blandast alvar-
lega í keppnina um annað sætið tak-
ist henni að skora vel á annan tug
marka hjá Keflavíkurliðinu sem
fengið hefur á sig 103 mörk í leikj-
unum 17 sem eru að baki í deildinni.
Sandra Sif farin í skóla
„Eins og við höfum leikið upp á
síðkastið þá getur þessi leikur við
GRV orðið okkur erfiður. Þá höfum
við einnig misst tvo sóknarmenn úr
okkar liði sem auðveldar ekki leikinn
fyrir okkur,“ segir Erna Björk og
vísar til þess að Harpa Þorsteins-
dóttir er meidd og Sandra Sif Þor-
steinsdóttir er farin út til náms. Sú
síðarnefnda er næstmarkahæsti leik-
maður Blika í deildinni með níu mörk
auk þess sem hún hefur átt drjúgan
þátt í mörgum mörkum til viðbótar.
„Nú þurfum við að standa undir
pressunni og vinna sannfærandi sig-
ur og tryggja okkur annað sætið. Því
miður höfum við ekki til þessa náð að
standast álag, eins og til dæmis í þau
skipti sem við áttum möguleika á að
komast upp fyrir Val þá tókst það
ekki,“ segir Erna Björk sem segir að
ekkert annað en sigur komi til greina
í dag.
„Það er alveg nýtt að það sé hörku-
keppni um annað sætið í deildinni.
Auðvitað vill maður alltaf ná sem
lengst en nú skiptir enn meira máli
en áður að ná öðru sætinu vegna
þessa Evrópukeppnissætis og við
ætlum okkur það,“ segir Erna Björk.
Jafnari og skemmtilegri keppni
„Deildin í sumar hefur verið jafnari
en síðustu ár og fyrir vikið verið
skemmtilegri þótt margir af bestu
leikmönnunum hafi farið til útlanda
fyrir keppnistímabilið.
Leikir hafa verið jafnari og maður
beðið spenntur eftir að heyra úrslit
annarra leikja, nokkuð sem maður
gerði ekki áður þegar nokkuð ljóst
var fyrirfram hver úrslit leikjanna
yrðu,“ segir Erna Björk, fyrirliði
Breiðabliks.
Við verðum að
vinna okkar leik
Evrópusæti í húfi í lokaumferðinni
Morgunblaðið/Golli
Slagur Breiðablik og Þór/KA standa best að vígi í baráttunni um Evr-
ópusætið. Erna lengst til hægri, og samherjar hennar mæta GRV.
ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir er farin að leika við
hliðina á bestu knattspyrnukonu heims með San-
tos í Brasilíu. Marta, sem hefur verið kjörin sú
besta í heiminum undanfarin þrjú ár, er komin til
félagsins í láni frá Los Angeles Sol í Bandaríkj-
unum.
Santos vann Cresspom, 4:1, á útivelli í brasilísku
bikarkeppninni í fyrrinótt en þetta var fyrri við-
ureign liðanna. Marta skoraði eitt markanna og
sama gerði önnur stjarna úr brasilíska landsliðinu,
Cristinae. Marta er í láni hjá Santos til áramóta
en hún fór til LA Sol í ársbyrjun, frá Umeå í Sví-
þjóð, og skoraði 10 mörk í 19 deildaleikjum í
Bandaríkjunum.
Þórunn kom inn á sem varamaður í seinni hálf-
leiknum en hún hefur leikið nær alla leiki Santos á
löngu og flóknu keppn-
istímabili sem hófst í janúar
og lýkur í desember ef liðið
fer alla leið í bikarnum. Þá á
liðið eftir að spila í meist-
arakeppni Suður-Ameríku.
Lið Santos hefur leikið 50
leiki á tímabilinu og ekki tap-
að enn. Sigurleikirnir eru 42,
jafnteflin átta, og Santos hef-
ur gert 257 mörk gegn að-
eins 22. Þórunn hefur skorað
átta mörk á tímabilinu en hún leikur sem varn-
armaður eða varnartengiliður og lék sinn fyrsta A-
landsleik í sumar þegar Ísland mætti Danmörku.
vs@mbl.is
Þórunn og Marta samherjar
Marta
NÚ liggja fyrir leiktímar á viðureignum íslenska
í handknattleik karla á Evrópumeistaramótinu s
í Austurríki í 19. til 30. janúar á næsta ári. Ísland
með heimamönnum, Dönum og Serbum í bænum
af þremur leikjum Íslands hefjast klukkan 19.15
tveimur stundum fyrr. Þrjú efstu liðin að lokinni
inni komast áfram í millriðla sem leiknir verða í
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður
þriðjudaginn 19. janúar. Flautað verður til leiks
19.15. Fyrr um daginn mætast Austurríkismenn
Hlé verður á keppninni 20. janúar en tekið til ó
anna daginn eftir þegar íslenska landsliðið mæti
Austurríkis, sem er undir stjórn Dags Sigurðsson
andi fyrirliða íslenska landsliðsins. Viðureignin v
urríki hefst kl. 17.15.
Lokaleikur Íslands í riðlakeppninni verður við
EM-leiktímar í Linz
Gísli Kristjánsson skoraði tvömörk fyrir danska handknatt-
leiksliðið Nordsjælland í úrvals-
deildinni í gær í 33:32 tapleik gegn
Bjerringbro/Silkeborg.
Anton Gylfi Pálsson og HlynurLeifsson handknattleiksdóm-
arar dæma leik HSV Hamburg og
Alingsas HK þann 3. október í
Meistarakeppni karla.
Fólk sport@mbl.is