Morgunblaðið - 13.10.2009, Page 4
Arnþór Fr. Guðmundsson 18 ára bakvörður
Árni Þór Jónsson 22 ára bakvörður
Björn I. T. Björnsson 17 ára framherji/miðherji
Christopher Smith 27 ára framherji/miðherji
Daníel Geirsson 17 ára bakvörður
Einar Þórmundsson 18 ára bakvörður
Elvar Sigurðsson 17 ára bakvörður
Friðrik Karlsson 18 ára framherji/miðherji
Garðar Sveinbjörnsson 22 ára bakvörður
Grétar Björnsson 28 ára miðherji
Hjalti Vilhjálmsson 23 ára bakvörður/miðherji
Ingvaldur M. Hafsteinss. 28 ára framherji
Leifur Arason 16 ára bakvörður
Magnús Pálsson 24 ára bakvörður
Níels Dungal 26 ára bakvörður
Sindri Kárason 20 ára miðherji
Sverrir Kári Karlsson 29 ára framherji
Tómas Heiðar Tómasson 18 ára bakvörður
Ægir Þór Steinarsson 18 ára bakvörður
Leikmannahópur Fjölnis 2009-2010
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
FJÖLNISMENN stöldruðu ekki lengi við í 1.
deild karla í körfuknattleik. Þeir létu aðeins
eitt ár duga og þótt fjórða sætið væri þeirra
hlutskipti að deildarkeppninni lokinni þá tóku
þeir úrslitakeppnina með trukki og dýfu. Þar
léku leikmenn Fjölnis, undir stjórn Bárðar
Eyþórssonar, við hvern sinn fingur og létu
ekki staðar numið fyrr en sæti í úrvalsdeild
var tryggt og eftir sátu Haukar, Valsmenn og
Ísfirðingar með sárt ennið.
Fjölnir kom fyrst upp í úrvalsdeild fyrir
leiktíðina 2002 til 2003 og þá undir stjórn
Benedikts Guðmundssonar. Leikmenn liðsins
komu sem ferskur blær inn í deildina enda allt-
af gaman að sjá ný lið í keppni þeirra bestu.
Strax á fyrsta ári hafnaði liðið í fjórða sæti
deildarinnar. Þá var toppnum náð, alltént í bili,
því ofar hefur lið Fjölnis ekki náð í úrvalsdeild-
inni síðan.
Flest reyndist Fjölnismönnum mótdrægt í
úrvalsdeildinni leiktíðina 2007 til 2008 og fór
svo að um vorið kvaddi liðið deildarkeppni
þeirra bestu. En eins og rakið er að ofan var
viðveran ekki löng í 1. deild.
Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í liði
Fjölnis á þeim tveimur árum sem liðin eru síð-
an það lék síðast í Iceland Express deildinni.
Margir ungir menn stíga sín fyrstu spor í
deildinni þegar flautað verður til leiks undir
vikulokin. Þeir eru flestir uppaldir í metn-
aðarfullu unglinga- og barnastarfi körfuknatt-
leiksdeildar Fjolnis.
Þjálfari liðsins frá 2006 er reynsluboltinn
Bárður Eyþórsson. Hann hefur undanfarið ár
búið nýtt lið undir keppnina í úrvalsdeildinni.
Hann hefur fengið til liðsins einn af sínum
gömlu lærisveinum frá Snæfellsárunum, Ing-
vald Magna Hafsteinsson, sem kemur með
kærkomna reynslu með sér inn í hópinn.
Hætt er þó við að leiktíðin framundan geti
reynst Fjölnismönnum erfið og vafalaust gera
leikmenn og þjálfari sér skýra grein fyrir því.
Morgunblaðið/ÞÖK
Þjálfarinn Bárður Eyþórsson stýrir Fjölni á
ný í úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Þungur róður framundan hjá Fjölni
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„ÉG vil sjá að stígandi verði jafnt og
þétt í leik okkar í vetur,“ segir Bárð-
ur sem stýrt hefur Fjölnisliðinu frá
síðla árs 2006. Bárður vill að öðru
leyti lítið tjá sig um stefnu nýliðanna
sem tryggðu sér sæti í deildinni á
nýjan leik í vor eftir að hafa unnið
úrslitakeppni 1. deildar þótt liðið hafi
áður hafnað í fjórða sæti deild-
arkeppninnar.
Bárður segir undirbúninginn hafa
gengið allvel en talsverðar breyt-
ingar hafa orðið á liðinu frá síðustu
leiktíð auk þess sem meiðsli hafi sett
nokkurt strik í reikninginn. „Ing-
valdur Magni Hafsteinsson er til
dæmis einn þeirra. Hann meiddist
fljótlega eftir að hann kom okkar í
sumar og er nýbyrjaður að æfa með
okkur á nýjan leik. Fleiri sterkir
póstar hafa glímt við meiðsli á und-
irbúningstímanum og á ýmsu hefur
gengið við að halda sterkum póstum
liðsins gangandi,“ segir Bárður.
Meiðsli hafa sett strik í reikn-
inginn á undirbúningstímanum
„Undirbúningur hófst af fullum
þunga í ágúst en menn höfðu verið
við æfingar í sumar, t.d. við lyftingar
og aðrar styrktaræfingar,“ segir
Bárður ennfremur sem telur að mið-
að við aðstæður sé nokkuð gott
ástand á leikmönnum Fjölnis.
Fjölnismenn hefur leikið nokkuð
af æfingaleikjum og tekið þátt í und-
irbúningsmótum síðustu vikurnar.
„Það hefur gengið svona upp og ofan
hjá okkur. Margt hefur verið já-
kvætt en aðalmálið er að liðið vaxi
jafnt og þétt í vetur enda framundan
langt og strangt keppnistímabil.“
Bárður segir lið Fjölnis hafa tekið
miklum breytingum frá því að það
var síðast í úrvalsdeildinni fyrir
tveimur árum. Mikil endurnýjun
hefur átt sér stað og stór hópur
ungra leikmanna komið inn í liðið.
„Við erum með mjög marga unga
leikmenn. Við nýttum 1. deildina í
fyrra til þess að byggja upp reynslu
hjá þessum strákum. Þeir hafa klár-
lega vaxið að reynslu á þeim tíma
sem kemur okkur vonandi til góða á
komandi keppnistímabili.
Við höfum okkar markmið fyrir
leiktíðina en viljum halda því innan
hópsins,“ segir Bárður. „En hvort
sem við byrjum vel eða illa þá verður
að vera stígandi í liðinu á leiktíðinni.“
Sækja bikarmeistarana
heim í fyrstu umferð
Fyrsti leikur Fjölnis í deildinni
verður á föstudagskvöld í Ásgarði í
Garðabæ hvar Fjölnismenn sækja
bikarmeistara Stjörnunnar heim.
Stjarnan lagði KR í meistarakeppni
KKÍ á sunnudaginn og nokkuð ljóst
að bikarmeistararnir mæta til leiks
fullir sjálfstrausts. „Stjörnuliðið
verður mjög sterkt en við reynum
allt sem við getum til þess að verða
klárir í þann leik.
Skemmtileg keppni framundan
Það er spenna og tilhlökkun í leik-
mönnum að hefja keppnina. Stór
hluti hópsins er að stíga sín fyrstu
skref í úrvalsdeild og þeir vilja því
standa sig,“ segir Bárður en helm-
ingur leikmanna er 20 ára og yngri.
Spurður um toppbaráttuna segir
Báður að hann eigi von á mjög
skemmtilegu keppnistímabili í Ice-
land Express-deildinni.
„Það er erfitt að slá einhverju
föstu um hverjir munu berjast á
topnnum en ég tel samt nokkuð ljóst
að öll suðurnesjaliðin eru mjög
sterk, einnig KR-ingar og Snæfell-
ingar. Mér sýnist Stjarnan einnig
vera með sprækt lið og síðan má
heldur ekki gleyma Tindastóls-
mönnum sem ég reikna með að verði
sterkir,“ segir hinn þrautreyndi
þjálfari Fjölnismanna, Bárður Ey-
þórsson.
Tilhlökkun og spenna
að hefja loks keppni
Flestir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeild, segir Bárður Eyþórsson
Morgunblaðið/Kristinn
Flinkir Fjölnismennirnir Christopher Smith, Níels Dungal, Ægir Þór Steinarsson og Ingvaldur Magni Hafsteinsson leika listir sínar með boltana.
„Við höfum sett okkur ákveðin mark-
mið fyrir keppnistímabilið en kjósum
að halda þeim fyrir okkur,“ segir
Bárður Eyþórsson, þjálfari nýliða
Fjölnis í úrvalsdeild karla, Iceland Ex-
press-deildinni, spurður um markmið
Fjölnis nú þegar liðið hefur end-
urheimt sæti sitt í deildinni eftir eins
árs veru í 1. deild.
Körfuknattleikur: Morgunblaðið kynnir liðin í úrvalsdeild karla, Iceland-Express deildinni
IngvaldurMagni Haf-
steinsson gekk
til liðs við nýliða
Fjölnis fyrir
komandi keppn-
istímabil. Magni
hefur leikið árum
saman með Snæ-
felli og þá m.a.
undir stjórn Bárðar Eyþórssonar
núverandi þjálfara Fjölnis en Bárð-
ur stýrði Snæfelli um nokkurra ára
skeið með afar góðum árangri.
Eins og fleiri leikmenn Fjölnishefur Magni glímt við meiðsli.
Hann verður væntanlega klár í slag-
inn þegar Fjölnir sækir bikarmeist-
ara Stjörnunnar heim á föstudaginn
í fyrstu umferð Iceland Express-
deildarinnar.
Á sunnudaginn kom Bandaríkja-maðurinn Christopher Smith
til liðs við Fjölni. Hann er 27 ára
gamall framherji. Zachary Johnson,
landi hans, sem var kominn til fé-
lagsins var sendur heim í staðinn.
Sverrir Kári Karlsson hefurkomið á ný í herbúðir Fjöln-
ismanna hvar hann er öllum hnút-
um kunnugur. Sverrir Kári var í
Noregi á síðasta vetri.
Þá hefur Níels Dungal snúiðheim í Grafarvoginn á nýjan
leik eftir að hafa leikið með Ár-
manni á síðasta keppnistímabili.
Einnig hefurHjalti Vil-
hjálmsson snúið
aftur í raðir
Fjölnismanna.
Hann er meiddur
um þessar mund-
ir og ekki ljóst
hvenær hann
verður klár í
slaginn.
Bjarni Karlsson, þjálfari ung-lingaflokks Fjölnis, verður að-
stoðarmaður Bárðar þjálfara í vet-
ur. Páll Briem verður Bárði einnig
til halds og trausts.
Fáir leikmenn hafa yfirgefið liðFjölnis frá síðasta keppn-
istímabili. Meðal þeirra eru bræð-
urnir Tryggvi og Haukur Helgi
Pálssynir.
Tryggvi hefur ákveðið að leggjaskóna á hilluna. Haukur Helgi
er hins vegar fluttur til Bandaríkj-
anna til náms. Þá ákvað Jón Sverr-
isson að ganga til liðs við Breiða-
blik.