Morgunblaðið - 23.10.2009, Síða 4
Ef það væri að-eins einn
maður á jörðu
sem þú gætir
troðið yfir, hver
yrði fyrir valinu?“
var spurning sem
LeBron James
leikmaður Clevel-
and Cavaliers
þurfti að svara í viðtali í Maxim
tímaritinu á dögunum. „Ef það
mætti vera einhver annar en körfu-
boltamaður þá myndi ég velja
George W. Bush fyrrum forseta. Ég
myndi stökkva yfir hann, rífa niður
körfuhringinn og brjóta glerspjaldið
í leiðinni,“ svaraði James sem er
einn besti körfuboltamaður heims.
Mark Cuban eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks er
mjög umdeildur í Bandaríkj-
unum og hann segir yf-
irleitt það sem hann
hugsar – án þess að
hika. Cuban henti inn
„sprengju“ í bandarískt
íþróttalíf í fyrradag
þegar hann sagði á opn-
um fundi í háskólanum í
Pittsburgh að hann væri
á þeirri skoðun að það ætti
að leyfa takmarkaða notkun á
steralyfjum í NBA-deildinni.
Elton Brand leikmaður ChicagoBulls segir að hann ætli sér að
sýna stuðningsmönnum liðsins hvað
í honum býr í vetur. Brand hefur að-
eins leikið 37 leiki frá því að hann
gerði risasamning við Bulls 2008.
Þýski landsliðsmaðurinn FranckRibery verður frá keppni út
þetta ár en hnémeiðsli eru að angra
miðjumanninn snjalla hjá Bayern
München.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Justin Shouse og félagar hans úr bik-
armeistaraliði Stjörnunnar sigruðu
Snæfell á útivelli í gær í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik þar sem
Bandaríkjamaðurinn skoraði úr
tveimur vítaskotum þremur sek-
úndum fyrir leikslok í 82:81 sigri liðs-
ins. Hlynur Bæringsson braut á sín-
um gamla liðsfélaga þegar 3
sekúndur vorur eftir en þá var Snæ-
fell einu stigi yfir 81:80. „Mér leið
bara vel á vítalínunni því mér fannst
ég hafa tekið svona vítaskot mörg
þúsund sinnum í þessu íþróttahúsi.
Þetta var því ekkert erfitt og mig
langaði líka til þess að vinna Snæfell,“
sagði Justin við Morgunblaðið í gær
en hann skoraði 26 stig. Justin lék um
tveggja ára skeið með Snæfellsliðinu
og hann þekkir því leikmenn og
stuðningsmenn liðsins vel. „Þetta var
bara eins og á æfingu. Hlynur (Bær-
ingsson) var alltaf að tala við mig og
reyna koma mér úr jafnvægi. Ég lét
hann heyra það líka en í leikslok er
það allt gleymt og við erum allir góðir
vinir,“ sagði Shouse sem er ánægður
með gang mála hjá Stjörnunni. „Teit-
ur (Örlygsson) þjálfari hefur breytt
ýmsu hjá okkur, og þá sérstaklega í
sóknarleiknum.
Ég, Fannar
(Helgason) og
Jovan (Zdravevski)
fáum að gera ýmislegt upp á
eigin spýtur sem við gerðum
ekki í fyrra. Mér finnst það virka og
við ætlum að sýna það og sanna að
bikarmeistaratitill Stjörnunnar í
febrúar var engin heppni,“ bætti leik-
stjórnandinn við.
Stáltaugar Justin
Shouse tryggði Stjörn-
unni sigur á gamla
heimavelli hans í
Stykkishólmi.
„Ég hef gert
þetta þúsund
sinnum áður“
Justin Shouse tryggði
Stjörnunni sigur í Stykkishólmi
Snæfell – Stjarnan 81:82
Stykkishólmur, úrvalsdeild karla, Iceland
Express deildin, fimmtudaginn 22. okt.
2009.
Gangur leiksins: 23:17, 41:41, 62:64, 81:82.
Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 24, Sig-
urður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jóns-
son 14, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn
Arnar Davíðsson 6, Pálmi Freyr Sigur-
geirsson 5, Gunnlaugur Smárason 2, Egill
Egilsson 1, Páll Fannar Helgason 1.
Fráköst: 20 í vörn – 12 í sókn.
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 26, Jovan
Zdravevski 23, Magnús Helgason 15,
Kjartan Atli Kjartansson 8, Fannar Freyr
Helgason 7, Birgir Björn Pétursson 2, Ólaf-
ur Aron Ingvason 1.
Fráköst: 21 í vörn – 5 í sókn.
Villur: Snæfell 15 – Stjarnan 22.
4 Íþróttir
Stjarnan 3 3 0 254:221 6
Keflavík 3 2 1 265:210 4
Snæfell 3 2 1 252:202 4
Njarðvík 2 2 0 196:151 4
KR 2 2 0 180:136 4
Grindavík 2 2 0 185:149 4
ÍR 3 1 2 238:239 2
Hamar 3 1 2 240:259 2
Breiðablik 2 0 2 136:177 0
Tindastóll 2 0 2 145:203 0
Fjölnir 3 0 3 206:276 0
FSU 2 0 2 137:211 0
Staðan
Keflavík – Fjölnir 86:54
Keflavík, úrvalsdeild karla, Iceland Ex-
press-deildin, fimmtudaginn 22. okt. 2009.
Gangur leiksins: 17:13, 35:24, 66:37, 96:54.
Stig Keflavíkur: Rashon Clark 18, Sigurð-
ur Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar H.
Stefánsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 10,
Davíð Þór Jónsson 9, Hörður Axel Vil-
hjálmsson 9, Gunnar Einarsson 8, Jón Nor-
dal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson
4, Sævar Sævarsson 3, Sverrir Þór Sverr-
isson 2, Axel Margeirsson 2.
Fráköst: 31 í vörn – 7 í sókn.
Stig Fjölnis: Christopher Smith 20, Tómas
Heiðar Tómasson 10, Níels Dungal 7,
Sverrir Kári Karlsson 6, Ingvaldur Magni
Hafsteinsson 5, Ægir Þór Steinarsson 4,
Elvar Sigurðsson 3, Árni Þór Jónsson 3.
Fráköst: 14 í vörn – 22 í sókn.
Villur: Keflvík 17 – Fjölnir 19.
ÍR – Hamar 95:69
Kennaraháskólinn, úrvalsdeild karla, Ice-
land Express deildin, fimmtudaginn 22.
okt. 2009.
Gangur leiksins: 17:6, 24:15, 37:23, 47:32,
54:46, 62:47, 69:49, 81:61, 95:69.
Stig ÍR: Nemanja Sovic 33, Steinar Arason
18, Ólafur Þórisson 17, Hreggviður Magn-
ússon 9, Kristinn Jónasson 5, Vilhjálmur
Steinarsson 5, Davíð Fritzson 3, Benedikt
Skúlason 2.
Fráköst: 29 í vörn – 12 í sókn.
Stig Hamars: Andre Dabney 27, Svavar
Pálsson 15, Oddur Ólafsson 11, Marvin
Valdimarsson 9, Emil Þorvaldsson 3, Ragn-
ar Nathanaelsson 2, Frosti Sigurðsson 2.
Fráköst: 22 í vörn – 15 í sókn.
Villur: ÍR 15 – Hamar 17.
Dómarar: Davíð Hreiðarsson og Jakob
Árni Ísleifsson. Hallaði heldur á gestina í
dómum þeirra.
Áhorfendur: 160.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
FJÖLNIR, undir stjórn Bárðar Ey-
þórssonar, kom verulega á óvart í 2.
umferð þegar liðið tapaði afar
naumlega gegn Grindvíkingum í
Grafarvogi. Hið unga lið Fjölnis
fékk hinsvegar að kenna á því gegn
þaulreyndu liði Keflavíkur sem tap-
aði gegn Stjörnunni á útivelli í ann-
arri umferð. Staðan eftir fyrsta leik-
hluta var 17:11 fyrir Keflavík og
munurinn jókst enn frekar í öðrum
leikhluta en staðan í hálfleik var
35:24. Guðjón Skúlason, þjálfari
Keflavíkur, gat leyft sér að skipta
ört inn á í leiknum og aðeins Banda-
ríkjamaðurinn Rahson Clark lék í
30 mínútur af alls 40. Clark skoraði
18 stig og tók 6 fráköst en hann var
afar slakur í leiknum gegn Stjörn-
unni á dögunum. „Við vorum betri í
þessum leik en gegn Stjörnunni. Og
sérstaklega í varnarleiknum. Við
tókum eitt skref fram á við en það
er fullt af atriðum sem við þurfum
að laga. Við gerum of mörg mistök í
sókninni og við getum tekið fleiri
varnarfráköst,“ sagði Guðjón Skúla-
son í gær í samtali við Morg-
unblaðið. Guðjón
var inntur eftir
því hvort hann
væri ánægður
með það sem
Rahson Clark
hefur sýnt fram
til þessa.
„Hann á að
geta gert miklu
betur en hann
var betri í þessum leik en gegn
Stjörnunni. Clark á að geta leyst
þrjár stöður á vellinum en hann á
eftir að átta sig aðeins betur á ís-
lensku deildinni og aðlagast þeim
leikstíl sem við notum,“ sagði Guð-
jón en hann tók við liðinu í sumar
eftir að Sigurður Ingimundarson yf-
irgaf liðið og fór í stutta ferð til
Solna í Svíþjóð þar sem hann þjálf-
aði liðið í nokkrar vikur áður en
hann hætti og tók við Njarðvík.
„Vorum ekki tilbúnir“
Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjöln-
is, sagði í leikslok að liðið hefði
varla mætt til leiks gegn Keflavík.
„Við vorum ekki tilbúnir og þetta
var alls ekki nógu gott. Liðið er
ungt og það er einkenni á ungum
leikmönnum að það vantar stöð-
ugleika. Við sýndum fína takta á
móti Grindavík í síðasta leik en að
þessu sinni gerðum við það ekki.
Það eru 19 leikir eftir í deildinni og
við höfum nógan tíma til að bæta
okkur eins og við stefndum að í
upphafi tímabilsins,“ sagði Bárður
Eyþórsson, þjálfari Fjölnis.
Miklir yfirburðir
hjá Keflvíkingum
Guðjón Skúlason ánægður með varn-
arleik Keflvíkinga gegn Fjölni
Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum
með nýliða Fjölnis í gær í þriðju um-
ferð Iceland Express-deildar karla í
körfuknattleik þegar liðin mættust í
Keflavík. Fjölnir er án stiga eftir
86:54 tap en Keflavík hefur unnið tvo
af þremur fyrstu leikjum sínum.
Rahson Clark Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍR leikur nú heimaleiki sína í
íþróttahúsi Kennaraháskólans eftir
að hafa snúið baki við íþróttahúsi
Seljaskóla. Þeim gekk alla vega vel að
finna körfurnar í húsinu og Nemanja
Sovic skoraði 33 stig að þessu sinni.
Hann mun verða drjúgur í sóknarleik
ÍR í vetur. Steinar Arason hefur
einnig byrjað tímabilið vel en hann
skoraði 18 stig, þar af 10 í fyrsta leik-
hluta.
ÍR vantar leikstjórnanda
ÍR-ingar eru hins vegar í vandræð-
um hvað varðar stöðu leikstjórnanda.
Sveinbjörn Claessen er með slitið
krossband og leikur ekki meira með á
þessari leiktíð og Eiríkur Önund-
arson er að jafna sig eftir hnéskelj-
arbrot. Óvíst er hvenær hann snýr
aftur en það verður í fyrsta lagi í nóv-
ember. Breiðhyltingar tefla hins veg-
ar ekki fram Bandaríkjamanni sem
stendur og þeir gætu því styrkt lið
sitt með einum slíkum, ef fjárráðin
leyfa.
Hamar saknaði einnig tveggja leik-
manna að þessu
sinni en þeir
Hjalti Valur Þor-
steinsson og Viðar
Hafsteinsson eru
veikir. Talið er að
um svínaflensu sé
að ræða. Hamar
mátti illa við fjar-
veru þeirra,
breiddin er ekki
mikil í leik-
mannahópnum. Ágúst Björgvinsson,
þjálfari Hamars, var ekki ánægður
með varnarleik sinna manna.
Spiluðu enga vörn
„Þetta hafði áhrif á breiddina hjá
okkur en við töpuðum leiknum fyrst
og fremst út af því að við spilum enga
vörn. Við vinnum ekki leiki ef við spil-
um ekki vörn. Við getum ekki alltaf
stólað á að skora endalaust og þurf-
um að spila betri vörn ef við ætlum að
vinna fleiri leiki. Það skipti ekki máli
hvort við beittum svæðisvörn eða
maður á mann aðferðinni. Það gekk
bara ekkert upp varnarlega,“ sagði
Ágúst í samtali við Morgunblaðið að
leiknum loknum. „Við fáum engar
auðveldar körfur úr varnarleiknum
og það setur þá enn meiri pressu á
sóknarleikinn hjá okkur. Við þurfum
því að taka okkur virkilega á varn-
arlega en ég hef minni áhyggjur af
sóknarleiknum, svo framarlega að
allir séu heilir,“ bætti Ágúst við.
Leikstjórnandinn Andre Dabney var
stigahæstur með 27 stig og stal mörg-
um boltum.
Sovic drjúgur
fyrir ÍR-inga
Fyrsti sigur ÍR á leiktíðinni kom án
bakvarðanna Sveinbjarnar og Eiríks
ÍR-INGAR unnu sinn fyrsta leik í Ice-
land Express deild karla í körfuknatt-
leik á þessari leiktíð í gærkvöldi, þeg-
ar þeir fengu Hamar í heimsókn frá
Hveragerði. ÍR-ingar höfðu frum-
kvæðið frá upphafi til enda og voru
fimmtán stigum yfir í hálfleik 42:27.
ÍR-ingar sigruðu að lokum með sex-
tán stiga mun, 95:69.
Nemanja
Sovic
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2009
Fólk sport@mbl.is