Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
íþróttir
Körfubolti Páll Kolbeinsson mótar nýtt lið hjá Íslandsmeisturum KR. Tíu leikmenn eru farnir.
Leikstíllinn er breyttur, hávaxnari leikmenn skipa liðið en færri skyttur 4
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Framfarir Hjörtur Már Ingvarsson fagnar glæsilegu Íslandsmeti sínu í gærkvöld en hann bætti gamla metið um heilar tíu sekúndur í úrslitasundinu á EM.
IFK Gautaborg
náði í gærkvöld
tveggja stiga for-
ystu í sænsku úr-
valsdeildinni í
knattspyrnu með
því að sigra
Brommapojk-
arna, 3:0, á úti-
velli í Stokk-
hólmi. Hjálmar
Jónsson og
Ragnar Sigurðsson léku að vanda
allan tímann sem miðverðir hjá
Gautaborg en Theódór Elmar
Bjarnason þurfti að fara heim til Ís-
lands af persónulegum ástæðum og
missti af leiknum.
Gautaborg er með 56 stig og á
tvo leiki eftir og berst um titilinn
við AIK sem er með 54 stig og á
þrjá leiki eftir en AIK mætir
Hammarby á útivelli á sunnudag-
inn. vs@mbl.is
Gautaborg
á toppinn
Hjálmar
Jónsson
PÁLMI Guðlaugsson og Hjörtur Már Ingvarsson
settu báðir Íslandsmet á Evrópumeistaramóti fatl-
aðra í sundi í Laugardalslauginni í gærkvöld. Þeir
komust báðir í úrslit í sínum flokkum og enduðu
þar báðir í 8. sætinu.
Pálmi synti 50 metra flugsund í flokki S6 á 43,72
sekúndum en fyrra met hans var 44,13 sekúndur.
Hjörtur Már, sem heldur uppá 14 ára afmælið
sitt í dag, bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skrið-
sundi í flokki S5 um hvorki meira né minna en 10
sekúndur. Fyrra met hans var 1:58,57 mínútur en í
gærkvöld synti hann vegalengdina á 1:48,42 mín-
útum.
Jón Margeir Sverrisson náði lengst íslensku
keppendanna í gær en hann hafnaði í 5. sæti í úr-
slitasundinu í 100 metra skriðsundi í flokki S14.
Hann synti á 1:00,83 mínútum en svo einkennilega
vildi til að Jón synti á nákvæmlega sama tíma, uppá
sekúndubrot, í undanrásunum í gærmorgun.
Ragnar Ingi Magnússon varð í 7. sæti í sama
flokki á 1:06,38 mínútum en hafði náð betri tíma í
undanrásunum um morguninn.
Eyþór Þrastarson hafnaði í 7. sæti í úrslitasund-
inu í 100 metra baksundi í flokki S11. Hann synti á
1:18,94 mínútum og nálgast óðum Íslandsmet Birk-
is Rúnars Gunnarssonar, sem er 1:17,53 mínútur.
Sonja Sigurðardóttir hafnaði í fimmta sæti af
fimm keppendum í úrslitum í 100 metra skriðsundi
í flokki S5 og synti á 2:08,97 mínútum.
Evrópumeistaramótinu lýkur í Laugardalslaug-
inni í dag. Jón Björn Ólafsson hjá Íþróttasambandi
fatlaðra sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að mót-
ið hefði gengið ljómandi vel í alla staði. Það vekti at-
hygli hve mörg heims- og Evrópumet hafa fallið í
Laugardalnum en nokkur slík féllu í gær. „Það er
ljóst að nafn Reykjavíkur mun standa við mörg
nöfn á metaskránum á næstunni,“ sagði Jón Björn.
vs@mbl.is
Enn falla Íslands-
metin í Laugardal
Pálmi og Hjörtur Már báðir með met á EM Nafn
Reykjavíkur víða á skrá yfir Evrópu- og heimsmet
Fimmta Sonja Sigurðardóttir nýkomin í mark.
Sjöundi Eyþór Þrastarson bætir sig enn.
KATRÍN Ómars-
dóttir leysir Söru
Björk Gunn-
arsdóttur af
hólmi í byrj-
unarliði Íslands í
dag. Íslenska lið-
ið mætir þá því
franska í und-
ankeppni heims-
meistaramóts
kvenna í Lyon og
viðureign liðanna
hefst klukkan 14.30 á hinum glæsi-
lega Stade de Gerland-leikvangi í
frönsku borginni.
Sara Björk veiktist í gær og flest
bendir til þess að hún sé með svína-
flensu enda þótt það hafi ekki verið
staðfest með óyggjandi hætti. Klara
Bjartmarz, fararstjóri íslenska liðs-
ins, sagði við Morgunblaðið í gær-
kvöld að Söru væri haldið í ein-
angrun á hóteli liðsins og aðrar
hefðu ekki veikst. Soffía Gunn-
arsdóttir úr Stjörnunni var í gær
kölluð inn í hópinn í stað Söru. Hún
flaug til London síðdegis í gær og er
væntanleg þaðan til Lyon fyrir há-
degið í dag.
Reiknað er með að í Lyon í dag
verði 18 stiga hiti og skýjað. Frakk-
ar búast við um 10 þúsund áhorf-
endum.
Fyrir utan Söru teflir Sigurður
Ragnar fram sama byrjunarliði og í
sigurleiknum gegn Eistlandi, 12:0, í
september.
Þóra B. Helgadóttir er í markinu,
vörnina skipa Erna B. Sigurð-
ardóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jóns-
dóttir og Ólína G. Viðarsdóttir, á
miðjunni leika Katrín Ómarsdóttir,
Dóra María Lárusdóttir og Edda
Garðarsdóttir, á köntunum eru Rak-
el Hönnudóttir og Hólmfríður Magn-
úsdóttir og í fremstu víglínu er Mar-
grét Lára Viðarsdóttir. vs@mbl.is
Katrín í stað
Söru í leikn-
um í Lyon
Katrín
Ómarsdóttir