Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IE-deildin FSu – Breiðablik .................................. 67:96 Tindastóll – KR................................. 107:114 Grindavík – Njarðvík ........................... 67:74 1. deild karla ÍA – Þór Ak. .......................................... 84:90 Þór Þ. – Ármann................................... 85:76 Valur – Skallagrímur ........................... 61:62 Staðan: Höttur 3 3 0 237:220 6 Skallagrímur 3 2 1 211:198 4 Haukar 2 2 0 148:116 4 KFÍ 2 2 0 200:155 4 Þór Þ. 3 2 1 246:232 4 Valur 3 1 2 187:193 2 Ármann 3 1 2 216:229 2 Þór A. 3 1 2 232:246 2 ÍA 3 0 3 228:258 0 Hrunamenn 3 0 3 220:278 0 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Selfoss – Víkingur ................................ 22:20 Staðan: Selfoss 2 2 0 0 54:34 4 Afturelding 2 2 0 0 55:42 4 ÍBV 2 1 0 1 54:52 2 ÍR 2 1 0 1 55:60 2 Víkingur 3 1 0 2 80:66 2 Þróttur R. 1 0 0 1 20:28 0 Fjölnir 2 0 0 2 28:64 0 KNATTSPYRNA England 1. deild: Watford – Sheffield W. ............................ 4:1  Heiðar Helguson lék ekki með Watford vegna meiðsla. Staða efstu liða: WBA 13 7 3 3 24:13 24 Newcastle 13 7 3 3 19:8 24 Cardiff 13 7 2 4 26:12 23 Middlesbro 13 7 2 4 20:13 23 Blackpool 13 6 4 3 19:13 22 Preston 13 6 4 3 20:17 22 Nott. Forest 13 6 4 3 15:12 22 Leicester 13 5 6 2 15:11 21 Bristol City 13 5 6 2 14:11 21 Watford 14 5 6 3 22:21 21 QPR 12 5 5 2 21:11 20 Þýskaland Bayer Leverkusen – Dortmund.............. 1:1 Staða efstu liða: Leverkusen 10 6 4 0 19:6 22 Hamburger SV 9 6 3 0 20:8 21 Schalke 9 6 1 2 13:6 19 Bremen 9 5 3 1 16:6 18 Wolfsburg 9 5 1 3 18:16 16 Bayern München 9 4 3 2 15:8 15 Hoffenheim 9 4 2 3 15:9 14 Svíþjóð Úrvalsdeild karla: GAIS – Malmö .......................................... 1:1  Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jón- asson léku allan leikinn með GAIS og Eyj- ólfur lagði upp mark liðsins. Guðjón Bald- vinsson var ekki í hópnum. Örebro – Halmstad.................................. 2:1  Jónas Guðni Sævarsson var í liði Halms- tad og var skipt af velli á 75. mínútu. Brommapojkarna – Gautaborg ............. 0:3  Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn með Gautaborg. Theódór Elmar Bjarnason lék ekki með liðinu af persónulegum ástæðum. Staðan: Gautaborg 28 17 5 6 50:20 56 AIK 27 16 6 5 31:17 54 Elfsborg 27 14 8 5 40:32 50 Kalmar 27 13 7 7 47:32 46 Häcken 27 12 7 8 41:29 43 Örebro 28 12 7 9 31:30 43 Malmö FF 28 11 9 8 35:19 42 Helsingborg 27 13 3 11 38:35 42 Trelleborg 27 10 7 10 35:29 37 Gefle 27 9 7 11 24:35 34 GAIS 28 7 11 10 38:36 32 Halmstad 28 8 7 13 26:38 31 Brommapoj. 28 8 6 14 30:45 30 Örgryte 27 6 5 16 23:44 23 Hammarby 27 6 4 17 19:37 22 Djurgården 27 5 5 17 18:48 20 um helgina HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Digranes: HK – Stjarnan ....................... S16 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Akureyri: KA/Þór – Fylkir.....................L16 Mýrin: Stjarnan – FH.............................L16 Víkin: Víkingur – Fram...........................L16 Digranes: HK – Valur .............................S14 1. deild karla: Grafavogur: Fjölnir – ÍBV.................L13.30 Austurberg: ÍR – Þróttur ..................L15.30 BLAK Mikasa-deild kvenna: Fagrilundur: HK – Fylkir .................L13:30 KA-heimilið: KA – Ýmir..........................S16 Mikasa-deild karla: KA-heimilið: KA – HK ............................S14 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: Hveragerði: Hamar – Valur ...................L16 1. deild karla: Ísafjörður: KFÍ – Haukar..................S19.15 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÉG á vini sem eru Haukamenn og þeir hafa oft spurt mig hvenær ég ætlaði að spila fyrir Hauka. Ég fór aldrei á kaf í að hugsa um þetta þó svo að það hvarflaði að mér. Ég hef aldrei lagt neitt hatur á Hauka í gegn- um tíðina, hvort það sem var í yngri flokkum eða í meistaraflokki. Haukarnir sýndu mér strax mikinn áhuga þegar ljóst var að ég væri á förum frá FH og mér leist strax vel á það sem þeir höfðu fram að færa. Það er ferskur andblær yfir liðinu,“ sagði Daði Lár- usson, markvörðurinn sterki og reyndi, við Morg- unblaðið eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samn- ing við Hauka í gær. Daði hefur leikið með FH-ingum undanfarin 13 ár og það er ekki á hverjum degi sem félagaskipti eiga sér stað á milli Hafnarfjarðarliðanna hjá leik- mönnum í sama gæðaflokki og Daði er. Haukarnir þökkuðu FH sérstaklega fyrir gott samstarf hvað félagaskiptin varðar þegar þeir kynntu Daða til sögunnar. „Það er flott áskorun fyrir mig að vera áfram í efstu deild. Það var það sem ég stefndi á eftir að ljóst var að ég færi frá FH. Ég var svolítið hissa í byrjun þegar mér varð ljóst að ég ætti ekki lengur framtíð hjá FH en þegar FH-ingarnir sögðu mér betur frá því hvað þeir væru að spá í þá varð ég bara að fallast á að skilja það, þótt ég skildi það ekki,“ sagði Daði, sem er 36 ára gamall og annar leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi með 157 leiki. Daði var leystur undan samningi við FH eftir að landsliðsmarkvörð- urinn Gunnleifur Gunnleifsson gekk í raðir liðsins. „Ég fer afar stoltur frá FH. Það er búinn að vera draumatími að spila með Fimleikafélaginu. Að vera þátttakandi í fyrsta liðinu sem varð Íslandsmeistari og taka á móti bæði Íslandsmeistaratitlum og bik- armeistaratitli eru hlutir sem ég gleymi aldrei. Hvort menn halda ég að hafi verið orðinn saddur er spurning en ég er gríðarlega þakklátur fyrir allt í gegnum tíðina hjá FH. Næsta tímabil verður skemmtilegt og það er ljóst að það verður mikil stemning í Hafnarfirði. Ég mun líklega setja auka fimm kíló á stöngina áður en ég fer í hnébeygjuna þegar ég fer að hugsa um leikina á móti FH,“ sagði Daði með bros á vör. „Auka 5 kíló fara á stöngina þegar ég hugsa um FH-leikina“ Daði Lárusson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÍSLAND og Frakkland hafa verið tíðir mótherjar á síðustu árum. Liðin mættust í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finn- landi í ágúst þar sem Frakkar höfðu betur, 3:1, eftir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafði komið Íslendingum í forystu snemma leiks. Þjóðirnar voru í sama riðli í undankeppninni þar sem Frakkar unnu heimaleikinn, 2:1, en Íslendingar höfðu betur á Laugardalsvelli, 1:0, með marki Margrétar Láru Viðarsdóttur. Liðin voru einnig í sama riðli fyrir EM 2005 en þá höfðu Frakkar betur í báðum leikjunum, 3:0 og 2:0. „Þetta er vonandi annar af tveimur úrslitaleikjum okkar í riðlinum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari við Morgunblaðið í gær en hann hafði þá nýlokið við að funda með leikmönnum sínum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur. Við munum leggja höfuðáherslu á varnarleikinn og spila vel skipulagðan leik. Við vitum að við fáum færi í hverjum leik og þurfum að reyna að nýta eitt- hvað af þeim fáu tækifærum sem við komum til með að fá gegn þessu sterka liði. Við förum í alla leiki til að vinna en jafntefli myndi verða mun betri úrslit fyrir okkur en Frakk- ana. Það yrði mjög jákvætt að ná í stig,“ sagði Sigurður. Nú hljótið þið að vera búin að greina leikinn við Frakka frá Evrópumótinu í Finnlandi og sjá hvað þið getið gert bet- ur? „Jú við horfðum á valda kafla úr þeim leik í morgun og fór- um yfir hvað mætti fara betur hjá okkur. Við horfðum einnig á leikinn við Þjóðverjana sem var okkar besti leikur í keppn- inni og við viljum spila svipaðan varnarleik og við gerðum í þeim leik í leiknum á morgun (í dag). Við höfum dregið lær- dóm af muninum sem var á þessum tveimur leikjum hjá okk- ur.“ Vera þéttari og nær leikmönnunum Hverju fannst þér helst ábótavant í leiknum á móti Frökk- unum í Finnlandi? „Frakkarnir fengu of mikið pláss á bak við miðjumennina okkar og liðið okkar slitnaði of mikið í sundur. Við ætlum að reyna að vera þéttari og vera nær þeirra leikmönnum svo við komumst betur í návígin, en það vantaði upp á í Finnlandi.“ Sigurður segir að franska liðið sé mjög áþekkt því sem það var á Evrópumótinu. „Frakkarnir hafa þurft að gera breytingar hvað mark- verðina varðar. Ég held að annar hafi slitið krossband og hinn er eitthvað meiddur. Í þeirra stað eru komnir tveir nýir markverðir. Annar hefur spilað einn landsleik en hinn eng- an. Þessi breyting gæti gefið okkur einhverja möguleika og vonandi að reynsluleysið spili eitthvað inn í. Annars er kjarninn sá sami og Frakkarnir hafa verið með og ég hef trú á að þjálfarinn stilli upp sínu reyndasta liði, sem er mjög svipað og við mættum í Finnlandi.“ Morgunblaðið/Golli Varnarjaxl Laura Georges elti Margréti Láru Viðarsdóttur hvert fótmál þegar liðin mættust á EM í Frakklandi í ágúst. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur upp þráðinn í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag þegar liðið mætir Frökkum á Stade de Gerland-vellinum sem er heimavöllur franska stórliðsins Lyon. Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppninni, gegn Serbum og Eistum, og er með marka- töluna 17:0, en Frakkar hafa spilað einn leik, burstuðu Króata, 7:0. „Yrði mjög jákvætt ef við næðum í stig“ Kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Frökkum í dag Grindavík – Njarðvík 67:74 Grindavík, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press deildin, föstudaginn 23. október. Gangur leiksins: 5:2, 11:9, 14:11, 20:14, 23:24, 28:29, 38:34, 40:37, 43:47, 43:58, 46:58, 51:62, 56:64, 56:66, 58:68, 67:74. Stig Grindvíkinga: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vil- bergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Amani Daanish 5, Björn Brynjólfsson 4, Oddur Ólafsson 4, Guðlaug- ur Eyjólfsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 15 í sókn Stig Njarðvíkinga: Magnús Gunnarsson 21, Friðrik Stefánsson 18, Jóhann Árni Ólafsson 16, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Sigurðsson 5, Guðmundur Jóns- son 4, Páll Kristinsson 2, Hjörtur Einars- son 2. Fráköst: 32 í vörn – 14 í sókn. Villur: Grindavík 18 – Njarðvík 23. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Oft verið betri. Áhorfendur: Tæplega 900 FSu – Breiðablik 67:96 Selfoss, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, föstudag 23. október 2009. Gangur leiksins: 2:0, 7:4, 10:16, 16:18, 18:23, 25:25, 27:38, 31:45, 36:47, 39:51, 45:64, 52:69, 55:77, 58:93, 67:96. Stig FSu: Cristopher Caird 28, Ari Gylfa- son 10, Jake Wyatt 9, Hilmar Guðjónsson 7, Dominic Baker 7, Alexander Stewart 3, Orri Jónsson 3.. Fráköst: 27 í vörn – 9 í sókn. Stig Breiðabliks: John Davis 29, Daníel Guðmundsson16, Hjalti Friðriksson 14, Þorsteinn Gunnlaugsson 12, Rúnar Pálm- arsson 9, Gylfi Geirsson 5, Bjarni K. Árna- son 4, Trausti Jóhannsson 3, Ágúst Ang- antýsson 2, Jón Sverrisson 2. Fráköst: 28 í vörn – 16 í sókn. Villur: FSu 15 – Breiðablik 21. Dómarar: Jón Guðmundsson og Jón Þór Eyþórsson. Áhorfendur: 46. Úrvalsdeild karla, Iceland Express: Njarðvík 3 3 0 270:218 6 KR 3 3 0 294:243 6 Stjarnan 3 3 0 254:221 6 Keflavík 3 2 1 265:210 4 Snæfell 3 2 1 252:202 4 Grindavík 3 2 1 252:223 4 ÍR 3 1 2 238:239 2 Breiðablik 3 1 2 232:244 2 Hamar 3 1 2 240:259 2 Tindastóll 3 0 3 252:317 0 Fjölnir 3 0 3 206:276 0 FSu 3 0 3 204:307 0 Staðan Tindastóll – KR 107:114 Sauðárkrókur, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, föstudag 23. október 2009. Gangur leiksins: 2:6, 12:19, 16:26, 19:35, 26:37, 33:44, 40:52, 46:54, 52:59, 64:64, 69:71, 76:75, 78:79, 80:83, 91:92, 96:97, 102:106, 108:114. Stig Tindastóls: Helgi Rafn Viggósson 36, Svavar Birgisson 28, Michael Giovacchini 14, Helgi Freyr Margeirsson 13, Axel Kárason 9, Friðrik Hreinsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 2. Fráköst: 18 í vörn – 3 í sókn. Stig KR: Semaj Inge 30, Brynjar Þór Björnsson 22, Tommy Johnson 18, Fannar Ólafsson 15, Darri Hilmarsson 10, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2. Fráköst: 26 í vörn – 12 í sókn. Villur: Tindastóll 18 – KR 23. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson, dæmdu erfiðan leik vel. Áhorfendur: 230.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.